laugardagur, desember 16

Smá jóla update







Fórum í smá göngutúr um daginn og tókum nokkrar jólamyndir .....Meira að segja Freddy Mercury er komin í jólaskapið hérna í London :) Ég persónulega myndi ekki vilja búa rétt hjá stóru bláu stjörnunni afþví hún blikkar úff heeheh en jólalegt að labba framhjá :) Bara 3 dagar í heimkomu jey!!!!! Og svo sjáið þið gluggana okkar :) erum einu í blokkinni með seríur ;)

miðvikudagur, desember 13

Viva la France




Þá erum við komin frá Frakklandi. Ferðin var mjög góð þó svo að við vorum bæði sammála um það að þetta var alltof mikið ferðalag fyrir svona stuttan tíma
Viljið þið ferða söguna...jeddúdda mía
eheheheh
Þeir sem þekkja mig vita að ég vil vera mætt tímanlega útá flugvöll, bæði gaui og anita hafa gert sitt besta til að fá mig af þessum vana en ekki tekist. Aní hú. Þá tókum við rútu uppá Stansted afþví það er ódýrara. Ég panta miðana og maður verður að ákveða nákvæmlega tímann sem maður vill taka rútuna. Ég geri það og allt í lagi. Svo vorum við frekar óviss um hvar rútu elskan stoppaði þannig að kvöldið áður hringdi Gaui í rútucompaníið og spurði...það tók nú einhverja tuttugu mínotur að fá svar en á endanum fengum við að vita hvar þetta væri og að það væri vel merkt. Svo vöknum við og röltum að rútustöðinni erum full snemma í því þannig að við vonum að við getum kannski fengið að fara með rútunni á undan. Við bíðum, sjáum reyndar hvergi merkt en höldum að það sé bara einhver misskilningur. En svo þýtur rúta framhjá merkt Stansted. Það var ekki sjens að hún ætti að stoppa hjá okkur afþví hún er 3 akreynum frá okkur..smá sjokk fer um hópinn.. (mig og gauja) þannig að við röltum neðar í götuna og finnum næstu stoppustöð... þar er ekkert merkt heldur þannig að Guðjón grípur í símtólið og hringir aftur í rútukompaníið. Það tekur svo smá tíma til að fá frekari upplýsingar og hann fær meira að segja að vita einhverja styttri leið og læti. Ég orðin frekar stress afþví að ef það þarf að fara einhverja styttri leið þangað getur þetta ekki verið stutt. En Gaui segir að við skulum prufa að labba neðar í götuna og þá finnum við þetta eftir 5 mínotur...erum samt frekar smeik afþví við vissum ekki um styttri leið heldur en beint..en þarna var merkt þannig að við biðum og rútan mætir og hleypir okkur inn og við fáum sæti hlið við hlið ;)
Rútuferðin tekur sirka einn og hálfan tíma og þegar einn tími og tuttugu mínotur eru liðnar spyr Gaui mig hvenær við förum aftur í loftið. Ég kveðst ekki vita það og hann tékkar...shiiiiit þá eru bara 15 mínotur sirka í að tékk inn lokar!!!! Við sitjum bókstaflega on the edge of our seat....hlaupum út úr rútunni og upp í terminalið en á öllum hlaupunum færist taskan mín á öxlinni og slítur af tölu á versta stað á kjólnum mínum þannig að ég var með frá hneft í brjóstahæð í tékk inninu en tókst að fela það ágætlega með jakkanum mínum.
Svo förum við í öryggis tékkið og það er huges röð og það er byrjað að kalla upp í vél hjá okkur.. Svo komum við að hliðinu og við lendum eimitt í því að það er verið að taka annaðhvern aðila og leitað á honum og við lendum bæði í því að það er leitað mjög nákvæmlega á okkur!!!!! Ég þurfti að lyfta upp kjólnum mínum og sýna beltið mitt og láta þreyfa á því öllu og læti!! Láta banka í botninn á skónum mínum og svoleiðis...jeminn góður við orðin frekar stressuð!!! Svo komum við að öryggishliði númer 2 og það er öllum veifað í gegn nema halló halló Guðjóni og Henný littlu við erum látin fara í röð þar sem við erum beðin um að fara úr skónum og láta skanna þá...eftir þetta hlaupum við eins og fætur toga að hliðinu..Ryan air er frekar cheap flugfélag þannig að það er engin rúta heldur þurfum við að labba alla leið eheh
Við sjáum á skjánnum að það er Final Call og erum frekar stressuð og hlæjum að því að við erum með Priority Boarding afþví við vorum bara með handfarangur. Þeir hljóti nú að bíða eftir svona priority fólki hehe. Við komum að hliðinu og það er ekki einu sinni byrjað að hleypa inn í vél og við erum meðal þeirra fimm fyrstu upp í vélina hahahahahahahahahahahha Við hlóum ekki lítið....fólk búið að vera að bíða þarna í klukku tíma eða eitthvað og við komum hlaupandi og beint inn í vél ehhehehehehehehe farm fyrir alla...hjá Ryan air er nefnilega ekki ákveðin sæti, heldur every man for himself hheheheh Jæja Svo svífum við yfir Toulon en það er ekki hægt að lenda vegna rigningar!!! Lordí lordí...Svífum í 20 mínotur og þá er loksins hægt að lenda..
Þá er líka þetta rosalega úrhelli. Við skellum okkur uppí bíl hjá Tengdó og leggjum af stað til Nice. Ferðin á að taka sirka 2 tíma en það var svo rosaleg rigning að við sáum ekki nógu vel á skiltin og viltum aðeins áður en við komust loksins á rétta leið...þá var sagan nú ekki búin heldur í vatnsflæminu þurfti tengdó að bremsa frekar snöggt en útaf vatninu sveif bíllinn bara áfram og beint aftan á næsta bíl...mér fannst þetta rosalega harkalegt en það sást ekki á bílum fyrir framan og varla hægt að stoppa og skoða afþví við vorum á hraðbraut á háanna tíma!!! En við komumst loksins til Nice og náðum meira að segja að kíka í Cap 30000 (man ekki alveg hvað það eru mörg núll hehe) sem er verslunarmiðstöð mig vantaði desperatlí buxur og uppáhalds búðin mín Pimkie bregst ekki :)
Við áttum svo frábæra helgi í frábæru veðri :) Gauja tókst meira að segja að finna jólavestið sem hann er búinn að vera að leita af heillengi og tjallarnir voru algjörlega uppiskroppa með :) Mér tókst líka að eyða smá hehehe en þeir sem hafa verið námsmenn vita hvað við erum rík stétt hehehehehe
En jæja svo fórum við heim. Leiðin til Toulon gekk svo sem áfallalaust fyrir sig..Þegar við komum á flugvöllinn sem er sveitalegri en Akureyrar flugvöllur ehhe Var ekki hræðu að sjá. Við tékkuðum okkur svo inn og allt gott með það..fórum í gegnum öryggistékki..ég var full löt og nennti ekki að setja allan minn vökva í poka en það gekk alveg og engin tók eftir neinu...svo erum við rétt sest í departure lounge-ið þegar við erum kölluð upp og vinsamlegast beðin um að koma fram í tékk inn.....við urðum frekar stressuð og þurftum að fá að labba framm í gegnum öryggis tékkinnið og fara fram í tékk inn..Þá hafði hún gleymt að láta okkur fá Priority boarding miðann heheheheheheh við að deyja úr hræðslu fyrir það....hehehehe
En komust svo heim á endanum alveg ósködduð hehehehehhehe
En okkur hlakkar MERGJAÐ til að koma heim og hitta alla :)
Ástakveðja

