þriðjudagur, maí 31

Back for gúd

Jæja þá er maður loksins komin aftur.... húff....
Fyrir þá sem tóku ekki eftir hvarfi mínu úr netheiminum ræði ég við seinna
Alla veganna
Talvan mín er nebblega í gíslingu í Hafnarfirði eða ja kanski ekki svo mikið í gíslingu kannski meira svona þannig að ég gleymdi henni en gísling samt sem áður...
Hef hvort eð er verið svo rosa busy að ég hefði varla haft tíma í að vafrast á netinu..vá hvað maður er merkilegur..
En jæja hér kemur helgin
Eftir vinnu klukkan 3 á föstudaginn fór ég í fjörðinn og tók til fyrir þau gömlu..svo skellti ég mér í pottinn og í bað ( þegar maður hefur bara sturtu þá nýtir maður hvert tækifæri sem gefst!!!!)
Svo grillaði sá gamli og við horfðum á hemma..Síðan fór ég heim og rembdist við að halda mér vakandi yfir tveim dúndur góðum myndum á sitt hvorri stöðinni en um leið og Raggi og Gaui komu heim hélt ég í rúmmið..það er aldrei gláp friður fyrir þeim hvort eð er....
Vaknaði frekar seint á laugardeginum eða um hádegi. Reif mig fram úr og lét kallinn elda morgun mat :) Hann var sonna líka æði..Svo láum við 0g horfðum á Jewel of the Nile sem er framhald af áður nefndri Romancing the Stone...Svo hélt ég til Kefló þar sem Anita beið eftir mér og við héldum aftur í bæjinn til þess að vera viðstaddar í útskrifta veislu.. Það var nú bara fínt og þrátt fyrir verstu hrakspár þá var áfengi á boðstólnum sumum til mikillar gleði ;)
Jæja eftir það var haldið í nýju íbúðina hennar Tinnu sem er bara alveg rétt hjá minni :) en þar átti sko að tæta og trylla fram á kvöld en mín var nú ekki alveg í stuði fékk höfuðverk frekar snemma og svo mætti liðið engin sem ég þekkti. En maður reyndi nú að brosa en þá fékk ég þessa æðislegu og klassísku setningu " Þú heitir ekki Henný er það??" Jú jú segir maður og stíf brosir framan í smettið á gerandanum en þá kemur ALVEG UPPÁHALDS setningin " Heitiru ekki Henríetta??" Ég meina það það er eins og maður heiti Fagott eða eitthvað..
Allaveganna þá reyndi maður bara að ypta öxlum (veit ekki hvort að það eigi að vera Y þarna en fannst það bara svo kúl með P-inu) og glotta. Fyrr um kvöldið hafði Katrín frænka hennar Tinnu kíkt við..maður hefur nú alltaf gaman að tala um við hana enda gerði ég það óspart..enda ein af fáum sem ég þekkti þarna..aníhú..við spjölluðum um Köben hún er nebblega ný flutt þaðan..en því miður fer hún snemma og eiginlega rétt eftir að hún er farin fara nafnapælingarnar að byrja þannig að ég er ekki beint í stuði þegar einhver sem klæjaði mikið í nefinu fer að reyna að rífast við mig um Kaupmannahöfn.. Mér skildist að ég ætti að vera á móti...Eitthvað í sambandi við að mér þykir kaupmannahöfn svo æðisleg afþví hún er rólegri en t.d my beloved london..En honum fannst hann þurfa að verja heiður Kaupmannahafnar búa sem var alveg algjör óþarfi..
Kannski hefur karlræfillinn bara verið að reyna að spjalla en þegar maður gerir það með reiðist tón og illu augnaráði þá held ég að það sé tími til að byrja upp á nýtt..Ég var alla veganna í litlu stuði og ákvað að rölta heim..á leiðinni fékk líka þetta góða boð frá Ninnu um að koma með henni og Katrínu niður í bæ en var nú frekar fúl og pirruð eitthvað þannig að ég neitaði..fór heim og tjillaði lík og gert er í köben ;) það sem eftir var kvöldsins

