fimmtudagur, mars 31

Familyfun


Familyfun
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja nú er familían að fara í sumó um helgina :) Hún amma mín verður 60 ára ung á morgun :) Hún lítur náttlega alveg stóglæsilega út eins við allar kvinnurnar úr Washington ættinni :) blogga meira um ammilið á morgun
En allveganna er á fulla að læra að bóka fyrir flugfélag íslands í vennunni rosa mikið að gera :-O húff púff en maður dílar nú við það með bros á vör og heimtar kauphækkun ;)


þriðjudagur, mars 29

Páskarnir búnir :( aftur meiri vinna en það er bara þriðjudagur miðvikudagur fimtudagur og svo hálfur föstudagur :) svo er það sumó.. Hún amma mín á nebblega stórammili :) 60 ára ung á föstudaginn :)
Svo er nú ekki langt í að maður leggi upp í London ferð einmitt í sama tilefni að fagna þessu merka áfanga hjá ömmunni :)
Er komin með eitthvað leiðindar kvef þannig að ef einhver hefur einhver ráð til að losna við kvef er ég opin fyrir öllum uppástungum :)
hnerr hnerr
Jæja best að fara að skoða eitthvað skemmtilegt á netinu :)

þriðjudagur, mars 22

Knus


Knús
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja það var nú ógeðslega gaman á Laugardaginn :) Eins og vanalega drukku sumir meira en aðrir en í þetta sinn var mín nú fersk en steinsofnaði um eitt leytið rétt eftir að hinir voru farnir í bæjinn..Það var nú mikið sungið og dansað og eitthvað smá drukkið held ég..dropi og dropi , sopi og sopi..

En ég set myndirnar allar inná webshots held að það sé linkur hérna til hliðar það heitir jamm... búin að tékka og það er þriðji mynda linkurinn :)

Mun blogga um partíið í kvöld :þ hef bara ekki enn sett myndir inn í tölvuna..
:)

Enn á meðan:
Er það minn eða þinn sjóhattur??
Er það minn eða þinn sjóhattur??
Nei það er minn en ekki þinn!!!
Er það minn eða þinn sjóhattur
sjóhattur
sjóhattur...

fimmtudagur, mars 17

Jæja þá er maður að vinna á laugardegi..sem er svosem allt í lagi nema að það er verið að breyti plássinu hjá okkur þannig að ég er á efri hæðinni í matsalnum..sem er líka allt í lagi..það sem er ekki í lagi er að það er verið að bora og smíða á neðri hæðinni...ekki gama að reyna að heyra í símanum með 3 borvélar og tvo hamra í fullu fjöri á neðri hæðinni :þ
Byrjaði daginn nú ekki vel :/ vaknaði aðeins of seint..mætti nú samt 10 mínotum fyrr :) en bíðið nú ég er með vitlausan lykil að pleisinu..Einar bossinn minn var mættur en hann er á efstu hæðinni. Hér kemur það besta..ég var ekki með gemsan minn af því að ég gleymdi honum í vinnunni :) Var nú samt með Gaua síma þannig að ég gat hringt á hina ýmsu staði nema að ég hafði ekki númerin...jæja þá hringdi ég bara í 118 sem tók nú bara askoti langan tíma aníhú þeir fundu ekki hana Elsu sem er líka að vinna hérna þannig að ég lét þá segja mér númerið hjá framkvæmdastjóranum. Ég hringi í hann..og hringi..og hringi..ekkert svar..nú er klukkan orðin 10 og iðnaðarmennirnir mættir með mér fyrir utan..við bönkum og spörkum í hurðina. Þeir stinga meira að segja upp á því opna með kúbeini..rétt næ nú að stöðva það. En maður er náttlega Nancy Drew í dvala fatta það að það er brekka fyrir aftan húsið og því stöndum við hærra þar kannski það sé hægt að sjá inn eða eitthvað..nei en allt kemur fyrir ekki við sjáum bara inn á hæðina fyrir neðan..í örvæntingu minni :þ kalla ég á Einar þá skíst hausin á honum út um gluggan "já" eins og ekkert væri eðlilegra. Hann kom svo niður og hleypti okkur inn :)
Svo á víst að jamma eitthvað í kveld..tekin kannski einn sopi af eplasíder eða svo ;)


Svo hvet ég ykkur endilega að taka Desperate housewifes prófið hérna að neðan.
Tók það þrisvar og fékk tvisvar Susan..þessa sem er innilega Desperate og svo held ég að hin heiti Gloria þessi sem er með flotta garðyrkjudrengnum :)
http://www.abc.go.com/primetime/desperate/quiz/index.html