fimmtudagur, desember 7

Jólastuð









Sælt veri fólki :)
Við förum niður á Trafalgar square í dag til að sjá þá kveikja á jólatrénu þar...lentum í roki og rigningu og biðum í næstum hálftíma og ekkert gerðist þannig að við skelltum á lítinn dæner og fengum okkur samlokur :) Svo þegar við vorum búin að borða sáum við blessuðu hrýsluna ljósum skreytta og gátum ekki varist því að skella uppúr afþví þetta var frekar aumt og hálf sorglegt hehehe
En það var ágætt að að taka smá rölt í roki og rigningu...fengu vor fagra fosturjörð fílinginn bara hehehehehe
Svo var tornado hérna í london í morgun hehehe ekki djók hehheeh það var í hverfi hérna fyrir ofan hehe eyðilagði hús og götu og allt hehehe :)
Við vöknuðum...höhmm klukkan 11 í morgun við rosa drunur og læti..ég fékk bara í magan..jeminn er verið að sprengja eitthvað hérna niðri eða hvað...frekar damatísk í þreytunni heheh en þá var þetta bara veðrið hérna út sem var svona rosalegt þrumum drunur og BRJÁLUð rigning og rok hehehehe
Svo verður haldið til Frakklands á morgun :) blogga aftur þegar ég kem til baka
Love and chrismas all around :)

sunnudagur, desember 3

Young at heart


Guð hvað maður var ungur þarna en mér finnst þetta eiginlega bara hafa verið í fyrra!!!!!
Allt fínt að frétta hjá okkur. Var sett í skyndipróf á fimtudaginn...gekk ekkert alltof vel en mér skilst að mér hafi gengið betur en flestum.....margir skiluðu inn auðu en ég náði að svara fimm spurningum af átta
Við erum búin að kaupa allar jólagjafir JEY vúhú við höfum sjaldan byrjað svona seint að kaupa jólagjafir og þótti okkur þetta frekar stressandi :) Kláðuðum síðustu tvær á Oxford Street í gær og sem betur fer var búið að loka henni fyrir bíla umferð afþví það var troðið á gangstéttunum og fullt af fólki á götunni...mig hryllir við hugsuninni um það hvernig hefði orðið ef strædóarnir hefðu keyrt þarna í gegn líka
Nú ætla ég að hendast út í búð og kaupa jólageisladisk, smákökur og efni í heitt súkkulaði :) það er stórhreingernig á Warren Court í dag og smá kökur og heit súkkl á eftir :)

mánudagur, nóvember 27

Jólin koma jólin koma brátt





Alveg að komast í jólaskapið sko!!! Búin að versla eða ákveða flestar jólagjafir :)
og eins og áður sagði þá er ég búin að skila fyrstu verkefnunum mínum....er frekar stressuð :) en vona það besta :)
Við erum búin að vera í rosa skrítnu hérna..rússneski njósnarinn sem var eitrað fyrir hérna í london um daginn var á spítalanum hérna við hliðina og það er búið að vera frekar skemmtilegt að fylgjast með fréttum í beinni og sjá þá líka hérna útum gluggann ehhehe og á tímabili gat maður varla stigið út fyrir hússins dyr án þess að vera festur á filmu ehheeh :)
Gaui er á fullu að læra fyrir TOEFL sem hann fer í á föstudaginn. Þetta er svosem ekkert erfitt en maður þarf að æfa sig!! :)
Vorum í tíma í dag að horfa á Usual Suspects, Pulp Fiction og Being John Malkovich. Já það er sko erfitt að vera ég :) heheheheh
Svo förum við til Frakklands í helgarferð í næstu viku...já ég endurtek það er erfitt að vera ég :)

fimmtudagur, nóvember 23

Er haegt ad vera klarari muahahahh

Ef thid takid ekki eftir thvi tha er eg frekar motin med mig thessa dagana...mer tokst ad klara og skila verkefnum thratt fyrir ad tolvurnar a heimilinu motmaeli :)Er nuna ad leidbeina odrum heheheeh :) bara lata vita af mer love ya all :)

mánudagur, nóvember 20

Jelló

Getið þið hvað...eftir að ég skrifaði síðustu færslu og var svo montin með mig og alla vinnuna sem ég lagði í ritgerðina mína!!! ég var að vinna á gaua tölvu afþví mín er dauð, aníhú þá crashaði helv....druslan...ég var næstum farin að væla !! búin að vera að í næstum 10 tíma!!!!!! en við fórum með hana til vina okkar í PC Heaven :) og þeir redduðu þessu fyrir mig :) talvan er ekki ennþá komin úr viðgerð en ég fékk ritgerðina mína og get klárað hana í skólanum á morgun hjúffkett!!!
JEYJEYJEY Tinna eignaðist littlu prinsessuna sína í gær :) samkvæmt áræðanlegum heimildum er hún alveg æðislega krúttleg :) Hlakka ekkert smá til að sjá hana en það verður víst ekki fyrr en næsta sumar :( afþví að tinna og þórður ætla að skella sér með prinsessuna til Flórída um jólin :)
Settið er búið að vera hjá okkur alla helgina og það er búið að vera rosalega gaman hjá okkur :) mikið hlegið, labbað, verslað og borðað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þau buðu okkur á Mamma Mia á föstudaginn sem var alveg æði!!!!!!!!!! Okkur fannst alveg æðislega gaman og meira að segja Gaua langar að fara aftur :)
Svo í næstu viku kemur Kata og vinkona hennar :) við erum sko uppbókuð þangað til eftir jól ;)

þriðjudagur, nóvember 14

Snjalli Geir in da hás


Þá er ég búin með eitt heilt verkefni og á bara eftir að klára lokaorð í öðru..
Þetta er ekki búið að vera það léttasta og ekki eins létt og ég hélt. En mér tókst það :) JEY JEY JEY mér lýður ekkert smá vel en finnst samt eins og ég sé að fara í rússíbana er frekar stressuð yfir útkomunni :)
EEEEEeeeeenn Um helgina var Henning frændi í bænum ásamt 7 verktökum frá akureyri og við hittum þá á hótelinu og ætluðum að labba með þeim um bæinn. Mín tók að sjálfsögðu stjórnina :) og sagði frá öllu sem ég vissi um þá staði sem við vorum á hverju sinni :)
hehehehe karlræflarnir en þetta var mjög skemmtilegur hópur og við skemmtum okkur mjög vel með þeim. Við fórum svo út að borða með þeim og allt í góðu með það rosa gaman en svo ætlaði ég með þá á rosaflottan pöbb á Rupert Street en okkur var meinaður aðgangur afþví það voru ekki nógu margar konur í hópnum....frekar fyndið ehhehe

Svo kemur settið á fimtudaginn og við erum frekar spennt þó lítið væri sagt ;)
Setti inn mynd af mér og einum sem ég kynnist á röltinu á laugardaginn ;)

föstudagur, nóvember 10

Mismunun????


