þriðjudagur, júní 28

Þreyttur

Vá hvað maður getur verið þreyttur :-0 geisp geisp..
Helgin leið nú alltof hratt. Kíktum í Hafnarfjörðin á föstudaginn. Þar kíkti mín á línuskauta og var bara helv... góð ef ég segi sjálf frá. Átti nú reyndar soldið bátt með að stoppa mig en það kemur á endanum. Bróðir minn þóttist nú eitthvað vera að kenna mér en hann flaug nú á hausin ekki ég múahahhahahahahaha
Svo enduðum við kvöldið í keilu. Það var ógislega gaman og mín var bara hörku góð!!!!
Vann svo Karen í púl :)
Laugardagurinn fór í leti eina heimsókn, en annars var slappað af. En sunnudaginn var sko tekið á því og mín tók bara bílinn í gegn!!!! Með aðstoð míns dygga aðstoða mans...pabba :)
En svo héldum við í göngu um hafnarfjörðinn með ís í annari. :)
Haldið var í keflavík um kvöldið þar sem við fengum æðislegan mat eins og vanalega og spjölluðum fram eftir kvöldi..
Hins vegar er ég á leið heim.. er gubbandi og alles glæsileg byrjun á vikunni ;)

Anita ég kenni þér á nýju tæknina þegar þú kemur heim..það kostar meira að fá aðstoð frá mér til útlanda ;)

föstudagur, júní 24

Krísa yfirstaðin


Hellú allí húbba
Já krísa okkar hjónaleysa er nú yfristaðin..Ég er nú ekki mikið fyrir að setja frjámálin svona á netið en þetta er pínu undantekning og meira að segja ekki beint undartekning. Þannig er mál með vexti að fyrir Londonarferðina létum við loka kortinu hans Gaui svo að við myndum nú ekki vera að eyða bara víllí níllí og hefðum einhverja stjórn á þessu... skildum eftir einhvern 5000 kall skuld á því eða eitthvað svo gleymdist einhvern vegin að borga þetta..þetta datt allaveganna einhvern vegin á milli hluta hjá okkur en borguðum þetta svo loksins núna um daginn milli færðum bara þarna yfir.. jæja fyrir þá sem hafa ekki náð að fylgjast almennilega með þá er kortið búið að vera lokað síðan mars/apríl.... allaveganna þá reyndi Gaui svo að nota kortið nokkrum dögum seinna..en fékk þá sinjun..voða undarlegt þar sem það var gott sem skuldlaust..hringdi í bankann..
Gaui: Já ég vildi vita afhverju kortið mitt er lokað
Kona í banka: Já augnablik
Svo koma formsatriði eins og kennitala og annað en að lokum
Kona: Já það er skuld þarna frá því 17. maí
Gaui: Ha nú hvað er hún mikil
Kona: Já hún er 52.000
Gaui: HA
Kona: Já þú hringdi hérna frá tyrklandi og baðst um að það yrði millifært til þín
Gaui vildi nú meina ekki og hefur verið mikið af símtölum fram og til baka til að reyna að leiðrétta þetta..satt að segja var ég nú farin að bíða eftir einhverri tyrkneskri mail ordered á þröskuldinn en allt kom fyrir ekki þetta var víst allt bara einhver alsherjar miskilingur...húff
Ætli ég geti lögsótt eins og þeir gera í bandaríkjunum svona fyrir emotional distress og damagde to....ummmm ég hlýt að finna eitthvað....
Alla veganna er poll rólegt að gera í vennen sit bara og hlusta á BBC2. Fer svo á verslið með mömmu gömlu á eftir...er að reyna að eyða arfinum ;) Fórum reyndar á Vera Moda/Jack and Jones lagerútsöluna í gær. Svínvirkaði svona líka vel..múttan keypti kjól/topp handa mér og buxur og skirtu handa Gaua :) borgar sig að smyrja soldið vel fyrir settinu ;)
Svo fórum við í smá rúnt með þeim gömlu á nýja bílnum. Ég heyrði einhvern tíma lýtaaðgerða drottninguna Joan Rivers segja að hún vildi frekar sjá flott andlit koma útúr ljótum bíl frekar heldur en ljótt andlit úr flottum bíl..dæmi hver fyrir sig hvora spekina þau völdu ;) en bíllinn er stórglæsilegur og svo er náttlega það besta við hann nýbílalyktin :)
við rútuðum og pikkuðum upp línuskautana okkar Ninnu þannig að hver passi sjálfan sig þegar við förum að trylla á Ægissíðunni :) Vúhú
jæja best að setja upp vinnu andlitið og þykjast vera að gera eitthvað
P.s varð að setja inn mynd með nýju myndtækninni :) Enjoy :)

miðvikudagur, júní 22

What Kind of Bride Are You?

