laugardagur, desember 31

The ultimate settler of Catan


Jæja jæja Mr Anonymus.......
Eins og margir tóku eftir var hart skotið í komment kerfinu hjá mér í síðustu færslu um hæfileika mína í Catan.....en ég hef nú sannað með einstakri hæfni yfirburði mína yfir MrAno...
ég rústaði honum og samkvæmt veðmáli á hann að taka lagið í karókí þegar við förum til Mallorca núna í Júní....Hopelssly devoted to you hefur verið fleigt í hattinn en hann verður að ráða þessu sjálfur GREYIÐ ;-) múhahahaah
eins og þið heyrið er ég mjög ánægð með minn sigur enda var hann algjört æði hafði yfir höndina allan tíman (hóst hóst) og þau áttu ekki sjens.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Catan er er það stór skemmtilegt spil sem hefur haldið familíunni í heljar greipum síðan við urðum okkur útum það í lok nóvember.....
ég hvet alla til að prufa bæði grunnspilið og viðbótina (haldiði ekki að ef ég held áfram að plugga spilið að ég fái það frítt hjá útgefanda??????)))
Annars er ekki mikið að frétta síðan síðast......lofaði Mr Ano... að ég myndi blogga um sigurvegara spilsins í gær og hef gert það
En á maður ekki að líta yfir árið.....Þetta ár hefur ekki verið það besta en ágætt samt sem áður, árið sem er á leiðinni mun líka vera erfitt en við hörkum þetta af okkur með bros á vör :-)
Ég elska ykkur öll takk fyrir allar frábærar stundir sem við höfum átt :-#

fimmtudagur, desember 29

Gleðileg jól.....og gæfuríkt ár

Það er nú avlveg bara heill og hálfur mánuður síðan ég skellti einhverju hérna inn þannig að það var og er tími til kominn...
Hef nú lokið við að senda umsóknirnar mínir til háskólana úti og hef lítið geta sofið af stressi.
Og haldiði að maður hafi bara ekki verið að bóka sér ferð til Mallorca.... Ætlum að skella okkur í 3 vikur í sumar með familíunni. mmmmmmmmmmmm þannig að nú verður unnið eins og mófó og safnað andskoti nóg af pening!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Svo fékk maður helling af æðislegum júlegjöfum og er ég bara mjög sátt við þessi jól... :-) vonandi hafið þið öll notið þeirra
þúsund kossar
Henný sem nennir ekki að skrifa meira

þriðjudagur, nóvember 22

Þið gætuð fengið pakka flóð ef þið eruð góð

Toefl prófið að baki. fimm tímar. Fyrir einhvern sem hefur ekki tekið próf í ár tók þetta vel á. Svo var þetta nú bara eins og að ganga í herinn stressandi og strangt. Og ekki hjálpaði til þegar gemsin minn kveikti á sér til að minna mig á að taka töflurnar mínar í hádeginu :/ roðn roðn roðn en fall er farar heill eins og einhver sagði. Nú er ég að rembast við völundarhús sem kallast UCAS sem á að vera hjálpar tæki í umsóknum um háskólavist. Leyfið mér að lofa ykkur að svo er ekki. Þetta er ekkert nema bara til þess að gera manni lífið erfitt og þessar (orðum hefur verið eytt vegna innihalds) kellinga sem vinna niðri á aðlþjóðaskriftofu háskólastigsins sem eru fjórar eða fimm í vinnu við að raða úreltum bæklingum og segja: Þetta er allt á netinu. Sama hvað maður spyr um þó það sé símanúmerið hjá þeim þá segja þær pottþétt, þetta er allt á netinu. Jedúdda mía. En hið ágæta fólk hjá Síne ætla eitthvað að aðstoða mig við þetta. Vonandi að þetta hafist nú. Maður er búin að gefa út yfirlýsingar og má ekki bakka út héðan af. ;-)
Og auðvita er það júleskrautið um helgina. Fyrsti í aðventu og alles. Svo er settið að fara til ameríku :-) Það er sko búið að setja fyrir innkaupalista þannig að óvíst er hvort þeim verði hleypt inní landið með allt það dót sem þau eiga að kaupa ehehehehe nei nei maður hélt þessu nú í lágmarki.
En best að fara vinna og læra :)

mánudagur, nóvember 14

Jólin jólin jólin koma brátt

Jæja haldið að maður hafi ekki fengið þessar líka glimrandi einkunnir í ensku. Fékk tvær og báðar níur :) hvað maður leynir á sér :)
En jæja Haldiði að maður hafi ekki skellt sér í keilu með familíunni á laugardaginn. Og hver haldið þið að hafi risið upp og sigrað ekki minni menn en Guðjón og Henning Freyr...ÉG. Keilumeistari með meiru bara. heheh en það segir reyndar meira um hvað hinir eru lélegir en hvað ég er góð...þó að mamma og hilmar smári hafi háð harða baráttu á botninum sem er barátta sem ég tek vanalega þátt í þá held ég að þau hafi skilið jöfn. Og ekki til að gera lítið úr þeim þá hélt annað þeirra að hægt væri að stjórna keilukúlunum með joystick sem var þarna á einu borði. Þið hugsið bara með ykkur hvor þið haldið að það hafi verið...
Annars gerðist ótrúlega lítið um helgina..bara letið á leiti ofan eins og helgar eiga að vera :)
Næstu helgi er það svo toefl prófið sem þegar ég grefst fyrir verðu skrítnara og skrítnara!?!?!

þriðjudagur, nóvember 8

Sweet sixteen

Var að ljúka við að horfa á þátta á MTV sem heitir Sweet Sixteen sem er um 16 ára afmælis veislur einhverja amerískra dekur rassgata. Í þessum þáttum halda sæmilega velstæðir foreldrar HUGES veislur í tilefni afmælis krógans. Í tilfelli kvöldsins var einhver stúlka obsessed með ævintýrum. Bara downpaymentið á salnum fyrir afmælið var 1400 dollarar..Daginn sem partíið var haldið fór vinkonan bara í snertingu og sonna. Mamman á í einhverjum vandræðum með að borga fyrir herlegheitin en tókst að skrapa þessu saman. Allaveganna þá byrja vinirnir að mæta á hótelið þar sem veislan er haldin í hummer limmum en það var sko ekki limmi fyrir prinsessuna nei nei það kom svona vagn eins var í öskubusku svona eins og grasker með fullt af seríum og gellan var klædd í outfit sem hver brúður getur verið stolt af!!!!! Svo eru einhver læti þarna í veislunni afþví að það kom einhver sem var ekki boðið en það var leyst með sanngjörnu hissy fitti. En síðan varð mamman öskufull. Alltaf jafn hallærislegt þegar mömmurnar eru eitthvað að hanga utan í vinum krakka sinna öskufullar og dansandi við kærasta dóttur sinnar. En svo kom the Grand finnale þar sem vinkonan dansaði enda dansin úr dirty dansing við kærastan..fáránlegur þáttur búin að tuða í bili nenni ekki meira :)

þriðjudagur, nóvember 1

Ræktin kallar

Vikurnar bókstaflega fljúga burt á ljóshraða..maður verður varla búin að blikka og þá verða komin jól. Er nú meira að segja búin að kaupa næstum allar jólagjafir keypti nú meiri hlutan af þeim í apríl og geri aðrir betur :)
Hef verið í viku fríi í ræktinni (skamm skamm) en fékk útborgað í dag þannig að það verður ráðist í ræktina af krafti á morgun. Fór nú reyndar í Top Shop og Dorothy Perkins í gær og komst að því að ég hef minnkað um 2 buxnastærðir frá í ég var í London í apríl :) vúhú um að gera að skella sér á sykursýkislyf ef maður vill grennast en ég get nú ekki sagt að ég mæli með þeim afþví að aukaverkanirnar eru ekki skemmtilega .....vægast sagt...
Vorum að fá þetta nýja dæmi Skjárinn í gær og í dag festi ég leigu á auka afruglara fyrir herbergi okkar hjónaleysana og sitjum við nú og gónum á Beavis and Butthead maður var nú búin að gleyma þessari klassík...en það sem er sorglegt er að þeir eru farnir að sýna þá félaga á VH1 sem eins og margir vita er mtv fyrir ellismelli..... :-l
Er orðin treytt ætla að fara að sofa...fyrst maður er farin að horfa á VH1 sem sagt annan fótinn í gröfina, þá verður maður að fá sinn svefn

P.S
Til Frú teacher þá skrifaði ég þetta blog áður en ég hafði fengið nokkur komment en hef verð mjög ánægð með þau sem ég hef fengið hingað til :) þó að engin annar hafi séð sér fært að kommenta þangað...nefni engin nöfn hmmm hhhmhmhm

föstudagur, október 28

Let it snow let it snow let it snow....

Jæja þá er loksins komin alvöru vetur!!! Þetta er nú samt ekki veður sem maður vill sjá svona löngu fyrir jól. Það er eiginlega bara óþægilegt á morgnana þegar ég drösla mér framúr klukkan 6:30. En skánar alltaf þegar líður á daginn.. eins og núna sit ég með smjattandi á saltpellum og horfi á hana æi hvað heitir hún inga lind..helga lind...öööömmm bíðið já inga lind ég vissi það en það er kannski asnalegt að segja að hún sé mín uppáhalds sjónvarpskona en hún er allaveganna frábær..aní hú það var rosaleg frétt í sjónvarpinu áðan um lítinn fyrirbura sem dó..ég fór alveg að háskæla afþví að einhverjar dj#*?## hjúkkur tóku hann upp úr hitakassanum og voru að taka myndir...sumt fólk sko..

En á öðrum nótum þá erum við nokkur að skrifa svona blory eða blog story..endilega kíkið og semjið viðbót :) Kíkið til Anitu í linknum hér til hliðar

Helgin framundan ekkert planað nema leti og afslöppun.. fer máski á rosa skó útsölu,.,.,.,.,.,þarf að kaupa mér spari skó þar sem ég passa ekki í skónna mína lengur :/ en það er bara fínt :) get ég keypt mér í viðbót :þ
Alltaf skal hún Svanhildur hólm halda á bolla....
Annað mál húff æi verð að fara pizzudeigið er tilbúið.....

miðvikudagur, október 26

Klukkæði

Það hefur víst gripið um sig eitthvað klukkæði meðal bloggara og nú hef ég verið klukkuð aftur og í þetta skipti er það 10 hlutir sem ég vil gera áður en ég dey..

1. Búa í New York eða Los Angeles eða bara BÆÐI
2. Fá háskólagráðu
3. Vinna sjálfstætt
4. Verða það fjárhagslega vel sett að geta leyft mér næstum hvað sem er án þess að hafa áhyggjur
5. Fara í heimsreisu
6. Kunna minnst 5 erlend tungumál
7.Læra dans (maður getur lært þó að maður sé ekki góður :þ)
8. Krúnaraka mig
9. Eiga hund :þ
10. vera kölluð amma :)

Jæja þá veðru maður víst að klukka einvhern annan sem verðu alltaf meira og meira mál....þannig að anita verður að vera fórnarlamb eina ferðina enn :) múaahahahahahhahaahahah

mánudagur, október 24

Þett´er júróvisjón lag

Kvennadagurinn að kvöldi komin. Þetta var bara þræl skemmtilegt. Skella sér niður í bæ og syngja "Áfram stelpur" og "Ekki önnur 30 ár" Vúhú Girl power....nenntum reyndar ekki að hanga á baráttufundinum það var svo mikið af fólki um 50 þús manns allir að reyna að troða sér inn á ingólfstorg þannig að fimm fræknu (ég,gaui, mamma,anita og tinna) tókum bara setu mótmæli inn á oliver :) enga hneykslan við tókum sko út okkar skerf í göngunni..anita gekk meira að segja með skilti sem hélt því fram að konur væru líka maneskjur og heimtaði fleiri typpi í bíó myndir. henni til varnar bjó hún ekki skiltið til sjálf enda skömm af því að sjá grafískan hönnuð með skilti sem er út krotað með svörtum olíutúss. En vinkonan hélt sínu striki og heimtaði það sem hún heimtaði þannig að ég skora á t.d Baltasar kormák sem var með okkur þarna í göngunni að taka kröfu anitu alvarlega :)
En helgin var bara svona líka fín líka...byrjaði að sjálfsögðu með heitum pott og idol á föstudaginn þar sem föstudagar eru alltaf familí kveld á teigabyggðinni. áttum líka skilið að fara í pottinn vorum ógislega dúleg að hjálpa valda að flytja um daginn :) en á laugardaginn kíkti linda í heimsókn frá norge og allt gott að frétta af henni :) síðan var haldið í sklátur hjá ástu ömmu sem rann svona bara líka vel niður :) en um kvöldið var okkur (mér og gaua) og settinu boðið í mat í keflavík hjá óla og dóru.. og þetta var svona líka frábært kvöld með æðislegum mat og góðum félagskap og við vorum ekki komin heim fyrr en langt að ganga 3. Því miður missti ég af útskriftaveislunni hennar Ninnu elsku sem var að fá BA prófið sitt á laugardaginn en skjátan varð víst eitthvað veik eftir útskriftina...en hún herðir af sér svo að ég geti boðið henni út og gefið henni gjöf :)
Á sunnudaginn hentum við mamma okkur undir teppi til að horfa á júróvisíon þáttin sem við tókum upp kvöldið áður. Við urðum nú að játa að þessi þáttur var nú ekki jafn góður og við var búist en við bættum nú betur og horfðum á þrjár bíómyndir áður en við hentum okkur í háttinn :)
erum eimmitt að ljúka við enn eitt vídíó kveldið þannig að ég held að við séum á góðri leið með að verða sófakaröflur en sem betur fer erum við öflugar í ræktinni :)
svo er þetta síðasti mánðurinn áður en sparnaðurinn byrjar þannig að hér efitr mun ég lifa á 40 þús á mánuði þannig að best að fara á spending spree heheh ónei ekki soleiðis heldur verðum við hjónaleysin alveg skuldlaus um mánaðamótin :) hmm geri aðrir betur...ekki það að ég sé ekki viss um að það séu aðrir að gera betur heldur hljómaði þetta bara svo vel eitthvað..þið vitið ha sjáið hvað mar er öflugur..ein m0ntin með sig :)
jæja ætli þetta sé ekki nóg af bulli í bili :)
En elsku ninna mín innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og vonandi batnar þér sem fyrst svo við getum skellt okkur út í mat :) koss koss

