þriðjudagur, febrúar 28

LOKSINS

Hvað haldið þið að við Guðjón höfum verið að gera í gær??? Ha???
Panta okkur miða til London...aðra leið....Jííííííí
Loksins eftir margra ára bið...ég er búin að bíða eftir þessu síðan áður en ég og gaui fórum að rugla reitum okkar :) en núna er það loksins að verða að veruleika eftir frestanir, sparnaðaraðgerðir, smá forskot á sæluna fyrir nokkrum árum og mikið af dagdraumum...
Við fljúgum út mánudaginn 4 september, ætluðum að fljúga 30 ágúst en það munaði svo miklu á fargjaldinu að við flugum frekar 4 sem er mánudagur þannig að skólinn verður pottþétt ekki byrjaður þá :) En svo er það bara að plana heimsóknir :) allir skyldugir í eina heimsókn á ári :)
Jæja farin að láta mig dreyma meira :)

mánudagur, febrúar 27

Eru þið nokkuð upptekin?!?!?!

Monday, October 7, 2080. Þetta er víst dagurinn sem ég á að deyja þannig að endilega merkja það inn á dagtalið ;-)
Og ef þið viljið vita hvenær þið eigið að deyja kíkið á Deathclock :-þ
Humbug :-þ

föstudagur, febrúar 24

Listi pisti part two

Alltaf einhver að senda mér svona lista þannig að ég skelli þessu bara hér inn :)
4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
Barnapössun
Þjónn
Afgreiðslustúlka
Símasvarari
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Gvuð ég get horft á flestar bíómyndir aftur og aftur
Beaches
Almost Famous
Story of us
Sound of music
4 staðir sem ég hef búið á
Grenimel 107 RvK
Cleaveland road England
Hafnarfjörd

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends
Sex And The City
Titus
Coupling
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Mallorca
Nice
London
Danmörk
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
www.mbl.is
www.video.msn.com
www.ucas.com/track
Yahoo office attachents
4 matarkyns sem ég held uppá:
Lasagne
Kjúklingaréttir
Hambó
óhollur matur :(
4 bækur sem ég les oft:
Ísfólkið
Sonja Zorilla
Bridget Jones 1-2
Student Guide to London
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Heima undir sæng
London
Mallorca
New York
4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur:
Puh nota bara Ipodinn mar

