laugardagur, október 28

Vesturhúsahelgi


Vá hvað maður getur orðið þreyttur þegar maður fer að versla með öðrum. :) En það er búið að vera rosalega gaman að hafa þær systur í London :) Ég eyddi föstudeginum og deginum í dag með þeim að versla hitt og þetta :) Skemmtum okkur alveg konunglega:)
Þær fóru á ABBA showið í gær og eru á Tom Jones akkúrat núna :) Hef ekki áræðanlegar heimildir um hvort það verði eitthvað nærbuxnakast en ég skal kynna mér það frekar :)
Veturinn er víst komin hérna í London. Á miðvikudaginn á að vera 8 stiga hiti !!!!!!Jeminn :)
Ég ætla að horfa á Curb your Enthusiasm :) Jey var að kaupa heila seríu :)

miðvikudagur, október 18

Latur latari latastur

Þá er maður komin á "fullt" skrið í skólanum. Er ennþá að finna minn takt varðandi heimanámið. En það kemur allt :) en ég verð að segja að ég hef aldrei fundið fyrir slíkum aga við að mæta í tíma. Ég finn alltaf um leið og ég nenni ekki að mæta..er í einum leiðinlegum tíma.. þá finn ég alltaf fyrir þrýstingi að innan sem rekur mig til að mæta :) ég þurfti því miður að sleppa einum tíma í gær, einn af þeim skemmtilegustu, vegna þess að ég var veik. En reif mig upp í dag og fór í leiðinlega tímann. Gamla ég hefði hugsað mér lýður aðeins betur en ekki nógu vel og sleppt því að mæta en nýja ég reif sig upp og fleygði sér í skólann!! Frekar montin með mér. Ég held að hann afi minn sé að hjálpa mér og rekandi á eftir mér :) og kannski spilar líka inní að ég veit að ég er að borga helling fyrir þetta úr eigin vasa þannig að maður verður að standa sig :)

Gaui er því miður ekki komin með vinnu :( áður en við fórum til íslands átti hann að byrja á kaffihúsi en hann missti þá vinnu því miður á meðan við vorum á íslandi :(
En hann er að fara í eitt viðtal á morgun og annað á föstudaginn þannig að við vonum bara það besta :) En á meðan er hann á fullu að laga íbúðina. Sparsla, mála og hengja upp hillur og myndir :) Við verðum í Luxury flat bráðlega múahahahha

Eins og er, er ég voða löt :þ hef ekki fengið kók eða nammi síðan á sunnudaginn :) rosadúleg :) en við keyptum smá ís fyrir daginn í dag...bara pinku ;)
jæja best að fara að fá sér smá ís :)

PS Ef þetta blogg er eitthvað lausaralegt þá er það þreytan!!!!!!!!!!!

föstudagur, október 13

Rölt um Clapham

Vá við erum að horfa á myndina Death of a President. Vá hvað hún er innilega góð. Þeim tekst að gera þetta alveg ótrúlega vel. Þetta er alls ekkert anti Bush dæmi heldur er þetta bara what if. Maður er alveg ótrúlega inní þessu og spenntur.

Við eyddum deginum í dag í að labba um Clapham hverfið í suður London. Það var nú engin sérstök ástæða fyrir því að við gerðum það nema að Gauja langaði að kíkja í ASDA sem er rósastór verslun þarna niður frá. Það var alveg æðislegt veður og við áttum mjög góðan dag :)
Ekkert planað fyrir morgun daginn.. langar að kíkja á einhvern markað..vitum ekki alveg :-Þ

miðvikudagur, október 11

Rigning rigning rignin


Nú hef ég upplifað þá mestu rigningu sem ég hef nokkur tíma upplifað heheheh
Þegar ég leit útum gluggan áður en ég lagði af stað útá strædóstöð þannig að ég skellti mér í 66° úlpuna sem mamma gaf mér og henti mér út. En GVÖÐ MENN GÓÐUR. Það tekur 5-10 mínotur að labba niður eftir og þegar ég var komin niður að Center Point var ég svo gegnblaut að ég gat ekki hugsað mér að vera í buxonum í þrjátíma í skólanum þannig að ég hljóp inní Dorothy Perkins og keypti mér næstu buxur sem ég sá (á tilboði ;) ) og henti mér í þær og splæsti í eitt stykki regnhlíf. Ég er ekki að djóka ég var svo blaut að þegar ég gekk inn í búðina var pollur á eftir mér. Buxurnar mínar eru ennþá blautar!!!!! Það rignir heldur ekki bara að ofan hérna heldur neðan líka!!!! Niður föllin eru svo léleg að það eru nokkra sentimetra pollar á götunni og þegar droparnir lenda á þeim skvettist upp þaðan líka. Maður mætti halda að það rigni nógu oft í Englandi að þeir hefðu ágætis holræsakerfi en nei...hehehe
Núna er ég búin að prófa að fara í alla tímanna mína og þeir eru allir skemmtilegir. Sá sem er minnst skemmtilegur er Trends in Contemporary society. Hann er mikið tal og miklar glósur um hluti sem mér þykja kannski ekki alveg æðislega skemmtilegir eins og stéttaskiptingin í bretlandi en maður tekur því slæma með því góða. En í tímanum í dag áttum við að ræða við þá sem sátu við hliðina á okkur og ég lenti á stelpu sem er frá Líbanon og varð að fara í skóla í Bretlandi vegna stríðsins. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hitti einhvern sem er hefur virkilega verið í stríði og upplifað svona allt annað en ég hef nokkurtíma upplifað.
Skólin er mjög blandaður af kynþáttum og hvítir eru í minnihluta. Það var rosalega skrítið í fyrst þegar ég leit í kringum mig og ég var sú "skrítna" miðað við í skóla heima féll maður alveg inn og tók eftir því þegar einhver dekkri mætti á svæðið. Ekki misskilja mig ég er alls ekki með neinn rasisma eða neitt svoleiðis..
Svo vil ég fara að fá hjálp með þetta verkefni þarna..ég er ekki að djóka ég er alveg stumped!!!! :-Þ
Svo vil ég óska henni Lovísu okkar til hamingju með daginn. Lovísa er besta stelpan okkar Gaua og okkur hlakkar ekkert smá til að fá hana í heimsókn næstu páska :)