þriðjudagur, október 18

Tími til komin

Já það var nú kannski tími til komin að henda einhverju hérna inn en svo virðist sem blog sé hætt að vera í tísku... fólk er hætt að blogga og skoða blogg... en þar sem ég starfa fyrir framan tölvuna allan daginn þá finnst mér voða gaman að skoða blogg hjá öðrum en nóg af tuði í bili :)
Það hefur margt gerst að undan förnum vikum þó er hápunkturinn var afmælið hennar Anitu littlu sem er ný orðin 44. Það var haldið uppá það á miðvikudeginum(sjálfan afmælisdagin) með bíó og kakó á kaffihúsi. Svo á laugardaginn hélt hún kaffiboð sem framlengdist í partí sem endaði niðri í bæ..reyndar slasaði stelpan sig á kaffi könnu og varð að harka að sér og haltra um bæinn með höndina í fatla. En svo daginn eftir þegar ég var að leita af hjúkrunar vörum fyrir sjúklinginn komst ég að því að það er ekkert apótek opið á sunnudögum í miðbæ reykjavíkur!!!! Þó svo að það sé auglýst á hurðinni að það eigi að vera opið frá 10-24 ALLA HELGINA...en sem betur fer er lágmúlinn alltaf opin og kom til bjargar þannig að anita fær að halda hendinni.
En næstu helgi verður stefnan tekin í matarboð og útskriftarveislu svo ekki sé meira sagt...en ég ætla að halda áfram að sitja og þykjast upptekin

P.S Setti nokkra skemmtilega linka inn sem mér datt í hug að einhver hefði gaman af og ef ekki þá getið þið bara átt ykkur :þ

miðvikudagur, október 5

Tralla tralla lalalalala

Haldiði að maður hafi ekki fengið svona líka glimrandi gagnrýni frá lærernum á ensku síðunni :) maður gæti nú bara sprungið úr monti...en fyrir þá sem hafa lesið það og finnst það ekki mjög merkilegt þá er þessi kennari mjög kröfuhörð en sanngjörn ;-) og þekkir tæra snilld þegar hún sér hana :)
Í gær lenti ég í hrottalegri reynslu..ég þurfti að taka strædó heim!!!!!!!!!!!!! það tók klukkutíma og var algjört pein. Það eru nokkrar staðreyndir sem eiga sér alltaf stað í strædó:
1. Strædóbílstjórinn keyrir eins og hann sé ólétt kona á leið á fæðingardeildina...á brjálaðri ferð en kannski ekki alveg í ástandi til að keyra!!!
2.Það lyktar alltaf einhver illa í strædó...og virðist alltaf setjast nálægt manni
3. Það reynir einhvern vírdó að tala við mann...sama þó maður sé með headfón
4. Það eru pottþétt alltaf mikið af gelgjum í strædó..meira segja þó að maður sé einn ;-)

En ég lifði þetta nú af, reynslunni ríkari. Haldið þið að maður sé ekki búin að skrá sig í Toefl prófið. Test of English as a Foreign Language. Þetta er víst eitthvað sem verður að gera en kostar alveg 140 dollara að taka þetta blessaða próf...þannig að maður er bara byrjaður að læra fyrir það þó svo að það sé nú ekki fyrr en í næsta mánuði. Jæja best að drösla sér í ræktina
:)

mánudagur, október 3

I´m still standing

Við lukum við flutningarnar í liðinni viku sem töfðust reyndar aðeins vegna ferðar á slysó á miðvikudaginn, they love me down there :) En Guðjón stóð sig eins og hetja og gerði alveg helling á meðan ég lá á sjúkrabeðinu... Svo hjálpaði Anita okkur að flytja rusl í sorpu á sunndaginn..tók það kannski af of miklum krafti eeeennn ;) alltf gott að fá hjálp :)
En annars er voða lítið að frétta hjá manni þessa daganna maður vaknar fer í vinnunna beint í ræktina heim gónir á kassan og reynir að læra.....húff púff.....Já ég er komin með aðra blog síðu þar sem þeir sem vilja geta skoðað verkefnin mín og ef til vill hlægja sig mátlausan vegna andstikilegra kommenta frá kennararum endilega kíkið á http://hennyaensku.blogspot.com endilega kommentið um hvað þetta er frábært hjá mér svo að kennarinn sannfærist ;)

laugardagur, september 24

I´ve been clocked

Jæja það er búið að klukka mann þannig að here goes!!
1. Ég er algjör nautnaseggur. Súkkl og kók yumm yumm :þ
2. Ég hef bara átt einn alvöru kærasta og stefni ekki á að eiga fleiri
3. Ég er gaflari :) Hafnarfjörður ROCKS!!!!!!!!!
4. Í hvert skipti sem ég les um einhvern sjúkdóm fer ég að finna fyrir einkennum :þ
5. I love london !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja nú á ég víst að klukka einhvern en málið er að ég þekki bara einn sem er enn að blogga og hefur ekki verið klukkaður ennþá þannig að Anita esskan consider yourself clocked :)
koss koss og bæ :)

þriðjudagur, september 20

I´m surrounded by idiots

.... a planet full of fools...
Jæja ég held áfram með laga hedderinn...
En ástæða þessa laga vals var að ég var að skoða blogg hjá öðrum og var orðin pent fúl yfir hvað fólk er orðið lélegt að blogga en kíkti svo að mína eigin síðu og það er nú bara alveg vika síðan ég heiðraði ykkur með skriftum mínum þannig þegar fíflonum fer að fjölga í kringum þig ;).....
Það hefur nú verið ágætt að gera hjá manni þessa daganna ræktin kemur að sjálfsögðu sterkt inn svo er maður svona hægt og rólega að pakka niður öllu dótinu fyrir flutninganna. Þau skref sem tekin voru í átt fullorðins áranna hafa nú verið tekin til baka og við erum að hefja flutning í hafnarfjörðin aftur...Vegna peningaskorts :) nú verður sko sparað!!!!!!!!!!!!!!!! Vúhú fyrir sparnað
Svo er maður á fullu í ensku náminu...hef reyndar ekki enn farið og hitt kennarann til að vita hvað ég á að læra en á fullu samt sem áður...hlusta á Virgin Radio og sonna alltaf jafn dúleg :)
En pakkningin hefur gengið svona upp og ofan, ætluðum sko að vera hörð á að segja hluti í geymslu. Við erum komin með einn kassa sem á pottþétt að fara í geymslu, 7 sem eiga það ekki, þannig að við erum ekki alveg jafn hörð og við héldum :/ Verðum bara að harka þetta af okkur :þ
svo átti hann gamli minn afmæli um helgina og má segja afmælis fagnaðurinn hafi staðið frá föstudegi til sunnudags :)
En nú er ég búin að blogga, nú er komið að ykkur :þ

þriðjudagur, september 13

Gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta

og aðeins betur ef það er það sem þarf...Eina lagið sem mér datt í hug ;)
Held ég ætli að byrja bloggið mitt alltaf á einhverri laglínu hugmyndir velkomnar.
Allaveganna þá er það að frétta af íbúðarkaupum er að við gerðum tilboð í íbúð í á mánudaginn og fresturinn til að svara rennur út í dag. Neglurnar nagaðar í botn.
Sögðum upp leigunni hjá okkur á mánudaginn fannst ég vera algjör svikari og titraði eins og hrísla í hvirfilvind en þá sagði hún Úlfhildur sem á íbúðina var eiginlega bara glöð afþví þau ætluðu að selja íbúðina þannig að hríslan varð að eik :) Svo þarf maður að byrja að pakka húff púff
Haldið þið ekki að maður hafi söðlað um og skráð sig í fjarnám. Gerða það reyndar daginn eftir að önnin byrjaði en ég meina maður er soddan sjarmör að jafnvel email getur ekki haldið manni niðri ;) Skráði mig í ensku 703 er búin með bæði 603 og 803 þetta var það eina sem ég átti eftir :)
En það er orðið svo kallt að ég held að maður verði að fara að flytjast til heitari landa!!!! Held ég flytji bara til Flórída!!!!! eða Californiu eða bara Bahamas eða eitthvað svoleiðis...suður spánn kemur líka til greina allaveganna þá er ég farin að pæla full mikið í þessu miðað við að þetta er ekkert að fara að gerast :þ Stundum er maður einum of ruglaður
Æi það er of kalt til að blogga meira
P.s ég setti svona spam vörn á comment kerfið

föstudagur, september 9

I should be so lucky lucky lucky lucky

Jæja esskurnar..bankinn neitaði að lána fyrir íbúðinni. En við létum það ekkert á okkur fá rukum út og skoðuðum aðra!! sem okkur líst bara mjög vel á :-) Þannig að maður trukkar þetta bara áfram
En það sem annað hefur gerst í vikunni að við hjónaleysin skelltum okkur í boot camp tíma í World Class með settinu. Það var nú bara svo rosalegt að maður hefur ekki gengið heill til sjávar síðan!!!!!
Svona í framhaldi af síðasta bloggi þá hefur 9:30 svona verið minn háttatími afþví ég held að ég hafi vakað einn dag til meira en tíu en restin hefur verið svona þetta um níu leytið.. þetta er til skammar...maður er bara komin á elli heimilið ég sver það..
Planið um helgina er að vinna á morgun :( en held að maður slappi svo bara af hehe maður er búin að vera að vaka svo mikið í þessari viku :)

þriðjudagur, september 6

Alveg að verða fullorðin

Já fullorðins árin eru að banka í mann þessa daganna...haldiði að maður hafi ekki fundið íbúð..boðið í hana og fengið samþykkt..jeremías og allir hans menn!!!!!!!!!!!!!!!!! Þetta gerðist nú allt saman þarna á miðvikudag/fimtudag fengum þetta svo samþykkt þarna á föstdeginum...og svaf nú ágætlega framan af en í gær var fyrsta andvöku nóttin og samkvæmt anitu eiga þær eftir að vera margar :/
Þetta hér að ofan var bloggað í gær..ákvað bara að hafa það með
Andvökunæturnar létu eitthvað á sér standa því að ég var sofnuð klukkan 21:30 í gærkveldi!!!
Og þurfti meira að segja að berjast til að halda mér vakandi upp að þeim tíma!!! Vaknaði svo um 6:05 og kúrði í rúmminu til 6:30. Ætti að vera úthvíld en er eitthvað voðalega þreytt núna og get ekki hugsað um annað en að fá mér blund þegar ég kem heim :/
Allaveganna manni er ennþá haldið í spennu hjá bankanum held að maður verði að fara að taka uppá því að naga neglurnar eins og í teiknimyndunum!!!!!!!!!
Svo segja allir við mann "það fá allir lán þessa daganna, þið fáið pottþétt þetta lán" eeeenn það eru alltaf til undantekningar og með minni heppni............