fimmtudagur, febrúar 16

Listi pisti

Mér var sendur svona listi og sagt að ég ætti að fylla hann út og senda áfram en ákvað að skella honum hér inn í staðinn
Nafn: Henný Jóna Adolfsdóttir
Fædd: 15 júní ´83
Heimili: Er flutt aftur heim á settið
Skóli: London Metropolitan mar...í haust
Systkini: Fúsi :)
Foreldrar: Júlía og Adolf
Hárlitur: Skolhærð
Augu: gulgræn
Nammi: Geri ekki upp á milli vina
Drykkur: Kók!!!!
Áfengur drykkur: Smæs, breezer smæs twist
Matur: Hamborgarahryggur ekki sperning
Strokið að heiman? Já MJJJÖÖÖÖGGG oft klassíska sagan er þegar ég flutti niður í geymslu og færði dót til í hillunni fyrir fötin mín og gleymdi þeim svo niðri og pabbi skildi ekki hvað hafði komið fyrir,...hann sem sagt vissi ekki einu sinni af þessari stroku tilraun minni
Valdið einhverjum ástarsorg? Já því miður :-(
Verið ástfangin? ójá og hef verið síðustu 6 ár :)
Grátið þegar einhver deyr? Já
Langað í einhvern sem þú veist að þú getur ekki fengið? Já
Brotið bein? nei sem betur fer
Logið? ömmm nei ....ömmm kannski....
Trúirðu á......
Ást við fyrstu sýn? já
Guð? Nei
Skrímsli? Já skrímsli í mannsmynd
Stjörnuspár? Tja get ekki sagt það en gaman að blaða í þessu annað slagið
Geimverur? Já erum við ekki geymverur hahahahahahahaha
Drauga? Ójá!!!!!!!!!
Framhjáhald? Er verið að meina að framhjáhald sé eitthvað eins og tréð í skóginum ef engin heyrir (veit afþví) er það ekki til??????
Hvort er betra?
Coke eða Pepsi? Kók en kaupi oftast pepsi
Sprite eða 7-Up? Alveg sama
Strákar eða stelpur? á maður ekki að segja jafnrétti ;-)
Blóm eða nammi? Bæði takk
Hávaði eða næði? Fer alveg eftir skapi en oftast er ég nú fyrir næðið
Sundlaugar eða heitir pottar? Hot pots ekki spurning
Dökkhærðir eða ljóshærðir strákar? Alveg sama :-)
Buxur eða stuttbuxur? Böxer
Hitt kynið........
Hverju tekurðu fyrst eftir? Brosinu
Sítt eða stutt hár? Er soldið fyrir sítt hár um þessar mundir
Göt einhversstaðar? Eyrun
Hver.....
Fær þig til að hlæja mest? Vinir mínir og fjölskylda
Fær þig til að brosa? Sama
Er skotinn í þér? Ég vona að gaui sé soldið skotin í mér
Er það sá sem þú ert hrifinn af? Jebbsí
Hefurðu einhvern tíma..............
Setið við símann og beðið eftir símtali alla nóttina? Neibb
Óskað þess að þú værir annar en þú ert? Ójá
Óskað þess að vera karlmaður? Já þegar ég var 11 ára
Óskað þess að líta öðru vísi út? Ójá
Grátið vegna einhvers sem hefur verið vondur við þig? Of oft
Hverju tekurðu fyrst eftir í fari stráka? Húmor og brosi
Myndirðu giftast vegna peninga? Aldrei segja aldrei
Plokkaru augnbrúnirnar? Þegar ég nenni
Hver er uppáhalds ávöxturinn þinn? Mér þykir appelsína best en nenni sjaldan að fá mér
Hver er uppáhalds staðurinn þinn? Lon og don :-)
Dreymir þig í lit eða svarthvítt? bæði held ég
Manstu fæðingu þína? heheheheheh
Finnst þér gaman í grunnskóla? Stundum
Hvaða tungumál finnst þér fallegast? Spænska og gamla góða íslenskan
Hvort líkar þér betur við sólsetur eða sólarupprás? Bara bæði betra
Hvort finnst þér betra að hafa slökkt eða kveikt á ljósunum þegar þú horfir á sjónvarpið? Fer eftir því á hvað ég er að horfa
Trúirðu á töfra? Jebb
Færðu martraðir? Ójá
Hlustaru á tónlist daglega? Já Ipodinn er mitt viðhald
Hvað áttu mörg skópör sem þú notar? Er ný búin að hreinsa til í skósafninu vegna yfir vofandi fluttninga erlendis þannig að ég á sirka 15
Hvort myndirðu vilja eiga púðluhund eða Rottweiler? Rottweiler no question
Hvort finnst þér betra að fara á fín veitingahús eða svona matsölustaði? Það er soldið gaman að dressa sig upp
Ertu hamingjusöm manneskja? Oftast er ég það já
Hversu sítt er hárið á þér? Niður fyrir axlir er það sítt!!??
Hvernig viltu að augun í þér séu á litin? Langar að prufa blá í einn dag
Tekurðu einhver lyf? Jebbs
Ertu ánægður með nafnið þitt? Er alltaf að sættast við það meira og meira og það skaðar ekki að ég er skýrð í höfuðið á hugrakkasta manni í heimi sem er Henning afi minn :)

þriðjudagur, febrúar 7

Alltof mikið að segja

Það hefur nú svo margt komið fyrir síðan ég bloggaði eitthvað almennilega að ég efast um að fólk hafi nennu í að lesa það...þannig að ég skal segja svona highlights.....Golfinn minn sá trausti fákur sagði upp starfi sínu og bar við illri meðferð. Þegar ég var á leið í vinnuna fyrir nokkrum vikum ákvað að hann að hann myndi ekki láta bjóða sér þetta stundinni lengur og gafst up, sleit tímareymina bara til að gera þetta official. Þetta var náttúrlega bara fyndið það sem ég hljóp heim á sleipu vetrarskónum mínum að hringja í yfirmann minn sem var frekar fúl yfir hringingu svona snemma en ég æði svo inn og hendi Guðjóni uppúr rúmminu og við út að ýti bílum eitthvert þar sem hann yrði ekki fyrir...þetta var þegar snjórinn var sem mestur hérna um daginn...við á hausnum klukkan 6:30 að ýta ræflinum inn hamrabyggðina og rétt náðum að ýta honum uppá kant í hálkunni. En það var svo dýrt að gera við þessa elsku að við ákvaðum að skila inn plötunum og það var gert í gær með pompi og prakt :) en nú erum við komin á splunku glænýjan Citroen C3 :) hann er reyndar hvítur greyið en nú get ég sagt þegar Gaui kemur og nær í mig að riddarinn á hvíta hestinum sé kominn ;) múahhhaah maður er svo fyndin :)
Svo er búið að senda umskónirnar til viðeiginadi skóla og hefur mín verið að fara á taugum síðan..og mér skilst að ég megi búast við að bíða langt fram á sumar :( en vonum bara það besta :)
Jæja ég nenni bara ekki að skrifa meira :) á morgun segir sá lati