miðvikudagur, maí 31

Ennþá í Akscity

Er semsagt ennþá á Akureyri og hef það bara fínt :-) veðrið búið að vera frábært...reyndar er alltaf sól þegar ég er að vinna en svo dregur alltaf ský fyrir sólu svona hálf fimm!! og ég er eimitt búin að vinna fimm. En það er samt hlýtt og gott veður:) hef nú ekki náð að labba neitt mikið aðallega vegna þess að sálufélagi minn varð eftir heima. Já ég gleymdi Ipodinum ;-( Og er því sálufélagalaus hérna í höfuðstað Norðulandsins :( En ég bjarga mér nú heheh
Fór út að borða með frænku minni í gær. Hún heitir Jóna Birna og er dóttir bróður ömmu :-) Þetta var alveg frábært og sátum við á spjalli frá sex til tíu :)
Eftir vinnu í dag er stefnt á að taka rölt um dántán Aks og kíkja aftur í búðina sem selur flottu kjólanna.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,,
Svo er það bara Mallorca eftir viku JEYJEYJEY JíJíJí :)
Get ekki beðið :-)
Svo þarf ég bara að þræla í tvo mánuði og þá er það bara LONDON BABY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, maí 29

Back to my roots



Þá er maður komin til Akureyrar :-) Frábært veður en soldið kalt..flugferðin var æði heiðskírt alla leiðina og geðveikt útsýni :-) Herbergið á gistiheimilinu er fínt, snyrtilegt baðherbergi og sonna´. :) mjög vel staðsett bara alveg dántán :-þ

Fórum á Da Vinci code um daginn, eins og áður sagði, en við náðum ekki að fá miða í Lúxus :( en það er svosem allt í lagi..sparar manni bara pening ;-)
Myndir var fín...fílaði bókina betur en er það ekki alltaf???

Syttist all skverlega í Mallorca með hverjum deginum :)
svo var náttúrulega kosningahelgi síðustu helgi. Kaus rétt að sjálfsögðu ;-)
Svo skelltum við okkur í rúnt með Borgar...alltaf jafn gaman af honum
Svo fórum við og skoðuðum ljósmyndasýninguna niðri í bæ...rosalega skemmtilegt!!!
Í gær skruppum við svo í þjóðminjasafnið og það var æði. Það er búið að breyta öllu þar og allt orðið rosa nútímalegt og flott.....ætla meira að segja að fara þangað aftur í næstu viku ;-þ

miðvikudagur, maí 24

Styttist í Alcudia

Ó Lordí ;-) bara tvær vikur í Mallorca :-)
Ég er öll að koma til eftir nokkra daga af einhverjum flensuræfli :-)
Júrókveldið var algjör snilld...samblanda af of miklu áfengi og karaoke !!"#$!"$!!!$ Hef heyrt af myndböndum af mér og nokkrum öðrum að taka hin ýmsu lög og er ég að fara að stofna til söfnunar til þess að hindra að þau komist á netið...kötu vantar pottþétt pening til þess að komast í skóla á ítalíu þannig að ég tel það víst henni vanti peninga :) hehe meira um það seinna ;-þ
Fór í Fg á laugardag til þess að sjá Karen útskrifast og viti menn hún gerði það með stæl stelpan :-) mjög skrítið að koma þangað aftur með Gaua og sjá kennarana og sonna....svona nettur flash back fílingur ;-)
Hún fékk mikið af flottum gjöfum og var hún held ég bara ánægð með daginn yfir allt :-) Hún endaði líka kveldið með stíl en það verður ekki tíundað hérna ;-)
Í kvöld ætlum við Gaui og Anita að skella okkur á da vinci code :-) ætlum í lúxus salinn í Álfabakka....lifa í lúxus það segi ég alltaf múahahahah ;-)
Og finnarnir unnu júróvisíon...gott hjá þeim :-) Ég varð nú reyndar fyrir miklum vonbrigðum, eins og flestir, með framkomu fólks í salnum. Mér þótti þessi framkoma til skammar fyrir fólkið og svo barnaleg að það hálfa væri nóg þó svo að þetta hafi kannski ekki verið bestu löginn í keppninni t.d Silvía og Litháen þá á fólk ekki skilið að það sé púað á það!!! Og hana nú....
En jæja ætli ég hætti ekki að rausa þetta í bili

miðvikudagur, maí 17

Sumarið er tíminn...

