mánudagur, febrúar 28

Kanarí :)


Kanarí :)
Originally uploaded by hennyjona.
Hér erum við á Kanarí á aðfangadag :)
Á rölti út í búð að leggja lokahönd á skipulagningu kveldsins :)

föstudagur, febrúar 25

Haldið þið ekki að aðal pæjan sé bara á leiðinni til Lundúna :) vúhú Flýg út 20 Apríl og kem heim 26 apríl :) jibbí vúhú...Ætluðum ekki að fara en afi heimtaði að við færum þannig að við förum :) takk afi :)
En matarboðið var hreint og beint success :) Eldaði mitt einstaka Lasagne við mikinn fögnuð viðstaddra :) Og haldiði að hún mamma gamla hafi ekki gefið okkur glænýtt pottasett :) híhí últra flott og alles :) með sér gufusuðu potti og ALLT :) nú verður sko elda híhíhíhí

þriðjudagur, febrúar 22

Lifði af srtætó ferðina óvíst er að ég lifi af ferðina í kvöld.........................

En þegar ég svo kom heim uppgötvaði ég það að var KÖNGULÓ á eldhúsveggnum......
Ég þorði ekki þangað inn fyrr en Vigfús sem er næstum jafnhræddur við kóngulær og ég gerðist hetja dagsins og réðst þangað inn vopnaður klósett pappír og hugrekki..... þá hafði köngulóinn fært sig úr stað og gerði counter strike á hann við gluggan en vigfús með snörum brögðum tóks að handsama hana og henda henni í klósetti..húfffffffff Takk æðislega Vigfús fyrir lífgjöfina :)
Það er sko drama á manni


Held svo mitt fyrsta matarboð á morgun og þarf að taka til fyrir það í kvöld :/

mánudagur, febrúar 21

Bisí helgi að baki....
Á föstudaginn fórum við á árshátið hjá Shell... Og eins og í fyrra mætti mín á pinnahælum algjör pæja afþví að við ætluðum ekki að dansa...en jújú maður tætti á gólfið og tjúttaði.....en það var samt sem áður haldið snemma heim...
Á laugardaginn vöknuðum við frekar snemma og hreynsuðum til í slottinu. Síðan var haldið í Laugar þar sem árshátíð Miðlunar byrjaði. Þar var hangið í nokkra tíma farið í gufur, heitapotta, slökunar herbergið og sötrað áfengi. Síðan var haldið á Broadway og borðað...
En um 11 byrjaði svo gleðskapur í Grenimelnum sem vel sóttur og meira til. Og eins og vanalega drukku sumir meira en aðrir og var síðustu gestum sparkað í leigubíl eitthvað eftir fjögur.
Sunnudeiginum eða konudeginum eyddi ég svo ein fyrir framan imban með pizzu.....
En ég fékk blóm :)

Í dag stend ég hins frammi fyrir þeim hryllingi að þurfa að taka strædó heim eftir vinnu :-O
Þannig að ef einhver er á ferð í lynghálsinum í kringum sex endilega látið mig vita!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 17

Jæja ég vil bara biðja þá sem ég móðgaði með þeirri yfirlýsingu afsökunnar á henni...Ég ber fyrir mig stressi og sterk lyfjum.... :þ Og anita þú ætti að þekkja hann Gaua best sjálf hann hringir í þig klukkan tíu á laugardagkvöld og bíður þér
Anyway

Horfði líka á þessa ágætu mynd í gær Raising Helen. Eingin svona eye opener en hafði gott skemmtana gildi. Hún er um gellu sem að erfir börning eftir systur sína og hvernig hún höndlar það allt saman...

Hef ekkert meira að segja held ég..var næstum byrjuð að skrifa meira um veðrið en hætt á síðustu stundu :/

Var að taka próf um það hvort að ég sé shopaholic... hér kemur niðurstaðan
Slightly Addicted but Nothing to Worry About: You've been known to go crazy on occasion, but for the most part you keep it in check. You pick out the few trendy pieces each season that you need to update your wardrobe, and you work your closets around that. You definitely own a few more shoes than necessary, but you're responsible enough to avoid a fiscal crisis from overshopping. Friendly warning: Slightly addicted shoppers have been known to cross over into shopaholic territory ‑- so think twice before you indulge in that next two-for-one sale.

Hehe :) no problem :)

miðvikudagur, febrúar 16

Hólí krap mar..... Veðrið er ruglað!!! Ég sá ekki lengra en á húddið á bílum....ég var svo hrædd að ég er enn þá að jafna mig... húff.
En maður var nú slatti húslegur í gær og eldaði fisk...soðinn fisk :) mmmmmmm og Jónu var boðið í mat en þar sem hún neitar að borða fisk varð hún bara að elda sér sjálf :) Pasta :)
Kveldið var rólegt gónt á sex and the city og sonna..

