þriðjudagur, júlí 29

ætli það sé ekki komin tími á færslu.....

Ég hef bara verið svo þreytt eitthvað og andlaus eftir vinnu síðustu vikurnar að ég hef bara ekki nennt að blogga

Er að vinna hjá Isis productions og er að fíla mig mjög vel :) Er reyndar búin að vera voða vinsæl undan farið og hefur verið boðið tvær aðrar vinnur :) ætlaði að taka aðra þar sem Isis lokar í ágúst..en núna í vikunni vildi Isis endilega fá mig til að vera í ágúst líka...þeir sem sagt hættu við að loka...og buðu mér mjög góð laun. ég var í soldilli krísu afþví ég var mjög spennt fyrir því að vinna fyrir hitt fyrirtæki afþví það er akkúrat fyrirtæki sem ég myndi vilja vinna fyrir í framtíðinni en á endanum sigraði Isis afþví ég hef haft litlar tekjur í sumar og okkur veitir ekki af auka pening.
Mig svíður alveg í hjartað við tilhugsunina um að geta ekki unnið á hinum staðnum en vona bara að geta unnið fyrir þau í framtíðinni.

Annars hafa hlutirnir gengið vel hjá okkur :) Gaui fékk nýju tölvuna sína og ég er því orðin úrelt og gengsæ ehhehehehe en þetta er nú einu sinni kúl talva heheeheh ;) og veðrið er rosa gott ..um daginn var 30 stiga hiti og glampandi sól...plús frekar mikill raki. Og haldiði ekki að rafmagnið hafi farið af !! skrifstofan var rafmagnslaus í hálf tíma. Það var svo heitt og óþægilegt að maður var bara eftir sig allan daginn heeheh


Á leiðinni á Mama Mia bíómyndina

Gaui kom mér á óvart og bauð mér á óperu :)

Hann er svo myndarlegur :)

Gaui pottþétt að rúgla eitthvað í mér

Hann er svo myndarlegur drengurinn :)

Var að prófa sjálfstillirinn á símamyndavélinni

Ég var rosa góð í keilu




Ég á rölti

þriðjudagur, júlí 8

London update

Allt í gúddí að frétta frá London :) Veðrið ekki uppá það skemmtilegasta en það er gott að fá smá rigningu og æðisleg að liggja uppí sófa með grenjandi rigningu, þrumum og eldningum :)

Ekki mikið að frétta af okkur svosum. Ég er vonandi að fara að byrja í nýrri vinnu næstu daga hjá Isis productions :) voða spennt fyrir því :)

Svo voru skytturnar þrjár að ákveða að skella sér til new york annað hvort haustið 2009 eða vorið 2010...hef samt sterklega á tilfinningunni að engin nenni að bíða til 2010 og næsta ár verði málið. Ninna veður bara á milli í brúðkaupsferðinni hehehe ekki það að við höfum eitthvað ætlað í brúðkaupsferð, ætluðum til útlanda og ekki dónalegt að hafa Ninnzið með í för :) Verður líka gaman að fara til new york og geta leyft sér eitthvað hehehehe kannski fær gaui að fara loksins á hooters...þá með eiginkonunni og viðhaldinu ;-) múahahahhahah

Svo eru Vigfús og Karen ný búin að halda uppá eins árs giftingarafmæli :) til hamingju með það krúsídúllur

Skelli inn nokkrum myndum og kommentum :)


Nýtt kaffihús á Goodge street..selur aðalega litríkar muffur :)

Í annari afmælisveislu hákons :) hann á afmæli í desember hehehe

Fórum á rosa skemmtilegan dansstað við Hoxton Square

Á rölti að strædóstoppinu..Carling er víst ekki góður bjór ehhe

Rakkst á Alan Carr á föstudagskveldinu....er víst með æðislegustu brjóst sem sést hafa.....kannski ekki æðislegt hrós frá samkynhneigðum karlmanni hehehehehehehe

Krúsídúllurnar fyrir ári síðan..miklu minni og minna gift heldur en núna :)