sunnudagur, október 28

Rosa spennandi helgi

Já önnur eins helgi hefur varla sést lengi......eða þannig 
Föstudagurinn lofaði nú góðu..fór út með nokkrum úr vinnunni en var orðin frekar slöpp og fór frekar snemma heim..var þá komin með alvarlegt kvef og hita....og við höfum legið í rúminu alla helgina. Gaui var búinn  að vera hálf slappur alla vikuna en náði að halda út fram að helgi hehehe
Eeeeeeeeeeeeeeeeeeeen Gleðitíðindi Ninna er loksins búin að bóka far til okkar og hún kemur 7 nóv :) JEYYYYYY en því miður var allt fullbókað á dirty dancing :( en við ætlum á we will rock jú í staðinn sem er ekki dónalegt :) en það verður svaka stuð hjá okkur :)


Jæja hef þetta stutt í bili afþví það er EKKERT að frétta hjá okkur hehehe

mánudagur, október 22

I carried a watemelon!!!!!!

Helgin að baki og var hún bara alveg hreint ágæt :)
Á föstudaginn fór ég með Örnu í bíó.. á jú gest it... Dirty Dancing..oh það var svo æði..mins kunni náttúrulega textan, dansana og söngvana eheheh þakka móður minni fyrir það. Það var hún sem kynnti mig fyrir Dirty Dancing þegar ég var 7 eða 8 ára eða jafnvel fyrr...allaveganna var ekki aftur snúið!!! En svo hlakkar mig heldur ekki lítið til þegar ninna kemur og við ætlum á söngleikinn!!! Ninna mín há bát drulling jor self hingað sko!!!!!
Eftir bíóið hitti Gaui okkur og við fórum og fengum okkur mexíkanskan áður en við skelltum okkur á Oneals :)

Reyndum svo að vakna snemma á laugardeginum....virkaði kannski ekki alveg en reyndum þó!! Tókum svo göngutúr og komum við í Topman þar sem gaui tók nettan trylling á útsölunum!! hehehe Kvöldið var svo tekið í rólegheitunum horft á X factor og rúbbíið.

En eins og ég minnist á í síðustu færslu bjó ég til magnarasnúri í síðasta tíma af Multimedia technology, svo var hún prufuð í dag..og hún svínvirkaði!!! hehehehe flott soðin saman og læti..það voru gaurar þarna voða töffarar sem þurfa að gera hana aftur í endurtöku tíma eheh meira segja einn voða gæi sem hefur verið í áfanganum áður...féll semsagt en þykist kunna allt múahahhaha Svo suðum við saman circuit board...veit ekki alveg hvað það er á íslensku en það er sem sagt svona plast spjald eins og örgjörvi. Og ég held að mér hafi bara tekist ágætlega til :) Gvuð samt kennarinn í þessu er samt alveg milljón..hehehe hann er svartur pirraður frakki og algjör díva...heheh er alltaf pirraður og snappar við minnsta til efni..ég hef reynt mitt besta til að fara EKKERT í taugarnar á honum og ég held að mér hafi tekist það ágætlega..alla veganna horfir hann aldrei illilega á mig eheheh þetta er líka þannig áfangi að það er í raun próf í hverjum einasta tíma , allt sem við gerum er prófað í lok tímans þannig að ég byð hann um hjálp við allt sem ég geri...það kann hann að meta því hann er greinilega algjört control freak hehehe en það er líka í lagi afþví ekki er ég snilli í raftækni eða hvað sem þetta er ehehehehehe hefur allaveganna gengið mjög vel hingað til..heheh reyndar er írskur strákur með mér í náminu mínu og er því með mér í flestum tímum. ég hef reynt mitt besta að forðast hann greyið afþví það eru mikil læti í honum, en hann er rosa social og kammó þannig að það er erfitt..hef spjallað við hann nokkru sinnum og eininlega alltaf fundið eitthvað annað til að fara og gera..ehhehe vil ekki að kennararnir tengi mig honum eitthvað afþví það er alltaf verið að ávíta hann og eitthvað og ég var nú ekki þekkt fyrir hvísl og dugnað í FG þannig að ég ætla að taka mig á í þetta sinn, aní hú hann situr hinu megin í stofunni í multi tech. en í dag vildi frenchie mc french eittthvað hrissta uppí þessu hjá okkur og færði nokkra til í stofunni...og getið hver endar beint við hliðina á mér....írski strákurinn hehehehe sem er alls ekkert leiðinlegt þannig ehhehe en eins og áður sagði talar hann mikið og þarf mikla athygli frá ÖLLUM. Og getiði hvað hann heitir .....Benny..þannig að héðan í frá erum við víst team "Henny and Benny" og það er gella í tímanum voða skotin í honum og gefur mér ekkert annað en the evil eye!!!! ehhehe drama í skólanum sko ehehhhehehehe
Þetta var nú skemmtileg smá saga úr The days of my life hehehehe vona að þið hafið ekki sofna ð yfir þessu heheheheh

