föstudagur, mars 31

Sjaldan er ein báran stök

Jæja þá virðist ég sjá fyrir endan á þessari háskóla sögu minni. Þetta hefur reynt á en eins og ég sagði virðist ég sjá fyrir endan á þessu :-) Fékk staðfestinu rétt í þessu á Unconditional offer frá London Metropolitan University :-)
Loksins eftir týndar umsóknir týnd eyðublöð og skjöl sem ekki komast til skila....og ekkert af þessu er á minni ábyrgð.....pælið í því..svo kom allt klúðrið mitt ofan á..
En nú er það bara að bíða eftir að fá staðfestingu á húsnæði og þá er maður gúd tú gó :-)
En ég vil nota tækifærið og óska henni elsku ömmu minni til hamingju með daginn en hún á ammili á morgun :-)


Karoke lag dagsins er The winner takes it all með Abba...

laugardagur, mars 25

Til hamingju ég :-)

UCAS are working hard to resolve this problem, but in the meantime weare pleased to inform you that you will be receiving details of an offer of a place at this University via UCAS in due course.

Jibbí jíbbí jibbí
Þeir eru að upplifa einhverja tækni örðuleika ræflarnir :) það gat náttlega verið að það yrðu tæknilegir örðuleikar þegar kom að inngöngu minni en ég fæ samt inngöngu sem er aðal málið :) JEY
Hef verið í 110dasta himni :) Hef nú samt allan varan á ef þetta skildu vera mistök, þið vitið tæknilegir örðuleikar og allt það ;-) mín heppni en þangað til er ég að deyja úr ánægju og stoppa næstum ókunnuga á götu til að láta þá vita ;)
JEEJEJEJEJEJEJEEJEJ
Vúhú

miðvikudagur, mars 22

Pump it up

Þá er maður sko byrjaður í ræktinni aftur :-) Ekkert smá dúleg...Gat alveg hlaupið ógislega hratt í alveg 15 mínotur :) en þá varð ég soldið þreytt og tók smá crosstrainer áður en fór á lyfta..og er nú með alveg ágætis haSSperur. Og ætla ég mér að vera ógislega dúleg þangað til ég fer til Mallorka :) jíjíjí bara 97 dagar vúhú
Hvað haldiði...Mister Annonymus sem hefur hér commentað um skort minn á hæfni í Catan skoraði á mig Dúbbel or noþin í gær þar sem hann gat sloppið við að syngja eitt lag í Karaoke á Mallorka en ég gat grætt 2 lög frá sjarmatröllinu. Hann hefur verið að pota þessu að mér í nokkurn tíma og á endanum gaf ég undan þrýstingi. Ég hafði semsagt öllu að tapa og mikið að vinna. En að ég skuli hafa efast um eigin hæfni...hristi nú bara hausin að þessu í dag en ég verð að viðurkenna að ég var full af efa........en eins og áður tók ég allar réttu ákvarðanirnar og vann hann og þar afleiðandi þarf hann að taka tvo lög á Mallorka í sumar. Eing og áður þá ræð ég ekki lögunum en ég má koma með tillögur...og ég held að ég stingi upp á einu lagi í hverju bloggi þangað til :)
Lagið í dag er ......Final Countdown með Europe

Vil bara votta fjölskyldy Guðmanns (Manna) Skæringsonar alla samúð mína en hann var jarðsettur í gær í mjög fallegri athöfn í Hafnarfjarðarkirkju..

fimmtudagur, mars 16

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt. Nú er varla hálft ár þangað til við flytjum til London, herinn er að fara af landinu og bara 83 dagar í að við förum Mallorka!!!
Það hafa nú verið litlar framfarir á London flutningnum undanfarið en er það ekki með þetta eins og allt annað að það gerist allt í einu og maður er engan veginn tilbúin þó svo að maður hafi haft slatta af tíma til að gera sig kláran :-þ En við vorum nú að skoða heimasíður um daginn og sjá hvað það sem við þurfum að kaupa okkur mun kosta...líklegast nýtt rúm, pottþétt svefnsófa og ef til vill slatta af vindsængum ;-), svo þarf að kaupa skrifborð og stól og bóka hillur. Restina látum við senda okkur. Við sem sagt þurfum að kaupa eiginlega öll húsgögn. Við ætlum samt að kanna hvort það borgi sig að taka einhver húsgögn með okkur en ég efa það stórlega þó svo ég gagni í Síne og fái afslátt. En það er ekkert smá gaman að gramsa á þessum húsgagna síðum og sjá hvað manni langar í. Fyndið hvað við Gaui höfum líkan smekk en svo allt í einu getum við ekki verið meira ósammála um eitthvað eitt :-þ hehe Svo er náttúrulega erfitt að spá fyrir alvöru hvað við tökum með okkur núna afþví við vitum ekki hvernig íbúð við fáum og það vitum við væntanlega ekki fyrr en í maí eða seinna....en skólarnir mega nú alveg fara að svara !!! Mér finnst mjög púkalegt að þeir hafi alveg fram í maí til að svara. Ég og Gaui ætlum að flytja út sama þó ég komist ekki inn en hvað með fólk sem ætlar sér ekki að gera það og hefur þá bara 3 mánuði til að koma öllu í stand og það 3 sumarmánuði þar sem endalaust af fríum og látum geta tafið skriffinsku. Mér þykir þetta frekar púkó to say the least!!! En maður sigrar ekki kerfið með að tuða á bloggsíðu þannig að ég held ég látið það bara vera í bili.

