mánudagur, mars 31

Síðasti dagurinn

Við vöknuðum frekar snemma afþví við þurftum að pakka og ætluðum að skella okkur í Sony Wonder Technology Lab. Borðuðum morgunmat og tékkuðum okkur út....vorum ekki the tip situation-ið á hreynu og fórum á netið til að tékka hvað væri rétt heheheh Fórum í Sony sem er rosalega skemmtilegt "safn" þar sem þú getur skoðað alskonar gamla og nýja tækni frá Sony..Maður fær að prófa allskonar vitleysu og svoleiðis.... eeeeeen því miður voru flestar hæðarnar lokaðar og við fengum bara að prufa eitthvað krakka drasl eheh samt var þetta gaman hehe ætluðum samt að eyða nokkrum klukkutímum þarna en eyddum kannski 20 mín ehhehe
Eftir það röltum við niður að Grand Central Terminal. Alveg æðislega flott bygging allt voða gamaldags og hreinlegt. Tókum helling af myndum og hlóum að fólki....pældum í því hvort við ættum bara ekki flegja okkur uppí næstu lest og sjá til hvar við myndum enda...ákváðum að gera það ekki. Eftir það röltuðum við y fir að Sameinuðu Þjóða byggingunni. Þar var þingið "in session" þannig að öllum fánum var flaggað. Fundum að sjálfsögðu þann Íslenska :) Guðjón eyddi miklum tíma í að reyna að ná góðri mynd af fánanum en í hvert skipi sem hann reif upp myndavélina lagðist fánin algerlega að stönginni. Okkur langaði soldið að fara inn en vegna blankheita gátum við það ekki :) eyddum í staðinn smá tíma þarna fyrir utan að taka myndir og skoða okkur um.
Röltum síðan yfir á Fifth Avenue. Þar heimtaði Guðjón að fara í kirkju. Vorum þar inni í mínotu heheh tókum eina mynd og út aftur :) Næst löbbuðum við upp fifth (já maður er farin að nota innan borgar slangur) komum við í nokkrum búðum á leiðinni Disney World Store og komum við hjá Donaldinum í Trump Tower. Mér fannst það ekkert sérstakt þannig séð...voða over the top eitthvað en salernið var hreint og vel nothæft ;)
Enduðum svo við Central Park South kíktum inn í Apple búðina...alveg brjálað þar inni hehe
Röltum inn í Central Park og settumst niður til að horfa á tjörnina og mannlífið. Þá byrjuðu íkornar að sína okkur áhuga..Við gáfum einum af karmelu poppinu hans Gaua. Íkorninn kom alveg að okkur greip meira að segja í puttana á okkur og allt. Hann borðaði reyndar aldrei sjálft poppið heldur kjammsaði á karamellunni og henti svo poppinu frá sér. En svo þegar við hættum að gefa honum breytti hann snögglega um svip og gaf okkur illt auga. Örugglega hæper á sykri hehehehehe
Gaui vildi endilega sjá Jackie Onasiss vatnið þannig að við tókum stóran göngutúr í gegnum Central Park til að sjá það...Rétt við vatnið er Metropolitan Museum of Art og Gaua langaði endilega að kíkja á það. Þar var frítt inn þannig að við gengum þar um og skoðuðum brynjur , vopn og alskonar listaverk.
Þá var ég orðin svo svöng að ég heimtaði að við færum og fengjum okkur eitthvað í gogginn fyrir flugið. Og uppáhalds dinerinn okkar Soup Burg varð fyrir valinu þar sem Gaui fékk sér rosa hamborgara og ég frábæra kjúklingasamloku :)
Eftir það fórum við uppá hótel að ná í töskurnar okkar. Bellhop-in veifaði niður leigubíl fyrir okkur. Bílstjórinn talaði litla ensku eins og sá fyrri. Ég vissi hvar JFK flugvöllurinn var á kortinu og varð frekar hissa þegar bílstjórinn keyrði í vitlausa átt...Uptown í staðinn fyrir downtown. Við gátum samt fylgst með ferðinni í sjónvarpi aftan í bílnum, þar var kort sem sýndi nákvæmlega hvar við vorum. Ég var svo sem ekkert að pæla í því neitt frekar hann var bara að fara bestu leiðina. Allt í einu varð umhverfið skuggalegra....allt í veggjakroti og skuggalegt lið á ferð. Ég kíkti á kortið og sá að við vorum á leið inní East Harlem. Við höfðum farið í Harlem í rútuferðinni áður en það er allt annað en East Harlem. Ég kíkti á Gaua og honu leist ekkert nógu vel á blikuna heldur. Ég ákvað að spurja bílstjóran hvað það tæki langan tíma til að komast á JFK svona til að minna hann á að við værum að fara á JFK..hélt kannski að hann hafi haldi La Guardia sem var nálægt samkvæmt kortinu. Hann svaraði að það tæki klukkutíma...ok hann veit þá allaveganna hvert við værum að fara. Við keyrðum alltaf dýpra og dýpra inn í East Harlem. Svo lentum við í umferðateppu. Litum í kringum okkur..brotnar rúður brendir bílar undarlegt fólk..og hræðilegt að segja þetta en ekki hvítur maður í kílómetra fjarlægð. Ég leit ört í kringum mig og huggaði mig við að það voru dýrir bílar með okkur í teppunni og ef það ætti að ræna einhvern myndum við ekki vera heillandi ehehhehehe Vorum semsagt frekar skellkuð. Svo leistist úr teppunni og við keyrðum áfram. Loksins komum við að brú en það virðist samt eins og við séum að keyra að hinum flugvellinum. En við vorum allaveganna komin úr East Harlem og inn í Queens. Sem bæ þe vei lítur út alveg eins og í King of Queens eheheh öll hús eins og allir með ameríska fánan við stöng og jeppa í heimkeyrslunni.
Löng saga stutt þá komumst við samt á réttan flugvöll hehehe maður hefur samt gott að því að hræra smá í blóðinu annað slagið ehehehhe Bílstjórinn hefur örugglega verið að reyna að forðast verri teppu niðri í bæ og farið aðeins lengri leið en væntanlega verið fljótari á leiðinni.
:)
Við vorum mætt uppá völl snemma afþví ég heimtaði það...Gaui var ekkert alltof ánægður með það en gerði mér það til geðs. En þegar við komum uppá völl föttuðum við að við vorum ekki með réttan tíma í huga og vélin átti ekki að fara 22:00 heldur 22:30 en jæja bara hálf tími en nei nei vélinni var frestað til 23:00 þannig að við vorum þarna 4 og hálfum tíma fyrir brottför. Og það á einum af hræðilegustu flugvöllum sem ég hef farið á. Sætin voru steyptir bekkir og lítið um þá...við spurðum einn starfsmann hvort það væru betri sæti við geitið sjálft en hún sagði nei best að vera frammi hjá búðunum og eitthvað þannig að við biðum þar þangað til við gáfumst upp og fórum í gegnum security. Þar voru sæti sem litu út eins SÓFAR miðað við steypuna þarna frammi...frekar lélegar ráðleggingar þarna hjá vinkonunni.
Í öryggist tékkinu var maður sem kannaðist við ísland afþví bróðir hans hafði verið uppá velli í eitt ár.
Vélinni var svo frestað ennþá frekar þangað til okkur var loksins hleypt um borð um 12 leytið. Þá var okkur tilkynnt að ferðin sem við bjuggumst við að tæki sjö til átta tíma myndi bara taka fimm og hálfan sem voru velkomin gleði tíðindi. Við náðum nú ekki að sofna mikið á leiðinni og voru því frekar tuskuleg þegar við lentum um níu leitið daginn eftir. Skelltum okkur í túbið heim...afþví við höfðum ekki efni á að fara í Heathrow express eheheheh því miður tók ferðin sem átti að taka sirka klukkutíma hátt í tvo tíma vegna seinkunar :) en við vorum glöð að komast heim og náðum að leggja okkur áður en brjálæðingarnir komu til okkar :) blogga um það seinna :)