miðvikudagur, ágúst 31

I am a teapot short and stout

I´ll have a bisquit. Sorry we´re out!!!!!!
Jæja maður er nú búin að vera svo endalaust dúlegur í ræktinni að það hálfa væri allt í lagi. Og dugnaðurinn heldur áfram ó já..
Svo er maður á fullu að leita af íbúð..já við hjónaleysin höfum ákveðið að splæsa bara í eitt pleis sí sonna. Það er bara ódýrara að borga af láni heldur en að borga útblásna leigu.. Þannig að þeir sem vita um íbúð á svæðum 101 og 107 á sirka 10 millur eða minna endilega látið vita..já og þær verða að vera til sölu.. ;)
Svo verður hörku djamm um helgina sko..þarf að mæta í stór afmæli á laugardaginn. Hann Hilmar Smári er svo mikið sem 5 ára gamall. Sem sagt jemm like æf never jemmd bífor....
Svo er reyndar eitthvað hópeflingar samkoma í vinnunni á laugardaginn og hef sterkann grun um að áfengi verði haft um hönd seinni partinn.......Og er meira að segja að spá í að fleigja mér á eitt MIB ball um kveldið :)
Það hefur ekki mikið merkilegt gerst svona síðan ég bloggaði um daginn :/ Þannig að ég læt þetta nú bara duga í bili

mánudagur, ágúst 29

Fjarlægðin gerir fjöllin blá

Þar er kannski alveg tími til komin að fara að blogga eitthvað...
Málið er að ég er kannski búin að byrja á svona fimm bloggum en aldrei haft neina löngun í að klára dæmið... Eeeen ætla mér núna að ljúka allaveganna einu bloggi :)
Það er nú ekki eins og það sé ekkert að frétta..fór á spítala og fleira...
Er nú komin í vinnuna eftir 3 daga helgi, ótrúlegt hvað maður hefur gott af svoleiðis helgum annað slagið. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég hefði verið hressari í morgun fyrir vikið en get það því miður ekki :( En bæti bara úr því á morgun ;)
Jæja blogga meira seinna :þ

mánudagur, ágúst 8

Vetur konungur RSVP-aði Já

Dísess kræst..sumarið er ekki einu sinni byrjað en veturinn strax kominn aftur!!!! WTF!!!!!
Ég er frekar pisst og ég veit að þið hinir sem þjáist í blankheitum geta grátið með mér frost tárum það sem eftir er árinu......... ég vil kenna veðurfræðinogum um þetta...einhver verður að taka sökina og það eru þeir sem eru að "spá" þessu í fjölmiðlun...ég held að þetta sé svona "verði ljós" dæmi..ef þú gerir ráð fyrir vondu veðri þá kemur vont verðu!!!!!!! Hef ekki ennþá náð að safna upp í mótmælagöngu gegn veðrinu en held enn í vonina :)
Helging gekk nú vel fyrir sig. Föstudagurinn var nú tekinn í ræktinni já fór í ræktina og tók svona líka rosalega á...hef ennþá hassperur...
Fór svo í grill í Hafnarfirði og ætlaði mér á jammið með Anitu og Ingu vinkonu hennar en um 12:13 sendu þær mér sms og sögðust vera á leið í bæinn en þá var vinkonan í einhverju sem engöngu er hægt að lýsa sem tímabundnu meðvitundarleysi vegna þreytu. Hunsaði þær stöllur bara með því að snúa mér á hina hliðina!!!! :) Vaknaði svo um 9 daginn eftir hress og kát..Reif Guðjón upp úr rúmminu rétt eftir 10 þrátt fyrir hörð mótmæli :) Fórum og keyptum stór afmælis gjöf handa Dóru....Skelltum okkur svo í hádegismat með anitu og við skelltum okkur svo á flóamarkaði bæjarinns þar sem draumakjóllinn er fundin og verður svo sannarlega keyptur á næstunni get ég lofað ykkur ( svona ef þið höfðuð áyggjur af þessu ;) )
Svo skelltum við okkur öll uppá laugarveg þar sem við hittum settið og fylgdumst með Gay Pride göngunni síðan hélt anita heim en við skelltum okkur á kaffibrennsluna með settinu.. Þar fengum við okkur eitthvað að narta í og ég fékk ógeðslegustu súpu sem nokkur hefur borið á borð fyrir mig EVER og ég hef borðað á ýmsum stöðum!!!!!! Eftir klukkutíma bið eftir matnum vorum við að frosna vegna þess að við þurfum að sitja úti þannig að við hentum í okkur því sem við gátum látið niður og ég og gaui hlupum heim og settið í bílinn. Svo var að hafa sig til fyrir stór afmælið um kvöldið. Það var fínt í afmælinu frábær matur og frítt áfengi...en það lenti á mér að vera driver þannig að ég lét mér nægja að smakka á kókinu sem bragðaðist bara ágætlega eftir viku af koffínleysi... Svo var brunað í bæjinn til að hitta Tinnu, Völu, Þorstein, Ellý og kærastan hennar. Sátum heima hjá Tinnu frameftir en þar sem ég hafði ekkert að drekka reyndi ég að neyða Doolís eða eitthvað ofan í mig en en það var ekki að virka.. Þannig að mín var stein edrú á leið niður í bæ...Fórum fyrst á Rex þar skal alltaf vera jafn undarlegt fólk...enda vorum við ekki þar lengi.. Héldum á kofan þar sem músíkinn var fín en alltof lítið pláss og alltof mikið af reykjandi unglingum en það tókst að dansa eitthvað og Tinna bauð mér meira að segja uppá Breezer...En þá reið áfallið yfir. Ég stóð þarna og dansaði af minni einskæru snilld eins og ég fengi borgað fyrir það. Allt í einu fann ég skerandi sársauka í vinstri hendinni. Ég hljóða upp yfir mig ( eins og kraftajötun) þá hefurTinna greyið brennt mig með síkarettu...Ef ég var ekki edrú áður henti þetta mér alveg á jörðina. Ég var ekki mikið í djammstuði eftir þetta og haltraði því heim (ég meina þetta verður nú að vera soldið dramtískt) !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 4

Long time no see :)

Jæja kannski það sé bara tími til komin að blogga dáldið.
Verslunnarmanna helgin að baki og sonna..Helgin var nú sérdeilis príðileg. Á föstudeginum hjengum við anita heima með dvd og ruslfæði :) Svo hélt hún til keflavíkur á meðan ég hafði mig til svo kom gaui heim úr vinnu og anita til baka og við hófum drykkju rétt eftir miðnætti....svo viti menn klukkan var orðin 4 og við ekki enn komin niður í bæ...það mátti nú ekki fréttast að maður sleppti einum rúnt um bæjinn þannig að við röltum niður eftir. Bærinn var DAUÐUR...!!!
Gaui tókst meira að segja að hræða saklausan glasa dreng á Thorvaldsen....allaveganna tókum við röltið um flesta staði bæjarins og það var allt léleg músík og ég veit ekki hvað...enduðum inná ölstofunni en fórum svo bara heim...laugardagurinn fór svo í tjill og dvd aftur :) Fórum svo í sveitina á sunnudeginum...og enduðum á kaffibrennslunni í kaffi og kakó..
á mánudaginn tókum við svo til :) vorum rosa dúleg en lágum svo í leti yfir sjónvarpinu um kvöldið..
Semsagt allt í allt fínasta helgi
Fór svo í ræktina í gær..ekkert nema dugnaðurinn..og hver veit nema að maður skelli sér aftur í kvöld hmmm geri aðrir betur ;) ;Þ

þriðjudagur, júlí 26

Já ég er svikari!!!

Ég sveik hann Jónsa vin minn á föstudaginn..fór ekki á Players með leðenu..heldur...og haldið ykkur..þá fór ég í golf...ó já ég fór í golf...
Það var nú bara helvíti gaman ef ég segi alveg eins og er!!!!
Ætlaði að fara á ballið eftir það en klukkan var að verða 2 þegar við vorum búin og maður var alveg BÚIN eftir 9 holur þannig að það vara bara beint heim í háttinn.
Laugardaginn fór ég á línuskauta með Anitu en komst að því að línuskautarnir mínir eru gallaðir!!!! Og ég er ekki að afsaka mína einstöku línuskauta hæfileika sem eru by the way ÆÐI!!!!! heldur er þeir í alvöru gallaðir og ég lenti í rosa árekstri við brjálaða hjólakonu. Og er eins og sebrahestur að aftan fullt af fjólubláum röndum.....
En eftir línuskautana héldum við í Nauthólsvík. Þar var samkoma kvenna í fínum fötum og gaurum berum að ofan. Sem sagt draumur í dós fyrir suma
Síðan var haldið á Austurvöll þar sem við hittum Tinnu og við sátum og hlýddum á trúarlega tóna og súptuðum á drykkjum. Síðan héldu þær í brúðkaup en ég bara heim í háttin og var að rembast við að halda mér vakandi þegar ég fékk sms um að rífa upp drykk því að ég væri á leiðinni niður í bæ!!!! Lét nú ekki segja mér það tvisvar og þreif mig uppúr rekkju og henti mér í einhverja larfa og sótti þær úr brúðkaupinu og héldum í grenimelinn og drukkum til að verða 2....þá skelltum við okkur niður í bær...fyrst var reynt við rex þar sem ég var beðin um skilríki :) :) :) svo innilega ungleg og fersk :)
En við fórum ekki þangað inn...svo fórum við á thorvaldsen þar sem var of löng röð þannig að við ætluðum að reyna við Hressó en þar var röðin í allar áttir þannig að stefnan var tekin á Kofan..þeir sem hafa lesið bloggið mitt eins og trúfræði muna eftir síðustu ferð mína á kofan.....
Aníhú Þessi ferð endaði mikið betur en síðast... Það var svona líka klikkuð tónlist á kofanum og mér tókst að hanga þar til að verða sex þá var stefnt á að hitta vissa róna á amsterdam en var pent stungin af....en eins og til að bæta mér það upp sendi alheimurinn mér svona líka skemmtilegt stripsjó þarna beint fyrir framan mig í röðinni...vinkonan var svo spennt yfir Wig Wam að hún gat bara ekki ráðið sér....þekki nú einn eða tvo Wig Wam aðdáendur og bíð spennt eftir að sjá þær í aksjón :)
Sunnudagurinn fór svo í helvítis leta og aumingja skap!!!! Sem var bara fínt :)
Núna erum við hins vegar með hund í pössun :) erum svona að reyna að lækna okkur af hundadellunni..held bara að það sé að virka :)

þriðjudagur, júlí 19

Grúppían strikes again


Jæja ball með Í svörtum fötum á föstudaginn!!! Anita ætlar að halda party og myndaslideshow áður....
Veðrið er loksins orðið gott!!!!!!!!!!! Vúhú og þá er ég náttlega búin að taka að mér aukavaktir niðri í búð en veðrið á að vera gott út vikuna þannig að maður ætti að verða brúnn á mánudaginn..
Helgin var fín. Fór í bíó með Gaui, Anitu og Tinnu á Sin City. Hún var fín. Frekar brútal fyrir minn smekk en ógeðslega flott gerð. Var svo að vinna á laugardaginn. Og kvöldinu var eydd í leti og verð að játa að ég svaf mest allt kvöldið :/
Sunnudagurinn fór í mjög svipað og laugardagskvöldið þar sem ég var ein heima en kvöldið fór sko í hann Jack minn Bauer sem kom sá og sigraði...
Svo var maður ekkert smá öflugur í gær og tók klukkutíma "hike" um vesturbæinn sem fól með allars í því að ég fór í krónuna og ætlaði mér að versla og var komin með slatta en hafði þá eins og fífl gleymt veskinu heima og var látin labba the walk of shame og skila öllu sem ég hafði ætlað mér að kaupa.
Við Anita ætluðum svo að vera rosalegar öflugar og neyða Tinnu með okkur á hjólaskauta en henni tókst að snúa á okkur og fékk okkur til að fara á Vegamót þar sem við fengum okkur að borða og svo var klukkan allt í einu orðin 10 og engin tími fyrir línuskauta :( ;)
En já by the way ég tók ekki þessa mynd fann hana á netinu...

fimmtudagur, júlí 14

Loksins Loksins

Loksins eru Titus dvd diskarnir mínir komnir....hef beðið í 2 ár eftir að þeir kæmu út og þeir komu loksins í gær :)
Lokins er komin sól!!!! Mikið var að það kom smá sól....... Maður er búin að bíða forever eftir smá sólar glætu......

En þá er búið að plana pílagrímsferð á Í svörtum fötum á Players 22 júlí...Fer samt allt eftir fjármagni eins og pílagrímsferðirnar hérna áður fyrr... þarf að komast að því hvað það kostar inná Players..ef einhver veit það endilag deilið!?!?!?!

