sunnudagur, september 24

Hvíldu í friði

Nú eru tveir tímar sem elsku afi minn yfirgaf þennan heim.
Ég er ennþá að reyna að jafna mig, trúi þessu eiginlega ekki. Afi minn var svo sterkur að ég vonaði alltaf að hann myndi sigrast á þessu einhvernveginn. En svo var því miður ekki. Hann er farin, farin til Júllu ömmu.
Við förum heim á þriðjudaginn til að vera við jarðarförina. Þetta er tími sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Að fjölskyldan mín myndi lenda í einhverju svona. Að mamma mín myndi sitja við sjúkrarúm bíðandi eftir að þessi harmleikur myndi verða að veruleika.
Ég vil bara biðja alla sem hugsa vel til mín að beina líka góðum hugsunum til ömmu minnar sem á rosalega erfitt núna en hefur verið svo sterk undan farið.
Jæja best að fara að sofa mikið að gera á morgun
Ást og friður

miðvikudagur, september 20

Bréf til afa














Ég fékk slæmar fréttir í morgun. Mamma og pabbi eru hætt við ferðina hingað í bili vegna þess að afi er orðin mjög veikur og er búist við hinu versta næstu daga.
Þeir sem ekki þekkja afa minn vil ég hér segja nokkur orð um hann:
Hann er duglegasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst og séð í action.
Hann er líka þrjóskasti maður sem ég hef þrjóskast á móti :)
Hann er alltaf tilbúin til að gera allt fyrir mann sama hvað mann vantar þá reynir hann alltaf að finna ráð til að bjarga því.
Þegar hann vissi afþví að ég var á leiðinni í heiminn tók hann upp helling af barnatíma á videospólu þegar video voru ekki algeng á íslandi
Hann fór alltaf með okkur í bíltúr útá höfn og keypti ís :)
Hann hefur mjög smitandi hlátur og hefur rosalega gaman afþví að hlægja
Landakort eru hans yndi og höfum við átt mjög góðar stundir við að skoða saman kort af London og Mallorka. Ég erfði áhuga minn á kortum frá honum.
Hann er algjört hitadýr og segir alltaf það er ekki hægt að vera of heitt :)
Hann elskar ekta íslenskan mat eins og svið, slátur, siginn fisk og að sjálf sögðu hákarl og skötu. Og hann er snillingur í að elda siginn fisk og pulsur :)
Ég gæti talið endalaust áfram en augun eru full af tárum og ég ætla að láta þetta duga í bili. Ég vildi bara senda þessi orð útí heimin.
Afi ég elska þig alveg ótrúlega mikið og sakna þín alveg hræðilega og vildi óska að ég gæti verið hjá þér en ég lofa að gera þig stolta í skólanum

mánudagur, september 18

At the start of the tourist season

Loksins er rúmið okkar komið :) Jey núna er þetta farið að vera almennilegt heimili, þegar maður þarf ekki að sofa í svefnsófa. Mér finnst ég samt ennþá vera bara í fríi, mjög undarlegt að búa hérna loksins eftir meira en tíu ára drauma :)
Fyrsti gesturinn okkar kom í gær :) Vigfús gisti hjá okkur í nótt og hélt svo beint til frakkland um hádegið. Þeir Natan koma svo til okkar á fimtudaginn ásamt Karen sem kemur frá Íslandi :) Ég held að fyrsti gesturinn hafi bara verið mjög sáttur við þjónustuna hérna á Hotel Warren Court :)
Undarfarna daga höfum við náð að sofa frekar langt fram á dag þrátt fyrir það að það er verið að gera við einver rör ofan í gangstéttinni. Heima hefði þetta tekið viku og allt búið og fínt en nei þeir virðast klúðra þessu í hvert skipti sem þeir gera eitthvað og þurfa alltaf að koma með múrbrjót og rífa það upp aftur. Þeir voru til dæmis að vinna alla helgina og byrja þá oftast klukkan 7:30 stundum er maður alveg komin á nippin við að rjúka út og sýna þeim hvernig íslendingar gera þetta en þá man ég að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslendingar myndu gera þetta og myndi líklega bara lengja verkið hehehehe en ef einhver íslendingur þarna úti getur gert þetta á skikkanlegum tíma er frí gisting og bjór á Warren Court ;)
Hlakkar mikið til að byrja í skólanum. Veit samt voðalega lítið um við hverju ég á að búast.. en það gerir það bara mjög gaman, ég var alltaf frekar pirruð í fjölbraut þegar annirnar byrjuðu að ég vissi einhvernveginn að ég væri að fara að læra það sama og í fyrra ( ekki það að ég hafi alltaf fallið ;) )
En jæja best að fara í háttin Ásgeir þykist ætla að vekja okkur snemma á morgun og draga okkur út í kaffi ;) sjáum nú hvort það gengur upp ;) en ætla samt að fleygja mér í nýja rúmið
Ástarkveðja

