þriðjudagur, desember 28

Ákvad ad blogga sma i utlandinu fyrst thad gafst sma timi...
Thad er svo sem allt gott ad fretta hedan.. hofum reynt ad hafa gaman thratt fyrir erfidin heima en hef hugsad nog um thau i bili phew.....
Vid attum ad skipta um hotel i dag og fara a sama hotel og mamma og pabbi en thad kom ettad upp og their spurdu hvort vid vildum ekki fara a finna hotel ad kostnadarlausu og vid sogdum alsjalfsogdu JÁ
Mjog flott hotel og alles :)
Svo hermdu allir eftir i familiuni og letu faera sig thangad en thurftu ad borga ;) vid alltaf jafn heppin en verd ad fara thad er allt ad verda vitlaust timinn ad verda buinn

mánudagur, desember 13

Jæja nú er maður kominn á fullt skrið í vinnunni :) Komið með my own office og alles... sit hér með bleikan álf sem ég fékk að gjöf frá samstarfsmanni mínum, á skrifborðinu :) Það styttist í Karnarí hjá manni jeminn hvað þetta líður hratt.
Missti af kveðju jamminu síðustu helgi af því að ég var að vinna mína síðustu vakt á Aken Taken. Var að vinna með algjöru fífli, nýja rekstrarstjóranum. Hann hatar jólin...alltof mikið óþarfa frí og eitthvað. Hann hefur farið til Kanarí..hataði það. Hann vinnur í raun ekkert þegar ég pældi í því. Virkaði voða bisí eitthvað en svo hafði hann fjandan ekkert gert..jú fyrirgefið hann fyllti á pepsiið. Svo lét hann mig þrífa allt pleisið ein. Hann nennti ekki einu sinni að skúra.. En helgin skánaði til muna á sunnudaginn þegar við stelpurnar komum saman í heimatilbúna petsu og tuðfest yfir vinnunni :)
Svo er manni boðið í Júle partí á föstudaginn..ég heimtaði að því yrði flýtt fram á fimtudag en fékk ekki jákvæð svör til baka :/ fólk alveg hætt að hlíða manni!!!!
Svo var engin orgía í jólagleðini á föstudaginn en bara helvíti gaman samt sem áður. Fínn matur og skemmtileg músík...hver haldið þið að hafi verið aðstoða díjei...ég audda :)

þriðjudagur, desember 7

Ok tilraun tvö
Jæja það var kannski kominn tími á að blogga eittað sona eftir margra mánaða fjarveru. Það hefur ótrúlegt en satt verið frekar brjál að gera hjá minni síðustu mánuði. Til að byrja með vorum við Guðrún reknar af Aken Taknen. Já hann Óttar var ekki alveg sáttur við að þurfa borga öll þau laun sem hann skuldaði eða að borga mannsæmandi laun á annað borð. Mér var svo sem alveg sama en Guðrún greiið þarf að halda heimili og varð því frekar pisst. Þetta var nú reynar orðið frekar óþolandi þar sem Óttar hafði sett upp myndavél sem gerði það að verkum að ef við vildum halda þessum upptökum leyfðar öllum aldurshópum urðum við að hafa rennt uppí háls og meira til!!! Og ásakanir um þjófnað flugu fram og aftur en good ridens to bad rubbish. En hvað um það ég er komin með aðra vinnu sem er án þess að ýkja (þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekki þekt fyrir ýkjur) þá er þetta FRÁBÆR vinnustaður. Það eru allir svo hressir og fjörugir. Og nei þetta er ekki hóruhúsið að Ugluhólum þó að stofnfélagarnir þar séu nú ekki með neitt bögg á þeim vinnustað.....every man for himself and the man they have with them at the moment!! en þessi nýja vinna er hjá Miðlun. Sem sér um símsvörun fyrir önnur fyrtæki og heldur úti Gulu línunni. Ég sé um símsvörun fyrir flugfélag íslands og fletti í gegnum blöðin og þegar andin kemur yfir mig kíki ég máski á netið. Ég er alveg að deyja úr ánægu en bíð satt að segja eftir hinum stóra galla...hey kannski í jólagleðinni verða allir bara í orgíu eða SandM standi einhverju..en það er nú kannski engin galli... læt vita hvernig var í partíinu í sér laugardagsbloggi.
Svo er náttlega Kanarí eftir rúma viku....hugsa varla um annað...
Ætti nú reyndar að vera að hugsa um lærdóminn... á eftir að taka helv...fokk...djöf....andsk.....þýskuprófið. Það gengur nú gægt að læra en gengur þó það er allaveganna skref áfram, kannski eftir 3 ára lærdóm næ ég upp í 5 :)
Svo hef ég nú tekið að mér aukaverkefni svona on þe sæd. Hún Jónína hefur falið mér það erfiða verkefni að kenna henni á hina stóru vondu veröld. Gera hana soldið veraldarvanari. Að lokinni rannsóknar vinnu mun my alter ego ( Super Slut) gefa út prospectus um það hvernig á að ná hámarks árangri í Slut geiranum. Ég hef tvo titla í gangi en er alveg að vinna í þessu. No 1 " Sluttieness for dummies" No 2 " A 1.2.3 step guide to achive great levels of sluttieness" allar tillögur eru teknar fegins hendi.
En eins og þeir sem þekkja mig best hef er ég ofurhetja á kvöldin og gegn undir nafninu Super Slut..ekki verður gefið út hér hvað minn ofur máttu er ykkur er velkomið að giska. En á dagin er ég eins fróm og nunna á ellilífeyri, stunda ekki kynlíf, drekk ekki áfengi, sælgæti er af djöflinum komið og snjónvarð sígur úr manni sálna.
Jæja þá hefur mar rasað út fyrir þennan mánuð....
best að fara í átfittið