komnar út í horn á Oneals...ég hélt að baby ætti ekki að vera í horni!!

Hey hey hey baby


This is my dance space this is your dance space

Montin með makkann :)


Að opna jólagjöfina okkar ehheeh

fimmtudagur, október 18

Get ekki sofið!!!!!!

AAAAAARRRRGGG get engan vegin sofið...þetta er alltaf þegar ég byrja í skólanum....ég get engan vegið sofið á nóttunni..ligg bara í myrkrinu og hugsa um allt og ekki neitt...hehehe


Er með pent æði fyrir facebook þessa dagana..ekki það að ég kunni eitthvað á þetta en þetta er alveg stór hættulegt..bæði maður verður húkt á þessu og svo verður maður svo sár þegar fólk vill ekki tala við mann...maður kommentar á "vegginn" hjá þeim og fær ekkert svar en svo sér maður að viðkomandi er að skrifa á veggi hjá öðrum...þá veður maður frekar fúll hehehe á myspace var maður ekki minntur á að einhver vildi ekki tala við mann eheh maður fékk bara ekki svar og þannig var það..maður fékk ekki tilkynningu um að það kjaftaði á manneskjunni hver tuska..hjá einhverjum öðrum hehehe..
Svo er ég hvort eð er að klúðra þarna fram og til baka þannig að ég gæti alveg eins sent flöskuskeyti ehehehhe
Ég er reyndar rosalega ánægð með facebook útaf einu..ég er að ná aftur sambandi við vini sem ég hef ekki heyrt í eða séð í möööörg ár...t.d Daisy vinkonu mína og manninn hennar Simon :) missti samband við þau eftir að þau fluttu til Gibraltar fyrir einhverjum 4 árum..liðið bara komið með tvo krakka og að deyja úr hamó :)
Veturinn er komin í Lundúnir..í dag var freeekar kalt og það á víst að kólna..í kvöld var í fyrsta sinn sem við þurftum að loka flestum gluggum vegna kulda.
þetta sumar var nú frekar sorglegt verð ég að segja en það kemur annað á eftir þessu :)
Svo eru bara 2 mánuðir í að við komum heim :) dísess hvað tíminn er fljótur að lýða...mér finnst ég ekki byrjuð í skólanum og hann er að verða búinn....
Talandi um það þá sauð ég saman fyrstu magnarasnúruna mína í rafvikrjun á mánudagin :) frekar montin..fæ samt ekki að vita hvort hún virkar fyrr en á mánudaginn í næstu viku...finger crossed ;)
Svo kemur mútterinn eftir mánuð til að kaupa jólagjafir og eyða smá tíma með okkur :)