Fórum í mat í Keflavík í gær..og fengum svona líka æðislegan túnfisk...ég er ein af þeim sem getur als ekki borðað túnfisk úr dós..ég bókstaflega kúast og læti en þetta var ferskur grillaður túnfiskur og var bara algjört æði mmmmmm æi maður verðu bara svangur á þessu ...
Verð svo að vinna á föstudaginn..vorum svo eftil vill að spá í að fara uppí bústað á laugardaginn...það er eins gott að það verði gott veður...!!!

mánudagur, júlí 11

Orðin Í SV. FÖT Grúppía bara


Já helgin er liðin og var bara alveg hreint fínt. Átti reyndar mjög Bridget Joneseque föstudagskvöld þar sem ég var stood up með félaga á ball og skilin eftir ein heima með ekkert að borða nema stolið rice cripsies.......þannig að það var ekki merkilegt kvöld...
En laugardagurinn var sko vel nýttur. Vaknaði reyndar ekki alltof snemma en umleið og við vöknuðum héldum við í Keflavíkina og fluttum Antiu úr Keflavíkinni yfir í 101.. Það tók svo sannarlega á og maður var alveg uppgefin þegar við vorum búin í kringum 9. en við fórum sko ekki í háttin heldur skelltum okkur í bað og héldum á Bergþórugötuna og hófum drykkju..Um 2 leytið var haldið á nasa og þar var dansað af sér allar tær. Jónsi kom sá og sigraði. Bjargaði meðal annars lífi okkar. Tók okkur í arma sér og leyddi okkur í örrugt skjól. Já það voru sem sagt slagsmál á dansgólfinu án þess að við tókum eftir því og dönsuðum bara eins og vitleysingar en jónsi tók í mig og stoppaði mig og svo koll af kolli, bókstaflega setti hönd á kollinn á okkur til að stoppa okkur, og lét dyraverðina stöðva slagsmálin...sem sagt algjör hetja :) En er hreint og beint brjálað stuð ball...og að sjálfsögðu reif jónsi af sér bolinn eins og honum er einum lagið :) Þannig að planið er að drífa sig aftur á næsta Men in black ball.......
Myndin hér að ofan er af nokkrum af ball förunum Vigfús Karen og Natan vantar inn á hana..og Gaui og Hörður sem eru á myndinni fóru ekki á ballið.. ef þið viljið sjá fleiri myndir af þessu hreint frábæra kvöldi þá getið þið farið inná bloggið hennar Antiu þar er hægt að klikka á myndina og komast inn í albúmið..... Og svo ætlum við Ninna á lænera í kveld...þannig að ef ég verð ekki á lífi á morgun þá elska ég ykkur öll ;)

fimmtudagur, júlí 7

Gjörðu svo vel Anita mín :)


Hérna er slottið hennar Anitu það er ógislega flott og þess mynd does not do it justice........
Endilega skoðið póstinn hér fyrir neðan! það er alvöru pósturinn

ÞOKA ÞOKA ÞOKA

Á ekki að vera sumar!!!!! Það koma samt alltaf sólardagar inná milli svona til að plata okkur svo að við höldum að það sé sumar en svo kippa þeir undan manni mottunni og skella á mann ÞOKU.. Ég kenni veðurfræðingunum um þetta!!! já þeir verða bara að taka ábyrðina í sínu starfi.....Ég held ég fari að kasta eggjum í hús einhverja veðurfræðinga í mótmælaskyni¨!!!!!!¨!!¨"#!#"#$"#% Ef einhver vill vera með eða getur sagt mér hvar einhverjir veðurfræðingar eiga heima þá látið mig bara vita!!!
En haldiði að mín hafi ekki fengið afmælisgjafir í gær...jájájájá Anita kom frá útlandinu á mánudaginn og færði mér gjafir frá þeim mæðgum :) Frá Anitu fékk ég geðveika tösku og flotta eyrnalokka :) frá Bertu fékk ég bleika snyrtitösku með snyrtivörum frá Sephora :) Mjög ánægð bara all round. Svo kom anita með tvö tímarit handa mér mmmmmm og tvær bækur sem ég bað hana að kaupa fyrir mig :) Þannig að það verður nóg að gera hjá blönkum næstu daga :) ví ví
Já svo steingleymdi ég AAAAAAAARRRRRggg hvað maður getur verið ruglaður..ég fékk aðra afmælisgjöf um daginn. Hann Valdi gaf mér bók sem er um public relations. Hún er algjört æði..hef verið að blaða í henni svona áður en ég leggst útaf á kveldin og verð að segja að hún er bara hörkufín verð orðin Public relations expert eftir sumarið :) Látið mig endilega vita :)
Svo að ég sjokkeri smá þá bakaði ég í gær...já eða næstum því..ég gerði eplaköku og baka hana núna á eftir...Maður er svo dúlegur ég verð bara þreytt þegar ég hugsa um hvað ég var dúlega í gær..get ekki skrifað meira vegna þreytu....

sunnudagur, júlí 3

Now is the time for guts and glory


Helgin liðin......
Önnur helgin farin í leti og aumingja skap..þannig að í vikunni verður farið á línuskauta ef til vill líka í ræktina og svo verður slett úr klaufonum næstu helgi!!!! Jafnvel fara á jammið báða daga....ein voða öflug ;-) Svo er reyndar á stefnu skránni að hjálpa Anitu að flytja inní nýju íbúðina :-) Líklega verður svo innflutningspartí næstu helgi þannig að það er nóg að gera.

En já eins og ég sagði þá var róleg helgi. Fór í Kringluna með Ninnu á Laugardaginn og það var straujað nokkru sinnum :þ
En í morgun fór ég sko á leikrit í Hellisgerði. Þar fór Lovísa frænka mín með aðalhlutverk (ásamt öðrum) í leikriti H C Andersen Eldfærunum. Hún sýndi óskarsverðlauna preformance sem dátinn í fyrri hlutanum og sem drottningin í þeim seinni :) Á myndinni se er hún reyndar með Depil sem er sonur Vigfúsar og Karenar ;)

jæja það á að fara reka einhvern úr Lærlingnum ;)

þriðjudagur, júní 28

Þreyttur

Vá hvað maður getur verið þreyttur :-0 geisp geisp..
Helgin leið nú alltof hratt. Kíktum í Hafnarfjörðin á föstudaginn. Þar kíkti mín á línuskauta og var bara helv... góð ef ég segi sjálf frá. Átti nú reyndar soldið bátt með að stoppa mig en það kemur á endanum. Bróðir minn þóttist nú eitthvað vera að kenna mér en hann flaug nú á hausin ekki ég múahahhahahahahaha
Svo enduðum við kvöldið í keilu. Það var ógislega gaman og mín var bara hörku góð!!!!
Vann svo Karen í púl :)
Laugardagurinn fór í leti eina heimsókn, en annars var slappað af. En sunnudaginn var sko tekið á því og mín tók bara bílinn í gegn!!!! Með aðstoð míns dygga aðstoða mans...pabba :)
En svo héldum við í göngu um hafnarfjörðinn með ís í annari. :)
Haldið var í keflavík um kvöldið þar sem við fengum æðislegan mat eins og vanalega og spjölluðum fram eftir kvöldi..
Hins vegar er ég á leið heim.. er gubbandi og alles glæsileg byrjun á vikunni ;)

Anita ég kenni þér á nýju tæknina þegar þú kemur heim..það kostar meira að fá aðstoð frá mér til útlanda ;)

föstudagur, júní 24

Krísa yfirstaðin


Hellú allí húbba
Já krísa okkar hjónaleysa er nú yfristaðin..Ég er nú ekki mikið fyrir að setja frjámálin svona á netið en þetta er pínu undantekning og meira að segja ekki beint undartekning. Þannig er mál með vexti að fyrir Londonarferðina létum við loka kortinu hans Gaui svo að við myndum nú ekki vera að eyða bara víllí níllí og hefðum einhverja stjórn á þessu... skildum eftir einhvern 5000 kall skuld á því eða eitthvað svo gleymdist einhvern vegin að borga þetta..þetta datt allaveganna einhvern vegin á milli hluta hjá okkur en borguðum þetta svo loksins núna um daginn milli færðum bara þarna yfir.. jæja fyrir þá sem hafa ekki náð að fylgjast almennilega með þá er kortið búið að vera lokað síðan mars/apríl.... allaveganna þá reyndi Gaui svo að nota kortið nokkrum dögum seinna..en fékk þá sinjun..voða undarlegt þar sem það var gott sem skuldlaust..hringdi í bankann..
Gaui: Já ég vildi vita afhverju kortið mitt er lokað
Kona í banka: Já augnablik
Svo koma formsatriði eins og kennitala og annað en að lokum
Kona: Já það er skuld þarna frá því 17. maí
Gaui: Ha nú hvað er hún mikil
Kona: Já hún er 52.000
Gaui: HA
Kona: Já þú hringdi hérna frá tyrklandi og baðst um að það yrði millifært til þín
Gaui vildi nú meina ekki og hefur verið mikið af símtölum fram og til baka til að reyna að leiðrétta þetta..satt að segja var ég nú farin að bíða eftir einhverri tyrkneskri mail ordered á þröskuldinn en allt kom fyrir ekki þetta var víst allt bara einhver alsherjar miskilingur...húff
Ætli ég geti lögsótt eins og þeir gera í bandaríkjunum svona fyrir emotional distress og damagde to....ummmm ég hlýt að finna eitthvað....
Alla veganna er poll rólegt að gera í vennen sit bara og hlusta á BBC2. Fer svo á verslið með mömmu gömlu á eftir...er að reyna að eyða arfinum ;) Fórum reyndar á Vera Moda/Jack and Jones lagerútsöluna í gær. Svínvirkaði svona líka vel..múttan keypti kjól/topp handa mér og buxur og skirtu handa Gaua :) borgar sig að smyrja soldið vel fyrir settinu ;)
Svo fórum við í smá rúnt með þeim gömlu á nýja bílnum. Ég heyrði einhvern tíma lýtaaðgerða drottninguna Joan Rivers segja að hún vildi frekar sjá flott andlit koma útúr ljótum bíl frekar heldur en ljótt andlit úr flottum bíl..dæmi hver fyrir sig hvora spekina þau völdu ;) en bíllinn er stórglæsilegur og svo er náttlega það besta við hann nýbílalyktin :)
við rútuðum og pikkuðum upp línuskautana okkar Ninnu þannig að hver passi sjálfan sig þegar við förum að trylla á Ægissíðunni :) Vúhú
jæja best að setja upp vinnu andlitið og þykjast vera að gera eitthvað
P.s varð að setja inn mynd með nýju myndtækninni :) Enjoy :)

miðvikudagur, júní 22

What Kind of Bride Are You?

The Vegas Showgirl You're a girl who likes who her glamour and glitz, so why not turn your special day into an all-out extravaganza? Your dress should be anything but demure. Go for a sexy slip dress with a daring bare-it-all back or try a form-fitting strapless number in a satin that really shimmers. A veil is out of the question. Skip the headwear altogether and go for a crystal choker or maybe a few '20s-style jewel-encrusted bangles. As for your shoes, they should be high and very sexy, but just make sure they're fairly comfy, because you'll probably be partying well into the night. Try a strappy sandal with rhinestone accents or maybe a Lucite sling back. A rule to remember when doing your makeup: even though you like to sparkle, keep the glitter and shimmer to a minimum. It can look a little to "reflective" in your pictures. Do create drama by lining your eyes with a liquid liner and sliding on high-shine lip-gloss in a pouty pink.

Hefði nú haldið að ég væri meira surfs up kinda bride..en svo virðist sem brúðkaupið mitt muni mest líkjast dragsjói :)

sunnudagur, júní 19

Ammili


Bor��i��
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja þetta hafa nú verið áhugaverðir nokkrir dagar!!! Þegar ég kom heim úr sjopping spríinu með henni móður minni..dauð þreytt eftir mikla göngu..fyrst frá minni vinnu og til hennar svo um þvera og endilaga smáralind og svo hið sama um kringluna..þá bjóst ég við að koma heim í brjálað drasl eins og gerist þegar piltar hafa verið einir heima..en nei það var búið að taka til í stofunni og borðstofu borðinu hafði verið ýtt útí horn. Á borðinu voru 3 gasblöðrur, lúpínur(uppáhalds blómið mitt) og bréf til mín. Það var líka búið að hengja upp myndina mína af henni Marilyn minni :) Í bréfinu stóð hversu mikið hann Gaui minn elskaði mig og hversu sæt ég væri og svo framvegis :) Haldiði að mín hafi bara ekki brostið í grát. Mamma mín kemur í sömu andrá askvaðandi með Jóa Fel köku undir hendinni. Kellingaræfillinn hélt að eitthvað mikið væri að :/ en svo sá hún dýrðina :)
Jæja ég fékk fleiri gjafir :) ég fékk pening frá ömmu og afa :) Og geðveikt flott hálsmen og tvö gloss frá Ásu, Henning og grislíngum.Vigfús og Karen sviku mig um gjöf..sögðu að það hefði átt að duga mér það sem ég fékk frá þeim á laugardaginn....vil nú meina ekki en verð að lifa við þetta ;)Á fimtudaginn skelltum við Ninna okkur svo í leikhús á Alveg brilliant skilnaður...Og ég verð bara að segja að það var alveg BRILLIANT..fattaði reyndar á leikritinu að ég hef þann hæfileika að gerast ósýnileg..hef ekki enn ákveðið hvort ég hyggst nota þann hæfileika til góðs eða ills, endilega segið ykkar skoðunn. Aníhú leikritið var alveg hreint snilld!!!!!!!!!! Hún Edda er alveg æði..17.júní var svo náttlega alveg frábær..geðveikt veður. Lá bara í sólbaði mest allan daginn. Fórum reyndar í pikk nikk í Hellisgerði, rétt náðum að flýja áður en lúðrasveitin byrjaði á Öxar við ána...Fór svo um kvöldið niður í bæ..rétt náðum Ælon þegar þær voru að æla uppúr sér síðustu nótunum..var nú ekki alveg að fatta gaurana í appelsínugulu joggörunum á bakvið þær en ég skemmti mér ágætlega og hló hástöfum :)Svo fór dagurinn í dag meira og minni í afslöppun.....

miðvikudagur, júní 15

A year older and none the wiser

Jæja haldiði að maður sé ekki bara orðin 22 ára gamall........ tímin líður hratt á gervihnatta öld.
Hef nú þegar fengið nokkrar afmælisgjafir.
Fékk ógislega sætan topp frá Vigfús og Karen..bleikan :)
Frá Lindu fékk ég esspreso bolla
Frá Ástu ömmu og Dolla afa fékk ég skálar í Ittala stellið mitt :)
Og frá Gaua fékk ég að sjálfsögðu Ipodinn fræga :)
Mamma og pabbi ætla svo að gefa mér sjopping sprí :) ég fæ að fara með múttu og kaupa helling af fötum :) Víííííí
Svo verður haldið kaffi boð í kveld fyrir restinni af familíunni nema hann afa kallinn sem er á spítalanum en hress og kátur.