Svo verður haldið smá getúgerþer á laugardaginn..í til efni að hann Guðjón á afmæli..Bara sonna smá hittingur. Frekar auglýst síðar en get sagt það að allir sem lesa bloggið eru velkomnir...hef lúmskan grun um að ég þekki alla sem hingað læðast...

mánudagur, febrúar 14

Þó svo það virðist sem engin lesi bloggið mitt ;( ætla ég mér að halda ótrauð áfram!!!!
Ég var að lesa á einhverri síðu að það tíðkast meðal þeirra sem ég gekk í skóla með á framhaldskóla árum mínum að "dissa" og tala illa um hvort annað á komment kerfum hjá hvort öðru. Þetta gerist víst allt nafnlaust og er fólk alveg að missa sig yfir þessu og reynir að giska hver er hvað. Í þessu tiltekna augnabliki voru komnir 50 og eitthvað póstar þar sem var í raun í hörku rifrildi, sumir í nafnleynd aðrir ekki, um hver væri meira fífl og guð má vita hvað. Þetta hefur öllið svo miklum deilum að mér skilst að nú sé komin kæra á að mér skilst þrjá af þessu liði. Hvað ætli það sé sem hvetur fólk til að lenda í mjög heitu rifrildi á komment kerfi.
Og hvernig nennir fólk því. Og það nafnlaust... Og fyrst þessar tilfinningar eru svo sterkar að þú verður að skrifa um þetta á netinu afhverju ekki að gera þetta í eigin personu.

Helgin gekk rólega fyrir sig. Kíkti aðeins í kringluna og reyndi að kaupa afmælisgjafir en þegar ég kom með fullt fangið að drasli að kassanum fékk ég neitun á hann Altla ég rík í hraðbanka og fæ neitun þar. Ég keyri kjökrandi heim. En þegar allt kom til als var þetta bara einhver villa í kerfinu. Ég á alveg nógan pening Jey!!!
Þetta var það mest spennandi sem kom fyrir ponsuna um helgina. Hékk annars heima tók aðeins til og eldaði fyrir kallinn. Mjög sonna american wife dæmi hékk heima að horfa á sjónvarpið þangað til tími var komin til að elda gerði það með sóma svo tók sjónvarpið aftur við :)
Jóna bjargaði hinsvegar sunnudeginum með að kíkja við og miskuna sig yfir mig :)
Svo er það dúndur helgi næstu helgi þar sem það eru tvær árshátíðir og eitt afmæli :)


En jæja best að fara að finna eitthvað að skoða á netinu...

fimmtudagur, febrúar 10

Húff púff það er nú langt síðan mar bloggaði
Þá hefur manni verið sagt upp og ráðin aftur hjá þeim á Miðlun..margur veit ey hve gott hefur fyrr en misst hefur....stendur í biblíunni eða öðrum gæða bókmenntum!!! Aníhú
Erum flutt á Grenimelin eða Murderville eins og bróðir minn kallar það. En já margt hefur á daga manns drifið síðan bloggað var síðast....Það sem kannski stendur hæðst er sú tímamóta ákvörðun mín að hætta við Londonferðina með Bleiku, Jónu og Öldu. Eftir að hafa gert þær vitlausar með óákveðni minni ákvað ég að halda mér heima vegna peningaskorts :( en fyrst að mar er nú sosem að flytja þangað á næsta ári hlýtur það að duga manni í bili...Svo var ég ekki "in the loop" hvað varðar aðalskipulagningu ferðarinnar, ekki skrítið miðað við allt vesenið á mér, en eins og þeir sem vita eitthvað um mig verð ég að stjórna ÖLLU þegar kemur að utanlandsleiðangrum. Hef reyndar slappað af smá í þeim málum, Anita ef þú ert að hlægja, ég skipulagði næstum ekkert áður en ég fór til Kanarí......hrmp já næstum
en hvað um það.....
Blogga meira á eftir var að fá gagnríni á útlit síðunnar og ætla að sjá hvað ég get gert til að bæta og betra :)


Komin aftur öll komment hurfu með þessu nýja lúkki þannig að allir sem muna sín komment bring them on ;)

Jæja þá eru þær breytingar sem ég get gert hérna í vennunni búnar... það tekur á herru jú ég þarf að linka meira mar...aaaaaaaarggg

Jæja nú ætti þetta að vera komið í bili
En já halda áfram með updatið. Þeir sem vilja bjalla í mig heima fyrir er símin hjá mér 562 1898 en það sem er ennþá betra, ef einhver vill kíkja á mig þá á ég heima á Grenimel 33 107 Reykjavík ja eða senda mér póst eða eitthvað....
Ég hvet alla til að kíkja á bloggið hennar Tinnu, hún er í heimsreisu og er að upplifa margt skemmtileg. Hún kvaddi með stæl með dúndru partíi þann 29. janúar. Það gerðist margt og mikið skemmtilegt sem ekki verður tíundað hér...
það sem er framundan er idolkveldið í teigabyggðinni og svo verður matur á Grenimelnum með Anitu á laugardaginn. Svo er víst stefnt á að redda vissri vinkonu á broddinn á laugardaginn..... mar er bara orðin pimp