miðvikudagur, apríl 2

New York ferðin loksins komin

Hérna eru færslur um new york..ég skrifaði ferðadagbók og þetta er beint úr henni. Setti líka nokkrar myndir inn. Ég setti þær allar inná facebook þannig að þeir sem vilja sjá þær emaila mér og þá get ég sent þeim leyfi til að skoða það :)

Heathrow 15:30 Staðartíma

Leiðin uppá völl gekk vel, fengum meira að segja sæti í lestinni. Eftir að við skiluðum af okkur töskunum var Gaui stoppaður og beðinn um að taka þátt í könnun. Hann gerði þau stóru mistök að segja já. Þetta tók pent langan tíma. Svo fengum við okkur að sjálfsögðu beyglur í fríhöfninni. Vélin var rosalega stór en sætin eru frekar þröng. Hlökkuðum ekki til að sitja þarna í 8 tíma. Plús þá var hitinn á fullu og vorum að kafna!!! Peninga ruglið í bankanum heima ennþá í rugli en vonum að þau leysist á morgun (sem það gerði svo ekki eins og þið lesið um seinna ;-) )

Veit ekki afhverju við erum ekki glaðari ehhehe

Beyglurnar

Fyrsti dollarinn...eins og dótapeningur

Surrey Suite Hotel 7:00 staðartíma

Flugið gekk ágætlega. Tíminn leið hratt enda nóg að gera. Eitt frekar pirrandi var eins árs krakki í röðinni fyrir framan okkur foreldrarnir virtust ekki hafa mikinn áhuga á að róa barnið niður eða hafa ofan af fyrir því. Þau voru bara með headset og sussuðu bara á barnið þegar það orgaði og gorgaði. Ekkert hugsað um að krakkinn ætti kannski erfitt með að sitja stilltur í 8 tíma. Við skemmtum okkur nú samt ágætlega :) Fórum í battleship í entertainment kerfinu í flugvélinni og spurningaleik sem ég rústaði :) Maturinn var fínn í vélinni og frítt að drekka. Við fengum líka einskonar gúddíbag með sokkum náttgrímu tannbursta tannkremi og penna. Lentum alveg klukkutíma fyrir áætlun, þrátt fyrir talsverða ókyrrð. Við lentum í Newark í geggjaðri rigningu og þoku. Og það fyrsta sem ég sá útum gluggan var risastórt Toy´s R Us. Í immigration lenum við á ágætis gaur, fannst voða kúl að við værum frá Íslandi og eitthvað. Allt í einu verður hann voða alvarlegur og skítur á mig spurningum ; hvað ætla ég að gera í bandaríkjunum , hvar á ég heima, hvað er ég að gera í london , hvað er ég að læra...ég varð hálf hissa og en svaraði bara en hann var samt eitthvað suspicious á svipinn þannig að ég bauðst til að sýni skólaskítenið mitt. Þá fór hann að hlægja og spurði ég vildi fá afslátt. Við tókum svo leigubíl iná Manhattan. Alls ekki sjarmerandi bílstjóri, talaði littla ensku og þótti lítið til okkar koma. En hann skilaði okkur á réttan stað..varla hægt að biðja um meira. Vonuðum reyndar að hann myndi fara brúar leið inní borgina en hann fór í Lincoln Tunnel. Fengum samt rosa flott útsýni yfir Manhattan áður en við hurfum ofan í göngin. Þegar við komum úr göngunum vorum við rosa spennt..Allt svo stórt og mikið eitthvað og öðruvísi en við höfðum nokkurn tíma séð áður :) Svo keyrði hann í gegnum Central park og við sáum Tavern on the green upplýsta og svoleiðis :)
Eftir að við vorum búin að tékka okkur inn á hótelið vorum við frekar svöng og konan í móttökunni benti okkur á diner á Lexington Avenue. Þurftum að labba "three blocks" til að komast þangað. Maður hafði nú heyrt þetta í bíómyndum og svona en höfðum ekkert hugmynd um hvað það væri langt ehhe en það var rosalega gaman að labba þetta :) löbbuðum yfir götur eins og Madison Avenue og Park Avenue :) Dinerinn hét Soup Burg og var alveg æði :) ekta New York og rosalega góður matur. Gaui fékk sér borgara sem honum fannst æði og það kom honum ekki á óvart að vita að borgararnir þeirra voru kostnir inná topp tíu í New York. Eftir matinn fórum við í Duane Reade og keyptum nauðsynjar. Drykki og fleira.
Hótel herbergið er fínt. Gaui segist vera með víðáttubrjálæði hehe ég er sátt afþví það er hreint.