En haldiði ekki að maður hafi bara verið dúlegur síðustu daga :) Það hefur varla liðið dagur þar sem ekki er farið í göngutúr um hverfið. Í gær röltum við niður á Tjörn, sáum enga anda-hópnauðgun...þannig að þetta var alveg yndisleg ganga í frábæru veðri :)

Best að vinna eitthvað kossar ;)

miðvikudagur, júní 8

Einu sinni var....................


ég og arnar
Originally uploaded by hennyjona.
Ég var að skoða myndir í gær. Þessi mynd er tekin fyrir alla veganna tíu árum ef ekki fimtán.. Litla krúttið með mér þarna á myndinni var að fá útúr samræmdu prófunum í gær.. Meðal einkun 7,5 :)
Mér finnst eins og þessi mynd hafi verið tekin í gær!!!! Ég man eftir hvar við vorum hvað við vorum að gera og svo framvegis..ég man að Sálin hét þá Sálin hans Jóns míns og vinsælasta lagið var Láttu mig vera..
Og eins og sést á myndinni hef ég látið laga eina eða tvær tennur hhmmhmhmhm
Jæja ákvað bara að droppa þessari líka sætu mynd hérna inn
Hádegisverðurinn gekk bara vel með forstjóranum... þó svo að þetta hafa fannst mér gert lítið meira gang en að fylla í mér magann af plokkara mmmmmmmmmmmmmmm eeeennn var ekki rekin í þetta sinn :)
Jæja besta að vinna :)

mánudagur, júní 6

Helgin liðin

Jæja alveg brjál helgi að baka eða þannig..Föstudeginum var eytt í hafnarfirði eftir vinnu og laugardeginum var að mestu leyti eytt í vinnunni... en um kvöldið fór ég á heitt stefnumót :)
Þá var eldað fyrir mig kjúklinga cesar salat mmm sem ég elska, svo var mér boðið í bíó á Monster in Law sem var og er alveg hreint ógeðslega góð þó svo að sum atriði hafi hitt a little to close to home ef þið vitið hvað ég meina ;)
Á sunnudeginum var farið í heimsóknar hring..amma og afi, borgar og settið en þau voru í golfi
síðan kíktu við í kaffi til Ikea..sem dirfðist að rukka okkur fyrir það sem við tókum með okkur heim...hugsa mig nú tvisvar um áður en ég fer þangað í heimsókn aftur ;)
Á sunnudagskvöldinu var að sjálfsögðu horft á 24 eins og er von og vísa.. En það var nú mini drama...spólan sem okkur vantaði var ekki til á "okkar" video leigu þannig að við fórum á Bónusvideó í Laugardalnum...þar fengum við hana meira að segja ódýrari :) en þegar við ætluðum að fara að horfa á hana um átta leitið var hún ónýt ;( þá var ekið með hana og henni skilað en það er nú ekki hægt að hafa 24 kvöld á 24.. þannig að við brunum í laugarásvideo (held ég að það heiti) þar var spólan til og hún svona líka svín virkaði..fyrir þá sem eru ekki húkkt á 24 eins og við hjónaleysin þá eru þessir þættir eins og heróín..þú verður að fá næsta skammt annars er voðinn vís!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! En stórslysi var afstýrt eina ferðina enn..
Er núna að bíða eftir að fara í the candellite supper með birni boss.. fór ekki á föstudaginn afþví að það var svo fámennað hjá okkur.....
Læt vita hvort verð rekin eða hvað ;) hef ekki góða reynslu af einkafundum með honum birni :/

föstudagur, júní 3

Tími til að blogga

jæja það hefur nú svosem ýmislegt gerst í vikunni :/ :T.d dæmis hélt nafnaruglið áfram, fór á fund með manni sem kallaði mig Helen :)
Kannksi ég ætti bara að breyta nafninu mínu í eyðu...þú veist bara free for all. Kallið mig hvað sem þið viljið dæmi...nahh nenni því ekki það kostar 5000 að bæta inn nafni hvað þá að eyða því..plús það þá var ég að fá nýjan Atla ;) nenni ekki að fara að skila honum
En hvað haldi þið...haldiði að maður sé ekki að fara út að borða með bossanum (a.k.a yfirmanni mínum) í dag. Já bara við tvö yfir kertaljósum og læti :) Þetta er eitthvað starfsmannaviðtal sem gerist einu sinni á ári. Er eimitt eitthvað stressuð yfir þessu..mikil hætta á stress munnræpu í svona aðstæðum en hef lofað sjálfri mér að steinhalda kjafti og hugsa um það sem ég segi í mínotu áður en það fær að flakka..það mælir kannski ekki með mér í þá vinnu sem ég vinn í þar sem maður þarf að vera frekar fljótur til svara en það verður að hafa það..

Já ég vil óska brósa mínum til hamingju með nýju vinnunna!!! Hann er að stjórna einhverri herferð hjá Símanum...hef alltaf sagt að hann hefði einræðisherra genið í sér og það er víst að sína sig í dag..enda heitir drengurinn Vigfús = Víg fús. fús til víga..
Aní hú til hamingju esskan..mundu bara eftir línuskautunum mínum ;)

Jæja best að fara að halda áfram að þykjast vera að vinna

þriðjudagur, maí 31

Back for gúd

Jæja þá er maður loksins komin aftur.... húff....
Fyrir þá sem tóku ekki eftir hvarfi mínu úr netheiminum ræði ég við seinna
Alla veganna
Talvan mín er nebblega í gíslingu í Hafnarfirði eða ja kanski ekki svo mikið í gíslingu kannski meira svona þannig að ég gleymdi henni en gísling samt sem áður...
Hef hvort eð er verið svo rosa busy að ég hefði varla haft tíma í að vafrast á netinu..vá hvað maður er merkilegur..
En jæja hér kemur helgin
Eftir vinnu klukkan 3 á föstudaginn fór ég í fjörðinn og tók til fyrir þau gömlu..svo skellti ég mér í pottinn og í bað ( þegar maður hefur bara sturtu þá nýtir maður hvert tækifæri sem gefst!!!!)
Svo grillaði sá gamli og við horfðum á hemma..Síðan fór ég heim og rembdist við að halda mér vakandi yfir tveim dúndur góðum myndum á sitt hvorri stöðinni en um leið og Raggi og Gaui komu heim hélt ég í rúmmið..það er aldrei gláp friður fyrir þeim hvort eð er....
Vaknaði frekar seint á laugardeginum eða um hádegi. Reif mig fram úr og lét kallinn elda morgun mat :) Hann var sonna líka æði..Svo láum við 0g horfðum á Jewel of the Nile sem er framhald af áður nefndri Romancing the Stone...Svo hélt ég til Kefló þar sem Anita beið eftir mér og við héldum aftur í bæjinn til þess að vera viðstaddar í útskrifta veislu.. Það var nú bara fínt og þrátt fyrir verstu hrakspár þá var áfengi á boðstólnum sumum til mikillar gleði ;)
Jæja eftir það var haldið í nýju íbúðina hennar Tinnu sem er bara alveg rétt hjá minni :) en þar átti sko að tæta og trylla fram á kvöld en mín var nú ekki alveg í stuði fékk höfuðverk frekar snemma og svo mætti liðið engin sem ég þekkti. En maður reyndi nú að brosa en þá fékk ég þessa æðislegu og klassísku setningu " Þú heitir ekki Henný er það??" Jú jú segir maður og stíf brosir framan í smettið á gerandanum en þá kemur ALVEG UPPÁHALDS setningin " Heitiru ekki Henríetta??" Ég meina það það er eins og maður heiti Fagott eða eitthvað..
Allaveganna þá reyndi maður bara að ypta öxlum (veit ekki hvort að það eigi að vera Y þarna en fannst það bara svo kúl með P-inu) og glotta. Fyrr um kvöldið hafði Katrín frænka hennar Tinnu kíkt við..maður hefur nú alltaf gaman að tala um við hana enda gerði ég það óspart..enda ein af fáum sem ég þekkti þarna..aníhú..við spjölluðum um Köben hún er nebblega ný flutt þaðan..en því miður fer hún snemma og eiginlega rétt eftir að hún er farin fara nafnapælingarnar að byrja þannig að ég er ekki beint í stuði þegar einhver sem klæjaði mikið í nefinu fer að reyna að rífast við mig um Kaupmannahöfn.. Mér skildist að ég ætti að vera á móti...Eitthvað í sambandi við að mér þykir kaupmannahöfn svo æðisleg afþví hún er rólegri en t.d my beloved london..En honum fannst hann þurfa að verja heiður Kaupmannahafnar búa sem var alveg algjör óþarfi..
Kannski hefur karlræfillinn bara verið að reyna að spjalla en þegar maður gerir það með reiðist tón og illu augnaráði þá held ég að það sé tími til að byrja upp á nýtt..Ég var alla veganna í litlu stuði og ákvað að rölta heim..á leiðinni fékk líka þetta góða boð frá Ninnu um að koma með henni og Katrínu niður í bæ en var nú frekar fúl og pirruð eitthvað þannig að ég neitaði..fór heim og tjillaði lík og gert er í köben ;) það sem eftir var kvöldsins

Sunnudagurinn fór mestur í að flytja hana Anitu sem var að kaupa sér íbúð í 101 algjör pæja að flytja í 101 :þ Hún er reyndar að fara til útlanda í mánuð dóninn!!!!! Svo verður maður aftur að hjálpa henni að flytja á Júlí þegar hún kemur heim...
Jæja en svo var fræðsludagur hjá flugfélaginu í gær..og haldiði að það hafi nú bara ekki verið stór skemmtilegt :) Fékk meira að segja 3 rétta máltíð í Lóninu og alles :) og spuna með Erni Árnasyni..Alveg hreint brilliant dagur bara :)

Jæja best get back to vörk

miðvikudagur, maí 25

Sony Ericsson Z200


Sony Ericsson Z200
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja nú er mar komin með nýjan síma. Henning frændi reddaði mér :) Og þarna er hann félaginn geðveikt flottur :) Jæja það er nú ekkert merkilegt að frétta :/ but thats life

