laugardagur, september 24

I´ve been clocked

Jæja það er búið að klukka mann þannig að here goes!!
1. Ég er algjör nautnaseggur. Súkkl og kók yumm yumm :þ
2. Ég hef bara átt einn alvöru kærasta og stefni ekki á að eiga fleiri
3. Ég er gaflari :) Hafnarfjörður ROCKS!!!!!!!!!
4. Í hvert skipti sem ég les um einhvern sjúkdóm fer ég að finna fyrir einkennum :þ
5. I love london !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja nú á ég víst að klukka einhvern en málið er að ég þekki bara einn sem er enn að blogga og hefur ekki verið klukkaður ennþá þannig að Anita esskan consider yourself clocked :)
koss koss og bæ :)

þriðjudagur, september 20

I´m surrounded by idiots

.... a planet full of fools...
Jæja ég held áfram með laga hedderinn...
En ástæða þessa laga vals var að ég var að skoða blogg hjá öðrum og var orðin pent fúl yfir hvað fólk er orðið lélegt að blogga en kíkti svo að mína eigin síðu og það er nú bara alveg vika síðan ég heiðraði ykkur með skriftum mínum þannig þegar fíflonum fer að fjölga í kringum þig ;).....
Það hefur nú verið ágætt að gera hjá manni þessa daganna ræktin kemur að sjálfsögðu sterkt inn svo er maður svona hægt og rólega að pakka niður öllu dótinu fyrir flutninganna. Þau skref sem tekin voru í átt fullorðins áranna hafa nú verið tekin til baka og við erum að hefja flutning í hafnarfjörðin aftur...Vegna peningaskorts :) nú verður sko sparað!!!!!!!!!!!!!!!! Vúhú fyrir sparnað
Svo er maður á fullu í ensku náminu...hef reyndar ekki enn farið og hitt kennarann til að vita hvað ég á að læra en á fullu samt sem áður...hlusta á Virgin Radio og sonna alltaf jafn dúleg :)
En pakkningin hefur gengið svona upp og ofan, ætluðum sko að vera hörð á að segja hluti í geymslu. Við erum komin með einn kassa sem á pottþétt að fara í geymslu, 7 sem eiga það ekki, þannig að við erum ekki alveg jafn hörð og við héldum :/ Verðum bara að harka þetta af okkur :þ
svo átti hann gamli minn afmæli um helgina og má segja afmælis fagnaðurinn hafi staðið frá föstudegi til sunnudags :)
En nú er ég búin að blogga, nú er komið að ykkur :þ

þriðjudagur, september 13

Gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta

og aðeins betur ef það er það sem þarf...Eina lagið sem mér datt í hug ;)
Held ég ætli að byrja bloggið mitt alltaf á einhverri laglínu hugmyndir velkomnar.
Allaveganna þá er það að frétta af íbúðarkaupum er að við gerðum tilboð í íbúð í á mánudaginn og fresturinn til að svara rennur út í dag. Neglurnar nagaðar í botn.
Sögðum upp leigunni hjá okkur á mánudaginn fannst ég vera algjör svikari og titraði eins og hrísla í hvirfilvind en þá sagði hún Úlfhildur sem á íbúðina var eiginlega bara glöð afþví þau ætluðu að selja íbúðina þannig að hríslan varð að eik :) Svo þarf maður að byrja að pakka húff púff
Haldið þið ekki að maður hafi söðlað um og skráð sig í fjarnám. Gerða það reyndar daginn eftir að önnin byrjaði en ég meina maður er soddan sjarmör að jafnvel email getur ekki haldið manni niðri ;) Skráði mig í ensku 703 er búin með bæði 603 og 803 þetta var það eina sem ég átti eftir :)
En það er orðið svo kallt að ég held að maður verði að fara að flytjast til heitari landa!!!! Held ég flytji bara til Flórída!!!!! eða Californiu eða bara Bahamas eða eitthvað svoleiðis...suður spánn kemur líka til greina allaveganna þá er ég farin að pæla full mikið í þessu miðað við að þetta er ekkert að fara að gerast :þ Stundum er maður einum of ruglaður
Æi það er of kalt til að blogga meira
P.s ég setti svona spam vörn á comment kerfið

föstudagur, september 9

I should be so lucky lucky lucky lucky

Jæja esskurnar..bankinn neitaði að lána fyrir íbúðinni. En við létum það ekkert á okkur fá rukum út og skoðuðum aðra!! sem okkur líst bara mjög vel á :-) Þannig að maður trukkar þetta bara áfram
En það sem annað hefur gerst í vikunni að við hjónaleysin skelltum okkur í boot camp tíma í World Class með settinu. Það var nú bara svo rosalegt að maður hefur ekki gengið heill til sjávar síðan!!!!!
Svona í framhaldi af síðasta bloggi þá hefur 9:30 svona verið minn háttatími afþví ég held að ég hafi vakað einn dag til meira en tíu en restin hefur verið svona þetta um níu leytið.. þetta er til skammar...maður er bara komin á elli heimilið ég sver það..
Planið um helgina er að vinna á morgun :( en held að maður slappi svo bara af hehe maður er búin að vera að vaka svo mikið í þessari viku :)

þriðjudagur, september 6

Alveg að verða fullorðin

Já fullorðins árin eru að banka í mann þessa daganna...haldiði að maður hafi ekki fundið íbúð..boðið í hana og fengið samþykkt..jeremías og allir hans menn!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta gerðist nú allt saman þarna á miðvikudag/fimtudag fengum þetta svo samþykkt þarna á föstdeginum...og svaf nú ágætlega framan af en í gær var fyrsta andvöku nóttin og samkvæmt anitu eiga þær eftir að vera margar :/
Þetta hér að ofan var bloggað í gær..ákvað bara að hafa það með
Andvökunæturnar létu eitthvað á sér standa því að ég var sofnuð klukkan 21:30 í gærkveldi!!!
Og þurfti meira að segja að berjast til að halda mér vakandi upp að þeim tíma!!! Vaknaði svo um 6:05 og kúrði í rúmminu til 6:30. Ætti að vera úthvíld en er eitthvað voðalega þreytt núna og get ekki hugsað um annað en að fá mér blund þegar ég kem heim :/
Allaveganna manni er ennþá haldið í spennu hjá bankanum held að maður verði að fara að taka uppá því að naga neglurnar eins og í teiknimyndunum!!!!!!!!!
Svo segja allir við mann "það fá allir lán þessa daganna, þið fáið pottþétt þetta lán" eeeenn það eru alltaf til undantekningar og með minni heppni............