Sunnudagurinn fór mestur í að flytja hana Anitu sem var að kaupa sér íbúð í 101 algjör pæja að flytja í 101 :þ Hún er reyndar að fara til útlanda í mánuð dóninn!!!!! Svo verður maður aftur að hjálpa henni að flytja á Júlí þegar hún kemur heim...
Jæja en svo var fræðsludagur hjá flugfélaginu í gær..og haldiði að það hafi nú bara ekki verið stór skemmtilegt :) Fékk meira að segja 3 rétta máltíð í Lóninu og alles :) og spuna með Erni Árnasyni..Alveg hreint brilliant dagur bara :)

Jæja best get back to vörk

miðvikudagur, maí 25

Sony Ericsson Z200


Sony Ericsson Z200
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja nú er mar komin með nýjan síma. Henning frændi reddaði mér :) Og þarna er hann félaginn geðveikt flottur :) Jæja það er nú ekkert merkilegt að frétta :/ but thats life

mánudagur, maí 23

Baráttan við Bakkus

Jæja dagur tvö af júróvisíon þynnkunni...þurfti til allrar hamingju að vakna klukkan 6 í morgun (svindlaði reyndar og vaknaði 6:30). Og ég þurti að vakna til að svara í síman og heyra vélkonurödd segja "Þetta er vakning/áminning ..something something" Já ég þurfti á þjónustubeiðni símans að halda... Vegna þess að einhverjum óprútnum nágungum tóks að eyðileggja gemsan minn á laugardaginn!!!!!
En byrjum á byrjuninni
Haldin var grillveisla í vinnunni sem byrjaði strax eftir að ég var búin að vinna ( mar er svo dúlegur að það hálfa væri nóg ;) ) Það var nú líka svona frábært í grillen og ég held að ég hafi nú bara fengið einn besta kjúkling á ævinni..pabbi hvítnaði nú reyndar yfir þessari yfirlýsingu á laugardaginn :þ Við fórum ekkert of seint heim úr grillinu eitthvað um ellefu hálf tólf.. sé reyndar eftir því að hafa ekki kíkt við í opnun Húsasmiðjunar í Grafarholti. Þar voru mínir menn í Sálinni að trylla liðið. En sei laví....
Svo fór laugardagurinn í að hjálpa þeirri gömlu að gera tilbúið fyrir Júró. Það var þrifið og búið til playlista í ipodinn sem kallaður er Mamma að jamma :)... Gerði þetta allt í skiptum fyrir að fá að fara í bað hjá þeim gömlu..er nebblega farin að vakna upp kjögrandi á nóttunni vegna þess að löngunin í bað er orðin það mikil :þ Allaveganna var grillað yfir Júró og ég hélt að sjálfsögðu með Noregi og Moldavíu. Hélt með Moldavíu afþví að gaurinn með græna gítarinn var nú helv.. líkur honum Gaua mínum og fyrst hann var í vinnunni á meðan Júróvisíonið var gat ég vel ímyndað mér að hann væri þarna að standi sig með sóma sínu landi til heiðurs...
Svo vann náttlega Grikkland. Bjóst satt að segja ekki við öðru. Finnst júróvisíon orðið svoldið þema gjarnt þó að það sé alltaf hægt að horfa á það og hafa gaman af. Eeeen eftir júró var tónlistini startað og byrjað að dansa svo var rifinn upp gítarinn og tekið eitt eða tvö lög hmmhmhmhm Svo var dansað meira og mín reif sig heldur betur upp og kenndi salsa dans ójá salsa við Þetta er algjör bongó blíða :) Og það við mikil fagnaðarlæti við staddra. Það fer tvennum sögum af því hvort það hafi verið útaf hinum snilldar danstöktum mínum á gólfinu eða ekki..
Svo um tólfleitið var Tinnu farið að langa niður í bæ þannig að brunað var í bæinn og byrjað á hverfis þar sem aldurinn var svona í lægri kanntinum og Fg ingar voru einnig að halda upp á útskriftir þannig að við stöldruðum ekki lengi við. Meðal annars vegna þess að fólk gat ekki hætt að spurja okkur í tengslum við fatahengið til dæmis ; "Viti þið hvar gaurinn í fatahenginu er" "Eru þið að vinna í fatahenginu" við stóðum þarna reyndar nálægt fatahenginu í KÁPUM og með drykk..við litum ekki út fyrir að vita svörin við þessum spurningum..