föstudagur, september 15

Bresk skriffinska buh humbug

Ég hef nú fengið breska skriffinsku beint í andlitið :) Nenni varla að tuða yfir því en ég skal gefa ykkur smá dæmi. Hérna í Bretlandi er til hlutur sem kallast Counsil Tax. Það er í lélegri þýðingu íbúaskattur, þetta er skattur sem greiðist til hverfastjórnarinnar og fer er reiknaður út eftir hvað fólk á heimilinu græðir. En sem námsmaður á ég ekki að greiða þetta. Ég fékk ítrekun á þennan skatt um daginn þannig að ég hringdi og þá fékk ég að vita að ég yrði að koma til þeirra með svo kallað Counsil Tax certificate og koma með það fyrir 19 september. Ég drössla mér uppí Islington þar sem skólinn minn er. Þar á skráningarskrifstofunni er stelpa sem segir mér að ég eigi að geta notað Admissions bréfið sem ég fékk sent heim frá skólanum. Ég fer svo daginn eftir í viðtal hjá Counsilinu þar sem ég þarf að bíða heil lengi þangað til ég fékk að tala við einhvern og fékk þá að vita að ég yrði að koma með þetta blað og það fyrir föstudaginn í næstu viku!!! god svo að þegar ég kem heim hringi ég í skólan og panta mér svona blað og konan í símanum segist vera búin að gera þetta og ég geti náð í þetta strax. Ég kem daginn eftir og villist þarna um gangana í skólanum sem er rosalega stór. Ég náði loksins á skrifstofuna og fær þar að vita að fyrst ég er fyrsta árs nemi get ég ekki fengið þetta blað fyrr en eftir enrolment sem er á laugardaginn eftir viku!!! :-0 Ég sagðist hafa talað við konu daginn áður og hún hafi sagt mér að hún væri búin að gera þetta tilbúið fyrir mig. Hann fer þá og talar við konuna og kemur til baka og hún segist ekki muna hvort hún hafi gert þetta þannig að ég verði að bíða fram að enrolment...jeddúdda mía
Ég veit sko ekki hvað bíður mín hehehhe
En svona er það þegar maður er í nýju landi :)

mánudagur, september 11

Heitt peitt

Það er sko búið að vera heitt í dag og við nenntum ekki að gera baun :-þ enda gott að slappa aðeins af svona áður en túrista sísonið byrjar hérna hjá okkur ;-)
Í elduðum við okkar aðra máltíð í fína eldhúsinu okkar :-)
Elduðum mexican inspired rétt sem við skálduðum upp í Sainbury´s þegar við vorum að versla í matinn :-þ og hann eldaði svona líka snilldarlega :) átum á okkur gat og vildum meira ;)
Nú fer að líða vika síðan ég sótti um bankareikning hjá vinum mínum í Halifax en hef en ekkert fengið vona að þetta fari nú að renna í gegn á næstu dögum....
Svo fegnum við okkar fyrsta gest í gær. Ásgeir kíkti við og meira til gaf okkur eitt stykki svefnsófa :) hann getut verið alveg milljón og þegar hann frétti að við hefðum þurft að kaupa okkur nýtt sjónvarp vildi hann endilega að við skiluðum okkar og tækjum hans en þá þökkuðum við pent..getum nú ekki tekið allt af honum karlræflinum :) En það góða við að fá fólk í heimsókn er að maður rífur sig upp og tekur til...við vorum nú ekkert búin að vera of öflug í þeirri deild, frekar þreytt og allt það en við tókum til í flýti og slottið varð eins og nýtt ;)
Okkur er mikið farið að hlakka til að fá liðið í heimsókn á næstu vikum :)
jæja ætla að halda áfram að góna á cctv myndavélina niður í anderi...algjör snilld ég get séð alla sem koma hér inn og út...þetta er svona stalker starter kit ;)