The Vegas Showgirl You're a girl who likes who her glamour and glitz, so why not turn your special day into an all-out extravaganza? Your dress should be anything but demure. Go for a sexy slip dress with a daring bare-it-all back or try a form-fitting strapless number in a satin that really shimmers. A veil is out of the question. Skip the headwear altogether and go for a crystal choker or maybe a few '20s-style jewel-encrusted bangles. As for your shoes, they should be high and very sexy, but just make sure they're fairly comfy, because you'll probably be partying well into the night. Try a strappy sandal with rhinestone accents or maybe a Lucite sling back. A rule to remember when doing your makeup: even though you like to sparkle, keep the glitter and shimmer to a minimum. It can look a little to "reflective" in your pictures. Do create drama by lining your eyes with a liquid liner and sliding on high-shine lip-gloss in a pouty pink.

Hefði nú haldið að ég væri meira surfs up kinda bride..en svo virðist sem brúðkaupið mitt muni mest líkjast dragsjói :)

sunnudagur, júní 19

Ammili


Bor��i��
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja þetta hafa nú verið áhugaverðir nokkrir dagar!!! Þegar ég kom heim úr sjopping spríinu með henni móður minni..dauð þreytt eftir mikla göngu..fyrst frá minni vinnu og til hennar svo um þvera og endilaga smáralind og svo hið sama um kringluna..þá bjóst ég við að koma heim í brjálað drasl eins og gerist þegar piltar hafa verið einir heima..en nei það var búið að taka til í stofunni og borðstofu borðinu hafði verið ýtt útí horn. Á borðinu voru 3 gasblöðrur, lúpínur(uppáhalds blómið mitt) og bréf til mín. Það var líka búið að hengja upp myndina mína af henni Marilyn minni :) Í bréfinu stóð hversu mikið hann Gaui minn elskaði mig og hversu sæt ég væri og svo framvegis :) Haldiði að mín hafi bara ekki brostið í grát. Mamma mín kemur í sömu andrá askvaðandi með Jóa Fel köku undir hendinni. Kellingaræfillinn hélt að eitthvað mikið væri að :/ en svo sá hún dýrðina :)
Jæja ég fékk fleiri gjafir :) ég fékk pening frá ömmu og afa :) Og geðveikt flott hálsmen og tvö gloss frá Ásu, Henning og grislíngum.Vigfús og Karen sviku mig um gjöf..sögðu að það hefði átt að duga mér það sem ég fékk frá þeim á laugardaginn....vil nú meina ekki en verð að lifa við þetta ;)Á fimtudaginn skelltum við Ninna okkur svo í leikhús á Alveg brilliant skilnaður...Og ég verð bara að segja að það var alveg BRILLIANT..fattaði reyndar á leikritinu að ég hef þann hæfileika að gerast ósýnileg..hef ekki enn ákveðið hvort ég hyggst nota þann hæfileika til góðs eða ills, endilega segið ykkar skoðunn. Aníhú leikritið var alveg hreint snilld!!!!!!!!!! Hún Edda er alveg æði..17.júní var svo náttlega alveg frábær..geðveikt veður. Lá bara í sólbaði mest allan daginn. Fórum reyndar í pikk nikk í Hellisgerði, rétt náðum að flýja áður en lúðrasveitin byrjaði á Öxar við ána...Fór svo um kvöldið niður í bæ..rétt náðum Ælon þegar þær voru að æla uppúr sér síðustu nótunum..var nú ekki alveg að fatta gaurana í appelsínugulu joggörunum á bakvið þær en ég skemmti mér ágætlega og hló hástöfum :)Svo fór dagurinn í dag meira og minni í afslöppun.....

miðvikudagur, júní 15

A year older and none the wiser

Jæja haldiði að maður sé ekki bara orðin 22 ára gamall........ tímin líður hratt á gervihnatta öld.
Hef nú þegar fengið nokkrar afmælisgjafir.
Fékk ógislega sætan topp frá Vigfús og Karen..bleikan :)
Frá Lindu fékk ég esspreso bolla
Frá Ástu ömmu og Dolla afa fékk ég skálar í Ittala stellið mitt :)
Og frá Gaua fékk ég að sjálfsögðu Ipodinn fræga :)
Mamma og pabbi ætla svo að gefa mér sjopping sprí :) ég fæ að fara með múttu og kaupa helling af fötum :) Víííííí
Svo verður haldið kaffi boð í kveld fyrir restinni af familíunni nema hann afa kallinn sem er á spítalanum en hress og kátur.

En haldiði ekki að maður hafi bara verið dúlegur síðustu daga :) Það hefur varla liðið dagur þar sem ekki er farið í göngutúr um hverfið. Í gær röltum við niður á Tjörn, sáum enga anda-hópnauðgun...þannig að þetta var alveg yndisleg ganga í frábæru veðri :)

Best að vinna eitthvað kossar ;)

miðvikudagur, júní 8

Einu sinni var....................