Síðan var haldið á "Kofan" sem allir vissu víst nema ég að er Kofi Tómasar frænda. Satt að segja var ég búin að gleyma að þetta væri kaffihús og hélt einhvernvegin að þetta væri búð :/ En þetta var og er svona líka krúttlegur staður. Tónlistin var fín og dídjeiinn var meira að segja píndur í nokkur júrólög..Þorsteinn og Elísa hittu okkur síðan á "Kofanum" Og svo var drukkið og drukkið og rétt eftir 4 fattaði mín að hún ætlaði að skutla Gaua í vinnu klukkan sjö þannig að ég dreif mig heim..En málið er það að þegar maður hefur setið heillengi og drukkið er maður ekki alveg dómbær á eigin getu..Þannig að þegar ég var komin út átti ég soooldið erfitt með að halda mér í beinni línu og sjá fólkið í kringum mig en mér tókst þetta nú nokkuð sannfærandi og náði meira að segja að þekkja fólk á leiðinni. Ég reyndi að kveikja á símanum mínum fyrir gönguna heim en hann vildi ekki leyfa það. Þá ákvað ég að taka leigubíl heim, fannst ég ekki alveg í ástandi til labba ein heim símalaus. En leigubílaröðin var alveg svakaleg þó svo að klukkan væri rétt um fjögur. Þannig að ég ákvað að taka sjensinn og rölta heim og á leiðinni hitti líka svona viðkunnalegan ruglaðan dreng. Hann heimtaði að fá að fylgja mér heim en ég náði að plata hann (bond..james bond) þannig að hann fékk bara að rölta með mér að bóklöðunni. Þegar ég kom heim sat ungt par á tröppunum hjá fólkinu á hæðinni fyrir ofan og ég er ekki frá því að það hafi glitrað á tár hjá litlu labbakútunum..en ég var nú ekki að láta það á mig og tók eitt hátt og skírt "KVÖLDIÐ" heyrðist þau ná að svara einhverju. En kvöldið var nú ekki búið.. ég kom heim og setti vatn inn í ísskáp, þynnkumeðal fyrir daginn eftir sjái þið, lagðist svo uppí rúm og las nokkrar blaðsíður í bókinni minni og fattaði að gaui var ekki með stilltan síma til að vakan.. Þá var náttlega að vekja hann og hann sagðist hafa gleymt símanum í Hafnó og við yrðum að nota minn. Ekki málið hann er bara batteríslaus set hann í hleðslu. Las soldið lengur og reyndi síðan að kveikja á honum en allt kom fyrir ekki..tók hann þá allan í sundur og þurkaði hann og setti hann í hleðslu en þá byrjaði félaginn bara að titra og læti þannig að ég reif hann úr sambandi. Þá var það að ná í símaskránna til að hafa svona áminningu. Ég reyndi við símann aftur og aftur og það kom alltaf einhvern villa. Þá er ekki annað en að hringja í 8007000 sem ég gerði og hér kemur handritið af því samtali
Síma kona: Þjónustuver símans góða kvöldið
Ég: Góða kvöldið érr að reyna að gera sona áminingu
SK: Já
Ég: Svona til að vekja mann
SK: Já
Ég: Ég var nebbla á Kofanum og einhver...
SK: Og ert að reyna að stilla áminingu
Ég: Já hvernig gerir maður það
SK: Þú verður að setja inn 4 stafi sem sagt allan tíman
Ég: ahhha érr nebblega ekki búin að vera að gera það okey
SK: Nei
Þögn
Ég: Oki takk
Sk: Takk fyrir Bless
Klikk
Ég: Halló
Ekkert svar
En já mér tókst að stilla þessa blessuðu áminingu og gerði það vel!!! En Gaui greiið náði nú samt ekki að vakna við síman og svaf yfir sig ræfilinn. Þær hringdu ekki ánægðar af Select og ráku hann á fætur.
Dagurinn leið svo milli svefns og vöku og frekar mikilli þynnku seinni partinn. En það bjargaðist fljótt þegar gaui kom með hammara eftir vinnu :)
Er núna ennþá að jafna mig og er ekki frá því að ég þurfi að leggja mig á eftir :þ
En ég held að þetta sé nóg í bili
P.S Alla stafsetninga villur eru af völdum afgangs áfengis í blóðinu!!!!!

