miðvikudagur, apríl 27

Jæja þá er maður kominn heim :) eftir mjög skemmtilega og dare I say DÝRA ferð....:/ jæks.. En þetta reddast maður er nú ekki þekktur fyrir annað en að redda sér....... En það var ekki smá hamingja þegar maður lagðist í rúmið í gærkveldi...aaaaaaaaaaaaaa
En já það var eytt og eytt og eytt.. keypti mér helling af flottu og böms af dívídí
:) jæja farin að vinna eitthvað segi meira frá seinna

Jæja nú er komið seinna
Jæja ferðin byrjaði nú vel með það að ég fór í klippingu og strýpur um morguninn. Svo var skellt sér í hádegismat með Anitu á Duus. Óli skutlaði okkur svo uppá völl þar sem við röltum í rólegheitum um pleisið. Heilsuðum uppá Dóru í Sagabútík. Hitti hana Brynju frá flygen og ákveðið var skella sér á barin í einn eða tvo drykki. Pantaði mér Breezer orange ef einhver vill vita.. En þegar kom að því að greiða fyrir veigarnar fannst veskið mitt hvergi. Þetta var nú frekar vandræðalegt en hún á barnum var rosa skilningsrík ( splæsti samt ekki á okkur drykkina :/ ) ég hringdi nú bara í Anitu og bað hana að ná í veskið útí bíl sem var í geymslu heima hjá henni. Hún gerði það hringir svo smá tíma seinna..."Er útí bíl ekkert veski" úpps það er þá í apótekinu þar sem ég fór áður en ég fór á duus. Hún í apótekið ekkert veski..nú var mín fairn að hafa áhyggjur...Anita ríkur á Duus og haldiði að veskan hafi ekki verið þar..beið bara eftir að það verði náð í sig :) það reddaðist :) TAKK TAKK TAKK ANITA
Ævintýrinu líkur ekki þar en ég er orðin þreytt í puttunum í bili :)

þriðjudagur, apríl 19

Tiskusyning


Tískusýning
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja nú haldið ekki að maður sé bara að fara til London á morgun. Spenningurinn orðin temmilegur. En á ennþá eftir að pakka HA?!?!?! Anita heyriru það ;) Hef verið voða róleg eitthvað fyrir þessa ferð. Ætli það sé ekki afþví að ég hef komið svonna einu sinnu áður til London hmmhmhmhEn svo er hún Karen mín að fara að halda tískusýningu á morgun líka :) Ég kemmst því miður ekki en ef þið hafið áhuga á tísku látið endilega sjá ykkur!!!! Það er í FG, held ég klukkan 19:30...

föstudagur, apríl 15

Ég var heima hjá mömmu og pabba í gær að horfa á einhvern lögguþátt. Þar lentu löggurnar í því að þurfa að tilkynna manni að konan hans hafi lent í bílslysi og dáið. Ég veit ekki afhverju en þetta snerti einhvern streng hjá mér. Hvað ef ég fengi svona heimsókn?? Hvort sem það væri gaui , einhver af vinum mínum eða fjölskyldu meðlimum. Ég veit fyrir víst að ég hefði ekki tekið þessu með þeirri reisn og maðurinn í þættinum. En þetta fékk mig til að hugsa.. líf mitt hefur eins og hjá flestum ekki alltaf verið dans á rósum en ég hef alltaf haft gott net af vinum og/eða ættingjum mér til stuðnings. Svo kemur á eftir hugsunin um það hef ég látið meðlimina í mínu öryggisneti vita hvað þeir skipta miklu máli og að ef þeir hverfu yrði stórt gat á netinu. Ég hugsa ekki. Þannig að hér með vil ég þakka öllum kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og munið gera fyrir mig :) TAKK TAKK TAKK og aftur TAKK

Jæja nóg um það :) 4 dagar í london og tæpur mánuður í Ipod :)

mánudagur, apríl 11

Mjög spennt fyrir Volare kynningunni í kveld.. Eins og þið vitið eru Volare snyrtivörur drottins... jájá sá það á Omega.. var eitt skiptið í heimsókn á ömmu og afa á Ölduslóðinni og þá var amma voða spennt fyrir þætti sem var á hinni ágætu skemmtistöð Omega..þar var víst einhver frænka HENNAR ekki mín stend fast á því , já hún var að tala um hvað það væri dásamlegt að vera frelsaður og ég veit ekki hvað og hvað aníhú henni vantaði svo vinnu sem var guði þóknanleg, hún hafði nefnilega alltaf verið að vinna mikla erfiðist vinnu.. svo var systir hennar að selja Volare og var að reyna að fá hana til að vera með..hún var nú ekki alveg viss en spurði guð...og hann hélt það nú hún ætti nú bara að skella sér í heimasölunna..
Ninna sver nú reynar að það muni lítið vera rætt um guð í Þollócity en eins og sumir vita þá hef ég ekki beint skemmtilega reynslu af stangtrúar fólki......
Það á ekki að eyða neinu samt í kvöld er á leið til Lon og don og þar á að eyða einu eða tveim pundum :)

Anita: Gleyminn sneiminn
Katrín : Kepp on singin :) Solong farewell.......

laugardagur, apríl 9

Ipod :)


Ipod :)
Originally uploaded by hennyjona.