ég og arnar
Originally uploaded by hennyjona.
Ég var að skoða myndir í gær. Þessi mynd er tekin fyrir alla veganna tíu árum ef ekki fimtán.. Litla krúttið með mér þarna á myndinni var að fá útúr samræmdu prófunum í gær.. Meðal einkun 7,5 :)
Mér finnst eins og þessi mynd hafi verið tekin í gær!!!! Ég man eftir hvar við vorum hvað við vorum að gera og svo framvegis..ég man að Sálin hét þá Sálin hans Jóns míns og vinsælasta lagið var Láttu mig vera..
Og eins og sést á myndinni hef ég látið laga eina eða tvær tennur hhmmhmhmhm
Jæja ákvað bara að droppa þessari líka sætu mynd hérna inn
Hádegisverðurinn gekk bara vel með forstjóranum... þó svo að þetta hafa fannst mér gert lítið meira gang en að fylla í mér magann af plokkara mmmmmmmmmmmmmmm eeeennn var ekki rekin í þetta sinn :)
Jæja besta að vinna :)

mánudagur, júní 6

Helgin liðin

Jæja alveg brjál helgi að baka eða þannig..Föstudeginum var eytt í hafnarfirði eftir vinnu og laugardeginum var að mestu leyti eytt í vinnunni... en um kvöldið fór ég á heitt stefnumót :)
Þá var eldað fyrir mig kjúklinga cesar salat mmm sem ég elska, svo var mér boðið í bíó á Monster in Law sem var og er alveg hreint ógeðslega góð þó svo að sum atriði hafi hitt a little to close to home ef þið vitið hvað ég meina ;)
Á sunnudeginum var farið í heimsóknar hring..amma og afi, borgar og settið en þau voru í golfi
síðan kíktu við í kaffi til Ikea..sem dirfðist að rukka okkur fyrir það sem við tókum með okkur heim...hugsa mig nú tvisvar um áður en ég fer þangað í heimsókn aftur ;)
Á sunnudagskvöldinu var að sjálfsögðu horft á 24 eins og er von og vísa.. En það var nú mini drama...spólan sem okkur vantaði var ekki til á "okkar" video leigu þannig að við fórum á Bónusvideó í Laugardalnum...þar fengum við hana meira að segja ódýrari :) en þegar við ætluðum að fara að horfa á hana um átta leitið var hún ónýt ;( þá var ekið með hana og henni skilað en það er nú ekki hægt að hafa 24 kvöld á 24.. þannig að við brunum í laugarásvideo (held ég að það heiti) þar var spólan til og hún svona líka svín virkaði..fyrir þá sem eru ekki húkkt á 24 eins og við hjónaleysin þá eru þessir þættir eins og heróín..þú verður að fá næsta skammt annars er voðinn vís!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! En stórslysi var afstýrt eina ferðina enn..
Er núna að bíða eftir að fara í the candellite supper með birni boss.. fór ekki á föstudaginn afþví að það var svo fámennað hjá okkur.....
Læt vita hvort verð rekin eða hvað ;) hef ekki góða reynslu af einkafundum með honum birni :/

föstudagur, júní 3

Tími til að blogga

jæja það hefur nú svosem ýmislegt gerst í vikunni :/ :T.d dæmis hélt nafnaruglið áfram, fór á fund með manni sem kallaði mig Helen :)
Kannksi ég ætti bara að breyta nafninu mínu í eyðu...þú veist bara free for all. Kallið mig hvað sem þið viljið dæmi...nahh nenni því ekki það kostar 5000 að bæta inn nafni hvað þá að eyða því..plús það þá var ég að fá nýjan Atla ;) nenni ekki að fara að skila honum
En hvað haldi þið...haldiði að maður sé ekki að fara út að borða með bossanum (a.k.a yfirmanni mínum) í dag. Já bara við tvö yfir kertaljósum og læti :) Þetta er eitthvað starfsmannaviðtal sem gerist einu sinni á ári. Er eimitt eitthvað stressuð yfir þessu..mikil hætta á stress munnræpu í svona aðstæðum en hef lofað sjálfri mér að steinhalda kjafti og hugsa um það sem ég segi í mínotu áður en það fær að flakka..það mælir kannski ekki með mér í þá vinnu sem ég vinn í þar sem maður þarf að vera frekar fljótur til svara en það verður að hafa það..

Já ég vil óska brósa mínum til hamingju með nýju vinnunna!!! Hann er að stjórna einhverri herferð hjá Símanum...hef alltaf sagt að hann hefði einræðisherra genið í sér og það er víst að sína sig í dag..enda heitir drengurinn Vigfús = Víg fús. fús til víga..
Aní hú til hamingju esskan..mundu bara eftir línuskautunum mínum ;)

Jæja best að fara að halda áfram að þykjast vera að vinna