laugardagur, desember 16

Smá jóla update







Fórum í smá göngutúr um daginn og tókum nokkrar jólamyndir .....Meira að segja Freddy Mercury er komin í jólaskapið hérna í London :) Ég persónulega myndi ekki vilja búa rétt hjá stóru bláu stjörnunni afþví hún blikkar úff heeheh en jólalegt að labba framhjá :) Bara 3 dagar í heimkomu jey!!!!! Og svo sjáið þið gluggana okkar :) erum einu í blokkinni með seríur ;)

miðvikudagur, desember 13

Viva la France




Þá erum við komin frá Frakklandi. Ferðin var mjög góð þó svo að við vorum bæði sammála um það að þetta var alltof mikið ferðalag fyrir svona stuttan tíma
Viljið þið ferða söguna...jeddúdda mía
eheheheh
Þeir sem þekkja mig vita að ég vil vera mætt tímanlega útá flugvöll, bæði gaui og anita hafa gert sitt besta til að fá mig af þessum vana en ekki tekist. Aní hú. Þá tókum við rútu uppá Stansted afþví það er ódýrara. Ég panta miðana og maður verður að ákveða nákvæmlega tímann sem maður vill taka rútuna. Ég geri það og allt í lagi. Svo vorum við frekar óviss um hvar rútu elskan stoppaði þannig að kvöldið áður hringdi Gaui í rútucompaníið og spurði...það tók nú einhverja tuttugu mínotur að fá svar en á endanum fengum við að vita hvar þetta væri og að það væri vel merkt. Svo vöknum við og röltum að rútustöðinni erum full snemma í því þannig að við vonum að við getum kannski fengið að fara með rútunni á undan. Við bíðum, sjáum reyndar hvergi merkt en höldum að það sé bara einhver misskilningur. En svo þýtur rúta framhjá merkt Stansted. Það var ekki sjens að hún ætti að stoppa hjá okkur afþví hún er 3 akreynum frá okkur..smá sjokk fer um hópinn.. (mig og gauja) þannig að við röltum neðar í götuna og finnum næstu stoppustöð... þar er ekkert merkt heldur þannig að Guðjón grípur í símtólið og hringir aftur í rútukompaníið. Það tekur svo smá tíma til að fá frekari upplýsingar og hann fær meira að segja að vita einhverja styttri leið og læti. Ég orðin frekar stress afþví að ef það þarf að fara einhverja styttri leið þangað getur þetta ekki verið stutt. En Gaui segir að við skulum prufa að labba neðar í götuna og þá finnum við þetta eftir 5 mínotur...erum samt frekar smeik afþví við vissum ekki um styttri leið heldur en beint..en þarna var merkt þannig að við biðum og rútan mætir og hleypir okkur inn og við fáum sæti hlið við hlið ;)
Rútuferðin tekur sirka einn og hálfan tíma og þegar einn tími og tuttugu mínotur eru liðnar spyr Gaui mig hvenær við förum aftur í loftið. Ég kveðst ekki vita það og hann tékkar...shiiiiit þá eru bara 15 mínotur sirka í að tékk inn lokar!!!! Við sitjum bókstaflega on the edge of our seat....hlaupum út úr rútunni og upp í terminalið en á öllum hlaupunum færist taskan mín á öxlinni og slítur af tölu á versta stað á kjólnum mínum þannig að ég var með frá hneft í brjóstahæð í tékk inninu en tókst að fela það ágætlega með jakkanum mínum.
Svo förum við í öryggis tékkið og það er huges röð og það er byrjað að kalla upp í vél hjá okkur.. Svo komum við að hliðinu og við lendum eimitt í því að það er verið að taka annaðhvern aðila og leitað á honum og við lendum bæði í því að það er leitað mjög nákvæmlega á okkur!!!!! Ég þurfti að lyfta upp kjólnum mínum og sýna beltið mitt og láta þreyfa á því öllu og læti!! Láta banka í botninn á skónum mínum og svoleiðis...jeminn góður við orðin frekar stressuð!!! Svo komum við að öryggishliði númer 2 og það er öllum veifað í gegn nema halló halló Guðjóni og Henný littlu við erum látin fara í röð þar sem við erum beðin um að fara úr skónum og láta skanna þá...eftir þetta hlaupum við eins og fætur toga að hliðinu..Ryan air er frekar cheap flugfélag þannig að það er engin rúta heldur þurfum við að labba alla leið eheh
Við sjáum á skjánnum að það er Final Call og erum frekar stressuð og hlæjum að því að við erum með Priority Boarding afþví við vorum bara með handfarangur. Þeir hljóti nú að bíða eftir svona priority fólki hehe. Við komum að hliðinu og það er ekki einu sinni byrjað að hleypa inn í vél og við erum meðal þeirra fimm fyrstu upp í vélina hahahahahahahahahahahha Við hlóum ekki lítið....fólk búið að vera að bíða þarna í klukku tíma eða eitthvað og við komum hlaupandi og beint inn í vél ehhehehehehehehe farm fyrir alla...hjá Ryan air er nefnilega ekki ákveðin sæti, heldur every man for himself hheheheh Jæja Svo svífum við yfir Toulon en það er ekki hægt að lenda vegna rigningar!!! Lordí lordí...Svífum í 20 mínotur og þá er loksins hægt að lenda..
Þá er líka þetta rosalega úrhelli. Við skellum okkur uppí bíl hjá Tengdó og leggjum af stað til Nice. Ferðin á að taka sirka 2 tíma en það var svo rosaleg rigning að við sáum ekki nógu vel á skiltin og viltum aðeins áður en við komust loksins á rétta leið...þá var sagan nú ekki búin heldur í vatnsflæminu þurfti tengdó að bremsa frekar snöggt en útaf vatninu sveif bíllinn bara áfram og beint aftan á næsta bíl...mér fannst þetta rosalega harkalegt en það sást ekki á bílum fyrir framan og varla hægt að stoppa og skoða afþví við vorum á hraðbraut á háanna tíma!!! En við komumst loksins til Nice og náðum meira að segja að kíka í Cap 30000 (man ekki alveg hvað það eru mörg núll hehe) sem er verslunarmiðstöð mig vantaði desperatlí buxur og uppáhalds búðin mín Pimkie bregst ekki :)
Við áttum svo frábæra helgi í frábæru veðri :) Gauja tókst meira að segja að finna jólavestið sem hann er búinn að vera að leita af heillengi og tjallarnir voru algjörlega uppiskroppa með :) Mér tókst líka að eyða smá hehehe en þeir sem hafa verið námsmenn vita hvað við erum rík stétt hehehehehe
En jæja svo fórum við heim. Leiðin til Toulon gekk svo sem áfallalaust fyrir sig..Þegar við komum á flugvöllinn sem er sveitalegri en Akureyrar flugvöllur ehhe Var ekki hræðu að sjá. Við tékkuðum okkur svo inn og allt gott með það..fórum í gegnum öryggistékki..ég var full löt og nennti ekki að setja allan minn vökva í poka en það gekk alveg og engin tók eftir neinu...svo erum við rétt sest í departure lounge-ið þegar við erum kölluð upp og vinsamlegast beðin um að koma fram í tékk inn.....við urðum frekar stressuð og þurftum að fá að labba framm í gegnum öryggis tékkinnið og fara fram í tékk inn..Þá hafði hún gleymt að láta okkur fá Priority boarding miðann heheheheheheh við að deyja úr hræðslu fyrir það....hehehehe
En komust svo heim á endanum alveg ósködduð hehehehehhehe
En okkur hlakkar MERGJAÐ til að koma heim og hitta alla :)
Ástakveðja