Loksins er sumarið komið. Sumarlyktin er komin í loftið og veðrið er gott :-)
Er meira að segja orðin pínu brún eftir að hafa verið í sólbaði síðustu helgar :-)
Haldið þið ekki að hún Karen hafi náð öllum prófunum og útskrifist núna á laugardaginn!!!! Til hamingju með það elsku dúllan mín!!!!
Get ekki neitað því að það votti fyrir smá öfundsýki að minni hálfu en ég ákvað að klára þetta ekki og verð víst að lifa með því :-þ En allt er í gangi varðandi íbúð úti, ný búin að spjalla við hana Dominique vinkonu mína í Warren Court og hún bauð mér íbúð sem mér þótti of stór og of dýr en við höldum bara áfram að vona!!!
Svo eru bara 20 dagar í Mallorca!!!! og á föstudaginn verður haldin grill veisla í byggðinni til að hita upp fyrir ferðina. Svo fengum við þær ágætu fréttir að meinin hans Afa míns hafi minnkað eftir lyfjameðferðina :-) Fyrir þá sem vita það ekki þá er afi minn sterkastur og bestur ;-) og hefur þrælgóðan smekk, sönnun fyrir því að hann er giftur ömmu ;-)en við erum mjög glöð í fjölskyldunni þó að baráttan sé ekki búin unnum við sigur :-)
Gaui hjólaði til Þingvalla á mánudaginn og varð svolítið þreyttur en hjólaði samt heim úr vinnunni daginn eftir :-) Hann er svo dúlegur hann Gaui minn :-)
Svo var hún Ásta amma mín að gefa okkur geðveikt flott húsgöng :-) hún var nebblega að flytja á Hrafnistu og er þræl ánægð það :-) en húsgögnin eru æði frá 1960 vel með farin og geðveikt flott :) jíbbí
Jæja best að halda áfram að þykjast vera að vinna

mánudagur, maí 8

Sól Sól skín á mig

Loksins er sumarið komið :-) vúhú er alveg orðin brún og læti. Lá í allan gær dag í heitapottinum og sólaði mig :-) Varð náttlega að spóka mig um í nýja bikiníinu sem ég keypti mér á laugardaginn :-) Brúnt og bleikt :-) jey :)
Fórum út að borða á Caruso á föstudaginn. Fengum dýrindis mat í góðum félagsskap :-)
Gaui er ennþá öflugur í að hjóla í og úr vinnu. En hann ætti að vera vanur erfiðum hlutum drengurinn..búin að vera með mér í 7 ár og mér skilst að viðhaldið sé ekkert auðveld heldur ;-)
nú eru bara 30 dagar í mallorka :-) jei og rétt 3 vikur í fríið mitt :)
vúhú
Karokí lag dagsins er Cant walk away með Hebba Gum

miðvikudagur, maí 3




Það var nú alveg komin tími á að blogga með myndum. Hér koma svona svipmyndir af því sem hefur verið að gerast síðustu misseri. Fyrsta myndin er af mér og Gaua þegar við tókum stórtiltekt inni í herbergi og ég fann gleraugun mín. Nota þau nákvæmlega ekki neitt og Gaui segir að þau geri mig 20 árum eldri :-Þ Önnur myndin er frá því að þegar Vigfús og Karen tilkynntu að þau ætluðu að gifta sig á næsta ári ekki í glæsilegasta umhverfinu (vorum að mála slottið) en þetta var skemmtileg stund :-) Myndirnar af Gaua voru teknar aðfaranótt 1 maí eftir nokkra drykki á teigabyggðinni :-) múehehehhe. Myndin af félögunum í manjú dressunum er þegar manjú var að spila við tottenham um páskana :-)
Það sem er einnig í fréttum er að Gaui er farinn að hjóla í vinnuna. Hann er búin að hjóla þangað tvisvar en bara einu sinni heim. Í dag var crappy veður en hann hjólaði samt heim og bætti meira að segja við sig kílómetrum :-) ég er ekkert smá stolt af mínum manni :)

Ég er búin að plana sumarfríið mitt :) Verð í fríi allan júní JEY :) Fer svo þarna til mallorka inná milli :)
Svo er það bara london í byrjun sept Ó MÆ GOD