mánudagur, febrúar 26

Brilliant helgi að baki

















Þetta var nú vægast sagt brilliant helgi :) Byrjuðum á Roller Disco-inu á fimtudeginum....það byrjaði nú ekki alveg fullkomið ehhehe vissum ekki alveg hvert við vorum að fara en 118118 björguðu okkur um heimilisfang. Málið er að roller discoið er ekki í beint öruggu hverfi...frekar óöruggu eitt eða tvö gengi á milli vina og sonna aní hú við röltum á rétta götu kíktum fyrst á einn bar og okkur var sagt að það væri 10 mín rölt , bretar segja reyndar alltaf að það séu 10 mínotur í hlutina sama hvað það er hehe, eeen við létum okkur hafa það að rölta fyrst enginn leigubíll stoppaði fyrir okkur....við röltum og förum framhjá bensínstöðinni eins og okkur var sagt....en þegar við tökum begjuna sem við áttum að taka endum við í voða scary og dimmri götu eins og sést á myndunum...allaveganna þá löbbum við niður götuna...sjáum svo í fjarlægð mann í öllu svörtu og með svarta hettu og hann er að gera sig líklegan til að ætla eitthvað að spjalla við okkur...við erum nú ekki alveg á sömu skoðun og vildum forðast hann eftir mesta megni....en það var ekki komist undan og hann gengur að okkur og segir okkur að fara hinu meginn á götuna, við hlýðum eins og hræddar rollur en okkur lýst ekki almennilega á þetta...á endanum komum við að sundi sem er frekar dimmt og það er röð af svokölluðum Hoodies fyrir framan skemmu með nelgt fyrir gluggunum...hoodies eru strákar í gengjum hérna aðalega svartir og eru þekktir fyrir að ganga með byssur....og í röðinni er verið að skanna fyrir byssum með svona málmleitar tækjum sem maður sér í bíómyndonum..við ætlum nú að taka 180 gráðu snúning en Anita heyrir seventís tónlist í fjarska þannig að við ákveðum að fara í röðina....okkur til smá léttis er að það eru nokkrar stelpur í röðinni ... það er leitað í töskunumum okkar og þreifað á okkur öllum er okkur hleypt í röðina að bleikum trukk sem virkar ekki beint traustvekjandi en okkur er hleypt þarna inn á endanum.....og þetta er réttur staður og glimmrandi seventís tónlist fyllir allt :) erum ennþá frekar skelfd en skellum okkur á gólfið og þessir hoodies eða gengis gaurar eru bara alveg brill á skautum...og staðurinn er pakkaður og nokkur hundruð manns þarna inni :) við skemmtum okkur allaveganna rosalega vel :) og Gaui sem vildi sko alls ekki fara skemmti sér mest af öllum :)og vill endilega fara aftur :)
æðislegt kvöld alveg hehehe eeeeeeeeeen ævintýrin voru ekki búin
Kvöldið eftir bauð anita okkur út að borða á frábæran Indverskan stað við Brick lane :)lentum reyndar í smá hremmingum á meðan við vorum að leita af Brick lane....meðal annars viltumst við og það var hent í okkur eggi...en svo eftir matinn ætluðum við að finna einhvern almennilegan skemtistað en vorum ekki alveg að finna það og gengum fram á slagsmál við einn enda götunar og löbbum í hraði í hina áttina en þá eru slagsmál þar líka...og við erum í hóp af fólki sem veit eiginlega ekkert hvert á að snúa sér.....flestir ná að hoppa inn í leigubíl en við bíðum undir einhverju skiggni í grenjandi rigningu...þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ekki besta manneskjan í svona aðstæðum...missi hreinlega alla skynsemi og vil bara stinga af eitthvert í burtu....og ég var svo heppin að Gaui og Anita voru svo indæl að láta það eftir mér og við tökum túbið niður í bæ en allir staðir sem við ætlum inná voru annað hvort lokaðir eða neituðu okkur um ingöngu þannig að við héldum heim á leið...en lentum í grenjandi rigningu á leiðinni!!!! Ævintýralegt kvöld í alla staði :)
Á laugardeginum fórum við út að borða í hádeginu með valda á meðan anita fór á Design Museum..síðan reyndum við að fara í rennubrautirnar í Tate Modern een það var full mikil aðsókn í þær fyrir okkar smekk og við drifum okkur heim til að hleypa þunnum Valda í sófann hehehe :)
Um kvöldið fórum við svo öll saman á alveg æðislegan Líbanskan veitingastað :) fengum yfirdrifið nóg að borða og skemmtum okkur æðislega :) Síðan héldum við niður í bæ á stað sem ég heimtaði að fara á en stóð ekki alveg undir væntingum en við skemmtum okkur ágætlega samt sem áður :) Mikið hlegið og drukkið hehe :) síðan tókum við röltið niður að Piccadilly Circus þar sem ég lét frelsa mig af sendiherra Drottins..hehehe MIKIÐ hlegið...enn og aftur var engin staður sem vildi taka við okkur eða við vildum ekki fara inn á...enduðum á Molly Moggs í last call og röltum svo heim...og lendum í grenjandi rigningu!!! Enn og aftur :)
Daginn eftir var mins komin með rosa hálsbólgu og kvef...og undir kvöldið var hitinn kominn uppí 40 og mín ekki alveg með fúlle femm!! Gaui er nú reyndar búinn að vera æði og stjanar við mig eins og hann getur..þangað til hann kom heim úr vinnunni þá vr hann orðin veikur líka...sagði reyndar við hann að hann væri soldið að stela mínu thunder...hann var veikur fyrir jól og ég stjanaði við hann í viku og núna er hann veikur á sama tíma og ég ;) en ég var svo rosalega ánægð með helgina að veikindin geta engan veginn sett skugga á það :) Bara æðislegt að hafa Anitu hjá okkur og alveg frábært að fá að eyða tíma með Valda :) Æ lof jú bóþ :)
Jæja ég ætla að leggja mig og reyna að láta mér batna lotsa lurv :) og muna alltaf fleiri myndir í london myndir til hliðar :)