fimmtudagur, desember 7

Jólastuð









Sælt veri fólki :)
Við förum niður á Trafalgar square í dag til að sjá þá kveikja á jólatrénu þar...lentum í roki og rigningu og biðum í næstum hálftíma og ekkert gerðist þannig að við skelltum á lítinn dæner og fengum okkur samlokur :) Svo þegar við vorum búin að borða sáum við blessuðu hrýsluna ljósum skreytta og gátum ekki varist því að skella uppúr afþví þetta var frekar aumt og hálf sorglegt hehehe
En það var ágætt að að taka smá rölt í roki og rigningu...fengu vor fagra fosturjörð fílinginn bara hehehehehe
Svo var tornado hérna í london í morgun hehehe ekki djók hehheeh það var í hverfi hérna fyrir ofan hehe eyðilagði hús og götu og allt hehehe :)
Við vöknuðum...höhmm klukkan 11 í morgun við rosa drunur og læti..ég fékk bara í magan..jeminn er verið að sprengja eitthvað hérna niðri eða hvað...frekar damatísk í þreytunni heheh en þá var þetta bara veðrið hérna út sem var svona rosalegt þrumum drunur og BRJÁLUð rigning og rok hehehehe
Svo verður haldið til Frakklands á morgun :) blogga aftur þegar ég kem til baka
Love and chrismas all around :)

sunnudagur, desember 3

Young at heart


Guð hvað maður var ungur þarna en mér finnst þetta eiginlega bara hafa verið í fyrra!!!!!
Allt fínt að frétta hjá okkur. Var sett í skyndipróf á fimtudaginn...gekk ekkert alltof vel en mér skilst að mér hafi gengið betur en flestum.....margir skiluðu inn auðu en ég náði að svara fimm spurningum af átta
Við erum búin að kaupa allar jólagjafir JEY vúhú við höfum sjaldan byrjað svona seint að kaupa jólagjafir og þótti okkur þetta frekar stressandi :) Kláðuðum síðustu tvær á Oxford Street í gær og sem betur fer var búið að loka henni fyrir bíla umferð afþví það var troðið á gangstéttunum og fullt af fólki á götunni...mig hryllir við hugsuninni um það hvernig hefði orðið ef strædóarnir hefðu keyrt þarna í gegn líka
Nú ætla ég að hendast út í búð og kaupa jólageisladisk, smákökur og efni í heitt súkkulaði :) það er stórhreingernig á Warren Court í dag og smá kökur og heit súkkl á eftir :)