laugardagur, september 9

Myndir :)







föstudagur, september 8

Í karftöflugarðinum heima

Sit hérna í stofunni minni ný búin að fara í bað og nýt þess að horfa yfir íbúðina og út um gluggan...okkur tóskt að stelast inná þráðlaust net hjá fyrirtæki sem er hérna fyrir neðan okkur og er ekki með læst hjá sér ;)
Núna eru húsgögnin komin og við erum búin að setja næstum allt á sinn stað...bara fín pússun eftir
Það var nú samt meira en lítið vesen að koma þessu inn í morgun skal ég segja ykkur. Gauirnn á sendiferðabílnum átti að hringja í mig klukkutíma áður en hann kæmi og átti þetta væntanlega ekki að gerast fyrr en eftir hádegi en viti menn klukkann 7:20 bjallar félaginn og segist vera að keyra hérna fyrir utan og hann vissi ekkert hvernig hann ætti að koma að húsinu. Málið er að það er verið að gera við gangstéttina hérna fyrir utan og þeir eru búin að taka undir sig alla stéttina... við rjúkum niður og komumst af því að klukkan sjö hafði karldruslan hringt í húsvörðinn og vakið hann og húsvörðurinn orðið frekar reiður..við náttúrulega alveg miður okkar yfir þessu vegna þess að húsvörðurinn er rosalega fínn náungi og það síðasta sem við viljum gera er að valda honum einhverju veseni...allaveganna þá þurftum við að losa bílinn útá götu nokkur hundruð metrum frá hurðinni og bera allt inn í anderi og þaðan upp..þetta var nú meira vesenið en hafðist á endanum.. Ég rakst síðan á húsvörðinn sem sagði mér að það hafi verið hringt í morgun og beðið um Dr. Henry..hehehehe og hann hafi verið frekar pirraður þar sem hann kannaðist engan vegin við neinn Dr. Henry en flutninga gauirnn hafi ekki gefist upp hehehehehe þannig að allt endaði vel að lokum :) Bjóðum honum bara upp á pint í næstu viku ;)
Við erum ekkert smá montin með íbúðina okkar og hlakkar til að sýna ykkur öllum :)
Nú er vonandi að líkaminn fari að slappa af svo stress exemið og lætin öll fari að minka ;)
Afslöppunar kveðju úr Warren Court