Hvað haldið þið?
Gaui fær því miður ekki að byrja á Starbucks fyrr en eftir áramót afþví hann vill frí í kringum jólin, sem er kannski skiljanlegt nema að Gaui átti að vera á kynningu sem byrjaði hálf tvö en þau þurftu að bíða í hálftíma eftir yfirmanninum afþví hann var í moskunni að biðja......svo þegar gaui minnist á að hann vildi nokkra daga í frí kringum jólin var hann látin vita afþví að hann fengi þá ekki að byrja að vinna fyrr en eftir áramót, í kringum jólin fengi hann bara frí 25 des eins og aðrir. Hann bað í raun bara um frí í 3 virka daga afþví hann hefði ekki unnið um helgar og ætlaði bara að vera í viku á íslandi en nei í englandi er bara haldið uppá jólin 25 des og þannig er það. Gaui varð nú frekar reiður og vildi spurja hvort það væri notuð sama stefna í kringum ramadan en sem betur fer róaði hann sig niður afþví hann vill geta unnið þarna eftir áramót. En þetta er frekar fúlt og í raun ólöglegt að ráða fólk og svo hálf partinn segja því upp afþví það vill halda uppá jólin en Gaui er nú að spá í að fara frekar í skóla eftir áramót sem ég er mjög ánægð með :)
Ég vona að hafi ekki móðgað neinn með þessari færslu en eins og flestir skilja kannski þá erum við frekar pisst. :þ
Annars er allt gott að frétta fékk mjög góð viðbrögð frá kennaranum mínum varðandi essay planið mitt í Media Theory :) nú þarf ég bara að klára tvö verkefni og þá er ég búin í bili :)
Svo eru mamma og pabbi að koma í næstu viku JEY

þriðjudagur, nóvember 7

Money money money



Má ég kynna nýjustu og skærustu stjörnu Starbucks keðjunar Guðjón Ólafsson :)Nú er skilda fyrir alla sem koma til london að fá sér kaffi á starbucks við Euston Station ;)

mánudagur, nóvember 6

Remember remember the 5th of November

Í dag er Guy Fawkes dagur, þetta var einusinni svar bretanna við Öskudag en þeir hafa því miður tekið Holloween upp með krafti. Í dag er Guy Fawkes brenndur til varnar öllum framtíðar hryðjuverkamönnum í hinu kónugnlega landi :)
Héðan er allt kalt að frétta hehe skít kalt alveg hreint :)
Fór í British Library á föstudaginn og fannst ég frekar lítil í þessu hrottalega stóra húsi. Þeir eru með yfir 150 milljón titla og mér fannst ég engan veginn vera að finna það sem mig vantaði :-( en ég bjallaði í hana Lovísu mína og hún hressti mig alveg við á nóinu:) gott að eiga góða vini :)
Tíminn lýður sko alltof hratt og meira til jeminn........það er ekki einu sinni tveir mánuðir í að við förum heim um jólin og mér finnst ég rétt nýbyrjuð í skólanum!!! Nú er ég komin með þrjú verkefni sem ég þarf að skila eftir sirka 2 vikur..stefni að því að klára þau í vikunni svo ég verði alveg frí þegar settið kemur í heimsókn...ætti ekki að vera of erfitt ef ég kem mér inní þetta. En svo þarf ég að skila einhverjum ritgerðum í lok janúar..fjórum held ég meira að segja og stefni að því að klára allaveganna tvær í desember áður en ég fer heim..já maður er sko dúlegur :)
Jæja ég ætla að henda mér í háttinn:) mæta snemma í skólann á morgun og byrja á blessaða Essay planinu :)
Já by the way allt jólaskraut komið upp og í búðir hérna NO FAIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, október 28

Vesturhúsahelgi


Vá hvað maður getur orðið þreyttur þegar maður fer að versla með öðrum. :) En það er búið að vera rosalega gaman að hafa þær systur í London :) Ég eyddi föstudeginum og deginum í dag með þeim að versla hitt og þetta :) Skemmtum okkur alveg konunglega:)
Þær fóru á ABBA showið í gær og eru á Tom Jones akkúrat núna :) Hef ekki áræðanlegar heimildir um hvort það verði eitthvað nærbuxnakast en ég skal kynna mér það frekar :)
Veturinn er víst komin hérna í London. Á miðvikudaginn á að vera 8 stiga hiti !!!!!!Jeminn :)
Ég ætla að horfa á Curb your Enthusiasm :) Jey var að kaupa heila seríu :)

miðvikudagur, október 18

Latur latari latastur

Þá er maður komin á "fullt" skrið í skólanum. Er ennþá að finna minn takt varðandi heimanámið. En það kemur allt :) en ég verð að segja að ég hef aldrei fundið fyrir slíkum aga við að mæta í tíma. Ég finn alltaf um leið og ég nenni ekki að mæta..er í einum leiðinlegum tíma.. þá finn ég alltaf fyrir þrýstingi að innan sem rekur mig til að mæta :) ég þurfti því miður að sleppa einum tíma í gær, einn af þeim skemmtilegustu, vegna þess að ég var veik. En reif mig upp í dag og fór í leiðinlega tímann. Gamla ég hefði hugsað mér lýður aðeins betur en ekki nógu vel og sleppt því að mæta en nýja ég reif sig upp og fleygði sér í skólann!! Frekar montin með mér. Ég held að hann afi minn sé að hjálpa mér og rekandi á eftir mér :) og kannski spilar líka inní að ég veit að ég er að borga helling fyrir þetta úr eigin vasa þannig að maður verður að standa sig :)

Gaui er því miður ekki komin með vinnu :( áður en við fórum til íslands átti hann að byrja á kaffihúsi en hann missti þá vinnu því miður á meðan við vorum á íslandi :(
En hann er að fara í eitt viðtal á morgun og annað á föstudaginn þannig að við vonum bara það besta :) En á meðan er hann á fullu að laga íbúðina. Sparsla, mála og hengja upp hillur og myndir :) Við verðum í Luxury flat bráðlega múahahahha

Eins og er, er ég voða löt :þ hef ekki fengið kók eða nammi síðan á sunnudaginn :) rosadúleg :) en við keyptum smá ís fyrir daginn í dag...bara pinku ;)
jæja best að fara að fá sér smá ís :)

PS Ef þetta blogg er eitthvað lausaralegt þá er það þreytan!!!!!!!!!!!

föstudagur, október 13

Rölt um Clapham

Vá við erum að horfa á myndina Death of a President. Vá hvað hún er innilega góð. Þeim tekst að gera þetta alveg ótrúlega vel. Þetta er alls ekkert anti Bush dæmi heldur er þetta bara what if. Maður er alveg ótrúlega inní þessu og spenntur.