já og herinn er að fara frá landinu. Ég hef nú aldrei verið hersetuandstæðingur og hef alltaf verið frekar hlint því að hafa hann hér. Ólst nú upp við Keflavíkurveginn og varð vitni af hinum árlegu "Ísland úr Nato og herinn burt" göngum frá Keflavík í bæjinn. Mér hefur aldrei fundist við fá eitthvað óvenjulega neikvæða athygli frá útlöndum vegna hersetunar, frekar hefur mér þótt ríkistjórnin oft vera okkur til skammar eins og þegar þessi frægi listi hinna staðföstuþjóða og margt fleira. Svo er það bara staðreynd að í heiminum í dag þarf að vera viss vörn gegn utan að komandi ógn, þó að hún sé ekki mikil þá verður það að vera samt sem áður og ég tel að íslendingar séu ekki nógu stór þjóð til að halda uppi góðum her. En kannski er það bara það sem þarf hérna. Íslenskir karlmenn fara tildæmis, margir hverjir, allir í hnút þegar þeir sjá hermenn af vellinum og reyna að lenda í slagsmálum líklegast til þess að sanna að þeir geti lúskrað á hermönnum en oftar en ekki lenda þeir á slysó og væla um hvað hermennernir eru vondir. Þannig að kannski myndi það auka sjálfstraust hjá karlpeningnum ef þeir hefðu þann valkost að ganga í herinn. Æi hvað maður er klikkaður

Skellti mér í bíó í gær :-) Fórum með Borgar á Blóðbönd sem var bara alveg þræl fín :-) mjög góð bara :)

miðvikudagur, mars 15

Ammili

Óska henni Ninnu til hamingju með ammilið :) hún átti afmæli í gær og var 26 ára ung.
Ætlaði að setja inn mynd af henni en þetta drasl vill ekki virka :/ reyni bara aftur á eftir :-)
Óska henni samt sem áður innlega til hamingju :)

fimmtudagur, mars 9

Mister Sniffles in the house

Ég að sjálfsögðu komin með kvef eins og 90% landsmanna.. en það eru bara 89 daga sirka þangað til ég held til Mallorca :) Jííííííííiiií´pif´sidfishdgj Bara pínu spennt :)
Helgin fór nú bara vel fram og skemmti ég mér frábærlega...
Ég og Gaui vorum með kósí kveld á föstudaginn elduðum góðan mat og hlustuðum á tónlist og kúrðum svo fyrir framan imban....
Á laugardeginum tókum við upp pensla og máluðum nokkrar myndir...það fara engar frægðar sögur af afrekum en þetta var gaman :-þ Svo skellti ég mér á tónleika hjá Sinfó með ömmu og Karen :-) Það var að sjálfsögðu æði :)
Um kvöldið komu svo Vigfús og Karen og við grilluðum og drukkum (sumir meira en aðrir but aní hú)
Á sunnadaginn fórum við svo á kaffihús rölt með Anitu, Tinnu, nýja kallinum hennar, tveim frænkum og einu helgar barni...enduðum á Listasafni íslands :) Þarna í mili tíðinni var kíkt á klakann á tjörninni þar sem nokkir vel valdir píkuskrækir voru látnir fjúka..

Helgin var semsagt mjög menningarleg í alla staði :)

Og hvern haldiði að mín hafi verið að spjalla við...Frú Vigdísi Finnbogadóttur..ef það er til kúl gella!!!!!!!!
:-)
Ekkert að frétta af skóla málum en nema að helv..krónan heldur áfram að lækka!!!! Sem gerir það að verkum að skólagjöldin mín hækka eins og þau hafi ekki verið nógu há fyrir!!!!!!!!!!!!

En anda inn anda út :) fer bara og betla nema kannski við vekjum aftur upp hugmyndina um Vændishús Ninna?!?!?!?!?!!?!?!?!?!?!?!??!?!?!