mánudagur, janúar 29

Money money money must be funny
















Guðjón er komin heim úr vinnunni en hann er ekkert alltof hrifinn af videoblogginu þannig að við tókum smá flipp með myndavélina og tókum nokkrar myndir heheh
Gaui var mjög ánægður með fyrsta daginn í vinnunni!!
Ég eyddi deginum í að þrífa allt hátt og lágt á heimilinu...fyrst að maður er nú heimavinnandi húsmóðir í viku :)
En eitt sem ég þarf nú að kvarta!!!!! Ég fór með Gaui eftir vinnu að sækja um bankareikning....Hann fékk reikning á staðnum!!!!!! Ég þurfti að fylla út allt sjálf og bíða í 10 daga eftir að fá að vita hvort ég fengi reikning!! svo þurfti ég að bíða eftir koritnu....en nei gaui fær sitt á föstudaginn....það er sko ekki sama hvort það er jón eða jóna ;)

Ekkert mikið meira að frétta hehehe Skrifa meira seinna :)

Jú heyrðu Gaui komst inní háskóla ;) en hann veit ekki hvað hann ætlar að gera :)

fimmtudagur, janúar 25

Jiiiiiiiibbbbbbbííííííííííííííííí








jæja þá er komið annað video blog í viðbót :) Myndirnar eru af snjónum sem var hérna í nótt hehehe hann var nú farinn þegar ég vaknaði daginn eftir heheeheheh Það er nú allt fínt að frétta hjá okkur :) Ég var nú reyndar frekar langt niðri á mánudaginn en hann Gaui minn hjálpaði mér uppúr því...þannig er að eins og flestir vita er mér mjög ill í fætinum út afsýkingu...en aníhú ég vaknaði hálf aum um morguninn afþví mig dreymdi afa minn og ég vildi ekki að draumurinn endaði :( en þetta var æðislega fallegur draumur og ég er mjög ánægð með hann :) Ég prentaði út tvær ritgerðir og Gaui bauðst til að fara með mér uppeftir að skila þeim....þegar ég var búin að skila þeim sagði Gaui að hann væri svo stoltur af mér að hann vildi að við færum í eina af uppáhalds búðunum okkar á Holloway Road og ég mætti kaupa mér eitthvað :) Það er svona hálftíma gangur þangað og ég hugsaði með mér að ég gæti látið mig hafa það ....var nú einu sinni að fara að versla mér eitthvað. En lappar druslan hélt nú ekki...ég var farin að hoppa á einum fæti þegar við komum að búðinni. Ég var nú ekki í miklu stuði fann mér tvenna skó sem mig langaði í en þeir voru báðir of littlir þannig að ég fór þaðan með sárt ennið..Svo héldum við heim með lestinni sem er frekar leiðinleg ferð afþví við þurfum að skipta á Kings Cross og labba þar helling, mín á einum fæti ;) Svo fórum við beint í búð. Ég tek eina flösku af kók zero úr hilluni en viti menn haldiði að það falli ekki 2 lítra flaska af Canada dry á viðkvæma fótinn mar....þetta var svo vont að ég feldi nokkur tár þarna á ganginum í Tesco...og er ennþá að pæla í að kæra þá heheheheheh þannig að þegar heim kom á mánudaginn var ég frekar miður mín og þegar ég sá að kennarinn minn var ekki búin að svara emaili sem ég sendi honum fyrir viku síðan og merkti Important var ég frekar sár...eeeeeeen maður rífur sig bara upp og hlær að þessu ....ég get svarið það að mér lýður eins og aðalkarakter í Steve Martin bíó mynd ég bíð bara eftir að það springi rör eða þakið fari að leka ( erum ekki á efstu hæð en allt getur gerst í bíó ;) ) En núna er ég í SJÖUNDA himni :) búin með allar ritgerðir og er frekar stolt af þeim...:) Nú er það bara að kvíða fyrir niðurstöðunum :) Og síðustu vikur hef ég mikið notað Anti stress bath soakið sem ég fékk frá Erluásnum í Jólagjöf:) frábært alveg :) og kem til með að nota það þangað til ég fæ niðurstöðurnar
Gaui er núna að deyja úr ánægju í Second Life leiknum sem ég var að skrifa um ...heheeh situr hérna og býr til ótrúlega undarlega karaktera og flissar eins og smá stelpa hehehehhe Í stuttu máli eft þið rekist á rauðhærðan dverg í hlébarða g-streng og zebra hlírabol í Second Life þá heilsið þið bara afþví það ku vera hann Guðjón Ástarkveðja Henný