miðvikudagur, nóvember 3

Jæja helvítið hann Bush vann...
En lífð verður víst að hafa sinn vanagang.
Ekkert merkilegt að frétta sosem hmm tel dagana þangað til ég kemst í verslunarleiðangur að versla smá og mikið :)
Fann draumasófasettið mitt í dag...ef einhver á 500000kr þá er honum/henni/þeim velkomið að gefa mér það..að er selt í Nazzuti..what ever..í Smáralind það er sýnt í rauðu en ég vil það í svörtu eða brúna það er hægramegin þegar það er gengið inn.... bara sona F.Y.I ;)
jæja fyrst að maður er búin að deila öllum stórfréttunum þá er best að drífa sig í að bjarga heiminum eða finna lækningu á einhverjum sjúkdómnum...eða horfa á sjónvarpið..any thoughts

þriðjudagur, nóvember 2

Einn og hálfur mánuður í Kanarí!!!!!!!!! SJIBBÍ :)
Maður fann soldið til sín koma þegar maður rendi kortinu í gegn fyrir 123000kr... þó svo að það sé allt í mínus :Þ
Næstu helgi verður setuverkfall í Lyngholtinu...mótmæli gegn blankheitum...jammverkfall.
Mótmælin verða í formi kojufyllerís. En ég mun vera í fullu sms sambandi við verkfallsbrjótana sem ætla víst á NASA......en muni NIÐUR MEÐ PENINGALEYSI FRÍAN PENING FYRIR ALLA!!!!!!!!!!! Við vitum að þetta verður aldrei en maður verður að krefjast mikils til þess að fá eitthvað lítið ;)
Íbúða leitin heldur áfram ekkert nýtt skemmtilegt að frétta nema að monster in law-ið er líklega hætt við að selja okkur íbúðina vegna þess að hún græðir þá ekki nógu mikið.. hennar hugmynd til að byrja með by the way!!!!!!!!! en leitin heldur þá bara áfram, ef einhver hefur líds um íbúð í 101, 107 eða 105... hámark 10 millur látið mig vita...fríar íbúðir velkomnar :)