En jæja Shopaholicið kveður í bili

föstudagur, október 12

Kannski kominn tími til

Já ef til vill kominn tími á smá bloggfærslu svona til tilbreytingar hheheehh
Nýja talvan virðist svínvirka nema hvað hún neitar að leyfa mér að nota messenger....en dúddarnir á Genius Barnum í Apple búðinni hljóta að gera reddað því :)

Og getið hvað ?? ég fékk skólagjöldin mín lækkuð úje hehehe úr 7400 pundum niður í 3070 pund :) er frekar montin með mig sko!!! Var búin að kvíða þessu ekkert smá..ég hafði fyrst samband við skólann í sambandi við þetta um miðjan júlí..fékk mjög skrítin svör...t.d var mér sagt að fá skriflegt frá upplýsingast0fnun erlendranemanda í bretlandi að ég hefði rétt á að láta lækka gjöldin mín..mér fannst það frekar skrítið en hringdi svo í þangað, þeir sögðust aldrei gera neitt skriflegt, skólinn minn ætti að vita það og þeir hefðu sér að gang að upplýsingum þannig að þeir ættu ekki að þurfa neitt skriflegt. Ég sendi meil uppí skóla og fæ ekkert svar..svo líður og líður þangað til ég sendi frekar hvasst email og heimta svör..þá fær ég "eins og þér hefur verið sagt áður þarftu að fá skriflegt frá UKCOSA að þú hafir rétt á þessu og þú þarf að sanna að þú hafir verið metinn vitlaust þegar þú byrjaðir í náminu þínu" Ég sendi frekar harkalegt bréf til baka og sagði að ukcosa hefðu aldrei gert neitt skriflegt og væru ekki að fara byrja á því mín vegna. Þá fékk ég loksins svar með það að ég ætti að fara með gögnin mín á skrifstofuna..þannig að ég var ekki vongóð þegar þarna við sögu er komið.. ég var alltaf að fresta því að fara svo loksins neyddi ég mig til að fara..ég beið í langri röð..alveg ill í maganum og hjartað á billjón..bjóst við að þurfa að hætta í skólanum ef þetta gengi ekki upp..var búin að finna annan skóla sem kenndi það sama en mig langar ekkert að skipta um skóla..en svo þegar ég kom á skrifstofuna var þetta EKKERT mál engin dónalegur eða neitt og gjöldunum breytt á staðnum :) ég bókstaflega flaug heim :)

Svo er ég búin að vera vinna aðeins í facebook-inu mínu..notaði þetta aldrei og vil helst ekkert nota þetta...alltof flókið fyrir mig..en það voru það margir sem ég þekki komnir þangað inn þannig að ég lét mig hafa það að reyna að læra á þetta..en þar er t.d ein fítus sem leyfir manni að merkja alla staði sem maður hefur komið á inná kort. Og núna er ég að drepast úr Cabin fever...mig langar að fara eitthvað..hoppa uppí flugvél og fara til úglanda :) en ég finn ekki nógu góðan díl til að það verði að veruleika :( Verð víst að hanga hérna í london í bili ;) illa farið með gott fólk

En ég er farin að DEYJA úr jólatilhlökkun, þetta er sko alveg fáránlegt..í fyrsta lagi þá eru allar búðirnar komnar með jólaskraut, svo erum við búin að kaupa allra jólagjafir og jólakort, við ákváðum líka um daginn hvar við ætlum að vera um jólin..það er mjög mikilvægt fyrir mig að vita hvar ég verð svo að ég geti hlakkað til. Við verðum í Keflavík og mig hlakkar alveg slatta til :) mjög skrítið fyrir mig þar sem þetta verður fyrst aðfangadagurinn minn ekki með familíunni minni en mig hlakkar til :) verðum með frábæru fólki sem kann að elda góðan mat :) og það er ekki eins og ég hitti ekki rúgludallana mína seinna um kvöldið :)
Og já við keyptum ÓGISLEGA flott jólakort í papaerchase lordí lordí sko :)
ég á bara eftir að ákveða hvernig pökkunum verður pakkað inn :-/ en það er ekki eins og jólin séu á morgun þannig að ég hef smá tíma ;)
Ég vil nú samt taka það fram að ég er ekki næstum því jafn slæm og karen í jólatilhlökkunninni!!! hehehhhe en það er líka svo gaman að hlakka til jólanna þegar maður er loksins kominn í eigin íbúð ehhehe :)