Við eyddum deginum í dag í að labba um Clapham hverfið í suður London. Það var nú engin sérstök ástæða fyrir því að við gerðum það nema að Gauja langaði að kíkja í ASDA sem er rósastór verslun þarna niður frá. Það var alveg æðislegt veður og við áttum mjög góðan dag :)
Ekkert planað fyrir morgun daginn.. langar að kíkja á einhvern markað..vitum ekki alveg :-Þ

miðvikudagur, október 11

Rigning rigning rignin


Nú hef ég upplifað þá mestu rigningu sem ég hef nokkur tíma upplifað heheheh
Þegar ég leit útum gluggan áður en ég lagði af stað útá strædóstöð þannig að ég skellti mér í 66° úlpuna sem mamma gaf mér og henti mér út. En GVÖÐ MENN GÓÐUR. Það tekur 5-10 mínotur að labba niður eftir og þegar ég var komin niður að Center Point var ég svo gegnblaut að ég gat ekki hugsað mér að vera í buxonum í þrjátíma í skólanum þannig að ég hljóp inní Dorothy Perkins og keypti mér næstu buxur sem ég sá (á tilboði ;) ) og henti mér í þær og splæsti í eitt stykki regnhlíf. Ég er ekki að djóka ég var svo blaut að þegar ég gekk inn í búðina var pollur á eftir mér. Buxurnar mínar eru ennþá blautar!!!!! Það rignir heldur ekki bara að ofan hérna heldur neðan líka!!!! Niður föllin eru svo léleg að það eru nokkra sentimetra pollar á götunni og þegar droparnir lenda á þeim skvettist upp þaðan líka. Maður mætti halda að það rigni nógu oft í Englandi að þeir hefðu ágætis holræsakerfi en nei...hehehe
Núna er ég búin að prófa að fara í alla tímanna mína og þeir eru allir skemmtilegir. Sá sem er minnst skemmtilegur er Trends in Contemporary society. Hann er mikið tal og miklar glósur um hluti sem mér þykja kannski ekki alveg æðislega skemmtilegir eins og stéttaskiptingin í bretlandi en maður tekur því slæma með því góða. En í tímanum í dag áttum við að ræða við þá sem sátu við hliðina á okkur og ég lenti á stelpu sem er frá Líbanon og varð að fara í skóla í Bretlandi vegna stríðsins. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hitti einhvern sem er hefur virkilega verið í stríði og upplifað svona allt annað en ég hef nokkurtíma upplifað.
Skólin er mjög blandaður af kynþáttum og hvítir eru í minnihluta. Það var rosalega skrítið í fyrst þegar ég leit í kringum mig og ég var sú "skrítna" miðað við í skóla heima féll maður alveg inn og tók eftir því þegar einhver dekkri mætti á svæðið. Ekki misskilja mig ég er alls ekki með neinn rasisma eða neitt svoleiðis..
Svo vil ég fara að fá hjálp með þetta verkefni þarna..ég er ekki að djóka ég er alveg stumped!!!! :-Þ
Svo vil ég óska henni Lovísu okkar til hamingju með daginn. Lovísa er besta stelpan okkar Gaua og okkur hlakkar ekkert smá til að fá hana í heimsókn næstu páska :)

þriðjudagur, október 10

Fyrsta vikan að ljúka

Jæja þá á ég bara eftir að fara í einn tíma og þá er ég búin að mæta einu sinni í alla tímanna mína. Fékk, eins og sést hérna á fyrri færslu, smá sjokk þegar ég fór í Media theory tíma í þar sem einum of miklu var hent að manni í einu. En svo fór ég í verklegan tíma og þar sem ég virtist skilja einna mest :) Í dag var History of Mass Media þar sem við skoðuðum teiknimyndasögur og krufum þær til mergjar. Já það er erfitt að vera ég ;)
En ég er mjög ánægð með alla tímana sem ég hef farið í. Hefði viljað vera í meira verklegu en það kemur...fyrsta árið er víst alltaf mest bóklegt.
Ég þarf að gera verkefni í Digital Media áfanganum þar sem ég þarf að taka myndir og sannfæra kennaran um eitthvað sem ég trúi ekki sjálf. Ruglingslegt ;) ýmindið ykkur að heyra það á ensku hehehehe en þetta er eins og t.d ef ég trúi á guð þá þarf ég að taka myndir og sannfæra hann um að guð sé ekki til, eða ef ég trúi að himinn sé blár þarf ég að sannfæra hann um að himinn sé það ekki. Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir um hvað ég get gert í þessu verkefni endilega látið mig vita afþví ég er alveg að snappa á þessu.....hef nokkrar hugmyndir en samt ekki grænan grun :-þ
:)
En hvað haldið þið
Hún amma mín hefur eins og flestir vita staðið í ströngu undanfarið en hefur að sjálfsögðu staðið sig eins og hetja og við vildum verðlauna hana fyrir það en áttum kannski ekki endilega fúlgur til að gera það almennilega. Þannig að við griðum tækifærið þegar það gafst. Bylgjan var að bjóða einni konu í svokallaða saumaklúbbaferð til london þar sem farið verður á Abba og Tom Jones og svona þannig að við sendum öll inn en heyrðum ekkert þaðan þannig að við sendum líka í Ísland í bítið sem var að gefa ferð fyrir konu til Lanzarote í ferð þar sem dekrað verður við konur. Og haldið ekki að amma mín hafi unnið það :) JEY hún og Ósk eru á leið til Lanzarote eftir viku :) Alveg frábært..þetta er ferð sem kostar næstum 80 þúsund :)
Þetta geriðst miðvikudaginn sem við komum aftur út. Svo var hringt í mig á laugardaginn og það var hún lovísa ástin mín að segja mér að amma vann ferðina til London líka!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Tveim dögum eftir að þær stöllur, Amma og Ósk, fara þær beint aftur uppá völl og koma hingað til london :) Þær eiga þetta svo sannarlega skilið þessar elskur. Ósk missti nefnilega mannin sinn í mars. Þannig að ég held að Afi minn og hann Manni hennar Ósk hafi sko gert sitt besta til að þakka þessum sóma konum fyrir sig og allt sem þær gerðu fyrir þá :)
Takk fyrir þetta strákar og skál í San Miguel :) :-# koss koss
Jæja ætli það sé ekki best að skella sér í eldamennskuna :)

mánudagur, október 9

I skolanum

Jaeja tha er eg buin i minum odrum tima i skolanum. Er ad bida eftir ad fara i verklegan tima. Thetta er frekar erfitt thar sem eg er ekki von ad laera a ensku og ad laera allar thessar kenningar er frekar erfitt a odru mali. En madur hlytur nu ad bjarga ser i thess :)
Skolinn er allt annad en eg er von heima. Her er teppi a golfinu og frekar vond lykt allstadar. Kennararnir virdast samt godir thannig ad eg held i vonina. Jaeja best ad reyna ad laera eitthvad...madur er hingad komin til thess ;)

miðvikudagur, október 4

Home and away

Sitjum hér í Leifstöð og erum á leið aftur "heim".
Þessi vika okkar á Íslandi er búin að vera tilfinninga rússíbani svo vægast sagt. En hann afi minn er núna komin á stað þar sem sólin skín alltaf og bjórin flæðir eins og vín ;) Með hans eigin orðum " I love it"
Hann var jarðaður í uppáhalds FH treyjunni sinni og flíspeysunni. Athöfnin var alveg einstaklega falleg.
Jæja best að klára samlokuna sína ...sem by the way var ekki á tilboði ;)