þriðjudagur, mars 15

Jamm


Jamm
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja are we ready to djamm!!?? Niður talning er hafin í brjál djamm á Laugardaginn. 3 dagar and counting :)Lítið að frétta sosem. Kíkti afmæli í gær hjá henni Ninnu..þar voru margar góðar veitingarnar :) Takk fyrir mig :) by the way 35 dagar í London :) smælí :)

mánudagur, mars 14

Ninna sæta


Ninna sæta
Originally uploaded by hennyjona.
Bloggið í dag er nú tileinnkað henni Ninnu okkar :) Hún á nebblega ammili í dag :) þessi mynd er tekin fyrir nákvæmlega ári af henni þegar hún hélt uppá ammilið..Þá var nú gaman þó aðrir hafi drukkið minna en hinir en samt orðið ógeðslri og fyllri..hmhmhm og endað með því að skemma hælaskónna sína en við vonum að það verði nú ekki endurtekning á því hmhmhmhm núna um helgina þegar við ætlum að skella okkur á jammið henni til heiðurs :)En aní hú....Til hamingju elsku vinkona....vonum að á næsta ammili verðum við að plana eitt stykki London flutning ;)

þriðjudagur, mars 8

Ég er orðin svo vön að blogga með mynd þannig að mér þykir það varla þess virði að blogga án myndir :/ en þegar maður er orðin svona dekraður þá þarf að taka á því :)

Helgin var fín. Áttum að sýna okkur í gleðskap sem bróðir minn hélt sjálfum sér til heiður en vorum svo uppgefin eitthvað að við hjengum heima eins og sönn gamalmenni :þ Laugardagurinn var aðeins meira spennó, vann aðeins í barnafatabúðinni, þakka enn fyrir að eiga ekki börn, væri orðin gjaldþrota eftir barnafataskuldirnar :/ skelltum okkur svo í foreldrahús þar sem bróðir minn hélt aðra veislusér til heiðurs í þetta sinn fyrir the familý. Þar var boðið upp á hamborgarahrygg mmmmmmmmmmmmm Ógislega góður..mmmmmmmmm
Svo var reyndar haldið snemma heim og gónt á imban...
Tökum ærlega til í slottinu á sunnudaginn og góndum á Joey :)
Samantekt helgarinnar : mikið gónt á hitt og þetta :)
Stefni á það að góna meira í kveld :) erum að byrja á fyrstu seríu í 24 :) Vá hvað maður verður spenntur :) Hér hefði til dæmis verið tilvalið að setja inn vel valda mynd af Jack Bauer en stóðst freistinguna...BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA :-)

laugardagur, mars 5

Amma og Henning


Amma og Henning
Originally uploaded by hennyjona.
Þetta er mynd af ömmu minni þegar hún var tveimur árum yngri en ég :) með tvö börn, mömmu og Henning sem er þarna á myndinni.Svo er til mynd af mér og mömmu þar sem mamma er 3 árum yngri en ég. Ég er svona eftirlegukind í barneignum...:/ kannski maður þurfi að unga út einu barna eða svo bara til að brjóta ekki hefðina ;)

fimmtudagur, mars 3

Fallbeyging
nf : Henný
þf : Henný
þgf: Henný
ef : Hennýjar

Var að fá að vita þetta í dag. Hef staðið í þeirri trú að nafn mitt væri endingarlaust
Og sem fyrr ku nafn mitt ( þar af leiðandi líf mitt) vera þýðingarlaust
"Nafn þetta er stytting á nafninu Henríetta."

miðvikudagur, mars 2

regentpalacehotel


regentpalacehotel
Originally uploaded by hennyjona.
Var að koma úr nuddi..það kemur alltf mjög væn kona hér niður eftir í vinnu til okkar á miðvikudögum og nuddar okkur það er alveg æði...mmmmmmm

Hef bókað hótel herbergi í henni london ef einhver hafði áhyggjur..Pöntuðum á Regent Palace hótelinu hennar Ninnu eftir miklar deilur við Hyde Park inn...
Jæja nú geta allir andað rólega :)

þriðjudagur, mars 1

Þetta eru þær vinnur sem ég á að velja um :)

Management
Modern Languages

Media/Radio/TV/Film
Administration

Communication
Drama/Theatrical

History of Art
Hotel/Institutional Management

Var að taka áhugasviðspróf...hmm haldiði að ég hafa valið rétt í vali mínu á námi ;)??????????????