mánudagur, maí 23

Baráttan við Bakkus

Jæja dagur tvö af júróvisíon þynnkunni...þurfti til allrar hamingju að vakna klukkan 6 í morgun (svindlaði reyndar og vaknaði 6:30). Og ég þurti að vakna til að svara í síman og heyra vélkonurödd segja "Þetta er vakning/áminning ..something something" Já ég þurfti á þjónustubeiðni símans að halda... Vegna þess að einhverjum óprútnum nágungum tóks að eyðileggja gemsan minn á laugardaginn!!!!!
En byrjum á byrjuninni
Haldin var grillveisla í vinnunni sem byrjaði strax eftir að ég var búin að vinna ( mar er svo dúlegur að það hálfa væri nóg ;) ) Það var nú líka svona frábært í grillen og ég held að ég hafi nú bara fengið einn besta kjúkling á ævinni..pabbi hvítnaði nú reyndar yfir þessari yfirlýsingu á laugardaginn :þ Við fórum ekkert of seint heim úr grillinu eitthvað um ellefu hálf tólf.. sé reyndar eftir því að hafa ekki kíkt við í opnun Húsasmiðjunar í Grafarholti. Þar voru mínir menn í Sálinni að trylla liðið. En sei laví....
Svo fór laugardagurinn í að hjálpa þeirri gömlu að gera tilbúið fyrir Júró. Það var þrifið og búið til playlista í ipodinn sem kallaður er Mamma að jamma :)... Gerði þetta allt í skiptum fyrir að fá að fara í bað hjá þeim gömlu..er nebblega farin að vakna upp kjögrandi á nóttunni vegna þess að löngunin í bað er orðin það mikil :þ Allaveganna var grillað yfir Júró og ég hélt að sjálfsögðu með Noregi og Moldavíu. Hélt með Moldavíu afþví að gaurinn með græna gítarinn var nú helv.. líkur honum Gaua mínum og fyrst hann var í vinnunni á meðan Júróvisíonið var gat ég vel ímyndað mér að hann væri þarna að standi sig með sóma sínu landi til heiðurs...
Svo vann náttlega Grikkland. Bjóst satt að segja ekki við öðru. Finnst júróvisíon orðið svoldið þema gjarnt þó að það sé alltaf hægt að horfa á það og hafa gaman af. Eeeen eftir júró var tónlistini startað og byrjað að dansa svo var rifinn upp gítarinn og tekið eitt eða tvö lög hmmhmhmhm Svo var dansað meira og mín reif sig heldur betur upp og kenndi salsa dans ójá salsa við Þetta er algjör bongó blíða :) Og það við mikil fagnaðarlæti við staddra. Það fer tvennum sögum af því hvort það hafi verið útaf hinum snilldar danstöktum mínum á gólfinu eða ekki..
Svo um tólfleitið var Tinnu farið að langa niður í bæ þannig að brunað var í bæinn og byrjað á hverfis þar sem aldurinn var svona í lægri kanntinum og Fg ingar voru einnig að halda upp á útskriftir þannig að við stöldruðum ekki lengi við. Meðal annars vegna þess að fólk gat ekki hætt að spurja okkur í tengslum við fatahengið til dæmis ; "Viti þið hvar gaurinn í fatahenginu er" "Eru þið að vinna í fatahenginu" við stóðum þarna reyndar nálægt fatahenginu í KÁPUM og með drykk..við litum ekki út fyrir að vita svörin við þessum spurningum..
Síðan var haldið á "Kofan" sem allir vissu víst nema ég að er Kofi Tómasar frænda. Satt að segja var ég búin að gleyma að þetta væri kaffihús og hélt einhvernvegin að þetta væri búð :/ En þetta var og er svona líka krúttlegur staður. Tónlistin var fín og dídjeiinn var meira að segja píndur í nokkur júrólög..Þorsteinn og Elísa hittu okkur síðan á "Kofanum" Og svo var drukkið og drukkið og rétt eftir 4 fattaði mín að hún ætlaði að skutla Gaua í vinnu klukkan sjö þannig að ég dreif mig heim..En málið er það að þegar maður hefur setið heillengi og drukkið er maður ekki alveg dómbær á eigin getu..Þannig að þegar ég var komin út átti ég soooldið erfitt með að halda mér í beinni línu og sjá fólkið í kringum mig en mér tókst þetta nú nokkuð sannfærandi og náði meira að segja að þekkja fólk á leiðinni. Ég reyndi að kveikja á símanum mínum fyrir gönguna heim en hann vildi ekki leyfa það. Þá ákvað ég að taka leigubíl heim, fannst ég ekki alveg í ástandi til labba ein heim símalaus. En leigubílaröðin var alveg svakaleg þó svo að klukkan væri rétt um fjögur. Þannig að ég ákvað að taka sjensinn og rölta heim og á leiðinni hitti líka svona viðkunnalegan ruglaðan dreng. Hann heimtaði að fá að fylgja mér heim en ég náði að plata hann (bond..james bond) þannig að hann fékk bara að rölta með mér að bóklöðunni. Þegar ég kom heim sat ungt par á tröppunum hjá fólkinu á hæðinni fyrir ofan og ég er ekki frá því að það hafi glitrað á tár hjá litlu labbakútunum..en ég var nú ekki að láta það á mig og tók eitt hátt og skírt "KVÖLDIÐ" heyrðist þau ná að svara einhverju. En kvöldið var nú ekki búið.. ég kom heim og setti vatn inn í ísskáp, þynnkumeðal fyrir daginn eftir sjái þið, lagðist svo uppí rúm og las nokkrar blaðsíður í bókinni minni og fattaði að gaui var ekki með stilltan síma til að vakan.. Þá var náttlega að vekja hann og hann sagðist hafa gleymt símanum í Hafnó og við yrðum að nota minn. Ekki málið hann er bara batteríslaus set hann í hleðslu. Las soldið lengur og reyndi síðan að kveikja á honum en allt kom fyrir ekki..tók hann þá allan í sundur og þurkaði hann og setti hann í hleðslu en þá byrjaði félaginn bara að titra og læti þannig að ég reif hann úr sambandi. Þá var það að ná í símaskránna til að hafa svona áminningu. Ég reyndi við símann aftur og aftur og það kom alltaf einhvern villa. Þá er ekki annað en að hringja í 8007000 sem ég gerði og hér kemur handritið af því samtali
Síma kona: Þjónustuver símans góða kvöldið
Ég: Góða kvöldið érr að reyna að gera sona áminingu
SK: Já
Ég: Svona til að vekja mann
SK: Já
Ég: Ég var nebbla á Kofanum og einhver...
SK: Og ert að reyna að stilla áminingu
Ég: Já hvernig gerir maður það
SK: Þú verður að setja inn 4 stafi sem sagt allan tíman
Ég: ahhha érr nebblega ekki búin að vera að gera það okey
SK: Nei
Þögn
Ég: Oki takk
Sk: Takk fyrir Bless
Klikk
Ég: Halló
Ekkert svar
En já mér tókst að stilla þessa blessuðu áminingu og gerði það vel!!! En Gaui greiið náði nú samt ekki að vakna við síman og svaf yfir sig ræfilinn. Þær hringdu ekki ánægðar af Select og ráku hann á fætur.
Dagurinn leið svo milli svefns og vöku og frekar mikilli þynnku seinni partinn. En það bjargaðist fljótt þegar gaui kom með hammara eftir vinnu :)
Er núna ennþá að jafna mig og er ekki frá því að ég þurfi að leggja mig á eftir :þ
En ég held að þetta sé nóg í bili
P.S Alla stafsetninga villur eru af völdum afgangs áfengis í blóðinu!!!!!

fimmtudagur, maí 19

Júró ;-(


Júró ;(
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja þá er júróið búið...við náðum því miður ekki í gegn..ætli það hafi verið þessi blessaði búningur sem rætt hefur verið um fram og til baka..sem öflugur júró aðdáandi þá held ég ekki..en ég get sagt ykkur eitt að ég held að við komumst aldrei uppúr undan keppninni..það eru svo mörg austantjaldslönd þarna með okkur og þau kjósa bara hvert annað.Alla veganna...Vikan bara búin að vera róleg svo sem ekkert merkilegt að gerast :) Svo er reyndar stefnt í að fá sér í glas á laugardaginn..Ætlaði nú reyndar að halda júróhitting en fékk fjöldan allan af kvörtunum fyrir hvað ég var sein til að bjóða þannig að ég neyddist til að þiggja boð í gleðskap í hafnarfirðinum... Næsta ár byrja ég að bjóða í mars :) Eða betra þeim sem ég bauð í partíið og þeir sem ég náði ekki að bjóða áður en ég hætti við er hér með boðið í partí að ári..nema ég verði flutt :/ allaveganna hafi þið þetta bakvið eyrað :) *En heyri þið nú mig er hérna daginn eftir og júróið er on.....fólk var víst frekar fúlt yfir því að ég aflýsti..ég sem hélt að engin myndi koma þannig að allir eru velkomnir í aftur í slottið :)

lotsa love

mánudagur, maí 16

Pæjur í London


IMG_2876
Originally uploaded by hennyjona.
Þarna erum við pæjurnar í London. Ég og amma að máta hárkollur í Topshop. Sé nú reyndar eftir að hafa ekki keypt mér eina eða tvær...Helgin hefur nú gengið í vinnu og afslöppun.. Hef verið að þræla mér út í allan dag við að mála húsið hjá settinu..maður er svo góð dóttir :) Svo er stemmt á Júrójamm næstu helgi..er meira segja að halda smá júróhitting :) En ætla að halda áfram að horfa á Notting Hill með þeirri gömlu :)

fimmtudagur, maí 12

Er sumarið komið????

Þegar ég var á leiðinni í vinnanuna í morgun var ekkert smá gott verður og er enn..hlýtt og gott. En ætli það verðu nú samt ekki skafal bylur þegar ég fer heim :)

Þegar ég kom heim til í mín á Þriðjudaginn eftir heimsóknar rúnt voru blóm fyrir utan hurðina hjá mér. Rosalega flottir gulir túlípanar í flottum vasa :) Það er gott að eiga leynilega aðdáanda :)

Ég er nú frekar fúl útí sjálfa mig fyrir að hafa misst af Oprah þættinum í gær....langaði ekkert smá að sjá hann..Ef einhver sá hann vinsamlegast láta mig vita hvernig hann var :)

mánudagur, maí 9

Hold me closer tiny dancer

Jæja nú er elskan mín komin heim...hún er æðisleg..já ég held bara að þetta sé hún...Alla veganna gerir hún allt til að þóknast mér :)

Helgin búin og fyrsta 7-3 vaktin á morgun..frekar spennt en efast um að ég nái að fara snemma að sofa þar sem klukkan er 12 núna og ég er ekki baun þreytt. Alla veganna
Föstudagurinn var fínn. Fórum á jammið sem fólst meðal annars í því að það var hótað að henda okkur út af Thorvaldsen þar sem Hranfnista var greinilega í vettfangsferð. Ég bragðaði líka mína fyrstu Margarítu...get ekki sagt að ég sé fan...hnerraði eiginlega og það datt allt úr glasinu :/ Þetta var nú eiginlega í fyrsta sinn þar sem ég fer á jammið og þekki fullt af fólki..sumir myndu segja að það væri afþví að ég fer svo sjaldan á jammið en ég held ekki :þ
Laugardeginum var að mestu eytt með dömunum sem við drógum með okkur heim (Anita og Tinna) í þynnku og Sex and the city :) Svo um kvöldið fórum við með settinu á Lækjarbrekku sem að sjálfsögðu klikkar ekki!!!!! Svo fórum við í mat í keflavík í dag sem er nú næstum eins og að borða á veitingahúsi...alltaf góður matur á þeim bænum :) Og ég fékk Ipodinn minn :) jíjí Telma var nú reydnar næstum búin að gleyma honum uppá flugstöð..ja eða næstum já hún gleymdi töskunni með honum uppá velli ...en fékk hana aftur nó prob.. Með þeim Telmu og Magga kom nú bara frekar myndalegur ameríkani sem er 23 og mun vera hér í sumar að spila fótbolta með...jæja einhverju liði. Og þá var að sjálfsögðu lofað að taka hann á jammið hérna í bænum..maður verður nú að spilla svona saklausum könum..múihahahahaha Ninna mín are you up for spoiling a young american ;)
En já núna er ég að fylla elskuna mína af lögum og ýmsum fróðleik :) I love my baby

föstudagur, maí 6

Til hamingju með afmælið Jóna

Jæja nú er hún Jóna loksins orðin 16.. hún er búin að bíða eftir þessu lengi ;)

Aní hú..Ég er frekar spennt þessa dagana því að það er ekki nóg með að Ipodinn minn langþráði komi til landsins sex að morgni sunnudag en þá er þetta síðasta leiðinda vaktin mín í vinnunni. Hef nefnilega síðan í apríl verið að vinna frá 11 til 7, sem er hundleiðinlegt :( en frá og með mánudeginum mæti ég 7 og hætti 3 :) draumvaktin. Svo þegar ég vinn laugardaga á ég hálfan dag frí í staðinn, oftast á föstudögum þá er ég að vinna frá 7-11.. sem er náttlega sweet á sumrin :)
Svo er þetta rosa social helgi hjá manni. Í kvöld er stemmt á að fara út að borða til að fagna þessum merka áfanga hjá henni Jónu. Er nú ekki alveg viss um að ég mæti það eru bæði faratækja og peningahömlur. En svo á að fanga heimkomu Tinnu úr heimsreisunni.. Ætli maður skelli ekki í sig smá áfengi í tilefni dagsins :) Svo á morgun eigum við pantað borð á lækjarbrekku :) Smá lúxus á manni (ekki það að ég borgi :) ) svo er það Ipod leiðangur í keflavík á sunnudaginn :)

Nóg að gera :)

fimmtudagur, maí 5

Dömur mínar og herrar

Jæja nú hef ég sko fréttir Ipodinn kemur á sunnudaginn :) þannig að alla næstu viku verður bloggað um hans fyrstu orð, fyrstu skref og hans fyrstu hrösun :)
Og ég vil endilega uppástungur fyrir nafn á Podan...endilega komið með hugmyndir !!!!!!!!

sunnudagur, maí 1

My precious


My precious
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja gleðinlegan Maí allir saman....Nú eru bara tvær vikur í að my very precious Ipod kemur til landsins :) My precious...Aní húSit hérna ein heima fyrsta kvöldið sem ég eyði ein hérna í Murderville verð að segja að mér frekar spúkt. En einhvern tíma verða prinsessur að gerast drottningar :þ Er að glápa á mynd sem ég keypti mér ( á dívídí) í útlandinu. Romancing the stone man einhver eftir henni???!!?!?! allaveganna er ég að horfa á hana ég hef dýrkað þessa mynd síðan ég var krakki. Helgin var mjög fín. Eyddi laugardeginum í 70% afslöppun og 30% tiltekt. Fórum svo með ninnunni á Ruby tuesday. Frábært alveg hreint. Ninna fór svo að keyra settinu sínu heim og ætlaði svo að hringja í í okkur til að hittast í bænum. En allt kom fyrir ekki og var ég orðin frekar fúl rétt eftir 2 og ekkert símtal en þegar ég reif reiðilega í síman sá ég að það var slökt á honum og ég gat ekki kveikt á honum fyrr en bara rétt áðan, hlóð hann víst of mikið eða eittað.. alltaf skal maður æsa sig áður en maður veit allar staðreyndir :þ roðn roðn :)Þannig að afsökunar beiðni vikunnar fer til Ninnu fyrir argan dónaskap í að svara ekki hennar mörgu tilraunum til að ná í mig og fyrir nokkrar ókristilega hugsanir af minni hálfu ;) I love ya babe :) Sunnudagurinn fór svo í mest lítið fór aðalega afslöppun en fórum svo í keilu með starfsfélögum hans Gaui.. það var fínt og hann Gaui minn vann :) Jæja ég held hreinlega að það sé bara kominn svefngalsi í mann þannig að ég held ég hætti áður en þetta fer að verða bannað innan 18 hjá mérLov all jús :)

miðvikudagur, apríl 27

Jæja þá er maður kominn heim :) eftir mjög skemmtilega og dare I say DÝRA ferð....:/ jæks.. En þetta reddast maður er nú ekki þekktur fyrir annað en að redda sér....... En það var ekki smá hamingja þegar maður lagðist í rúmið í gærkveldi...aaaaaaaaaaaaaa
En já það var eytt og eytt og eytt.. keypti mér helling af flottu og böms af dívídí
:) jæja farin að vinna eitthvað segi meira frá seinna