sunnudagur, september 24

Hvíldu í friði

Nú eru tveir tímar sem elsku afi minn yfirgaf þennan heim.
Ég er ennþá að reyna að jafna mig, trúi þessu eiginlega ekki. Afi minn var svo sterkur að ég vonaði alltaf að hann myndi sigrast á þessu einhvernveginn. En svo var því miður ekki. Hann er farin, farin til Júllu ömmu.
Við förum heim á þriðjudaginn til að vera við jarðarförina. Þetta er tími sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Að fjölskyldan mín myndi lenda í einhverju svona. Að mamma mín myndi sitja við sjúkrarúm bíðandi eftir að þessi harmleikur myndi verða að veruleika.
Ég vil bara biðja alla sem hugsa vel til mín að beina líka góðum hugsunum til ömmu minnar sem á rosalega erfitt núna en hefur verið svo sterk undan farið.
Jæja best að fara að sofa mikið að gera á morgun
Ást og friður

miðvikudagur, september 20

Bréf til afa














Ég fékk slæmar fréttir í morgun. Mamma og pabbi eru hætt við ferðina hingað í bili vegna þess að afi er orðin mjög veikur og er búist við hinu versta næstu daga.
Þeir sem ekki þekkja afa minn vil ég hér segja nokkur orð um hann:
Hann er duglegasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst og séð í action.
Hann er líka þrjóskasti maður sem ég hef þrjóskast á móti :)
Hann er alltaf tilbúin til að gera allt fyrir mann sama hvað mann vantar þá reynir hann alltaf að finna ráð til að bjarga því.
Þegar hann vissi afþví að ég var á leiðinni í heiminn tók hann upp helling af barnatíma á videospólu þegar video voru ekki algeng á íslandi
Hann fór alltaf með okkur í bíltúr útá höfn og keypti ís :)
Hann hefur mjög smitandi hlátur og hefur rosalega gaman afþví að hlægja
Landakort eru hans yndi og höfum við átt mjög góðar stundir við að skoða saman kort af London og Mallorka. Ég erfði áhuga minn á kortum frá honum.
Hann er algjört hitadýr og segir alltaf það er ekki hægt að vera of heitt :)
Hann elskar ekta íslenskan mat eins og svið, slátur, siginn fisk og að sjálf sögðu hákarl og skötu. Og hann er snillingur í að elda siginn fisk og pulsur :)
Ég gæti talið endalaust áfram en augun eru full af tárum og ég ætla að láta þetta duga í bili. Ég vildi bara senda þessi orð útí heimin.
Afi ég elska þig alveg ótrúlega mikið og sakna þín alveg hræðilega og vildi óska að ég gæti verið hjá þér en ég lofa að gera þig stolta í skólanum

mánudagur, september 18

At the start of the tourist season

Loksins er rúmið okkar komið :) Jey núna er þetta farið að vera almennilegt heimili, þegar maður þarf ekki að sofa í svefnsófa. Mér finnst ég samt ennþá vera bara í fríi, mjög undarlegt að búa hérna loksins eftir meira en tíu ára drauma :)
Fyrsti gesturinn okkar kom í gær :) Vigfús gisti hjá okkur í nótt og hélt svo beint til frakkland um hádegið. Þeir Natan koma svo til okkar á fimtudaginn ásamt Karen sem kemur frá Íslandi :) Ég held að fyrsti gesturinn hafi bara verið mjög sáttur við þjónustuna hérna á Hotel Warren Court :)
Undarfarna daga höfum við náð að sofa frekar langt fram á dag þrátt fyrir það að það er verið að gera við einver rör ofan í gangstéttinni. Heima hefði þetta tekið viku og allt búið og fínt en nei þeir virðast klúðra þessu í hvert skipti sem þeir gera eitthvað og þurfa alltaf að koma með múrbrjót og rífa það upp aftur. Þeir voru til dæmis að vinna alla helgina og byrja þá oftast klukkan 7:30 stundum er maður alveg komin á nippin við að rjúka út og sýna þeim hvernig íslendingar gera þetta en þá man ég að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslendingar myndu gera þetta og myndi líklega bara lengja verkið hehehehe en ef einhver íslendingur þarna úti getur gert þetta á skikkanlegum tíma er frí gisting og bjór á Warren Court ;)
Hlakkar mikið til að byrja í skólanum. Veit samt voðalega lítið um við hverju ég á að búast.. en það gerir það bara mjög gaman, ég var alltaf frekar pirruð í fjölbraut þegar annirnar byrjuðu að ég vissi einhvernveginn að ég væri að fara að læra það sama og í fyrra ( ekki það að ég hafi alltaf fallið ;) )
En jæja best að fara í háttin Ásgeir þykist ætla að vekja okkur snemma á morgun og draga okkur út í kaffi ;) sjáum nú hvort það gengur upp ;) en ætla samt að fleygja mér í nýja rúmið
Ástarkveðja

föstudagur, september 15

Bresk skriffinska buh humbug

Ég hef nú fengið breska skriffinsku beint í andlitið :) Nenni varla að tuða yfir því en ég skal gefa ykkur smá dæmi. Hérna í Bretlandi er til hlutur sem kallast Counsil Tax. Það er í lélegri þýðingu íbúaskattur, þetta er skattur sem greiðist til hverfastjórnarinnar og fer er reiknaður út eftir hvað fólk á heimilinu græðir. En sem námsmaður á ég ekki að greiða þetta. Ég fékk ítrekun á þennan skatt um daginn þannig að ég hringdi og þá fékk ég að vita að ég yrði að koma til þeirra með svo kallað Counsil Tax certificate og koma með það fyrir 19 september. Ég drössla mér uppí Islington þar sem skólinn minn er. Þar á skráningarskrifstofunni er stelpa sem segir mér að ég eigi að geta notað Admissions bréfið sem ég fékk sent heim frá skólanum. Ég fer svo daginn eftir í viðtal hjá Counsilinu þar sem ég þarf að bíða heil lengi þangað til ég fékk að tala við einhvern og fékk þá að vita að ég yrði að koma með þetta blað og það fyrir föstudaginn í næstu viku!!! god svo að þegar ég kem heim hringi ég í skólan og panta mér svona blað og konan í símanum segist vera búin að gera þetta og ég geti náð í þetta strax. Ég kem daginn eftir og villist þarna um gangana í skólanum sem er rosalega stór. Ég náði loksins á skrifstofuna og fær þar að vita að fyrst ég er fyrsta árs nemi get ég ekki fengið þetta blað fyrr en eftir enrolment sem er á laugardaginn eftir viku!!! :-0 Ég sagðist hafa talað við konu daginn áður og hún hafi sagt mér að hún væri búin að gera þetta tilbúið fyrir mig. Hann fer þá og talar við konuna og kemur til baka og hún segist ekki muna hvort hún hafi gert þetta þannig að ég verði að bíða fram að enrolment...jeddúdda mía
Ég veit sko ekki hvað bíður mín hehehhe
En svona er það þegar maður er í nýju landi :)