laugardagur, febrúar 17

Veturinn að hörfa




Jæja þá er loksins orðið hlýtt úti :)
Kólnaði samt soldið seinni partinn en það skiptir ekki eheheh
Vikan er leið hratt og frekar tíðindalaus :) Í dag var komið að Gaui að skipuleggja eitthvað að gera :) við skiptumst á helgum hehe og hann ákvað að draga mig niður að Westminster Abbey...karlræfillinn hafði ekki skipulagt alveg nógu vel og Westminster abbey var nýlokað þegar við mættum á svæðið hehehe en við röltum bara aðeins meira og skemmtum okkur vel :)
Síðan fórum við heim og tókum helgar hreingerningu :)
Valdi kíkir svo til okkar á morgun og Anita ætlar að koma á fimtudaginn :) JEY þá verður sko gaman og ýmislegt búið að plana og plott :) best að skrifa bara um það með myndum heehehheehhehe en ég lofa að það verður farið í rennubrautirnar miklu :)
er frekar þreytt núna og ætla að liggja í leti :) Gaui er að elda góðann mat og sjóleiðis þannig ég spái frábæru kveldi :)

laugardagur, febrúar 10

Þreyttur þreyttari þreyttastur :)



Nú er fyrsta vikan í skólanum búin :) ég er mjög ánægð með tímana mína :) í tveimur tímonum mínum neyðist ég til að horfa á bíómyndir aðra hverja viku....ég hef alltaf sagt að það sé farið illa með mig :)
Snjódramað er búið hérna í Englandinu í bili...þetta voru nú meiri lætin..það var meira að segja Snow-watch í fréttunum...svo voru öll herlegheitin sýnd úr þyrlu daginn eftir ...það var hellings seinkun á samgöngum og læti...bretland lifði af tvær heimstyrjaldir en smá slydda setur allt úr skorðum hehehehehe En það er búið að vera skííííííííít kalt hérna....en í dag var hlýtt þannig að við tókum stóran göngutúr, niður á Tate Britain. Við ætluðum Hogarth sýninguna en það kostaði 10 pund á mann þangað inn þannig að við skoðuðum frekar almennu sýninguna þar á meðal sýning á munum sem Brian Haw hefur gert.. Han er maður sem tjaldar fyrir utan Houses of Parlament og mótmælir. Hann er svona mótmælandi Íslands..nema í Bretlandi...þannig að hann er mótmælandi Bretlands :-/ hehe
Hann er rosa sniðugur bæði málverkin hans og orðaleikjum, eitt einfalt og gott er Hear no truth, See no truth, Speak no truth með mynd af Blair eða B-liar eins og Mister Haw kallar hann :) Þegar við vorum búin að skoða allt sem fyrir augubar (ókeypis) tóku við Tate BátinnTate Modern og var ætlunun að fara í rennubrautirnar :) en þær voru full bókaðar þann daginn þannig að við ákváðum að bíða þangað til lovísa kemur og dífa hana með okkur í þær...Stæðsta er alveg HUGES....vona að myndin sýni hvað þetta er innilega stórt og kúl :)
:) HEY já muna að það fara alltaf fleiri myndir inná London myndir :)
Best að halda áfram að horfa á Shrek....Donkey er æði :)

sunnudagur, febrúar 4

Fríinu lokið :)





Síðasta kvöldið af fríinu mínu :) Ég hef nú ekki bara legið í leti sko...ég gerði prototype af boðskortum fyrir Karen og Vigfús og fór í neglur með Söru vinkonu minni :) Svo gerði ég stórhreingerningu á mánudaginn :)
Mig hlakkar til að fara í fyrsta tímann minn á morgun sem er Reading Media Text JESS
Svo er ég í áföngum sem heita Media,Culture and society, The UK film industry og Hollywood Mellodrama. hehehe hvíður pinku fyrir en það gerist alltaf í byrjun annar :)
Vorum að koma úr göngutúr og það var alveg SKÍT kalt og það á víst að haldast svona skemmtilegt veður út febrúar JEY hehehe
Við erum aðeins búin að kíkja á útsölurnar hérna en ekkert verið að eyða neitt...keypti mér buxur á 9 pund :) útsölurnar hérna eru alveg ótrúlega góðar :)En ég hef kannski minnst á það hérna einu sinni eða tvisvar hehehehe en bankarnir hérna eru líka með útsölur...eins og áður sagði þá eru bankarnir í raun að gera þér greiða ef þeir láta þig fá bankareikning, en þeir eru með útsölur á lánum og fleira haha frekar fyndið heheeh

Setti inn nokkrar gamlar myndir :) svona er það þegar maður hengur lengi saman hehehe svo er ein aðeins nýrri svona til að sjá muninn hehhehehe

Blogga meira þegar ég er byrjuð í skólanum :)