miðvikudagur, janúar 17

Fatlafól með ritstíflu

Úff púff Er með ritstíflu frá helvíti eins og sumir myndu segja......
Er að rembast við að skrifa ritgerð fyrir Media Theory tímann minn....mér þykir umræðu efnið mjög áhugavert og skemmtilegt. Veit nákvæmlega hvað ég vil að standi í ritgerðinni en ég virðist bara ekki ná að koma því frá mér!!!! AARRRGG svo ákvað ég að sleppa að taka bók á bókasafninu sem hafði verið eins konar hjálpardekk fyrir mig í fyrr verkefninu...hún segir eiginlega það sama og námsbókin mín en ég skildi betur það sem stóð í henni....hélt að ég gæti sleppt henni fyrst ég er nú einu sinni með rétta bók en nei mér finnst ég eins og fiskur á þurru landi...hehehehehehehe ég skil svo sem alveg hvað það er sem ég á að skrifa um en virðist ekki geta útskýrt það með tilvísun í námsbókina afþví mér þykir hún frekar óskiljanleg.... hehehehehehehehehehehehe akkúrat núna langar mig að gera allt nema ritgerðina...þrífa, mála, elda , ræða málin...jú neim it hehehehehehehehe þarf bara að koma mér almennilega í gírinn.
Fór til læknis í gær. Hún heitir Dr Nysenbaum, borið fram Næsenbám. Hún var ágætlega næs...múhahahahahah. Fékk krem, töflur og er á biðlista fyrir tími í the small surgery clinic. Þannig að vonandi fer þetta að skána hjá manni
Gaui er núna á fullu að lesa efnafræði til að hressa uppá kunnáttuna ef hann skildi ákveða að fara í skóla í haust...honum finnst hann ekki alveg nógu vel undirbúinn...en það kemur eiginlega ekki til mála að hann taki það sem kallast foundation degree afþví lín lánar ekki fyrir framfærslu kostnað á því :( þannig að hann þarf að undirbúa sig að mestu sjálfur ræfillinn...hehehehehehe en vonandi getur hann farið á einhver námskeið í vinnunni sem hjálpa honum með þetta :)
Best að fara gera eitthvað...helst læra en maður veit ekki nema ég fari bara að elda eða eitthvað......vinsamlegast sendið alla ritgerða orku sem þið hafið aukalega til...og hún má helst tengjast Ideology, hegemony og structure of feeling...en ég þigg hvað sem ég fæ ;)

sunnudagur, janúar 14

Brosum hringin

Nú kemur sko innlega væmið blogg bara vara við fyrirfram!!!!
Já eins og flestir vita þá er hann Guðjón kominn með vinnu :) Hann verður að vinna hérna beint á móti :) Við erum ekkert smá ánægð :) Góð laun og engin ferðakostnaður. Hann fer að vinna á rannsóknarstofu þannig að þetta er það besta sem hann gat hugsað sér :)
Svo sótti Gaui um í skóla í dag :) Þannig að það er allt á uppleið :)
Svo fer ég að skrá mig hjá lækni á morgun.... á dálítið erfitt með gang þessa daganna vegna þess að ég fékk sýkingu í fótinn..fékk sýklalyf heima á íslandi en þau gerðu ekki nóg :( en vonandi lendi ég á svona Dr House sem læknar mig á nóinu :)
En þá hafi þið það við erum alveg hræðilega ánægð og aldrei verið glaðari :)
Ástarkveðja

miðvikudagur, janúar 10

Fyrsta Videobloggið


Videoblog1
Video sent by hennyponsa


Ákvaðum að prófa smá video blogg hehe ekkert merkilegt en bara smá prufa..
En eins og þið sjáið þá er Guðjón búinn að fara í klippingu:) Hann er frekar stoltur :) Ég fór reyndar í klippingu hjá sjálfri mér ;) reyndi nú ekki nein stór virki hehe en samt frekar stolt að hafa náð að klippa mig án þess að enda sköllótt eheh
Allt fínt að frétta ég skilaði fyrsta og leiðinlegasta verkefninu í dag :) hef nú 2 vikur til að skila hinum :)
Það er frekar kalt hérna en mér skilst að hér sé hitabylgja miðað við heima:)
Eitt sem mér finnst frekar fyndið hérna er hvað fólk er svona almennt fáfrótt og afþví ég veit svona kannski lítið um margt þá finnst krökkunum í skólanum ég rosalega brilliant og trúa ekki þegar ég á í erfiðleikum með verkefni. Frekar fyndið.....Afþví að ég veit hver metallica er ;) ha vigfús hahahaha einka húmor ;)
Ég mundi ekki segja að hefði heimþrá en eftir að ég kom aftur út sakna ég ykkar allra ennþá meira :) ég veit núna hvað ég hef það gott heima :) I love yall
:)
Jæja best að halda áfram að liggja í leti :)

föstudagur, janúar 5

Nýtt ár :)

