laugardagur, september 27

Tími á almennilega færslu

Já það er kannski alveg tími kominn á almennilega færslu svona sem er ekki flýtt.
Sumarið er sem sagt alveg að verða búið hérna í london. Þetta sumar hefur nú farið frekar vel með okkur. Veðrið er ekki búið að vera æðislegt svona að staðaldri en það hafa komið góðir dagar. Ég sá nú með hræðslu fram á að enda í einhverri leiðindar vinnu í sumar þar sem ég hafði ekki fattað að sækja um starfsreynslu neinstaðar!! Byrjaði nú í vinnu fyrri part sumars sem gekk ekki upp en tók þá af skarið og sendi út HELLING af ferilskrám. Valdi hafði verið svo æðislegur að hjálpa mér að skrifa cover letter (veit ekki hvað það er á íslensku!?!?!!?) og án hans hjálpar trúi ég að mér hefði ekki tekið þetta. :) Þannig að hér vil ég þakka honum enn og aftur fyrir ómetanlega hjálp :) (hann er líka frábær frændi ) allaveganna þá sendi ég út alveg örugglega í kringum 100 ferilskrár allt í allt...mest allt í tölvupósti og fékk alveg slatta af svörum, flestir sögðu mér að ég hefði því miður sótt um of seint en ætti bara að sækja um á næsta ári. En eitt fyrirtæki bauð mér að koma og vera í mánuð og ég var bara nokkuð ánægð með það miðað við að ég bjóst svo sum ekki við neinu. Svo kom í ljós að þeir loka skrifstofunni í ágúst en vilja fá mig svo aftur í september sem mér fannst alveg frábært. Allaveganna þá byrja ég að vinna hjá Isis productions. Þau framleiða tónlista heimildarmyndir, til dæmis er vinsælasta serían þeirra Classic albums sem er sýnd á VH1. Ég var mjög ánægð þarna þó að ég vilji ekki beint fara útí heimilda myndir í framtíðinni þá lærði ég miki og kynntist frábæru fólki. Allaveganna þá fæ ég í miðjum júlí tölvupóst frá fyrirtæki sem heitir The Producers sem vilja að ég byrji bara strax á mánudaginn sem er ekki alveg að fara að gerast þar sem ég er búin að lofa mér í vinnu út mánuðinn. En hún vill samt endilega hitta mig og biður mig að koma á fund. Ég geri það og henni lýst svona vel á mig að hún biður mig að koma bara í ágúst þegar ég á að vera í fríi frá Isis. Frábært var alveg hreint í skýjunum afþví þetta var eins og ég sagði áður fyrirtæki sem ég væri meira en til í að vinna fyrir og er að gera nákvæmlega það sem ég vil vera að gera!! Svo bjóða þeir hjá Isis mér hærri laun til að vera út ágúst líka...sem sagt hættir við að loka..!! og vegna þess að okkur vantar alltaf pening ákvað ég á endanum að taka því tilboði. Sendi því Producers tölvupóst og útskýra þetta bara og vonaði það besta. En var samt alveg miður mín og hálf fúl bara útí peninga leysi og fúl útí Isis fyrir að breyta þessu hjá sér, en ég tók samt þessa ákvörðun og varð náttúrulega bara að sætta mig við hana..ekki eins og ég ætti eitthvað bágt!!!hehehe allaveganna þá átti ég að sjá um að reka skrifstofuna meðan flestir væru í fríi og hafði bara ágætlega gaman af því ..fannst reyndar hálf skrítið að mér væri treyst svona strax eftir einn mánuð að sjá bara um skrifstofuna en held ég hafi bara staðið mig ágætlega. Og skemmti mér mjög vel en var samt alltaf hálf áhyggju full yfir að hafa bara svikið The Producers afþví ég fékk ekkert svar frá þeim eftir að ég sendi þeim tölvupóstinn. Allaveganna ég byrja að vinna bara og vitiði hvað fékk tölvupóst í fyrstu vikunni þar sem þær skildu alveg að ég þyrfti að gera þetta og spurðu hvort ég væri til í að koma bara í september í staðinn!! og þar sem Isis ætlaði að setja mig aftur á gamla taxtan í september ákvað ég að taka þessu tilboði :) Gekk sem sagt um á bleiku skýi í byrjun ágúst. Svo fengum við bréf um að leigan hjá okkur væri alltof lág og þeir vildu hækka hana. Sem við skildum svosem alveg en þegar þeir tilkynntu okkur að þeir ætluðu að tvöfalda leiguna og voru engan vegin til í að semja um það neitt urðum við að flytja. Eftir smá umhugsun ákváðum við að geyma það að finna okkur íbúð fyrir okkur tvö og prófa að leigja með stelpum sem við þekktum sem voru að flytja til london. Sjáum nú ekki eftir því þó að það sé alltaf viðbrigði að flytja inn með öðrum. Alla veganna þá höfðum við viku í byrjun September til að flytja sem gekk nú svosem áfallalaust.hehehe vísa í fræsluna hér að neðan eheh. En svo sneru eigendurnir að Warren