mánudagur, september 11

Heitt peitt

Það er sko búið að vera heitt í dag og við nenntum ekki að gera baun :-þ enda gott að slappa aðeins af svona áður en túrista sísonið byrjar hérna hjá okkur ;-)
Í elduðum við okkar aðra máltíð í fína eldhúsinu okkar :-)
Elduðum mexican inspired rétt sem við skálduðum upp í Sainbury´s þegar við vorum að versla í matinn :-þ og hann eldaði svona líka snilldarlega :) átum á okkur gat og vildum meira ;)
Nú fer að líða vika síðan ég sótti um bankareikning hjá vinum mínum í Halifax en hef en ekkert fengið vona að þetta fari nú að renna í gegn á næstu dögum....
Svo fegnum við okkar fyrsta gest í gær. Ásgeir kíkti við og meira til gaf okkur eitt stykki svefnsófa :) hann getut verið alveg milljón og þegar hann frétti að við hefðum þurft að kaupa okkur nýtt sjónvarp vildi hann endilega að við skiluðum okkar og tækjum hans en þá þökkuðum við pent..getum nú ekki tekið allt af honum karlræflinum :) En það góða við að fá fólk í heimsókn er að maður rífur sig upp og tekur til...við vorum nú ekkert búin að vera of öflug í þeirri deild, frekar þreytt og allt það en við tókum til í flýti og slottið varð eins og nýtt ;)
Okkur er mikið farið að hlakka til að fá liðið í heimsókn á næstu vikum :)
jæja ætla að halda áfram að góna á cctv myndavélina niður í anderi...algjör snilld ég get séð alla sem koma hér inn og út...þetta er svona stalker starter kit ;)

laugardagur, september 9

Myndir :)







föstudagur, september 8

Í karftöflugarðinum heima

Sit hérna í stofunni minni ný búin að fara í bað og nýt þess að horfa yfir íbúðina og út um gluggan...okkur tóskt að stelast inná þráðlaust net hjá fyrirtæki sem er hérna fyrir neðan okkur og er ekki með læst hjá sér ;)
Núna eru húsgögnin komin og við erum búin að setja næstum allt á sinn stað...bara fín pússun eftir
Það var nú samt meira en lítið vesen að koma þessu inn í morgun skal ég segja ykkur. Gauirnn á sendiferðabílnum átti að hringja í mig klukkutíma áður en hann kæmi og átti þetta væntanlega ekki að gerast fyrr en eftir hádegi en viti menn klukkann 7:20 bjallar félaginn og segist vera að keyra hérna fyrir utan og hann vissi ekkert hvernig hann ætti að koma að húsinu. Málið er að það er verið að gera við gangstéttina hérna fyrir utan og þeir eru búin að taka undir sig alla stéttina... við rjúkum niður og komumst af því að klukkan sjö hafði karldruslan hringt í húsvörðinn og vakið hann og húsvörðurinn orðið frekar reiður..við náttúrulega alveg miður okkar yfir þessu vegna þess að húsvörðurinn er rosalega fínn náungi og það síðasta sem við viljum gera er að valda honum einhverju veseni...allaveganna þá þurftum við að losa bílinn útá götu nokkur hundruð metrum frá hurðinni og bera allt inn í anderi og þaðan upp..þetta var nú meira vesenið en hafðist á endanum.. Ég rakst síðan á húsvörðinn sem sagði mér að það hafi verið hringt í morgun og beðið um Dr. Henry..hehehehe og hann hafi verið frekar pirraður þar sem hann kannaðist engan vegin við neinn Dr. Henry en flutninga gauirnn hafi ekki gefist upp hehehehehe þannig að allt endaði vel að lokum :) Bjóðum honum bara upp á pint í næstu viku ;)
Við erum ekkert smá montin með íbúðina okkar og hlakkar til að sýna ykkur öllum :)
Nú er vonandi að líkaminn fari að slappa af svo stress exemið og lætin öll fari að minka ;)
Afslöppunar kveðju úr Warren Court

fimmtudagur, september 7

Starbucksblog

Jæja þá eiga húsgögnin að koma á morgun :)
Tókum smá túristadag í gær. Fórum á stað um 10 leytið og röltum um borgina til að verða fimm. Byrjuðum daginn á rölti um Soho enduðum svo í Chiquito á Leicster square í hádeginu, Henningsfamilían kannast kannski við hann og ekki af öllu góðu, en þar var sama góða þjónustan eða þannig en alveg geðveikt nachos ;) Kíktum inná National Portrait Gallery sem er sko safn sem er hægt að gleyma sér í. Kíktum svo í heimsókn til dúfnanna á Trafalgar square. Röltuðum svo niður að læk, Thames, og sátum þar í smá stund og horfðum á fólkið. Þaðan röltuðum við meðfram læknum röltum svo upp í Holborn og skoðuðum nokkrar GEÐVEIKT flottar vintage búðir og drössluðum okkur svo þreytt heim um fimm. Gaui sendir ykkur hnitin af þessum göngutúr seinna ;)
Við vorum nú farin að halda að við byggjum ein í blokkini fyrir utan smá borun sem var í gangi um klukkan eitt eina nóttina en þegar ég var að koma heim með þvottinn í dag rakst ég á indæla gamla konu...var næstum búin að ásaka hana um borunina þar sem hún virðist vera eini íbúi blokkarinnar en ákvað að gefa henni sjens og sleppti því ;)
En það er fyndið hvað maður kynnist nýjum hlutum í nýju landi..þegar ég var að labba í þvottahúsið í morgun var maður að labba aðeins fyrir framan mig á svipuðum hraða... ég þurfti að ræskja mig og gerði það ósköp létt...svona hmmm...karl ræfillinn hrekkur þá við og hrökklast útá götu og biður mig afsökunar fyrir að hafa verið fyrir mér..gengur svo á götunni heillengi til að hleypa mér framhjá...ég gat náttúrulega lítið annað gert en að herða hraðann og taka sprettinn svona fyrst karltuskan ætlaði að vera með þessa kurteisi...núna geng ég um skíthrædd við að ræskja mig!!!!!!!!!!
Við skötuhjú (ég og gaui ekki ég og kurteisi maðurinn) sitjum á starbucks og borðum löntsj og skoðum netið hérna er svona hotspot eða hotpoint...eða á íslensu heitur reitur. Eftir smá verður haldið heim og allt tekið í gegn áður en húsgögnin koma á morgun...það gleymdist víst eitthvað að þrífa ofninn og fleira áður en við fluttum inn :)
fórum í bíó um daginn og eins og sannir íslendingar vorum við alveg í sjokki yfir að vera að mæta þarna rétt fimm mínotur fyrir sýningu...til að byrja með erum við ein í salnum.....svo mætir þarna einn karl og næsta hálftíman sitjum við þarna 3. En þessi hálftími var ekki hálftími af myndinni heldur voru þetta auglýsingar...ekki til að sýna hvað er að koma í bíó heldur bara hinar ýmsu auglýsingar fyrir hinar ýmsu vörur...þannig að nú höfum við lært að það á alltaf að mæta hálftíma of seint í bíó!!!
Jæja ætla að skoða aðeins á netinu...Takk fyrir öll kommentin við kunnum svo sannlega að meta þau :)

þriðjudagur, september 5

lata vita af mer

Hallo allir vildi bara lata vita af mer. Thad er allt frabaert hja mer og vedrid er ekki af verri endanum :)
Ibudin er frabaer og verdur frabaerari thegar husgognin koma sem verdur vonandi a morgun....