Jæja nú er komið seinna
Jæja ferðin byrjaði nú vel með það að ég fór í klippingu og strýpur um morguninn. Svo var skellt sér í hádegismat með Anitu á Duus. Óli skutlaði okkur svo uppá völl þar sem við röltum í rólegheitum um pleisið. Heilsuðum uppá Dóru í Sagabútík. Hitti hana Brynju frá flygen og ákveðið var skella sér á barin í einn eða tvo drykki. Pantaði mér Breezer orange ef einhver vill vita.. En þegar kom að því að greiða fyrir veigarnar fannst veskið mitt hvergi. Þetta var nú frekar vandræðalegt en hún á barnum var rosa skilningsrík ( splæsti samt ekki á okkur drykkina :/ ) ég hringdi nú bara í Anitu og bað hana að ná í veskið útí bíl sem var í geymslu heima hjá henni. Hún gerði það hringir svo smá tíma seinna..."Er útí bíl ekkert veski" úpps það er þá í apótekinu þar sem ég fór áður en ég fór á duus. Hún í apótekið ekkert veski..nú var mín fairn að hafa áhyggjur...Anita ríkur á Duus og haldiði að veskan hafi ekki verið þar..beið bara eftir að það verði náð í sig :) það reddaðist :) TAKK TAKK TAKK ANITA
Ævintýrinu líkur ekki þar en ég er orðin þreytt í puttunum í bili :)

þriðjudagur, apríl 19

Tiskusyning


Tískusýning
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja nú haldið ekki að maður sé bara að fara til London á morgun. Spenningurinn orðin temmilegur. En á ennþá eftir að pakka HA?!?!?! Anita heyriru það ;) Hef verið voða róleg eitthvað fyrir þessa ferð. Ætli það sé ekki afþví að ég hef komið svonna einu sinnu áður til London hmmhmhmhEn svo er hún Karen mín að fara að halda tískusýningu á morgun líka :) Ég kemmst því miður ekki en ef þið hafið áhuga á tísku látið endilega sjá ykkur!!!! Það er í FG, held ég klukkan 19:30...

föstudagur, apríl 15

Ég var heima hjá mömmu og pabba í gær að horfa á einhvern lögguþátt. Þar lentu löggurnar í því að þurfa að tilkynna manni að konan hans hafi lent í bílslysi og dáið. Ég veit ekki afhverju en þetta snerti einhvern streng hjá mér. Hvað ef ég fengi svona heimsókn?? Hvort sem það væri gaui , einhver af vinum mínum eða fjölskyldu meðlimum. Ég veit fyrir víst að ég hefði ekki tekið þessu með þeirri reisn og maðurinn í þættinum. En þetta fékk mig til að hugsa.. líf mitt hefur eins og hjá flestum ekki alltaf verið dans á rósum en ég hef alltaf haft gott net af vinum og/eða ættingjum mér til stuðnings. Svo kemur á eftir hugsunin um það hef ég látið meðlimina í mínu öryggisneti vita hvað þeir skipta miklu máli og að ef þeir hverfu yrði stórt gat á netinu. Ég hugsa ekki. Þannig að hér með vil ég þakka öllum kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig og munið gera fyrir mig :) TAKK TAKK TAKK og aftur TAKK

Jæja nóg um það :) 4 dagar í london og tæpur mánuður í Ipod :)

mánudagur, apríl 11

Mjög spennt fyrir Volare kynningunni í kveld.. Eins og þið vitið eru Volare snyrtivörur drottins... jájá sá það á Omega.. var eitt skiptið í heimsókn á ömmu og afa á Ölduslóðinni og þá var amma voða spennt fyrir þætti sem var á hinni ágætu skemmtistöð Omega..þar var víst einhver frænka HENNAR ekki mín stend fast á því , já hún var að tala um hvað það væri dásamlegt að vera frelsaður og ég veit ekki hvað og hvað aníhú henni vantaði svo vinnu sem var guði þóknanleg, hún hafði nefnilega alltaf verið að vinna mikla erfiðist vinnu.. svo var systir hennar að selja Volare og var að reyna að fá hana til að vera með..hún var nú ekki alveg viss en spurði guð...og hann hélt það nú hún ætti nú bara að skella sér í heimasölunna..
Ninna sver nú reynar að það muni lítið vera rætt um guð í Þollócity en eins og sumir vita þá hef ég ekki beint skemmtilega reynslu af stangtrúar fólki......
Það á ekki að eyða neinu samt í kvöld er á leið til Lon og don og þar á að eyða einu eða tveim pundum :)

Anita: Gleyminn sneiminn
Katrín : Kepp on singin :) Solong farewell.......

laugardagur, apríl 9

Ipod :)


Ipod :)
Originally uploaded by hennyjona.

jæja komin í betra skap :) brúðkaup Camillu og Charles rétt að ljúka..og einnig alsherjar hreingernigu á Grenimelnum :) er ekkert smá stolt af mér :) skellti mér meira að segja út í Europris og keypti ramma fyrir nokkrar af myndunum sem voru hér eins og hráviði út um alltar trissur..Svo er dagur 10 af Ipodwatch ;) hann er væntanlegur heim um 13 maí en haldið þið að það hafi nú ekki komið eitthvað upp á eins og vanalega..ég pantaði mér tösku með ipodinum á amazon en hætti svo við langaðir frekar að velja mér tösku sonna upclose and personal og hætti við hana. Þetta var rosaflott leðurtaska en eins og ég sagði langaði að skoða soldið. Haldið þið ekki að þessir viðkunnalegu menn á amazon hafi tekið það uppá sitt eindæmi að panta handa mér einhverja aðra tösku og rukka mig 32 dollara fyrir. Ég afpanta hana nú bara tek þessu frekar rólega ekki búið að senda hana eða neitt. En nei fékk sonna líka fallegt bréf frá Sharon Palmer þar sem hún tilkynnir mér að ég geti ekki hætt við heldur ef ég vilji ekki töskuna verði ég að neita að taka við sendingunni þegar hún kemur..Get nú varla lagt það á Telmu greiið að fara að rífast við einhvern gaur frá UPS þannig að ég læt Gaua bara hafa ljótu töskuna fyrir sinn en kaupi flotta handa mér :) female justice :)Svo er stutt í london ferðina :) Hlakka pinku lítið til hmm hmm já já hæverskan í hágvegum höfð :)Svo á að skella sér á kynningu í þolló hjá Stóru Bleik á mánudaginn eftir hin mikla fund hjá Gulunm...þegar ég hugsa um það þá þekki ég mikið af fólki sem hefur eitthvað með liti að gera :/ :\

Er nú að horfa á gerð Sound of music ohh hvað ég elska þessa mynd ætli maður skelli svo ekki myndinni sjálfri í tækið og syng hástöfum með

Dó a dear a female dear, ray ad drop of golden sun, me a name I call myself, fa a long away to run, so a needel pulling thread, la a note to follow so, te a drink with jam and bread that will bring us back to do do do do :) allir með :)

föstudagur, apríl 8

Nú er önnur vika á enda...
Og maður er ekki uppá sitt besta verð ég nú bara að segja :/ Vikan er búin að vera hörmung vonandi að helgin geti róað mann niður og gefið manni smá rólyndi fyrir þá næstu.....
Endilega smellið á auglýsinguna þarna :)

Hef bara ekki nennu í að skrifa meira að sinni..sorrí :þ

þriðjudagur, apríl 5

Jæja þá er afslöppunar helgin búin..
Helgin var mjög fín. Mikið borðar drukkið og hlegið..og klegið og gert ekki neitt. Fórum reyndar í langan göngutúr á laugardeginum en ég var nú eins og belja á svelli afþví að kuldaskórnir mínir eru víst ekki gerðir fyrir svonna fjallgöngur þannig að það þurfti að leiða gömlu konuna niður brekkuna á Laugavatni en það hjálpaði lítið því að ég var samt sem áður á hasnum :/ En það var mikið hlegið :) Haldiði ekki að á laugardeginum það hafi byrjað að snjóa og það alveg slatta þannig að við þorðum ekki að keyra jálkinn í bæjinn.. Þannig að ég missti af partíinu hjá Gulunum :( En það var samt gaman hjá okkur uppfrá..
Missti reyndar röddina á laugardaginn og er bara rétt að fá hana aftur núna :)
En það eru nú bara tvær helgar þangað til haldið verður til London :) Get ekki beðið :)
Svo var ég að fá meil frá henni telmu í alabama og Ipodinn minn er komin til hennar JEY :)
Hún kemur svo með hann heim í maí :)

föstudagur, apríl 1

Hun a ammili i dag..hun a ammili i dag

hún á afmæli hún amma...hún á afmæli í dag :) VEIIIIIJæja þá er stóri dagurinn runninn upp..er bara að vinna til 12:30 svo verður væntanlega brunað uppá laugarvatn uppúr 14:00 :) Svo er partí hjá Gulunum á morgun..veit ekki alveg hvað ég á að gera..vera í sumó að slappa af eða skella mér á djammid með stelponum :/ :\ Erfitt að vera svona vinsællEn alltaf gott að hafa nóg að gera :)
Var nú reyndar vakin fyrir allar aldir til að mæta til vinnu klukkan 8 þurfti reyndar að skutla Gaui í vinnu fyrir 7:30 þannig að ég vaknaði ennþá fyrr...Mætti fersk til vinnu um korter í :) spurning hvað maður nær að vaka í kvöld..maður er orðin svo gamall!!!!!!!!!!!!!!!!! Er reyndar í smá dilemma..hún snertir kókdrykkju á morgnana..vanalega þegar ég mæti til vinnu þá er klukkan 10 og þá þykir mér allt í lagi að fá mér smá kók þegar ég hef unnið í 45 mín til klukkutíma sem er þá væntanlega um 11 leytið en núna þá er ég búin að vera að vinna í klukkutíma og langar alveg svakalega í koffínið mitt í ískápnum en klukkan er bara 8:45 :/ :\ þetta er soldið erfitt ... hvað segja reglur um gos drykkju á mornana.. Þegar ég var að vinna í Englandi mætti ég líka oftast um 10 þá fékk ég mér of kók sopa....og fólkið þar var hneykslað á mér að gera það svona snemma en þeim fannst allt í lagi að drekka kaffi með bömms af molum í..það fannst mér frekar púkó..Það sem mig langar að vita er hverjar eru reglurnar um þetta...hver samdi þær og fer einhver eftir þeim??? Eða eru ekki til neinar reglur og ég ræð mér bara sjálf...sem er svo náttúrlega allt annað umræðu efni .ræð ég mér í alvöru sjálf...en við skulum geyma það þangað til seinna :)

fimmtudagur, mars 31

Familyfun


Familyfun
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja nú er familían að fara í sumó um helgina :) Hún amma mín verður 60 ára ung á morgun :) Hún lítur náttlega alveg stóglæsilega út eins við allar kvinnurnar úr Washington ættinni :) blogga meira um ammilið á morgun
En allveganna er á fulla að læra að bóka fyrir flugfélag íslands í vennunni rosa mikið að gera :-O húff púff en maður dílar nú við það með bros á vör og heimtar kauphækkun ;)


þriðjudagur, mars 29

Páskarnir búnir :( aftur meiri vinna en það er bara þriðjudagur miðvikudagur fimtudagur og svo hálfur föstudagur :) svo er það sumó.. Hún amma mín á nebblega stórammili :) 60 ára ung á föstudaginn :)
Svo er nú ekki langt í að maður leggi upp í London ferð einmitt í sama tilefni að fagna þessu merka áfanga hjá ömmunni :)
Er komin með eitthvað leiðindar kvef þannig að ef einhver hefur einhver ráð til að losna við kvef er ég opin fyrir öllum uppástungum :)
hnerr hnerr
Jæja best að fara að skoða eitthvað skemmtilegt á netinu :)

þriðjudagur, mars 22

Knus


Knús
Originally uploaded by hennyjona.

Jæja það var nú ógeðslega gaman á Laugardaginn :) Eins og vanalega drukku sumir meira en aðrir en í þetta sinn var mín nú fersk en steinsofnaði um eitt leytið rétt eftir að hinir voru farnir í bæjinn..Það var nú mikið sungið og dansað og eitthvað smá drukkið held ég..dropi og dropi , sopi og sopi..

