mánudagur, nóvember 27

Jólin koma jólin koma brátt





Alveg að komast í jólaskapið sko!!! Búin að versla eða ákveða flestar jólagjafir :)
og eins og áður sagði þá er ég búin að skila fyrstu verkefnunum mínum....er frekar stressuð :) en vona það besta :)
Við erum búin að vera í rosa skrítnu hérna..rússneski njósnarinn sem var eitrað fyrir hérna í london um daginn var á spítalanum hérna við hliðina og það er búið að vera frekar skemmtilegt að fylgjast með fréttum í beinni og sjá þá líka hérna útum gluggann ehhehe og á tímabili gat maður varla stigið út fyrir hússins dyr án þess að vera festur á filmu ehheeh :)
Gaui er á fullu að læra fyrir TOEFL sem hann fer í á föstudaginn. Þetta er svosem ekkert erfitt en maður þarf að æfa sig!! :)
Vorum í tíma í dag að horfa á Usual Suspects, Pulp Fiction og Being John Malkovich. Já það er sko erfitt að vera ég :) heheheheh
Svo förum við til Frakklands í helgarferð í næstu viku...já ég endurtek það er erfitt að vera ég :)

fimmtudagur, nóvember 23

Er haegt ad vera klarari muahahahh

Ef thid takid ekki eftir thvi tha er eg frekar motin med mig thessa dagana...mer tokst ad klara og skila verkefnum thratt fyrir ad tolvurnar a heimilinu motmaeli :)Er nuna ad leidbeina odrum heheheeh :) bara lata vita af mer love ya all :)

mánudagur, nóvember 20

Jelló

Getið þið hvað...eftir að ég skrifaði síðustu færslu og var svo montin með mig og alla vinnuna sem ég lagði í ritgerðina mína!!! ég var að vinna á gaua tölvu afþví mín er dauð, aníhú þá crashaði helv....druslan...ég var næstum farin að væla !! búin að vera að í næstum 10 tíma!!!!!! en við fórum með hana til vina okkar í PC Heaven :) og þeir redduðu þessu fyrir mig :) talvan er ekki ennþá komin úr viðgerð en ég fékk ritgerðina mína og get klárað hana í skólanum á morgun hjúffkett!!!
JEYJEYJEY Tinna eignaðist littlu prinsessuna sína í gær :) samkvæmt áræðanlegum heimildum er hún alveg æðislega krúttleg :) Hlakka ekkert smá til að sjá hana en það verður víst ekki fyrr en næsta sumar :( afþví að tinna og þórður ætla að skella sér með prinsessuna til Flórída um jólin :)
Settið er búið að vera hjá okkur alla helgina og það er búið að vera rosalega gaman hjá okkur :) mikið hlegið, labbað, verslað og borðað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þau buðu okkur á Mamma Mia á föstudaginn sem var alveg æði!!!!!!!!!! Okkur fannst alveg æðislega gaman og meira að segja Gaua langar að fara aftur :)
Svo í næstu viku kemur Kata og vinkona hennar :) við erum sko uppbókuð þangað til eftir jól ;)

þriðjudagur, nóvember 14

Snjalli Geir in da hás


Þá er ég búin með eitt heilt verkefni og á bara eftir að klára lokaorð í öðru..
Þetta er ekki búið að vera það léttasta og ekki eins létt og ég hélt. En mér tókst það :) JEY JEY JEY mér lýður ekkert smá vel en finnst samt eins og ég sé að fara í rússíbana er frekar stressuð yfir útkomunni :)
EEEEEeeeeenn Um helgina var Henning frændi í bænum ásamt 7 verktökum frá akureyri og við hittum þá á hótelinu og ætluðum að labba með þeim um bæinn. Mín tók að sjálfsögðu stjórnina :) og sagði frá öllu sem ég vissi um þá staði sem við vorum á hverju sinni :)
hehehehe karlræflarnir en þetta var mjög skemmtilegur hópur og við skemmtum okkur mjög vel með þeim. Við fórum svo út að borða með þeim og allt í góðu með það rosa gaman en svo ætlaði ég með þá á rosaflottan pöbb á Rupert Street en okkur var meinaður aðgangur afþví það voru ekki nógu margar konur í hópnum....frekar fyndið ehhehe

Svo kemur settið á fimtudaginn og við erum frekar spennt þó lítið væri sagt ;)
Setti inn mynd af mér og einum sem ég kynnist á röltinu á laugardaginn ;)

föstudagur, nóvember 10

Mismunun????