þriðjudagur, október 10

Fyrsta vikan að ljúka

Jæja þá á ég bara eftir að fara í einn tíma og þá er ég búin að mæta einu sinni í alla tímanna mína. Fékk, eins og sést hérna á fyrri færslu, smá sjokk þegar ég fór í Media theory tíma í þar sem einum of miklu var hent að manni í einu. En svo fór ég í verklegan tíma og þar sem ég virtist skilja einna mest :) Í dag var History of Mass Media þar sem við skoðuðum teiknimyndasögur og krufum þær til mergjar. Já það er erfitt að vera ég ;)
En ég er mjög ánægð með alla tímana sem ég hef farið í. Hefði viljað vera í meira verklegu en það kemur...fyrsta árið er víst alltaf mest bóklegt.
Ég þarf að gera verkefni í Digital Media áfanganum þar sem ég þarf að taka myndir og sannfæra kennaran um eitthvað sem ég trúi ekki sjálf. Ruglingslegt ;) ýmindið ykkur að heyra það á ensku hehehehe en þetta er eins og t.d ef ég trúi á guð þá þarf ég að taka myndir og sannfæra hann um að guð sé ekki til, eða ef ég trúi að himinn sé blár þarf ég að sannfæra hann um að himinn sé það ekki. Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert í þessu verkefni endilega látið mig vita afþví ég er alveg að snappa á þessu.....hef nokkrar hugmyndir en samt ekki grænan grun :-þ
:)
En hvað haldið þið
Hún amma mín hefur eins og flestir vita staðið í ströngu undanfarið en hefur að sjálfsögðu staðið sig eins og hetja og við vildum verðlauna hana fyrir það en áttum kannski ekki endilega fúlgur til að gera það almennilega. Þannig að við griðum tækifærið þegar það gafst. Bylgjan var að bjóða einni konu í svokallaða saumaklúbbaferð til london þar sem farið verður á Abba og Tom Jones og svona þannig að við sendum öll inn en heyrðum ekkert þaðan þannig að við sendum líka í Ísland í bítið sem var að gefa ferð fyrir konu til Lanzarote í ferð þar sem dekrað verður við konur. Og haldið ekki að amma mín hafi unnið það :) JEY hún og Ósk eru á leið til Lanzarote eftir viku :) Alveg frábært..þetta er ferð sem kostar næstum 80 þúsund :)
Þetta geriðst miðvikudaginn sem við komum aftur út. Svo var hringt í mig á laugardaginn og það var hún lovísa ástin mín að segja mér að amma vann ferðina til London líka!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Tveim dögum eftir að þær stöllur, Amma og Ósk, fara þær beint aftur uppá völl og koma hingað til london :) Þær eiga þetta svo sannarlega skilið þessar elskur. Ósk missti nefnilega mannin sinn í mars. Þannig að ég held að Afi minn og hann Manni hennar Ósk hafi sko gert sitt besta til að þakka þessum sóma konum fyrir sig og allt sem þær gerðu fyrir þá :)
Takk fyrir þetta strákar og skál í San Miguel :) :-# koss koss
Jæja ætli það sé ekki best að skella sér í eldamennskuna :)

mánudagur, október 9

I skolanum

Jaeja tha er eg buin i minum odrum tima i skolanum. Er ad bida eftir ad fara i verklegan tima. Thetta er frekar erfitt thar sem eg er ekki von ad laera a ensku og ad laera allar thessar kenningar er frekar erfitt a odru mali. En madur hlytur nu ad bjarga ser i thess :)
Skolinn er allt annad en eg er von heima. Her er teppi a golfinu og frekar vond lykt allstadar. Kennararnir virdast samt godir thannig ad eg held i vonina. Jaeja best ad reyna ad laera eitthvad...madur er hingad komin til thess ;)

miðvikudagur, október 4

Home and away

Sitjum hér í Leifstöð og erum á leið aftur "heim".
Þessi vika okkar á Íslandi er búin að vera tilfinninga rússíbani svo vægast sagt. En hann afi minn er núna komin á stað þar sem sólin skín alltaf og bjórin flæðir eins og vín ;) Með hans eigin orðum " I love it"
Hann var jarðaður í uppáhalds FH treyjunni sinni og flíspeysunni. Athöfnin var alveg einstaklega falleg.
Jæja best að klára samlokuna sína ...sem by the way var ekki á tilboði ;)