Bara smá follow up
nú er klukkan hálf tvö og Bush er með fleiri þingmenn en Kerry!!!!! :( Asnalegt að það er bara einn dagur til að kjósa í mörg hundruð miljóna landi!!! held áfram að koma með updates as the evening unfolds

fimmtudagur, október 28

Jæja nú hafa allar jólagjafir verið keyptar!!!! Vúhú :)
nú er ekkert eftir nema að slappa af og hlakka til Kanarí eða næstum mar er nú ennþá í skóla en á maður eitthvað að hafa áhyggjur af svoleiðis smá munum :þ
Frábær helgi síðast á föstudeginum var nammi dagur hjá mér og Ninnu pöntuðum petzu átum nammi og horfðum á Idol og Joey. Síðan tókst Ninnu og móður minni að sannfæra mig að fara á djammið á laugardeginum þá var tjúttað og trallað frameftir nóttu. Svo var haldið heim í leigubíl og sú ferð endaði með því að leigubílstjórinn lét mig hafa síman hjá sér......reyndar bara svona for professional reasons en samt mar fær nú ekki oft símanúmer hjá gaurum um að gera að nýta tækifærnin til hins ýtrasta þegar þau bjóðast :)

miðvikudagur, ágúst 25

Það hefur nú svosem mikið gerst síðan ég skrifaði eitthvað síðast...akureyrarferð, ammili og alles en ég nenni ekki að skrifa um það..
það sem er að fara að gerast er Kave kemur aftur í næstu viku og þá verður jammað á ljósanótt. Svo er maður á leið til Kanarí í desember.
Skólinn byrjaður og allt

fimmtudagur, júlí 29

Sit hér inni í vonda veðrinu...það kemur bara svo góð tilfinning yfir mann þegar maður sér fólk hlaupa til í miklu roki eða að slást við bílhurðarnar sínar.
Jæja nú fer hver að verða síðastur að bóka hjá mér síðustu helgina í ágúst...ætli mar vinni ekki bara þá :/ það eru allar hinar planaðar í djamm þannig að það væri kannski ágætt að fá smá cash.... Næsta helgi er að sjálfsögðu þe verslóhelg..þá verður farin pílagrímsferð til Akureyricity til þess að sjá Í svörtum fötum trylla lýðin í Sjallanum..
Helgina eftir það er Gaypride og Millaballið að sjálfsögðu....það er eins konar hefð í minni familíu að fara á það ball á sama tíma ár hvert og hefur þessi ferð vafið utan um sig eins og snjóbolti því alltaf fjölgar í hópnum sem stundar þetta með okkur...
Helgina eftir það verður haldið djamm til heiðurs henni Tinnu á Prikinu og þá verður bærinn málaður fjólublár...við skulum vona að þessi veisla verði hógværari heldur en sú fyrri þar sem Paul the stripper kom sá og sigraði......
Ég verð bara að koma því inn hvað mér líður vel þegar ég horfi á ormana í unglinga vinnunni tína upp rusl á hlaupum hér um göturnar...makes me all fussy and warm inside!!

fimmtudagur, júlí 22

Nú hef ég verið kölluð allt!!!!!!!!!!!! í dag kallaði nýji yfirmaður minn (tilvonandi eiginmaður Ninnu) mig jákvæða og glaðlynda!!  Ég var næstum því búin að öskra "Taktu það til baka dóninn þinn" en hætti við..best að vera dönnuð fyrst það er verið að kalla mann slíkum nöfnum.  Ég heimtaði að fá þetta skriflegt en hann var bara hissa en neitaði ;)   Fór á
  • King Artur 
  • í gær og ég verð að segja að mér bara leiddist.. sama hvað ég reyndi að njóta mín bara höfðaði hún ekki til mín....En náði að skipuleggja helling..hanna brúðarkjólinn minn í huganum..innrétta íbúðina sem við erum að vonast til að fá á næsta ári og annað mjög productive en get því miður ekki sagt að hún hafi höfðað til mín :/




    miðvikudagur, júlí 21

    Nú hef ég fetað í fótspor Ninnu og Tinnu og hafið störf hjá aktu taktu :)
    Eftir mikið þras gat ég sagt starfi mínu í Húsasmiðjunni lausu...en tek að mér helgarnar.  Leyst bara mjög vel á staðinn sem er í Áslandinu í Hafnó..Mæti í vinnuna klukkan tíu og hætti klukkan 6 og leyst alveg hreint mjög vel á...var bara strax treyst fyrir lyklavöldum á pleisinu svona er mar traustvekjandi.  Gerði minn fyrsta sjeik í dag og allt og ekkert sprakk!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Nú er komið að My big fat obnoxios fiance.....

    mánudagur, júlí 19

    Bara að prufa