fimmtudagur, maí 19

Júró ;-(


Júró ;(
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja þá er júróið búið...við náðum því miður ekki í gegn..ætli það hafi verið þessi blessaði búningur sem rætt hefur verið um fram og til baka..sem öflugur júró aðdáandi þá held ég ekki..en ég get sagt ykkur eitt að ég held að við komumst aldrei uppúr undan keppninni..það eru svo mörg austantjaldslönd þarna með okkur og þau kjósa bara hvert annað.Alla veganna...Vikan bara búin að vera róleg svo sem ekkert merkilegt að gerast :) Svo er reyndar stefnt í að fá sér í glas á laugardaginn..Ætlaði nú reyndar að halda júróhitting en fékk fjöldan allan af kvörtunum fyrir hvað ég var sein til að bjóða þannig að ég neyddist til að þiggja boð í gleðskap í hafnarfirðinum... Næsta ár byrja ég að bjóða í mars :) Eða betra þeim sem ég bauð í partíið og þeir sem ég náði ekki að bjóða áður en ég hætti við er hér með boðið í partí að ári..nema ég verði flutt :/ allaveganna hafi þið þetta bakvið eyrað :) *En heyri þið nú mig er hérna daginn eftir og júróið er on.....fólk var víst frekar fúlt yfir því að ég aflýsti..ég sem hélt að engin myndi koma þannig að allir eru velkomnir í aftur í slottið :)

lotsa love

mánudagur, maí 16

Pæjur í London


IMG_2876
Originally uploaded by hennyjona.
Þarna erum við pæjurnar í London. Ég og amma að máta hárkollur í Topshop. Sé nú reyndar eftir að hafa ekki keypt mér eina eða tvær...Helgin hefur nú gengið í vinnu og afslöppun.. Hef verið að þræla mér út í allan dag við að mála húsið hjá settinu..maður er svo góð dóttir :) Svo er stemmt á Júrójamm næstu helgi..er meira segja að halda smá júróhitting :) En ætla að halda áfram að horfa á Notting Hill með þeirri gömlu :)

fimmtudagur, maí 12

Er sumarið komið????

Þegar ég var á leiðinni í vinnanuna í morgun var ekkert smá gott verður og er enn..hlýtt og gott. En ætli það verðu nú samt ekki skafal bylur þegar ég fer heim :)

Þegar ég kom heim til í mín á Þriðjudaginn eftir heimsóknar rúnt voru blóm fyrir utan hurðina hjá mér. Rosalega flottir gulir túlípanar í flottum vasa :) Það er gott að eiga leynilega aðdáanda :)

Ég er nú frekar fúl útí sjálfa mig fyrir að hafa misst af Oprah þættinum í gær....langaði ekkert smá að sjá hann..Ef einhver sá hann vinsamlegast láta mig vita hvernig hann var :)

mánudagur, maí 9

Hold me closer tiny dancer

Jæja nú er elskan mín komin heim...hún er æðisleg..já ég held bara að þetta sé hún...Alla veganna gerir hún allt til að þóknast mér :)

Helgin búin og fyrsta 7-3 vaktin á morgun..frekar spennt en efast um að ég nái að fara snemma að sofa þar sem klukkan er 12 núna og ég er ekki baun þreytt. Alla veganna
Föstudagurinn var fínn. Fórum á jammið sem fólst meðal annars í því að það var hótað að henda okkur út af Thorvaldsen þar sem Hranfnista var greinilega í vettfangsferð. Ég bragðaði líka mína fyrstu Margarítu...get ekki sagt að ég sé fan...hnerraði eiginlega og það datt allt úr glasinu :/ Þetta var nú eiginlega í fyrsta sinn þar sem ég fer á jammið og þekki fullt af fólki..sumir myndu segja að það væri afþví að ég fer svo sjaldan á jammið en ég held ekki :þ
Laugardeginum var að mestu eytt með dömunum sem við drógum með okkur heim (Anita og Tinna) í þynnku og Sex and the city :) Svo um kvöldið fórum við með settinu á Lækjarbrekku sem að sjálfsögðu klikkar ekki!!!!! Svo fórum við í mat í keflavík í dag sem er nú næstum eins og að borða á veitingahúsi...alltaf góður matur á þeim bænum :) Og ég fékk Ipodinn minn :) jíjí Telma var nú reydnar næstum búin að gleyma honum uppá flugstöð..ja eða næstum já hún gleymdi töskunni með honum uppá velli ...en fékk hana aftur nó prob.. Með þeim Telmu og Magga kom nú bara frekar myndalegur ameríkani sem er 23 og mun vera hér í sumar að spila fótbolta með...jæja einhverju liði. Og þá var að sjálfsögðu lofað að taka hann á jammið hérna í bænum..maður verður nú að spilla svona saklausum könum..múihahahahaha Ninna mín are you up for spoiling a young american ;)
En já núna er ég að fylla elskuna mína af lögum og ýmsum fróðleik :) I love my baby