Eg hef ekki geta skodad commentin en keep em comming :) thessar netkaffi tolvur eru pain in the upper thighs


Lotsa love
Henny

sunnudagur, september 3

Nú fer að koma að því....


Nú eru bara sirka 20 tímar í brottför..dótið er komið í gáminn og er kominn langleiðina til immingam. Þegar við fórum að borga fyrir flutninginn á föstudaginn var eins og einhver hefði sprengt blöðru og blaðran var ég...ég er búin að vera geyspandi alla helgina og er loksins farin að gera sofið á nóttunni án þess að lenda í rifrildum við mann og annan
Kveðju dinnerinn sem við héldum fyrir báðar fjölskyldurnar á sunnudaginn fyrir viku var algjört æði..það var að sjálfsögðu dönsuð bomba en það vantaði arnar en við vitum að hann er að kenna offeitum könum að dansa bomba þannig að þetta er allt í lagi ;)
Í gær fórum við svo á Ljósanótt og enn og aftur kom sprungna blaðran fram afþví ég var alltof þreytt til hanga niðri í bæ í keflavík frá hálf níu til tíu. Diljá var líka orðið mjög kalt þannig að við tvær stungum bara af og skildum strákana eftir. ;)
Fyrr um kvöldið hafði verið svona smá fjölskyldu mót hjá Gaua þar sem pabbi hans eldaði sína klassísku fiskisúpu sem er alveg MERGJUÐ ég myndi ferðast langt til að fá skál af henni :)
Og svo á hann Hilmar minn afmæli í dag eða Hilli bill eins og ég kýs að kalla hann :)
En jæja ætli það sé ekki nóg komið í bili...Við hittumst næsti í LONDON BABY

P.S hér að ofan er mynd að Hilmari með uppáhalds skemmtikrafinum Pernille

föstudagur, ágúst 25

Síðasti söludagur....


Sit hérna í vinnunni á síðasta vinnudeginum mínum :-) Þetta er ekkert smá góð tilfinning. Svo ætla allir í fyrirtækinu að kveðja mig í hádeginu á Ruby Tuesday, nema þær á Akureyri eitthvað rugl í þeim að vilja ekki fljúga til Reykjavíkur bara fyrir hádegismat.....:-þ
Menningarnótt síðustu helgi. Fórum niður í bæ með settinu og Valda og hittum þar Anitu, Steinka og Benna. Vorum mest allan tíman fyrir utan Ölstofuna útaf því það var svo frábært veður :-) Það var mikið hlegið og drukkið :)

Nú styttist í að búslóðin fari frá okkur og dramadrottingin sem ég er, er ég alveg á hundrað í hausnum að skipuleggja og plana en það virðist vera erfitt að koma einhverju í verk það er alltaf eitthvað annað mikilvægara að gera :-Þ

Vonandi náum við að taka okkur saman í andlitinu og klára þetta

laugardagur, ágúst 19

Jæja

Já það var komin tími til að tengja :-Þ Það hefur verið brjálað að gera hjá mér núna :-) allt að gerast. Er í vinnunni núna. Ef það er CRAZY einhverstaðar þá er það þar og þá meina ég ekki skemmtilega CRAZY heldur We the jury find the defendant......
En það reddast
Verslunarmanna helgin fór mjög smekklega fram fór á Snæfelsnesið með Njalla og Anitu. Það var mjög gaman mín dræver og gæd rolled in to one
Á bara viku eftir í vinnunni jey jey jey á samt svo mikið eftir að gera að ég sef varla á nóttunni..dramatíkin alveg á fullu ;-)
Nú er Arnar farin til USA...Það var rosalega skrítið að kveðja hann í heilt ár en hann á eftir að skemmta sér frábærlega :)
Jæja þá er best að enda þetta gloppótta blogg og skella sér í vinnu

fimmtudagur, ágúst 3

Mun mér ganga vel í London? - Spámaður.is


10 stafir

Mikill erill einkennir líf þitt um þessar mundir. Þú virðist hafa tekið að þér of mörg verkefni. Tíu stafir segja til um að einum of mikið af einhverju leiði fyrirsjáanlega til þess að þú leysir verkefni líðandi stundar ekki vel úr hendi sama hversu mikið þú leggur þig fram við verkefnin.

Ekki reyna að gera meira en þú telur þig hafa burði til að takast á við. Þú ert minnt/ur á að koma verkefnum í hendur samstarfsmanna þinna eða vina og sýna þeim traust til að takast á við hlutina jafnvel og þú ert fær um.

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lofar upp í ermina á þér í framtíðinni. Millivegurinn á vel við þig, hafðu það hugfast.




Jæks

miðvikudagur, ágúst 2

Það styttist

Helllooo daaarlings
Ef þið haldið að ég hafi farið yfir um er ekki langt frá því, spenningur, dramatík og busy busy busy.
Fórum með Arnari á Pirates of the Carabean 2 sem var svona allt í lagi en hann Jack Davenport vinur minn kom sá og sigraði og bjargaði myndinni fyrir mér :)
Svo fórum við í mat til Harðar og Nönnu í gær..þar er sko ekkert sparað þar á bæ og komum alls ekki svöng þaðan
Er að horfa á Rockstar og ég er svo stolt af honum Magna "mínum" að ég er að sprynga, hann stendur sig svo vel og er okkur til sóma :)
Jæja nú fer að koma að úrslitunum best að hætta :)

mánudagur, júlí 24

Sumar skumar

Rosalega finnst mér vikurnar líða hratt en dagarnir sniglast áfram...
Í dag byrjum við að flytja ömmu og afa á ölduslóð út af ölduslóðinni næstum for gúd...þau eru nú reyndar búin að búa á hrafnistu um nokkurt skeið en nú eru þau búin að leigja út íbúðina sína og þurfa að flytja allt heila klabbið niður í bílskúr.
Svo er hann Njalli að koma til Íslands næstu helgi og það á sjálfsögðu að sýna honum djammið á íslandi :) Svo er maður náttlega í fríi á föstudaginn JEY

fimmtudagur, júlí 20

Ég og mínir Mallorca menn ;-)



Nú er búið að panta far heim um jólin. Við komum heim 20 des og förum til baka 4 jan :) En það er búist við mörgum heimsóknum þarna á milli!!! ;-) remember that!!!
Hún mamma mín á afmæli í dag Til hamingju með elsku rúsína :)
Við erum byrjuð að pakka niður búslóðinni okkar :) það gengur bara ágætlega öllu er pakkað rusalega vel inn :-) Svo fer gámurinn af stað föstudeginum áður en við förum út og kemur til okkar daginn eftir að við komum út :-) þannig að við verðum ekki húsgagnalaus lengi. Við höfum rétt tíma til að kaupa vindsæng og Georg Foreman grill hehehehehe
En ég ætla að fara að drífa mig er að bjóða henni mömmu í lunch á Rizzo

miðvikudagur, júlí 12

Myndir smindir





Nú eru komnar einhverjar myndir fleiri á leiðinni :)
Margt búið að gerast síðan síðast :) Búin að fara í klippingu fór í bíó á Break up sem er alveg snilld!!!!!!
Svo er það náttúrulega hann magni okkar í bandaríkjonum :) að standa sig svona líka glimmrandi vel :-) ánægð okkar mann :) Svo kemst bara ekkert annað að hjá manni en london!!! maður er alveg að sleppa sér í london pælingum..það er varla talað, hugsað eða dreymt um annað :) Svo er verslunarmanna helgin að læðast aftan að manni...ekkert planað...er boðið í bústað og fleira þanniglagað annars höfum við skemmt okkur ákaflega vel í bænum undanfarin ár :)