Hvað haldið þið?
Gaui fær því miður ekki að byrja á Starbucks fyrr en eftir áramót afþví hann vill frí í kringum jólin, sem er kannski skiljanlegt nema að Gaui átti að vera á kynningu sem byrjaði hálf tvö en þau þurftu að bíða í hálftíma eftir yfirmanninum afþví hann var í moskunni að biðja......svo þegar gaui minnist á að hann vildi nokkra daga í frí kringum jólin var hann látin vita afþví að hann fengi þá ekki að byrja að vinna fyrr en eftir áramót, í kringum jólin fengi hann bara frí 25 des eins og aðrir. Hann bað í raun bara um frí í 3 virka daga afþví hann hefði ekki unnið um helgar og ætlaði bara að vera í viku á íslandi en nei í englandi er bara haldið uppá jólin 25 des og þannig er það. Gaui varð nú frekar reiður og vildi spurja hvort það væri notuð sama stefna í kringum ramadan en sem betur fer róaði hann sig niður afþví hann vill geta unnið þarna eftir áramót. En þetta er frekar fúlt og í raun ólöglegt að ráða fólk og svo hálf partinn segja því upp afþví það vill halda uppá jólin en Gaui er nú að spá í að fara frekar í skóla eftir áramót sem ég er mjög ánægð með :)
Ég vona að hafi ekki móðgað neinn með þessari færslu en eins og flestir skilja kannski þá erum við frekar pisst. :þ
Annars er allt gott að frétta fékk mjög góð viðbrögð frá kennaranum mínum varðandi essay planið mitt í Media Theory :) nú þarf ég bara að klára tvö verkefni og þá er ég búin í bili :)
Svo eru mamma og pabbi að koma í næstu viku JEY

þriðjudagur, nóvember 7

Money money money



Má ég kynna nýjustu og skærustu stjörnu Starbucks keðjunar Guðjón Ólafsson :)Nú er skilda fyrir alla sem koma til london að fá sér kaffi á starbucks við Euston Station ;)

mánudagur, nóvember 6

Remember remember the 5th of November

Í dag er Guy Fawkes dagur, þetta var einusinni svar bretanna við Öskudag en þeir hafa því miður tekið Holloween upp með krafti. Í dag er Guy Fawkes brenndur til varnar öllum framtíðar hryðjuverkamönnum í hinu kónugnlega landi :)
Héðan er allt kalt að frétta hehe skít kalt alveg hreint :)
Fór í British Library á föstudaginn og fannst ég frekar lítil í þessu hrottalega stóra húsi. Þeir eru með yfir 150 milljón titla og mér fannst ég engan veginn vera að finna það sem mig vantaði :-( en ég bjallaði í hana Lovísu mína og hún hressti mig alveg við á nóinu:) gott að eiga góða vini :)
Tíminn lýður sko alltof hratt og meira til jeminn........það er ekki einu sinni tveir mánuðir í að við förum heim um jólin og mér finnst ég rétt nýbyrjuð í skólanum!!! Nú er ég komin með þrjú verkefni sem ég þarf að skila eftir sirka 2 vikur..stefni að því að klára þau í vikunni svo ég verði alveg frí þegar settið kemur í heimsókn...ætti ekki að vera of erfitt ef ég kem mér inní þetta. En svo þarf ég að skila einhverjum ritgerðum í lok janúar..fjórum held ég meira að segja og stefni að því að klára allaveganna tvær í desember áður en ég fer heim..já maður er sko dúlegur :)
Jæja ég ætla að henda mér í háttinn:) mæta snemma í skólann á morgun og byrja á blessaða Essay planinu :)
Já by the way allt jólaskraut komið upp og í búðir hérna NO FAIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!