Court á okkur. Voru búnir að senda allskonar flókin dulbúin hóturnar bréf og láta okkur vita að þeir vildu okkur út sem fyrst en svo þegar við tilkynntum að við vildum út þá var það ekki nægur uppsagnafrestur og við urðum að halda íbúðinni út september. Sem kom okkur illa afþví við vorum búin að borga fyrir aðra íbúð vegna þess að þeir vildu losna við okkur...meira dramað sko...en það hentaði okkur svo sem vel afþví við þurftum að standa í þessu tvö og gátum því gert þetta smá saman. Maður finnur alltaf fyrir því hvað maður hefur það gott heima með allt þetta frábæra fólk á bakvið sig sem hjálpar manni að flytja ;) heheh en við náðum að leigja íbúðina út sem bara ódýrari kost heldur en hótel til hjóna á leið í hjálpar starf með börnin sín..þau voru reyndar ekkert ánæðg með íbúðina hehe en við hverju bjuggust þau fyrir þennan litla pening sem þau voru að borga fyrir íbúð í miðbæ london. Við erum að tala um að hotel fyrir einn á frekar lélegu hóteli sem er hinu megin við götuna kostaði 90 pund nóttin þessa helgi og við rukkuðum 4 samtals 50 pund nóttina ..og hún heimtaði svefnpláss fyrir 4 þó svo auglýsingin hafi sagt svefnpláss fyrir tvo. Allaveganna maðurinn hennar var sáttur heheeh fannst þetta vel sloppið og eitthvað en hún var frekar vonsvikin eheheh við urðum bara að venja hana við...var nú einu sinni á leið í hjálparstarf í afríku hehe en seinni hluta September tókst okkur að leigja stórskemmtilegum krökkum sem voru að koma í nám til london. þau leigðu íbúðina í tvær vikur eða þangað til þau fá sína íbúð afhenta í byrjun Oct. Þannig að við gögum svosem sátt frá þeim viðskiptum öllum saman.
Allaveganna kom hún þurý svo í lok fyrstu vikunar okkar hérna í nýju íbúðinni. við höfðum nú aldrei hitt hana hehe en ég hafði talað við hana mikið á msn og mamma mætli hástöfum með henni þannig að við vorum vongóð. Og ekki vorum við svikin því þurý er alveg frábær :) Elísa kom svo núna fyrir viku síðan og hún er ekki síðri þannig að við gætum varla verið heppnari með meðleigendur.
En já ég byrjaði svo hjá The Producers eftir að við rétt náðum að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni hehe en skrifstofan þeirra er bara hérna handan við hornið næstum því...tók mig ekki meira en 5 mín að labba hægt í vinnuna.hehehe Ég verð nú að segja að það var smá spennu fall þegar ég byrjaði þar ...var ný búin að flytja og hætta á stað þar sem ég var rosalega ánægð og því miður gafst líkaminn minn bara upp eftir tvo daga og ég var veik seinni part vikunar...þó ekki með hita eða neitt bara rosalega slöpp og þreytt en þær voru rosalega skilningsríkar hjá Producers og sögðu að ef mig vantaði eitthvað bara að láta vita :) en ég var orðin hress vikuna eftir og vann út hana en var sagt á miðvikudeginum að yfirkonan mín væri að fara í frí í næstu viku og þær vildu að ég myndi leysa hana af!!! Eftir rétt rúma viku í starfi!! veit ekki hvort ég sé svona traustvekjandi eða hvað!! Mamma og amma komu svo yfir helgina og það var æðislegt að hafa þær skemmtum okkur svakavel. Mamma hans gaua var meira að segja í bænun og fór með okkur öllum út að borða og ég held bara að allir hafi skemmt sér príðilega :) Svo kom vikan sem mér hafði kviðið soldið fyrir. En þær voru svakalega ánægðar með mig og þegar ég hætti á föstudaginn gáfu þær mér gjöf að kveðjuskyni og vildu endilega fá að ráða mig aftur í vetur þegar verkefni koma upp :) ég varð alveg klökk heheheh :) gaman að hafa svona öflugt fólk á bak við sig...við erum að tala um að þær eiga Emmy og tvö bafta verlaun!! hehehehe ein að slá um sig hérna hehe
Svo héldum við fyrsta "partíið" okkar í dag...kannski ekki beint partí heldur sátum við nokkru og spjölluðum og höfðum gaman ..skemmtum okkur í Wii og hlóum :)
Skólinn byrjar svo á mánudaginn og ég er með HöRMULEGA stundaskrá ...get bara ekki sagt annað!!! Byrja klukkan 16 á mánudögum og er til 17. byrja 16 á þriðjudögum og er til 18. frí á miðvikudögum. mæti snemma á fimtudögum er svo í 3 tíma eyðu og er til 16 og er svo stanslaust frá 9 til 16 á föstudögum...frekar púkaleg stundaskrá í alla staði !!! er reyndar að vonast til að geta skipt út einum áfanga þannig að vonandi skánar þetta eitthvað....