En New York borg heillaði okkur alveg svakalega :) Erum titrandi í að fara aftur og langar að flytja þangað í framtíðinni :) sem segir mikið miðað við að við vorum skítblönk alla ferðina ;) ehehehhe


Súper stór spæderman fyrir utan Sony wonder dótið

Gaui með Grand Central og Chrysler byggingunni

Loftið í Grand Central

Aðal salurinn með frægu klukkunni

Rosalega flott bygging

Fánar útum allt

Gaui tyllti sér í sætin í biðstofunni

Guðjón og íslenski fáninn fyrir framan Sameinuðu þjóðirnar

Gaui að stuðla að friði

Gefandi íkornum í Central Park

Smá vottur af vori í Central Park

Við fyrverandi vantsból New York borgar

Gaui var alveg að fíla sig í Metropolitan Museum of Art


Síðasta kvöldmáltíðin..að sjálfsögðu á Soup Burg :)

þriðjudagur, mars 18

Fannst rétt að henda kannski einni færslu hingað inn áður en við förum til New York :)
Hef verið voðalega andlaus blogglega séð :)
Ætla að skella inn nokkrum myndum og smá um þær :)

Gaui sæti í göngutúr fyrir nokkrum vikum

Með gáfumanna svipinn að læra

Síðasta laugardag fórum við í göngutúr niður í Green Park

Tókum svo þátt í mótmælum gegn vísindakirkjunni!!

Í síðustu viku kom pabbi í óvænta heimsókn og spreytti á píluspjaldinu :)

Gaui var að skoða fídusana á myndavélinni