föstudagur, maí 6

Til hamingju með afmælið Jóna

Jæja nú er hún Jóna loksins orðin 16.. hún er búin að bíða eftir þessu lengi ;)

Aní hú..Ég er frekar spennt þessa dagana því að það er ekki nóg með að Ipodinn minn langþráði komi til landsins sex að morgni sunnudag en þá er þetta síðasta leiðinda vaktin mín í vinnunni. Hef nefnilega síðan í apríl verið að vinna frá 11 til 7, sem er hundleiðinlegt :( en frá og með mánudeginum mæti ég 7 og hætti 3 :) draumvaktin. Svo þegar ég vinn laugardaga á ég hálfan dag frí í staðinn, oftast á föstudögum þá er ég að vinna frá 7-11.. sem er náttlega sweet á sumrin :)
Svo er þetta rosa social helgi hjá manni. Í kvöld er stemmt á að fara út að borða til að fagna þessum merka áfanga hjá henni Jónu. Er nú ekki alveg viss um að ég mæti það eru bæði faratækja og peningahömlur. En svo á að fanga heimkomu Tinnu úr heimsreisunni.. Ætli maður skelli ekki í sig smá áfengi í tilefni dagsins :) Svo á morgun eigum við pantað borð á lækjarbrekku :) Smá lúxus á manni (ekki það að ég borgi :) ) svo er það Ipod leiðangur í keflavík á sunnudaginn :)

Nóg að gera :)

fimmtudagur, maí 5

Dömur mínar og herrar

Jæja nú hef ég sko fréttir Ipodinn kemur á sunnudaginn :) þannig að alla næstu viku verður bloggað um hans fyrstu orð, fyrstu skref og hans fyrstu hrösun :)
Og ég vil endilega uppástungur fyrir nafn á Podan...endilega komið með hugmyndir !!!!!!!!

sunnudagur, maí 1

My precious


My precious
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja gleðinlegan Maí allir saman....Nú eru bara tvær vikur í að my very precious Ipod kemur til landsins :) My precious...Aní húSit hérna ein heima fyrsta kvöldið sem ég eyði ein hérna í Murderville verð að segja að mér frekar spúkt. En einhvern tíma verða prinsessur að gerast drottningar :þ Er að glápa á mynd sem ég keypti mér ( á dívídí) í útlandinu. Romancing the stone man einhver eftir henni???!!?!?! allaveganna er ég að horfa á hana ég hef dýrkað þessa mynd síðan ég var krakki. Helgin var mjög fín. Eyddi laugardeginum í 70% afslöppun og 30% tiltekt. Fórum svo með ninnunni á Ruby tuesday. Frábært alveg hreint. Ninna fór svo að keyra settinu sínu heim og ætlaði svo að hringja í í okkur til að hittast í bænum. En allt kom fyrir ekki og var ég orðin frekar fúl rétt eftir 2 og ekkert símtal en þegar ég reif reiðilega í síman sá ég að það var slökt á honum og ég gat ekki kveikt á honum fyrr en bara rétt áðan, hlóð hann víst of mikið eða eittað.. alltaf skal maður æsa sig áður en maður veit allar staðreyndir :þ roðn roðn :)Þannig að afsökunar beiðni vikunnar fer til Ninnu fyrir argan dónaskap í að svara ekki hennar mörgu tilraunum til að ná í mig og fyrir nokkrar ókristilega hugsanir af minni hálfu ;) I love ya babe :) Sunnudagurinn fór svo í mest lítið fór aðalega afslöppun en fórum svo í keilu með starfsfélögum hans Gaui.. það var fínt og hann Gaui minn vann :) Jæja ég held hreinlega að það sé bara kominn svefngalsi í mann þannig að ég held ég hætti áður en þetta fer að verða bannað innan 18 hjá mérLov all jús :)