mánudagur, júlí 3

Komin aftur í kaldan veruleikann


Þá er maður nú komin heim eftir svona líka æðislegt sumarfrí :) Þetta var nú bara eitt það besta sem ég hef farið í þó að ég segi sjálf frá :) En þá er maður komin aftur til vinnu sem er nú svo sem ekkert alveg frábært en alveg þolanlegt....um helgina var svo skellt sér í einhverja söluvarnarliðsins, Gauja langaði svo að sjá axlaböndin sem þar áttu að vera til sölu þau voru nú ekki uppá marga fiska þannig að við drifum okkur niður í bæ þar sem ég og anita ákvaðum að styrkja Gyllta köttinn um nokkur þúsund krónur...verðugt málefni það!!!
Svo var haldin Mallorka grillveisla á laugardaginn en þeir sem þekkja til fjölskyldunar minnar vita að við þiggjum hvaða afsökun sem er til að halda grillveislu ;)
En já nú eru bara rétt rúmir 2 mánuðir í london :) jedúddamía hvað maður er spenntur...búið að fá íbúð, búin að sækja um námslán, búið að borga skólagjöld og búið að panta farið :) Jey nú er það bara að panta farið heim um jólin :-)

laugardagur, júní 10

Er á Mallorca JEY JEY

Jaeja thad er buid ad vera mjog gaman herna hja okkur thessa fau daga sem vid hofum verid her :) Fyrsta daginn var bara legid i solbadi og notid thess ad vera i goda vedrinu en i gaer tokum vid leigubil til Porto Alcudia og kiktum i eina eda tvaer verslanir..ekkert rosa verslunar neitt....svo forum vid, eg, karen,gaui, vigfus og arnar, í gokart sem var bara GEDVEIKT alveg klikkad ekkert sma kick... en svo i dag leigdum vid stórfamilían ,fyrir utan ommu og afa, okkur scootera :) Eg lenti nu reyndar i sma árekstri flug eins og fuglin sjálfur og lenti á hlidinni en slasadi mig nu ekkert mikid haltra pinu en engin sjukrabill..en eg tók flugid i byrjun ferdarinnar thannig ad thad sem eftir lifdi af ferdinni var min soldid ljónshjarta og fór frekar varlega en skemmti mér rusalega vel samt sem ádur.. Vid skúterudum frá okkar bae sem heitir Muro til Porto Alcudia og thadan til Alcudia og skodudum eeeelllddd gamlar rústir sidan var ferdinni haldid til Porta Palenca thar sem vid bordudum og lentum i rosa rigningu, en sem betur fer hafdi verid skyjad um daginn og eiginlega fullkomid scooter vedur :) nu erum vid bara komin upp a hotel threytt en anaegd eftir langan dag :) Engin sól hjá mér eins og er en er samt ordid raud og saelleg :) Jey enda ekki ástaeda til neins nema gledi :) Laet máski heyra í mér aftur en efa thad thar sem thad er ekki spád fleiri sólalausum dogum hérna hjá okkur
En á mánudaginn aetlum vid unglingarnir ;) i Palma ad skoda okkur um og ef til vill eyda nokkrum efrum ;););););) og svo er afmaeli planad í naestu viku Nóg ad gera :)
Farin ad borda :)

þriðjudagur, júní 6

Vú húhúhúhúhúhúhú

Jey Mallorca á morgun!!!!! Oje búin að pakka en á eftir að fara í bað ;-)
JEY JEY JEY JEY vúhú Halla og Björgvin ætla að standa vaktina á teigabyggðinni þannig að allt er set!!
Svo koma fréttirnar!!!!!! Haldiði að hún Dominique hafi ekki sent mér tölvupóst í gær morgun og viljað ljá mér íbúð í té...hún hafði tvær lausar og ég mátti velja mér hvora ég vildi :) jeyjeyjeyjey við erum komin með íbúð í london :) JIBBÍ
Vúhú Við fáum hana afhenda 1 júlí :)
JeJEYJEYEJEEYEJEJEJEJHVDA"#E$!$$#T#G)T"T#$(TFHERG er soldið að tapa mér í spenning :)

Svo er dagur djöfulsins í dag........einhverjir trúar hópar um allan heim hafa verið að biðja gegn heimsenda og vil ég bara þakka þeim fyrir mig..ekki er ég að gera neitt gegn þessu og því verður það ekki mér að þakka ef það kemur ekki heimsendir :)

Vúhú MALLORCA VÚHÚ JEY HEY

miðvikudagur, maí 31

Ennþá í Akscity

Er semsagt ennþá á Akureyri og hef það bara fínt :-) veðrið búið að vera frábært...reyndar er alltaf sól þegar ég er að vinna en svo dregur alltaf ský fyrir sólu svona hálf fimm!! og ég er eimitt búin að vinna fimm. En það er samt hlýtt og gott veður:) hef nú ekki náð að labba neitt mikið aðallega vegna þess að sálufélagi minn varð eftir heima. Já ég gleymdi Ipodinum ;-( Og er því sálufélagalaus hérna í höfuðstað Norðulandsins :( En ég bjarga mér nú heheh
Fór út að borða með frænku minni í gær. Hún heitir Jóna Birna og er dóttir bróður ömmu :-) Þetta var alveg frábært og sátum við á spjalli frá sex til tíu :)
Eftir vinnu í dag er stefnt á að taka rölt um dántán Aks og kíkja aftur í búðina sem selur flottu kjólanna.,.,.,.,.,.,.,.,.,.,,
Svo er það bara Mallorca eftir viku JEYJEYJEY JíJíJí :)
Get ekki beðið :-)
Svo þarf ég bara að þræla í tvo mánuði og þá er það bara LONDON BABY!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, maí 29

Back to my roots



Þá er maður komin til Akureyrar :-) Frábært veður en soldið kalt..flugferðin var æði heiðskírt alla leiðina og geðveikt útsýni :-) Herbergið á gistiheimilinu er fínt, snyrtilegt baðherbergi og sonna´. :) mjög vel staðsett bara alveg dántán :-þ

Fórum á Da Vinci code um daginn, eins og áður sagði, en við náðum ekki að fá miða í Lúxus :( en það er svosem allt í lagi..sparar manni bara pening ;-)
Myndir var fín...fílaði bókina betur en er það ekki alltaf???

Syttist all skverlega í Mallorca með hverjum deginum :)
svo var náttúrulega kosningahelgi síðustu helgi. Kaus rétt að sjálfsögðu ;-)
Svo skelltum við okkur í rúnt með Borgar...alltaf jafn gaman af honum
Svo fórum við og skoðuðum ljósmyndasýninguna niðri í bæ...rosalega skemmtilegt!!!
Í gær skruppum við svo í þjóðminjasafnið og það var æði. Það er búið að breyta öllu þar og allt orðið rosa nútímalegt og flott.....ætla meira að segja að fara þangað aftur í næstu viku ;-þ