fimmtudagur, júlí 29

Sit hér inni í vonda veðrinu...það kemur bara svo góð tilfinning yfir mann þegar maður sér fólk hlaupa til í miklu roki eða að slást við bílhurðarnar sínar.
Jæja nú fer hver að verða síðastur að bóka hjá mér síðustu helgina í ágúst...ætli mar vinni ekki bara þá :/ það eru allar hinar planaðar í djamm þannig að það væri kannski ágætt að fá smá cash.... Næsta helgi er að sjálfsögðu þe verslóhelg..þá verður farin pílagrímsferð til Akureyricity til þess að sjá Í svörtum fötum trylla lýðin í Sjallanum..
Helgina eftir það er Gaypride og Millaballið að sjálfsögðu....það er eins konar hefð í minni familíu að fara á það ball á sama tíma ár hvert og hefur þessi ferð vafið utan um sig eins og snjóbolti því alltaf fjölgar í hópnum sem stundar þetta með okkur...
Helgina eftir það verður haldið djamm til heiðurs henni Tinnu á Prikinu og þá verður bærinn málaður fjólublár...við skulum vona að þessi veisla verði hógværari heldur en sú fyrri þar sem Paul the stripper kom sá og sigraði......
Ég verð bara að koma því inn hvað mér líður vel þegar ég horfi á ormana í unglinga vinnunni tína upp rusl á hlaupum hér um göturnar...makes me all fussy and warm inside!!

fimmtudagur, júlí 22

Nú hef ég verið kölluð allt!!!!!!!!!!!! í dag kallaði nýji yfirmaður minn (tilvonandi eiginmaður Ninnu) mig jákvæða og glaðlynda!!  Ég var næstum því búin að öskra "Taktu það til baka dóninn þinn" en hætti við..best að vera dönnuð fyrst það er verið að kalla mann slíkum nöfnum.  Ég heimtaði að fá þetta skriflegt en hann var bara hissa en neitaði ;)   Fór á
  • King Artur 
  • í gær og ég verð að segja að mér bara leiddist.. sama hvað ég reyndi að njóta mín bara höfðaði hún ekki til mín....En náði að skipuleggja helling..hanna brúðarkjólinn minn í huganum..innrétta íbúðina sem við erum að vonast til að fá á næsta ári og annað mjög productive en get því miður ekki sagt að hún hafi höfðað til mín :/




    miðvikudagur, júlí 21

    Nú hef ég fetað í fótspor Ninnu og Tinnu og hafið störf hjá aktu taktu :)
    Eftir mikið þras gat ég sagt starfi mínu í Húsasmiðjunni lausu...en tek að mér helgarnar.  Leyst bara mjög vel á staðinn sem er í Áslandinu í Hafnó..Mæti í vinnuna klukkan tíu og hætti klukkan 6 og leyst alveg hreint mjög vel á...var bara strax treyst fyrir lyklavöldum á pleisinu svona er mar traustvekjandi.  Gerði minn fyrsta sjeik í dag og allt og ekkert sprakk!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Nú er komið að My big fat obnoxios fiance.....

    mánudagur, júlí 19

    Bara að prufa