jæja komin í betra skap :) brúðkaup Camillu og Charles rétt að ljúka..og einnig alsherjar hreingernigu á Grenimelnum :) er ekkert smá stolt af mér :) skellti mér meira að segja út í Europris og keypti ramma fyrir nokkrar af myndunum sem voru hér eins og hráviði út um alltar trissur..Svo er dagur 10 af Ipodwatch ;) hann er væntanlegur heim um 13 maí en haldið þið að það hafi nú ekki komið eitthvað upp á eins og vanalega..ég pantaði mér tösku með ipodinum á amazon en hætti svo við langaðir frekar að velja mér tösku sonna upclose and personal og hætti við hana. Þetta var rosaflott leðurtaska en eins og ég sagði langaði að skoða soldið. Haldið þið ekki að þessir viðkunnalegu menn á amazon hafi tekið það uppá sitt eindæmi að panta handa mér einhverja aðra tösku og rukka mig 32 dollara fyrir. Ég afpanta hana nú bara tek þessu frekar rólega ekki búið að senda hana eða neitt. En nei fékk sonna líka fallegt bréf frá Sharon Palmer þar sem hún tilkynnir mér að ég geti ekki hætt við heldur ef ég vilji ekki töskuna verði ég að neita að taka við sendingunni þegar hún kemur..Get nú varla lagt það á Telmu greiið að fara að rífast við einhvern gaur frá UPS þannig að ég læt Gaua bara hafa ljótu töskuna fyrir sinn en kaupi flotta handa mér :) female justice :)Svo er stutt í london ferðina :) Hlakka pinku lítið til hmm hmm já já hæverskan í hágvegum höfð :)Svo á að skella sér á kynningu í þolló hjá Stóru Bleik á mánudaginn eftir hin mikla fund hjá Gulunm...þegar ég hugsa um það þá þekki ég mikið af fólki sem hefur eitthvað með liti að gera :/ :\

Er nú að horfa á gerð Sound of music ohh hvað ég elska þessa mynd ætli maður skelli svo ekki myndinni sjálfri í tækið og syng hástöfum með

Dó a dear a female dear, ray ad drop of golden sun, me a name I call myself, fa a long away to run, so a needel pulling thread, la a note to follow so, te a drink with jam and bread that will bring us back to do do do do :) allir með :)

föstudagur, apríl 8

Nú er önnur vika á enda...
Og maður er ekki uppá sitt besta verð ég nú bara að segja :/ Vikan er búin að vera hörmung vonandi að helgin geti róað mann niður og gefið manni smá rólyndi fyrir þá næstu.....
Endilega smellið á auglýsinguna þarna :)

Hef bara ekki nennu í að skrifa meira að sinni..sorrí :þ

þriðjudagur, apríl 5

Jæja þá er afslöppunar helgin búin..
Helgin var mjög fín. Mikið borðar drukkið og hlegið..og klegið og gert ekki neitt. Fórum reyndar í langan göngutúr á laugardeginum en ég var nú eins og belja á svelli afþví að kuldaskórnir mínir eru víst ekki gerðir fyrir svonna fjallgöngur þannig að það þurfti að leiða gömlu konuna niður brekkuna á Laugavatni en það hjálpaði lítið því að ég var samt sem áður á hasnum :/ En það var mikið hlegið :) Haldiði ekki að á laugardeginum það hafi byrjað að snjóa og það alveg slatta þannig að við þorðum ekki að keyra jálkinn í bæjinn.. Þannig að ég missti af partíinu hjá Gulunum :( En það var samt gaman hjá okkur uppfrá..
Missti reyndar röddina á laugardaginn og er bara rétt að fá hana aftur núna :)
En það eru nú bara tvær helgar þangað til haldið verður til London :) Get ekki beðið :)
Svo var ég að fá meil frá henni telmu í alabama og Ipodinn minn er komin til hennar JEY :)
Hún kemur svo með hann heim í maí :)

föstudagur, apríl 1

Hun a ammili i dag..hun a ammili i dag

hún á afmæli hún amma...hún á afmæli í dag :) VEIIIIIJæja þá er stóri dagurinn runninn upp..er bara að vinna til 12:30 svo verður væntanlega brunað uppá laugarvatn uppúr 14:00 :) Svo er partí hjá Gulunum á morgun..veit ekki alveg hvað ég á að gera..vera í sumó að slappa af eða skella mér á djammid með stelponum :/ :\ Erfitt að vera svona vinsællEn alltaf gott að hafa nóg að gera :)
Var nú reyndar vakin fyrir allar aldir til að mæta til vinnu klukkan 8 þurfti reyndar að skutla Gaui í vinnu fyrir 7:30 þannig að ég vaknaði ennþá fyrr...Mætti fersk til vinnu um korter í :) spurning hvað maður nær að vaka í kvöld..maður er orðin svo gamall!!!!!!!!!!!!!!!!! Er reyndar í smá dilemma..hún snertir kókdrykkju á morgnana..vanalega þegar ég mæti til vinnu þá er klukkan 10 og þá þykir mér allt í lagi að fá mér smá kók þegar ég hef unnið í 45 mín til klukkutíma sem er þá væntanlega um 11 leytið en núna þá er ég búin að vera að vinna í klukkutíma og langar alveg svakalega í koffínið mitt í ískápnum en klukkan er bara 8:45 :/ :\ þetta er soldið erfitt ... hvað segja reglur um gos drykkju á mornana.. Þegar ég var að vinna í Englandi mætti ég líka oftast um 10 þá fékk ég mér of kók sopa....og fólkið þar var hneykslað á mér að gera það svona snemma en þeim fannst allt í lagi að drekka kaffi með bömms af molum í..það fannst mér frekar púkó..Það sem mig langar að vita er hverjar eru reglurnar um þetta...hver samdi þær og fer einhver eftir þeim??? Eða eru ekki til neinar reglur og ég ræð mér bara sjálf...sem er svo náttúrlega allt annað umræðu efni .ræð ég mér í alvöru sjálf...en við skulum geyma það þangað til seinna :)