laugardagur, júní 16

Its my birthday and I´ll cry if I want to

Þurfti reyndar lítið að gráta á afmælinu mínu en vildi bara láta vita að ég mætti það sko!!!
Ég vil byrja á að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar :) Það er ekkert smá gaman að finna hve mörgum þykir vænt um mann :) Takk fyrir og knús á línuna :-*

Aníhú
Við fórum til Frakklands í lok síðustu viku. Skemmtum okkur alveg þræl vel. Fórum í vatnleikjagarð :) Jey það var svaka stuð :) Vil bara þakka tengdó kærlega fyrir skemmtilega helgi :) Svo áttum við líka 8 ára afmæli á þriðjudaginn :) Tengdó bauð okkur út að borða áður en við flugum heim :) Vinur hennar kom og hitti okkur, og gaf okkur meira að segja gjafir :) allaf að græða sko!!!



Fleiri mydnir á webshots

Svo var afmælið mitt í gær :) Ég vann hálfan dag í vinnunni og fór svo bara heim og slappaði af :) Á fimtudagskvöldinu fann ég miða á We will Rock you á 12 pund stykkið þannig að við skelltum okkur á tvö stykki :) Og áður en sýningin byrjaði ætluðum við að borða á Bodeans en það var lokað!!! Þannig að við skelltum okkur bara á Wagamama, þeir bregðast okkur aldrei og þeir gerðu það svo sannarlega ekki í þetta sinn :) Og We will rock you var snilld :) rosalega gaman :) JEY




Í dag er svo rigning og þrumuveður :) hehe
Það gengur mjög vel í vinnunni :) eru virkilega ánægð með mig og vilja að ég vinni fleiri tíma :)
:)
Jæja best að koma sér að því að gera eitthvað að vita (borða nammi)

laugardagur, júní 9

Another day another dollar

Heil vika búin í nýju vinnunni :)
Ég er mjög ánægð í vinnunni þetta er alls ekki það auðveldasta sem ég hef gert en það er bara skemmtilegt. Ég vinn til að byrja með frá 12:30 til 17:30. Seinna ræð ég meira sjálf hvernig er best fyrir mig að mæta :) Ég er að fá 8 pund á tímann sem gerir að með fimm tímum á dag er ég að fá 800 pund á mánuði sem ég kalla bara ágætt :)
Fyrsta vikan er búin að vera fín..þegar ég kom heim eftir fyrsta daginn, mánudag, var ég komin upp í rúm klukkan hálf átta og sofnuð átta!!! Vaknaði svo hálf sjúskuð klukkan fjögur um morguninn hehehe en neyddi mig til að sofa til níu. Kvöldið eftir var hátta tími klukkan tíu hehe og hefur hann verið svipaður alla vikuna...nema í gær hehehe þá sat ég uppi í rúmi og gat ekki sofnað...datt útaf loksins um 3 hehe hafði sem sagt sofið minn skammt í vikunni hehheheheeh
En á miðvikudaginn fórum við í leikhús með vinnunni minni :) Batboy the musical. Þetta var félagsleg ádeila hehe en mjög fyndið og skemmtilegt...og ég plataði eiginlega Gaua greyið á þetta eheheh ég vissi ekki að það væri leikur í gangi á meðan leikritið var...ég hringi í gaua og spyr hann hvort hann vilji koma með, hann eigi bara að hitta okkur á skrifstofunni um fimm..hann greyið hélt að leikritið væri rétt eftir fimm en hann gleymdi að hann er í bretlandi og þar er sko fengið sér nokkra drykki áður en menn fara nokkuð..þannig að leikritið var akkúrat á meðan báðir leikir áttu sér stað...en hann skemmti sér mjög vel og sá alls ekki eftir að hafa komið með.
Líka gaman að prófa eitthvað nýtt. Við hefðum líklegast ekki nennt að fara í áhugamannaleikhús svona uppá okkar eins dæmi..en fyrirtækið mitt keypti böms af miðum afþví einn starfsmaður er í leikritinu :) Allaveganna rosalega gaman