fimmtudagur, september 7

Starbucksblog

Jæja þá eiga húsgögnin að koma á morgun :)
Tókum smá túristadag í gær. Fórum á stað um 10 leytið og röltum um borgina til að verða fimm. Byrjuðum daginn á rölti um Soho enduðum svo í Chiquito á Leicster square í hádeginu, Henningsfamilían kannast kannski við hann og ekki af öllu góðu, en þar var sama góða þjónustan eða þannig en alveg geðveikt nachos ;) Kíktum inná National Portrait Gallery sem er sko safn sem er hægt að gleyma sér í. Kíktum svo í heimsókn til dúfnanna á Trafalgar square. Röltuðum svo niður að læk, Thames, og sátum þar í smá stund og horfðum á fólkið. Þaðan röltuðum við meðfram læknum röltum svo upp í Holborn og skoðuðum nokkrar GEÐVEIKT flottar vintage búðir og drössluðum okkur svo þreytt heim um fimm. Gaui sendir ykkur hnitin af þessum göngutúr seinna ;)
Við vorum nú farin að halda að við byggjum ein í blokkini fyrir utan smá borun sem var í gangi um klukkan eitt eina nóttina en þegar ég var að koma heim með þvottinn í dag rakst ég á indæla gamla konu...var næstum búin að ásaka hana um borunina þar sem hún virðist vera eini íbúi blokkarinnar en ákvað að gefa henni sjens og sleppti því ;)
En það er fyndið hvað maður kynnist nýjum hlutum í nýju landi..þegar ég var að labba í þvottahúsið í morgun var maður að labba aðeins fyrir framan mig á svipuðum hraða... ég þurfti að ræskja mig og gerði það ósköp létt...svona hmmm...karl ræfillinn hrekkur þá við og hrökklast útá götu og biður mig afsökunar fyrir að hafa verið fyrir mér..gengur svo á götunni heillengi til að hleypa mér framhjá...ég gat náttúrulega lítið annað gert en að herða hraðann og taka sprettinn svona fyrst karltuskan ætlaði að vera með þessa kurteisi...núna geng ég um skíthrædd við að ræskja mig!!!!!!!!!!
Við skötuhjú (ég og gaui ekki ég og kurteisi maðurinn) sitjum á starbucks og borðum löntsj og skoðum netið hérna er svona hotspot eða hotpoint...eða á íslensu heitur reitur. Eftir smá verður haldið heim og allt tekið í gegn áður en húsgögnin koma á morgun...það gleymdist víst eitthvað að þrífa ofninn og fleira áður en við fluttum inn :)
fórum í bíó um daginn og eins og sannir íslendingar vorum við alveg í sjokki yfir að vera að mæta þarna rétt fimm mínotur fyrir sýningu...til að byrja með erum við ein í salnum.....svo mætir þarna einn karl og næsta hálftíman sitjum við þarna 3. En þessi hálftími var ekki hálftími af myndinni heldur voru þetta auglýsingar...ekki til að sýna hvað er að koma í bíó heldur bara hinar ýmsu auglýsingar fyrir hinar ýmsu vörur...þannig að nú höfum við lært að það á alltaf að mæta hálftíma of seint í bíó!!!
Jæja ætla að skoða aðeins á netinu...Takk fyrir öll kommentin við kunnum svo sannlega að meta þau :)

þriðjudagur, september 5

lata vita af mer

Hallo allir vildi bara lata vita af mer. Thad er allt frabaert hja mer og vedrid er ekki af verri endanum :)
Ibudin er frabaer og verdur frabaerari thegar husgognin koma sem verdur vonandi a morgun....

Eg hef ekki geta skodad commentin en keep em comming :) thessar netkaffi tolvur eru pain in the upper thighs


Lotsa love
Henny

sunnudagur, september 3

Nú fer að koma að því....


Nú eru bara sirka 20 tímar í brottför..dótið er komið í gáminn og er kominn langleiðina til immingam. Þegar við fórum að borga fyrir flutninginn á föstudaginn var eins og einhver hefði sprengt blöðru og blaðran var ég...ég er búin að vera geyspandi alla helgina og er loksins farin að gera sofið á nóttunni án þess að lenda í rifrildum við mann og annan
Kveðju dinnerinn sem við héldum fyrir báðar fjölskyldurnar á sunnudaginn fyrir viku var algjört æði..það var að sjálfsögðu dönsuð bomba en það vantaði arnar en við vitum að hann er að kenna offeitum könum að dansa bomba þannig að þetta er allt í lagi ;)
Í gær fórum við svo á Ljósanótt og enn og aftur kom sprungna blaðran fram afþví ég var alltof þreytt til hanga niðri í bæ í keflavík frá hálf níu til tíu. Diljá var líka orðið mjög kalt þannig að við tvær stungum bara af og skildum strákana eftir. ;)
Fyrr um kvöldið hafði verið svona smá fjölskyldu mót hjá Gaua þar sem pabbi hans eldaði sína klassísku fiskisúpu sem er alveg MERGJUÐ ég myndi ferðast langt til að fá skál af henni :)
Og svo á hann Hilmar minn afmæli í dag eða Hilli bill eins og ég kýs að kalla hann :)
En jæja ætli það sé ekki nóg komið í bili...Við hittumst næsti í LONDON BABY

P.S hér að ofan er mynd að Hilmari með uppáhalds skemmtikrafinum Pernille