Skjárinn minn í flugvélinni

Skjáirnir

Fjærstýringin að sjónvarpinu

Bakpokinn

Flugsokkarnir

Tannburstinn og tannkremið

Svefngríman


Gaui kominn í einn sokk

Full spennt yfir Virgin Cola hehe

Fyrir mats naslið

Battleship


Hérna sjáið þið að ég rústaði Gaua eheh

Gaui að dýfa þroskuðum cheddar osti í súkkulaði og appelsínu búðing

Eftir eftirrétturinn

Rétt að lenda í Newark

Með lady liberty

Í leigubílaröðinni

Fyrsti dagur

Fengum okkur morgunmat á Soup Burg. Rosa góður matur og gaman að vera í kringum alvöru New York búa. Tókum síðan lest niður á Times Square. Lentum reyndar í smá veseni. eheheh fórum á vitlausan pall og það er ekki hægt að labba á milli palla. Þannig að við borguðum tvöfallt fyrir eina lestarferð en þar sem það er ekkert dýrt í lestarnar þannig að það var í lagi. Þegar við komum upp úr lestinni á Times Square fengum við hálfgert sjokk. Öll húsin , allt fólkið og skiltin voru yfirþyrmandi og stór skemmtileg. Röltuðum smá um eins og hauslausar hænur. Fórum í Toys R us sem á að vera stæðsta leikfangabúð í heimi en okkur fannst hún minni en Hamleys. Röltum aðeins meira um Times Square og göturnar í kring og ákváðum að fara í rútuferð. Það var alveg svakalega kalt en vorum heppin að rútufyrirtækið var bara með rútur með þaki. En það var samt svakalega kalt!!!!! Lentum á voða töffara túrgæd. Kunni voða lítið og vissi ekki munin á hægri og vinstri. En það voru tveir hilbillí sveitadurgar með okkur sem hlóu að öllu sem hann sagði og fannst hann æðislega fyndin. Okkur var orðið svo kalt í seinni hluta ferðarinnar að okkur var farið að lýða hálf illa. En við hörkuðum af okkur það sem eftir var og fengum okkur seinann hádegismat á Bubba Gump Shrimp. Það er staður sem snýst um myndina Forrest Gump. Maturinn var dýr og ekki merkilegur og þjónustan frekar léleg. Eftir matinn löbbuðum við meira fórum niður í Midtown og fórum í raftækjabúð sem ég hafði lesið um að væri með gott úrval af filmum. Úrvalið var ekki merkilegt en það fyndna við þessa búð var að allir sem voru að afgreiða þarna voru karlmenn og gyðingar...allir með yarmulke (borið fram jamaka) eða lokka og svartan hatt. Voðalega fyndið :)
Síðan tókum við röltið heim og komum við á Dunkin Doughnuts. Gaui var búin að vera væla um að vilja fara þangað síðan við komum. En svo fékk hann ógeðslega vondan og gamlan kleinuhring eheheh
Vorum sofnuð fyrir 10 (að staðar tíma) þann daginn

Gaui úti á Madison Avenue í SKÍTAKULDA fyrsta morguninn

Subway stöðin okkar var við 77 stræti

Í brjálæðinu á Times Square

En samt rosa gaman

Ekkert það hrifin af Toys R Us

En það er parísarhjól þar

Nýjasta æðið er að mála auglýsingaskilti beint á vegginn

New York street scene

Fórum á Bubba Gump

Af mann vantar ekki þjónustu

Og svona er það þegar manni vantar þjónustu

Drykkjamatseðillinn

Sooooldið stórir súkkulaði sósu brúsar

Mynd af Hersheys búðinni...tekin úr M og M búðinni hehehe

Allt til sölu í Ameríkunni

Gaui með Time Square í bakgrunninum

Við byrjunina á Fashion hverfinu

Empire State og Madison Square Garden

Jólakorta tilraunir


Önnur svona huges máluð auglýsing

Gaui loksins með Dunkin


Ekki besti kleinuhringur í heimi hehehe

Dagur 2

Ætluðum að vakna snemma og fara í Empire State Bygginguna en höfðum gleymt að tékka hvenær opnaði þannig að við vöknuðum aðeins of seint. Fórum í morgun mat og ákváðum að skella okkur í Central Park og Natural History Museum. Það var SKÍTKALT. Við erum að tala um að ég fékk illt í eyrun og höfuðverk það var svo kalt. Náðum ekki að njóta þess að vera í Central Park útaf kuldanum. Á safninu fórum við í rosalega flott Planitarium bíó dót um árekstra í geymnum. Reyndum árangurslaust að hringja heim en þessir tíkalla símar vilja ekki sýni neinn samstarfsvilja. Löbbuðum um safnið og fórum svo út og keyptum okkur æðislega smart húfur. Hoppuðum uppí rútu í túr um Upper Manahattan. Keyrðum í Harlem og fengum mjög oft að eyjan hét upprunalege Mana hatta eða margar hæðir. Eftir rútuferðina var Gaui mjög æstur í að fara í dýragarðin afþví gædinn í rútunni kallaði hann petting zoo og gaui var ekki að sætta sig við það. En á leiðinni í dýragarðin sáum við Rockafeller Centre og ákváðum að skoða. Villtumst þar um heillengi í leit að salernis aðstöðu hehhee. Eftir að hafa skoðað bygginuna vel ákváðum við að labba upp 3 avenue uppá hótel. Skoðuðum og kíktum ýmislegt á leiðinni.

Gaui við ingangin í Central Park á 77 stræti

Kalt við tjörnina

Við Lísu í Undralandi

Gaui og stríðsmaðurinn

Ég og einn af köstulunum í Central Park

Gaui og sækópadi hehe ég þurfti að setja á mig heeeeelling af rakakremi útaf þurra loftinu í New Yok..svo skellti ég á mig smá púðri áður en ég hélt út úr dyrunum. Fékk svo tár í augun útaf vindinum og kuldanum...með þessum snilldar afleiðingum :)

Gaui fyrir utan planatariumið

Götulíf í Harlem

Skrifstofa Bill Clinton

Því miður var Gugenheim safnið ekki sjáanlegt útaf framkvæmdum

Dýrasta fasteign í New York er á sjö efstu hæðunum þarna..sirka 300 milljón dollarar..ekki baun í bala sko

Gaui og New York útsýni

Radio City Music Hall

Gaui fyrir framan Rockafeller

Ljósagosbrunna dæmi

Gaui og Metlife byggingin

Fyrir framan Waldorf Astoria hótelið

Þetta var veggfóðrið á einu salerni sem ég nýtti mér...ef það gerði mann ekki brjálaðan var sækó happí tónlist í gangi líka

Tröppurnar á Dylan´s Candy bar..þetta er alvöru nammi þarna inní