Sólbað í byrjun sumar

Smá rölt og sólbað í öðru góðu veðri

Aðeins að leika mér með sjálfstillirinn

Og hann virkar fínt

Útsýnið frá borðinu mína hjá ISIS

Gaui töff á leiðinni út

Við í feik afmælinu hjá Hákoni

Skemmtilegt skilti í Soho

Röltum með Þurý að Tower of London

Sundið þar sem The Producers er

3 kynslóðir í sólbaði

Mæðgurnar við Parlament

Jólakortamyndin kanski??

Nær mynd

Aðrar mæðgur

Amma að passa sig á þjófunum

Á leið að versla

Við versluðum bara smá


nokkrir pokar hvað er þetta

Keyptum okkur svona sneddí hárkollur

Gaui og Amma glæsileg með kollurnar


nokkrar hugmyndir af hárgreiðslum

miðvikudagur, september 10

Flutt og ný vinna

Loksins hef ég tíma og orku í að blogga aðeins...hef undan farið annað hvort ekki haft tíma til að blogga eða þegar ég hef tíma þá nenni ég því engan vegin!!
Jæja við erum flutt. Erum ekkert svakalega ánægð með að vera flutt en erum samt ánægð í íbúðinni :) Það gekk samt ekki átakalaust að flytja!! við ræðum gaur á van til að hjálpa okkur, mætir ekki eldri afrískur maður svona um sextugt!! með barnabarnið sitt heeh en jæja hugsa ég Henning afi var nú öflugur á þessum aldri þannig að ég hugsaði að þetta myndi bara ganga vel. Hann virtist nú ekki gera mikið nema skipa fyrir sá gamli...tók alveg kassa útí bíl og svona en meiri hlutinn af hans tíma fór í að skipta sér af heheeh honum fannst ég vera "Superwoman" afþví ég hjálpaði til við flutningarnar en málið er að hefði ég verið einhver pollíana hefði þetta tekið allan daginn!! Jæja við fyllum bílinn og höldum að nýja húsinu. Gamli er alveg sanfærður um að allt komist í lyftuna..en við höldum ekki afþví hún er minni en lyftan í Warren Court gamli er samt hundrað á þessu og sama hvað ég mótmælti tók hann ekkert mark á mér hrissti bara hausinn og veifaði hendinni. Svo reyndu þeir að troða svefnsófanum inní lyftuna..með brussugangi og vitleysu náðu þeir að skemma lyftuna!!!!! það þurfti actually að fá gaura hingað til að gera við hana!!!!!! Ekki nóg með það eftir að þeir rústuðu lyftunni tók yngri gaurinn sófan með gaua upp stigann og með gamla að skipa fyrir og skipta sér af...og allt sem hann sagði var allgjör vilteysa og strákhvolpurinn með honum var með svo mikinn brussu skap að hann dúndraði sófanum utan í vegg og braut uppúr honum!!!!!!!!!!!!!!!! dúndraði honum svo líka utan í hurðar og veggi á leiðinni upp!!!! Sem betur fer höfum við ekki þurft að taka á afleiðingum af þessu heehhehe
Skelli inn nokkrum myndum hérna :)

Fyrsti heimatilbúnni maturinn í nýju íbúðinni :)

Annar dagur Þurýar í london

Fórum að Masala Zone