Og ég vil þakka öllum fyrir kommentin sem ég er að fá :) þið trúið ekki hvað það hressir mann við að sjá að einhver er að lesa röflið í manni og nennir að kommenta :) Lurvs jú all :)


Kveðja

miðvikudagur, október 3

Hryllingruinn heldur áfram The sequel - This time its personal. The final chapter in the Great Computer Saga 2007!!!!!!!

Jæja gott fólk...ef einhver vill halda því fram að ég sé heppin í tölvumálum þá er henni/honum velkomið að stíga fram..en þar sem sá aðili hefði hræðilega rangt fyrir sér þá ætla ég að skrifa síðasta kafla sögunar.
Daginn eftir að ég fékk nýju tölvuna...tölvu númer þrjú sem sagt..fattaði ég að ásam bæklingunum þá tók gaurinn líka fjarstýringuna sem átti að fylgja tölvunni.  Ég drössla mér niður eftir á frídeginum mínum og bíð þarna í klukkutíma meðan leitað er að blessaðri stýringunni.  Hún finnst ekki þannig að þeir segjast vilja hringja í mig og ég geti svo komið og náð í hana.  Nei segi ég geti þið bara ekki sent mér hana...nennti sko ekki að drössla mér þangað niðureftir aftur.  Svo fæ ég símtal daginn eftir...jújú þeir fundu stýrikvikyndið en vildu ekki senda mér hana afþví hún væri svo lítil og gæti týnst í pósti. Ég sagði allt í lagi ég kem og næ í hana.  Afþví að ég þurfti hvort eð er að SKILA nýju tölvunni..já vinir og kunningjar sú talva var líka GÖLLUÐ ég sel það ekki dýrara en ég keypti það....byrjaði bara með að hún urraði eins og sláttuvél þegar ég setti í hana disk.  Það var svo sem alveg nóg fyrir mig til að skila henni..varð bara að finna tíma..en svo daginn áður en ég ætla að skila henni er ég að reyna að kveikja á henni en þá fæ ég þau skilaboð að það hafi komið upp galli í Windows og hún þurfi að restora sér og EF ég get kveikt á tölvunni eftir það þá hefur þessi galli lagað sig..ýmindið ykkur ef ég hefði verið að gera ritgerð kvöldið áður og ætlað svo að halda áfram með hana.....Jasús minn legg ekki meira á ykkur...Svo fór ég allaveganna í morgun með tölvuna...lendi á sama kínverjanum..en núna ætlaði ég ekki að lýða neitt helv...crap. Ég sagði að ég ætlaði að skila tölvunni og ekki fá aðra eins í staðinn.  Ég sé búin að velja mér aðra tölvu  sem er dýrari og vilji afslátt á henni.  Og hana nú..hann var nú ekki alskostar sáttur við þessa frekju í mér og sagði að það eina sem þeir gætu gert væri að endurgreiða mér...ég benti honum á að ég væri virkilega óánægður viðskiptavinur og ef þeir væru sáttir við að ég færi frá þeim reið og bitur væri það í lagi mín vegna..ég benti honum líka á að ég hefði þurft að skila tveimur öðrum tölvum áður og síðast þegar hann afgreiddi mig þá lét hann mig sitja og vesenast í 4 tíma..væri þetta saga sem hann vildi að ég færi með til næsta bæjar..hehehe þá hverfur hann eitthvað á bakvið í smá tíma.  Kemur svo aftur og segir að þeir vilji endurgreiða mér og gefa mér 50 pund. "for your trouble" ég hefði ábyggilega getað tuðað upp meira en ég var bara uppgefin, upptrekt og vonsvikin, þannig að ég þáði það og sagðist vona að þurfa aldrei að tala við þessa deild aftur ehehe. 
Fór svo og fjárfesti í nýrri tölvu...gettiði hvernig :)??????
Segi frá um leið og allaveganna tveir eru búnir að getta??? 
Nei kannski ekki...þá gæti ég þurft að bíða slatta lengi þangað til heilir tveir séu búnir að skoða þetta múahhahaha
Ég keypti mér Macbook :) eheheh Ég og Guðjón ákváðum það í sameiningu.  Til að vitna í guðjón "Kannski er bara komin tími á að þú reynir Makka..miðað við hvernig þér kemur saman við PC" hehehe þannig að ég tók stökkið eheheh hljómar dramatískt en það er frekar stór ákvörðun að skipta alveg um stýri kerfi ehhehehe En eins og er er ég mjög sátt :) Talvan er ógislega flott og VIRKAR ýmindið ykkur það..ég keypti tölvu og hún virkaði :) 
Það er það eina sem ég bið um :)

