föstudagur, desember 28

Jóla hvað

Mér finnst frekar ótrúlegt að jólin séu að vera búin!!
Búin að hafa það rosalega fínt þessi jól...en þau liðu nú alltof hratt.
Ég fékk mikið af flottum gjöfum :)
Eins og nýja digital myndavél :) Gaui meiri druslan heeh við lofuðum að gjafirnar yrðu ekki dýrari en fimtíu pund en hann gaf mér rándýra myndavél!! hehe
Frá mömmu og pabba fékk ég mighty mouse en átti svoleiðis fyrir :( með snúru þannig að ég verð að skipta þeirri þráðlausu en ég finn mér eitthvað flott í applebúðinni :) lítil hætta á öðru. Svo fengum við Gaui Nintendo DS lite saman frá þeim gömlu.
Fengum frábærlega flott sængurver frá ömmu :) eimitt það sem okkur vantaði :)
Og fengum helling fleira flott :)
Tel það upp í næstu færslu :)
Set þá líka inn fleiri myndir :)

fimmtudagur, desember 13

Jólahreingernignar

Það á sko ekki að leyfa mér að horfa á Oprah eða neinn svona þátt hehe...sit hérna og græt eins og fífl ehheeheheh Er að fylgjast með strák sem er búinn að vera blidnur frá því hann var 3 ára..hann hefur þróað með sér þann hæfileika að hann klikkar með tungunni í góminn og heyrir þegar bergmálar til baka...hann getur gert greinarmun á hvaða hljóð kemur til baka og veit þá hvaða hlutur er til staðar og úr hverju hann er !!! ótrúlegt...þetta er víst svipaður hæfileiki og höfrungar hafa!!
Er að taka mér stutt frí frá jólatiltektinni :) er búin að vera frekar dúleg í dag ef ég segi sjálf frá :) Það er nú ekki hægt að hafa allt í drasli þegar anita kemur á laugardaginn eheheh :)

Eins og flestir vita lenti pabbi minn í frekar leiðinlegri reynslu um daginn þegar tveir menn brutust inn til mömmu og pabba...en sá gamli held his own eins og þeir segja og náði inn nokkrum vel völdum höggum hehe :) Ég er ekkert smá fegin að það er allt í lagi með hann afþví þetta hefði geta farið miklu verr. Núna get ég ekki beðið eftir að fara heim og faðma hann og tryggja að það sé allt í lagi með hann og segja honum hvað ég elska hann mikið!!


Skelli hérna inn nokkrum velvöldum myndum ;)

Bæði ný klippt og flott :)


Grýla og sonur hennar ;)

föstudagur, desember 7

Tími á updeit

Kannski komin tími á smá fréttir :)
Ég náði að klára ritgerðina sem ég var búin að vera bögga allan sem voru til að hlusta með!!! En hún er allaveganna búin og ég vona innilega að hún sé nógu góð!
Svo lenti ég í klikkuðu veseni útaf áfanga valinu mínu fyrir næstu önn!!! Hérna fá allir sinn eigin námsráðgjafa sem á að hjálpa manni. Ég hef átt í miklu veseni með minn!! En allaveganna þá var eitthvað vesen með mitt áfanga val (aðallega mér að kenna) þannig að ég reyndi og reyndi að hafa samband við minn ráðgjafa en hann var aldrei við þegar ég fór á skrifstofuna hans og svaraði ekki emailum. Ég hef talað um þetta við nokkra kennara og þetta er víst algengt með þennan gaur!!! Á endanum bauðst einn kennari sem er líka námsrágjafi til að hjálpa mér. Ég fer og tala við kennarann en ég hafði gert einhverja villu á námsvalsblaðinu og þegar við ætluðum að leiðrétta það lá networkið niðri í kennarablokkinni!!! þannig að ég varð að bíða...á endanum segir hann að ég geti bara farið og komið aftur á morgun!!!! Og þá á ég að tala við samstarfskonu hans. Fine ég klára allt þetta heima og fer dagin eftir að hitta samstarfskonuna, sem er satt að segja létt geggjuð!!! er öll á yði og einhvern vegin hoppandi...talar voða hratt með rússneskum hreim. Henni fannst valblaðið of út kortað og var að deyja úr hneykslan yfir þessu ...það væri bara móðgun við skrifstofuna að skila þessu inn og ég veit ekki hvað...þetta er sama skrifstofan og er þekkt fyrir að týna gögnum þannig að mér var svosem sama hvort þau fengju útkrotað blað eða ekki en lét eftir henni og brosti bara eins og fífl. En hún var samt ekkert nastí eða neitt bara ótrúlega rúgluð eitthvað eheheheh Aníhú
Svo kom í ljós að ég klikkaði víst eitthvað í nýja valinu líka....veit ekki alveg hvað ég hef verið að hugsa undan farið en hef verið voða "ekki á staðnum" hehe en hún fer svo yfir ferilinn minn og endurtekur alltaf að ég ætti að tala við námsráðgjafann minn og heimta að ég fengi einhverja áfagna metna frá því í fyrra. Ég segi endalaust ég er búin að tala við hann og hann vill þá að ég taki bara tvo áfanga á næstu önn og ég sé ekki sátt við það. En hún heldur áfram að tala um þetta og á endanum gef ég eftir, hún bara að reyna að hjálpa mér kerlinga ræfillinn. Ég fer niður og reyni að tala við námsráðgjafann minn afþví að ég veit að hann á að vera með skrifstofutíma þennan dag. Finn hann hvergi. Tala við yfirmann námsráðgjafanna sem aðstoðaði mig :) og færði yfir áfanga frá því í fyrra og ég fer í fjóra kjarna áfanga og stytti þar afleiðandi námið mitt eitthvað :)