Svo er ég búin að skipta um nám :) Jibbí, núna er ég að læra Music and Media Management. Þetta er mikið hentugra nám heldur en það sem ég var að læra. Ekki barað fræðilegt nám, ekki bara ritgerðavinna. Heldur er manni kennt allskonar hlutir sem gagnast manni þegar maður kemur út á vinnumarkaðinn :)

Jæja ég ætla að halda áfram að pakka...erum að fara til frakklands eftir nokkra klukkutíma :)
Hasta lavista múahahahha

föstudagur, júní 1

Sólbrún í rigningunni

Jæja stelpurnar eru farnar heim eftir alveg hreint frábærann tíma hérna hjá okkur :)
Það var ekkert smá gaman að hafa þær og við gerðum helling skemmtilegt...
Skelltum okkur út að borða á Chiquito fyrsta kvöldið og ultu svo yfir á Oneals þar sem tjúttað var fram eftir kvöldi...sumir drukku nú meira en aðrir og sumir dönsuðu meira en aðrir!! heheheh en katrín greyið missti af aðal skemmtiatriði kvöldsins þegar hún skellti sér að barin í eitt skipti. Það var hópur af asian english gaurum við hliðina á okkur, þeir voru frekar púkalegi og voru alltaf með einhverja píkuskræki og eitthvað og þóttust vera voða gaurar..en einn sem var með þeim var frekar afturhaldsamur.....sat bara allt kvöldið frosinn með sinn drykk..við vorum ný búin að vera eitthvað að ræða um hann þegar Kylie vinkona kemur og ég segi við gaui í gríni að nú flegji félaginn sér á fætur...og hvað haldið þið félaginn rífur sig upp úr stólnum og byrjar að taka trylltan dans alveg aleinn á dansgólfinu..vinir hans nowhere to be seen og hann alveg að fýla sig veifandi höndunum og dansandi við kylie vinkonu, við vorum alveg að springa úr hlátri yfir karlræflinum. Svo um leið og kylie lauk sér af var minn maður aftur sestur niður í sömu stellingu og áður og hreyfði sig ekki meira það kveldið heehheheheehhehehehehehehehe æi einum of æðislegt sko :) Svo var líka æðislegt þegar við stelpurnar vorum í túbinu og Katrín tók mynd af lest á ferð..lestarstjórinn bibaði eitthvað á hana þannig að við fórum pinku hjá okkur og en hlóum bara að þessu heheeh en hvað haldiði, þegar við vorum komin inn í vagnin kom lestarstjórinn í kerfið og vildi minna manneskjuna með myndavélina á að það væri bannað að taka myndir með flassi á pallinum. Ég og ninna vorum næstum því búnar að pissa á okkur úr hlátri á meðan katrín greyið roðnaði bara og roðnaði. Frábært tími í alla staði heehehheehehehehehehehe ég stal nokkrum myndum frá blogginu hennar katrínar og setti hér inn :) set allar myndirnar inná webshots þegar ég fæ þær hjá henni :)

En já maður er komin í vinnu :) Verð Junior Admin Assistant :) sem sagt skrifstofu blók :) þetta er sirka 70% starf í sumar en svo ræð ég tímunum mínum í vetur :) ég er ekkert smá ánægð með þetta afþví ég fæ fín laun og eins og áður sagði fæ ég að ráða mínum vinnutíma í vetur...en þetta er eitthvað sem ég hef ekki gert áður og ég verð einhverskonar yfirmaður yfir fæling. en maður er alltaf tilbúin að takast á við nýja hluti :)
Við fögnuðum þessu með því að fara út að borða á Wagamama og hittum svo Neal á 12 bar club þar sem hann tók líka nokkur lög :)
Undan farið hefur nú verið mikið um rigningu en ég er sólbrún :) var að bera á mig rakakrem með brúnku hehehe ;-) múahahahahahaha