þriðjudagur, nóvember 22

Þið gætuð fengið pakka flóð ef þið eruð góð

Toefl prófið að baki. fimm tímar. Fyrir einhvern sem hefur ekki tekið próf í ár tók þetta vel á. Svo var þetta nú bara eins og að ganga í herinn stressandi og strangt. Og ekki hjálpaði til þegar gemsin minn kveikti á sér til að minna mig á að taka töflurnar mínar í hádeginu :/ roðn roðn roðn en fall er farar heill eins og einhver sagði. Nú er ég að rembast við völundarhús sem kallast UCAS sem á að vera hjálpar tæki í umsóknum um háskólavist. Leyfið mér að lofa ykkur að svo er ekki. Þetta er ekkert nema bara til þess að gera manni lífið erfitt og þessar (orðum hefur verið eytt vegna innihalds) kellinga sem vinna niðri á aðlþjóðaskriftofu háskólastigsins sem eru fjórar eða fimm í vinnu við að raða úreltum bæklingum og segja: Þetta er allt á netinu. Sama hvað maður spyr um þó það sé símanúmerið hjá þeim þá segja þær pottþétt, þetta er allt á netinu. Jedúdda mía. En hið ágæta fólk hjá Síne ætla eitthvað að aðstoða mig við þetta. Vonandi að þetta hafist nú. Maður er búin að gefa út yfirlýsingar og má ekki bakka út héðan af. ;-)
Og auðvita er það júleskrautið um helgina. Fyrsti í aðventu og alles. Svo er settið að fara til ameríku :-) Það er sko búið að setja fyrir innkaupalista þannig að óvíst er hvort þeim verði hleypt inní landið með allt það dót sem þau eiga að kaupa ehehehehe nei nei maður hélt þessu nú í lágmarki.
En best að fara vinna og læra :)

mánudagur, nóvember 14

Jólin jólin jólin koma brátt

Jæja haldið að maður hafi ekki fengið þessar líka glimrandi einkunnir í ensku. Fékk tvær og báðar níur :) hvað maður leynir á sér :)
En jæja Haldiði að maður hafi ekki skellt sér í keilu með familíunni á laugardaginn. Og hver haldið þið að hafi risið upp og sigrað ekki minni menn en Guðjón og Henning Freyr...ÉG. Keilumeistari með meiru bara. heheh en það segir reyndar meira um hvað hinir eru lélegir en hvað ég er góð...þó að mamma og hilmar smári hafi háð harða baráttu á botninum sem er barátta sem ég tek vanalega þátt í þá held ég að þau hafi skilið jöfn. Og ekki til að gera lítið úr þeim þá hélt annað þeirra að hægt væri að stjórna keilukúlunum með joystick sem var þarna á einu borði. Þið hugsið bara með ykkur hvor þið haldið að það hafi verið...
Annars gerðist ótrúlega lítið um helgina..bara letið á leiti ofan eins og helgar eiga að vera :)
Næstu helgi er það svo toefl prófið sem þegar ég grefst fyrir verðu skrítnara og skrítnara!?!?!

þriðjudagur, nóvember 8

Sweet sixteen

Var að ljúka við að horfa á þátta á MTV sem heitir Sweet Sixteen sem er um 16 ára afmælis veislur einhverja amerískra dekur rassgata. Í þessum þáttum halda sæmilega velstæðir foreldrar HUGES veislur í tilefni afmælis krógans. Í tilfelli kvöldsins var einhver stúlka obsessed með ævintýrum. Bara downpaymentið á salnum fyrir afmælið var 1400 dollarar..Daginn sem partíið var haldið fór vinkonan bara í snertingu og sonna. Mamman á í einhverjum vandræðum með að borga fyrir herlegheitin en tókst að skrapa þessu saman. Allaveganna þá byrja vinirnir að mæta á hótelið þar sem veislan er haldin í hummer limmum en það var sko ekki limmi fyrir prinsessuna nei nei það kom svona vagn eins var í öskubusku svona eins og grasker með fullt af seríum og gellan var klædd í outfit sem hver brúður getur verið stolt af!!!!! Svo eru einhver læti þarna í veislunni afþví að það kom einhver sem var ekki boðið en það var leyst með sanngjörnu hissy fitti. En síðan varð mamman öskufull. Alltaf jafn hallærislegt þegar mömmurnar eru eitthvað að hanga utan í vinum krakka sinna öskufullar og dansandi við kærasta dóttur sinnar. En svo kom the Grand finnale þar sem vinkonan dansaði enda dansin úr dirty dansing við kærastan..fáránlegur þáttur búin að tuða í bili nenni ekki meira :)

þriðjudagur, nóvember 1

Ræktin kallar

Vikurnar bókstaflega fljúga burt á ljóshraða..maður verður varla búin að blikka og þá verða komin jól. Er nú meira að segja búin að kaupa næstum allar jólagjafir keypti nú meiri hlutan af þeim í apríl og geri aðrir betur :)
Hef verið í viku fríi í ræktinni (skamm skamm) en fékk útborgað í dag þannig að það verður ráðist í ræktina af krafti á morgun. Fór nú reyndar í Top Shop og Dorothy Perkins í gær og komst að því að ég hef minnkað um 2 buxnastærðir frá í ég var í London í apríl :) vúhú um að gera að skella sér á sykursýkislyf ef maður vill grennast en ég get nú ekki sagt að ég mæli með þeim afþví að aukaverkanirnar eru ekki skemmtilega .....vægast sagt...
Vorum að fá þetta nýja dæmi Skjárinn í gær og í dag festi ég leigu á auka afruglara fyrir herbergi okkar hjónaleysana og sitjum við nú og gónum á Beavis and Butthead maður var nú búin að gleyma þessari klassík...en það sem er sorglegt er að þeir eru farnir að sýna þá félaga á VH1 sem eins og margir vita er mtv fyrir ellismelli..... :-l
Er orðin treytt ætla að fara að sofa...fyrst maður er farin að horfa á VH1 sem sagt annan fótinn í gröfina, þá verður maður að fá sinn svefn

P.S
Til Frú teacher þá skrifaði ég þetta blog áður en ég hafði fengið nokkur komment en hef verð mjög ánægð með þau sem ég hef fengið hingað til :) þó að engin annar hafi séð sér fært að kommenta þangað...nefni engin nöfn hmmm hhhmhmhm