Í gær fórum við í Jack the Ripper tour :) Nokkir úr vinnunni hjá Gaua skipulögðu ferð og buðu okkur að koma með :) það var alveg svakalega gaman :) Gengum um City og east london ( í smá rigningu) og lærðum um Jack the Ripper og fórnarlömb hans. Geðveikt áhugavert og svaka gaman :) Eftir túrin fórum við á svaka góðan stað einhverstaðar í Whitechapel. Staðurinn var BYOB eða bring your own booze hehehehe Skelltu sér allir í Tesco áður en við fórum á veitingastaðinn og keyptu sér áfengi Okkur fannst þetta frekar skrítið hehe en svo þegar við komum á staðinn sáum við að það gerðu þetta allir ehhe Maturinn var svaka góður!!! indverskur sterkur og bragð góður :) Og við hlóum mikið og ræddum allt milli himins og jarðar. Enda fólk þarna frá öllum heimshornum. Afríku, Indlandi, Íran, Ástralíu og náttúrulega íslandi ;)

Hérna koma nokkrar myndir úr jólagöngutúrnum okkar sem við fórum í síðustu helgi :)







fimmtudagur, desember 6



Þú ert léttsteikt dramadrottning.




Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium"
og "well done"
værir þú "medium rare", léttsteikt og meyr undir tönn. Léttsteiktar dramadrottningar eru ávallt gerðar úr besta hráefni. Þær eru lífrænt ræktaðar og því í raun móðgun að líkja þeim við hamborgara. Nær væri að framreiða þær sem steikur með góðri rjómasósu og bökuðum kartöflum.



Léttsteiktar dramadrottningar skammast sín ekki fyrir að vera dramadrottningar. Þvert á móti eru þær stoltar af því og leggja rækt við þann hluta persónuleika síns. Gott jafnvægi ríkir á milli drama og yfirvegunar. Í raun hefur léttsteikta dramadrottningin fulla stjórn á dramatíska hluta heilans. Hún er því fær um að halda dramanu í skefjum þegar við á en gerir út á það þegar hún er í stuði til þess.



Léttsteiktar dramadrottningar eru tilfinningaríkar. Þær eru gjarnan leiðtogar í vinahópi sínum, eru vel liðnar af flestum, dáðar af mörgum en einnig öfundaðar af sumum. Hin léttsteikta drottning er hins vegar haldin jafnaðargeði og lætur hólið ekki stíga sér til höfuðs eða öfundsýki koma sér úr jafnvægi.


Hversu mikil dramadrottning ert þú?

laugardagur, desember 1

Heppnasta stelpa í heimi???????



Hér að ofan er mynd af frænku minni í nýlegri ferð sem hún fór í til New York.
Ferð sem hún vann í happadrætti :)
Svo var hún að vinna flatskjá í kvöld!!!!!
Hún er ekki bara gullfalleg, skemmtileg og gáfuð, heldur á hún frábæra fjölskyldu (bestu frænkuna náttlega ;) ) og svo er hún hundheppin!!!!!!!!
Ég verð að segja að ég er frekar öfundsjúk sko!!!!!!!
En ég elska hana útaf lífinu þessa dúllu :þ