Jæja þá erum við komin heim :) Það munaði litlu að við hefðum þurft að taka flug á morgun í staðinn fyrir í dag afþví vélin var yfirbókuð og við buðumst til að fara á lista yfir þá sem gætu alveg farið á morgun. Ef við hefðum þurft að fara á morgun hefðum við frí miða hjá flugleiðum í staðinn eeeenn því miður voru tvö sæti laus og við fengum að fara með hehehe :-/ ;)
En nú er komið nýtt ár og víst við hæfi að fara yfir það gamla...Svo eru svipmyndir af árinu hérna að neðan :)
Í Janúar fór ég loksins til Færeyja :) Það var ein sú skemmtilegasta ferð ég hef farið í. Ég ætla svo sem ekki að segja allt sem ég fékk að gera í þessari ferð en þar má nefna færeyskan dans og þyrluflug :) ég og Brynja babí rokkuðum í Föreyjarnar ;)
Á síðasta ári gafst Baby blue upp á mér og Gaua..hann var okkar trausti Golf sem við vorum búin að eiga í fjölda ára.. Hann ákvað að hætta að láta yfir sig ganga og sagði upp í Janúar...fyrsta frostdeginum lengi..Þannig að mín þurfti að hlaupa heim í frosti klukkan sex um morguninn og vekja Gauja til að hjálpa mér að ýta bílnum á betri stað...hann var síðan dregin á verkstæði þar sem hann var úrskurðaður úr umferð. :( En við fengum nýjan sítróen á góðum rekstrarleigu díl sem pabbi reddaði okkur við Brimborg :) Takk pabbi :)
Gaui átti 23 ára afmæli í feb og við fórum út að borða með fjölskyldunni hans Gaua á Vegamótum og vorum svo heima hjá Anitu fram eftir kvöldi að spjalla en ég var minnir mig með einhverja leiðindar pest og ákváðum við því að fara ekki í full blown skrall :) Gaui byrjaði líka að vinna hjá Decode í Febrúar en þar var hann mjög ánægður og fann sig alveg í rannsóknarstofu nörda fílíngnum :) og ákvað að hann skildi fara í háskóla og læra eitthvað nördalegt ;) Í mars fékk ég staðfestingu á ingöngu í skólann :)
Um páskana var Teigabyggðin tekin í gegn og máluð og í miðri málningar törn tilkynntu Vigfús og Karen að þau ætluðu að gifta sig 7 júlí 2007 :)
Í lok maí fór ég í viku til Akureyrar til að hjálpa til við þjálfun nýrra starfsmanna hjá miðlun. Svo daginn áður en við héldum til Mallorka fengum við símtal sem við vorum búin að bíða spennt eftir :) Við vorum búin að fá íbúð í London :)
Júní eyddum við svo á Mallorka með allri fjölskyldunni. Það var alveg yndislegt!! Við erum bæði sammála um að það hafi verið ein besta utanlandsferð sem við höfum farið í :) Þar eyddum við frábærum stundum í sólinni :)
Júlí leið í vinnu. Í ágúst var byrjað að pakka niður fyrir london..það tók nú á :)
Neal kom líka til Íslands og eyddum ég og anita verslunarmanna helginni í að sýna honum pleisið :) Í ágúst stakk arnar líka af til Bandaríkjana þar sem hann er víst að gera svo góða hluti að kanin heldur ekki vatni yfir honum.
Í byrjun september kom loks að flutningunum :)
við flugum út 3 sept :) síðan komu vigfús og karen í heimsókn sem var mjög gaman en því miður setti það smá svip á ferðina að afi var orðin veikur. Við misstum afa því miður 24 september. Hann hafði barist hetjulega við krabbamein en varð því miður undir í þeirri baráttu. Afa er sárt saknað en honum líður mikið betur núna heldur en ef hann hefði þurft að heyja baráttuna lengur.
í oktober kom anita í heimsókn og við skemmtum okkur vel :)ég byrjaði líka í skólanum á meðan anita var hjá okkur :)
Amma og Ósk kíktu líka til okkar í október og þá var Shopolympics tekið með stæl :)
en það var alveg æði að fá þær stöllur til okkar.
Í byrjun Nóvember mætti henning freyr ásamt fríðu föruneyti :)
Mamma og pabbi voru svo hjá okkur eina helgi í nóvember og gáfu okkur meðal annars þvottavél :) Takk æðislega fyrir allt mamma og pabbi. Ása var einnig in tán þessa helgi og fór með okkur út að borða :)
Desember fór svo í verkefnagerð...fórum í stutta helgi til frakklands( all in a day´s work;) ) Eyddum svo yndislegum jólum heima á fróni
Ég ætla að telja upp jólagjafi í örðu bloggi en ég get sagt að ég var mjög ánægð með mínar:)
Hörður og Diljá voru í íbúðinni okkar um áramótin :) Verð að segja að mér leist ekkert alltof vel á að hafa fólk í íbúðinni á meðan við vorum ekki heima en þau komu mjög vel fram og skiluðu íbúðinni jafnvel fínni en þau fengu hana..alveg hreint frábærir gestir :)
Gleðilegt nýtt ár til allra:) Takk kærlega fyrir það gamla :)

fimmtudagur, janúar 4