En ég set myndirnar allar inná webshots held að það sé linkur hérna til hliðar það heitir jamm... búin að tékka og það er þriðji mynda linkurinn :)

Mun blogga um partíið í kvöld :þ hef bara ekki enn sett myndir inn í tölvuna..
:)

Enn á meðan:
Er það minn eða þinn sjóhattur??
Er það minn eða þinn sjóhattur??
Nei það er minn en ekki þinn!!!
Er það minn eða þinn sjóhattur
sjóhattur
sjóhattur...

fimmtudagur, mars 17

Jæja þá er maður að vinna á laugardegi..sem er svosem allt í lagi nema að það er verið að breyti plássinu hjá okkur þannig að ég er á efri hæðinni í matsalnum..sem er líka allt í lagi..það sem er ekki í lagi er að það er verið að bora og smíða á neðri hæðinni...ekki gama að reyna að heyra í símanum með 3 borvélar og tvo hamra í fullu fjöri á neðri hæðinni :þ
Byrjaði daginn nú ekki vel :/ vaknaði aðeins of seint..mætti nú samt 10 mínotum fyrr :) en bíðið nú ég er með vitlausan lykil að pleisinu..Einar bossinn minn var mættur en hann er á efstu hæðinni. Hér kemur það besta..ég var ekki með gemsan minn af því að ég gleymdi honum í vinnunni :) Var nú samt með Gaua síma þannig að ég gat hringt á hina ýmsu staði nema að ég hafði ekki númerin...jæja þá hringdi ég bara í 118 sem tók nú bara askoti langan tíma aníhú þeir fundu ekki hana Elsu sem er líka að vinna hérna þannig að ég lét þá segja mér númerið hjá framkvæmdastjóranum. Ég hringi í hann..og hringi..og hringi..ekkert svar..nú er klukkan orðin 10 og iðnaðarmennirnir mættir með mér fyrir utan..við bönkum og spörkum í hurðina. Þeir stinga meira að segja upp á því opna með kúbeini..rétt næ nú að stöðva það. En maður er náttlega Nancy Drew í dvala fatta það að það er brekka fyrir aftan húsið og því stöndum við hærra þar kannski það sé hægt að sjá inn eða eitthvað..nei en allt kemur fyrir ekki við sjáum bara inn á hæðina fyrir neðan..í örvæntingu minni :þ kalla ég á Einar þá skíst hausin á honum út um gluggan "já" eins og ekkert væri eðlilegra. Hann kom svo niður og hleypti okkur inn :)
Svo á víst að jamma eitthvað í kveld..tekin kannski einn sopi af eplasíder eða svo ;)


Svo hvet ég ykkur endilega að taka Desperate housewifes prófið hérna að neðan.
Tók það þrisvar og fékk tvisvar Susan..þessa sem er innilega Desperate og svo held ég að hin heiti Gloria þessi sem er með flotta garðyrkjudrengnum :)
http://www.abc.go.com/primetime/desperate/quiz/index.html

þriðjudagur, mars 15

Jamm


Jamm
Originally uploaded by hennyjona.
Jæja are we ready to djamm!!?? Niður talning er hafin í brjál djamm á Laugardaginn. 3 dagar and counting :)Lítið að frétta sosem. Kíkti afmæli í gær hjá henni Ninnu..þar voru margar góðar veitingarnar :) Takk fyrir mig :) by the way 35 dagar í London :) smælí :)

mánudagur, mars 14

Ninna sæta


Ninna sæta
Originally uploaded by hennyjona.
Bloggið í dag er nú tileinnkað henni Ninnu okkar :) Hún á nebblega ammili í dag :) þessi mynd er tekin fyrir nákvæmlega ári af henni þegar hún hélt uppá ammilið..Þá var nú gaman þó aðrir hafi drukkið minna en hinir en samt orðið ógeðslri og fyllri..hmhmhm og endað með því að skemma hælaskónna sína en við vonum að það verði nú ekki endurtekning á því hmhmhmhm núna um helgina þegar við ætlum að skella okkur á jammið henni til heiðurs :)En aní hú....Til hamingju elsku vinkona....vonum að á næsta ammili verðum við að plana eitt stykki London flutning ;)

þriðjudagur, mars 8

Ég er orðin svo vön að blogga með mynd þannig að mér þykir það varla þess virði að blogga án myndir :/ en þegar maður er orðin svona dekraður þá þarf að taka á því :)

Helgin var fín. Áttum að sýna okkur í gleðskap sem bróðir minn hélt sjálfum sér til heiður en vorum svo uppgefin eitthvað að við hjengum heima eins og sönn gamalmenni :þ Laugardagurinn var aðeins meira spennó, vann aðeins í barnafatabúðinni, þakka enn fyrir að eiga ekki börn, væri orðin gjaldþrota eftir barnafataskuldirnar :/ skelltum okkur svo í foreldrahús þar sem bróðir minn hélt aðra veislusér til heiðurs í þetta sinn fyrir the familý. Þar var boðið upp á hamborgarahrygg mmmmmmmmmmmmm Ógislega góður..mmmmmmmmm
Svo var reyndar haldið snemma heim og gónt á imban...
Tökum ærlega til í slottinu á sunnudaginn og góndum á Joey :)
Samantekt helgarinnar : mikið gónt á hitt og þetta :)
Stefni á það að góna meira í kveld :) erum að byrja á fyrstu seríu í 24 :) Vá hvað maður verður spenntur :) Hér hefði til dæmis verið tilvalið að setja inn vel valda mynd af Jack Bauer en stóðst freistinguna...BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA :-)

laugardagur, mars 5

Amma og Henning


Amma og Henning
Originally uploaded by hennyjona.
Þetta er mynd af ömmu minni þegar hún var tveimur árum yngri en ég :) með tvö börn, mömmu og Henning sem er þarna á myndinni.Svo er til mynd af mér og mömmu þar sem mamma er 3 árum yngri en ég. Ég er svona eftirlegukind í barneignum...:/ kannski maður þurfi að unga út einu barna eða svo bara til að brjóta ekki hefðina ;)

fimmtudagur, mars 3

Fallbeyging
nf : Henný
þf : Henný
þgf: Henný
ef : Hennýjar

Var að fá að vita þetta í dag. Hef staðið í þeirri trú að nafn mitt væri endingarlaust
Og sem fyrr ku nafn mitt ( þar af leiðandi líf mitt) vera þýðingarlaust
"Nafn þetta er stytting á nafninu Henríetta."

miðvikudagur, mars 2

regentpalacehotel


regentpalacehotel
Originally uploaded by hennyjona.
Var að koma úr nuddi..það kemur alltf mjög væn kona hér niður eftir í vinnu til okkar á miðvikudögum og nuddar okkur það er alveg æði...mmmmmmm

Hef bókað hótel herbergi í henni london ef einhver hafði áhyggjur..Pöntuðum á Regent Palace hótelinu hennar Ninnu eftir miklar deilur við Hyde Park inn...
Jæja nú geta allir andað rólega :)

þriðjudagur, mars 1

Þetta eru þær vinnur sem ég á að velja um :)

Management
Modern Languages

Media/Radio/TV/Film
Administration

Communication
Drama/Theatrical

History of Art
Hotel/Institutional Management

Var að taka áhugasviðspróf...hmm haldiði að ég hafa valið rétt í vali mínu á námi ;)??????????????

mánudagur, febrúar 28

Kanarí :)


Kanarí :)
Originally uploaded by hennyjona.
Hér erum við á Kanarí á aðfangadag :)
Á rölti út í búð að leggja lokahönd á skipulagningu kveldsins :)

föstudagur, febrúar 25

Haldið þið ekki að aðal pæjan sé bara á leiðinni til Lundúna :) vúhú Flýg út 20 Apríl og kem heim 26 apríl :) jibbí vúhú...Ætluðum ekki að fara en afi heimtaði að við færum þannig að við förum :) takk afi :)
En matarboðið var hreint og beint success :) Eldaði mitt einstaka Lasagne við mikinn fögnuð viðstaddra :) Og haldiði að hún mamma gamla hafi ekki gefið okkur glænýtt pottasett :) híhí últra flott og alles :) með sér gufusuðu potti og ALLT :) nú verður sko elda híhíhíhí

þriðjudagur, febrúar 22

Lifði af srtætó ferðina óvíst er að ég lifi af ferðina í kvöld.........................

En þegar ég svo kom heim uppgötvaði ég það að var KÖNGULÓ á eldhúsveggnum......
Ég þorði ekki þangað inn fyrr en Vigfús sem er næstum jafnhræddur við kóngulær og ég gerðist hetja dagsins og réðst þangað inn vopnaður klósett pappír og hugrekki..... þá hafði köngulóinn fært sig úr stað og gerði counter strike á hann við gluggan en vigfús með snörum brögðum tóks að handsama hana og henda henni í klósetti..húfffffffff Takk æðislega Vigfús fyrir lífgjöfina :)
Það er sko drama á manni


Held svo mitt fyrsta matarboð á morgun og þarf að taka til fyrir það í kvöld :/

mánudagur, febrúar 21

Bisí helgi að baki....
Á föstudaginn fórum við á árshátið hjá Shell... Og eins og í fyrra mætti mín á pinnahælum algjör pæja afþví að við ætluðum ekki að dansa...en jújú maður tætti á gólfið og tjúttaði.....en það var samt sem áður haldið snemma heim...
Á laugardaginn vöknuðum við frekar snemma og hreynsuðum til í slottinu. Síðan var haldið í Laugar þar sem árshátíð Miðlunar byrjaði. Þar var hangið í nokkra tíma farið í gufur, heitapotta, slökunar herbergið og sötrað áfengi. Síðan var haldið á Broadway og borðað...
En um 11 byrjaði svo gleðskapur í Grenimelnum sem vel sóttur og meira til. Og eins og vanalega drukku sumir meira en aðrir og var síðustu gestum sparkað í leigubíl eitthvað eftir fjögur.
Sunnudeiginum eða konudeginum eyddi ég svo ein fyrir framan imban með pizzu.....
En ég fékk blóm :)

Í dag stend ég hins frammi fyrir þeim hryllingi að þurfa að taka strædó heim eftir vinnu :-O
Þannig að ef einhver er á ferð í lynghálsinum í kringum sex endilega látið mig vita!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 17

Jæja ég vil bara biðja þá sem ég móðgaði með þeirri yfirlýsingu afsökunnar á henni...Ég ber fyrir mig stressi og sterk lyfjum.... :þ Og anita þú ætti að þekkja hann Gaua best sjálf hann hringir í þig klukkan tíu á laugardagkvöld og bíður þér
Anyway

Horfði líka á þessa ágætu mynd í gær Raising Helen. Eingin svona eye opener en hafði gott skemmtana gildi. Hún er um gellu sem að erfir börning eftir systur sína og hvernig hún höndlar það allt saman...

Hef ekkert meira að segja held ég..var næstum byrjuð að skrifa meira um veðrið en hætt á síðustu stundu :/

Var að taka próf um það hvort að ég sé shopaholic... hér kemur niðurstaðan
Slightly Addicted but Nothing to Worry About: You've been known to go crazy on occasion, but for the most part you keep it in check. You pick out the few trendy pieces each season that you need to update your wardrobe, and you work your closets around that. You definitely own a few more shoes than necessary, but you're responsible enough to avoid a fiscal crisis from overshopping. Friendly warning: Slightly addicted shoppers have been known to cross over into shopaholic territory ‑- so think twice before you indulge in that next two-for-one sale.

Hehe :) no problem :)

miðvikudagur, febrúar 16

Hólí krap mar..... Veðrið er ruglað!!! Ég sá ekki lengra en á húddið á bílum....ég var svo hrædd að ég er enn þá að jafna mig... húff.
En maður var nú slatti húslegur í gær og eldaði fisk...soðinn fisk :) mmmmmmm og Jónu var boðið í mat en þar sem hún neitar að borða fisk varð hún bara að elda sér sjálf :) Pasta :)
Kveldið var rólegt gónt á sex and the city og sonna..

Svo verður haldið smá getúgerþer á laugardaginn..í til efni að hann Guðjón á afmæli..Bara sonna smá hittingur. Frekar auglýst síðar en get sagt það að allir sem lesa bloggið eru velkomnir...hef lúmskan grun um að ég þekki alla sem hingað læðast...

mánudagur, febrúar 14

Þó svo það virðist sem engin lesi bloggið mitt ;( ætla ég mér að halda ótrauð áfram!!!!
Ég var að lesa á einhverri síðu að það tíðkast meðal þeirra sem ég gekk í skóla með á framhaldskóla árum mínum að "dissa" og tala illa um hvort annað á komment kerfum hjá hvort öðru. Þetta gerist víst allt nafnlaust og er fólk alveg að missa sig yfir þessu og reynir að giska hver er hvað. Í þessu tiltekna augnabliki voru komnir 50 og eitthvað póstar þar sem var í raun í hörku rifrildi, sumir í nafnleynd aðrir ekki, um hver væri meira fífl og guð má vita hvað. Þetta hefur öllið svo miklum deilum að mér skilst að nú sé komin kæra á að mér skilst þrjá af þessu liði. Hvað ætli það sé sem hvetur fólk til að lenda í mjög heitu rifrildi á komment kerfi.
Og hvernig nennir fólk því. Og það nafnlaust... Og fyrst þessar tilfinningar eru svo sterkar að þú verður að skrifa um þetta á netinu afhverju ekki að gera þetta í eigin personu.

Helgin gekk rólega fyrir sig. Kíkti aðeins í kringluna og reyndi að kaupa afmælisgjafir en þegar ég kom með fullt fangið að drasli að kassanum fékk ég neitun á hann Altla ég rík í hraðbanka og fæ neitun þar. Ég keyri kjökrandi heim. En þegar allt kom til als var þetta bara einhver villa í kerfinu. Ég á alveg nógan pening Jey!!!
Þetta var það mest spennandi sem kom fyrir ponsuna um helgina. Hékk annars heima tók aðeins til og eldaði fyrir kallinn. Mjög sonna american wife dæmi hékk heima að horfa á sjónvarpið þangað til tími var komin til að elda gerði það með sóma svo tók sjónvarpið aftur við :)
Jóna bjargaði hinsvegar sunnudeginum með að kíkja við og miskuna sig yfir mig :)
Svo er það dúndur helgi næstu helgi þar sem það eru tvær árshátíðir og eitt afmæli :)


En jæja best að fara að finna eitthvað að skoða á netinu...