Hérna að neðan eru myndir frá því að við vorum að leika okkur með webcamið á tölvunni og hreinlega öskruðum úr hlátri heeheheheh





mánudagur, október 1

fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn að baki. Og hann gekk nú ekki aleg slysalaust fyrir sig. Ég mætti nú aðeins snemma til að rata alveg örugglega í stofuna mína. Skólinn er frekar stór og algjör vitleysa að reyna eitthvað að rata þarna um. Alla veganna þá gekk ratið vel og ég var mætt alveg ágætu korteri fyrir tíma. Stend bara þarna eins og álfur að reyna að skima eftir vinkonu minni sem ég vissi að væri í sama áfanga og ég. Svo allt einu byrja þessi svakalegu læti..brjáluð bruna eða þjófavörn, þetta gengur í svona korter, tveir menn koma og passa að brunadyrnar séu pottþétt lokaðar en gargið heldur áfram..svo kemur öryggisvörður askvaðandi að okkur gargani og æpandi eitthvað en það heyrist varla í honum.. en svo þegar hann kemur nær heyrist í honum "What is your problem get out there is a fire" " Get out now" " Are you stupid" "OUT NOW" Við svona lurumst af stað og röltum í gegnum skólan, takið eftir að okkur var ekki bent á að fara útum brunadyrnar við hliðina á okkur...heldur urðum við að fara í gegnum völundarhúsið hehe ég rölti í gegnum allan skólan en það virðist engin kippa sér neitt upp við þetta þannig séð..fólk er ennþá í biðröðum til að fara inná ýmsar skrifstofur en svo sé ég að mötuneytið er lokað og svonna þannig að þetta er ekki algjör vitleysa. Þegar ég er komin að öryggishliðunum er kona þar með talstöð að stjórna öllu og það er FULLT af fólki fyrir utan. Konan kallar á mig og aðra stelpu að fara aftur inn afþví allir eigi að fara inn aftur. ég sný við og er kominn inn á næsta gang byrja lætin aftur og allir út..hheheh við bíðum úti í sirka hálftíma þangað til okkur er hleypt aftur inn. eheheh ég sá nú aldrei tangur né tetur af þessum eld. Eða fann brunalykt eða neitt svoleiðis. En ég lifði þetta nú allaveganna af og get verið þakklát fyrir það :)
Tímarnir í dag voru fínir :) er t.d í RAFVIRKJUN!!! hheheheh fannst það frekar fyndið.heheh Við þurfum víst að geta bjargað okkur hehehe Okkur verður kennt að gera við magnara og annan búnað fyrir tónlistamenn hehehe maður verður sko klár og sjóaður eftir önnina heehhe
Best að slappa af og já stay tuned fyrir Hryllingurinn heldur áfram The sequel, this time its personal sem verður vonandi síðasta færsla í The Great Computer Saga of 2007!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!