föstudagur, september 28

Hryllingurinn heldur áfram

Eins og í öllum góðum hryllingsmyndum lifnar óþokkinn við í eitt loka sinn til að taka mann bakaríið.   Síðustu daga hefur talvan mína..já NÝJA talvan mín verið með bögg, þangað til að ekki var hægt að nota hana lengur.  Þannig að ég dró Gaua með mér niður í John Lewis til að skila tölvunni og fá nýja..en þegar ég kem að costumer service borðinu sé ég strax að manneskjan sem er að fara að aðstoða mig er ekki rétta mannaskjan í það..Kínverskur maður um fertugt sem er innilega ekki að nenna að vera þarna..ég sest niður og segi honum hvað er að..hann segir ekki orð lyftir upp símtólinu, bíður í smá stund, réttir mér símtólið og segir svo "Talk".  Ég varð frekar hvumsa og tók tólið og sagði Halló.  " Dis ís Hp kostmr servs" ok ég var sem sagt á línunni við þjónustulínu HP í indlandi.  ég út skýri hvað er að.  Meðal því sem var að var að það kom villa sem hét mlmddklk ég sagði henni það..vinkonan endur tekur mopklmd.  NEI mlm vinkonan mrp NEI hvenær sagði ég P.  Á endanum fékk ég samband við technical support.  Þar tekur við maður sem skilur minna í ensku en sú fyrri og talar alveg hræðilega ensku..svo hræðilega að ég skil ekki hvað hann er að segja á tímum.  Við lendum í svipuðum stafsetninga vandræðum í sambandi við villuna. Hvað um það þá lætur hann mig restarta tölvunni 3 bara svona just in case.  Og þegar það virkar ekki lætur hann mig restora tölvunni...þetta geri ég allt við þjónstuborðið í John Lewis.  Kínverski gaurinn löngu horfinn og finnst hvergi.  Svo þegar ég þarf að láta hann stinga tölvunni í samband er hann ekki sjáanlegur og yfirmaður hans finnur hann hvergi. Í staðinn fæ ég rosalega almennilegan breta til að aðstoða mig við það sem ég þurfti sem bendir mér á að aðgerðinn sem vinur minn hjá HP vill að ég geri taki yfir 30 mínotur...ég bendi manninum í símanum á það.  Hann segir já ég hringi í þig eftir 45 mín...blíb vinurinn farin af línunni..ég eins og fífl þarna með tölvuna mína í miðri verslunarmiðstöð og veit ekkert hvert ég á að snúa mér..röð af pirruðu fólki fyrir aftan mig og ég náttúrulega sjálf orðin frekar þreytt og pirruð..þannig að ég spurði mannin hvort ég mætti bara ekki skilja tölvuna eftir og fara og skoða í hálfttíma..jújú ekkert mál. Ég fer og skoða skó og eitthvað..fer svo upp aftur. og tek tölvuna mína, þarf að setja hana upp aftur sem tekur alveg sinn tíma..en nei nei hún virkar ekki, ég býð og býð og býð þangað til að dúddinn sem var að aðstoða mig fyrst mætir á svæðið og ég dreg hann að tölvunni minni og segi við hann þetta virkar ekki ég vil nýja tölvu. já já segir hann, ertu með allt með þér sem fylgdi tölvunni, já segi ég, eða nei ég gleymdi bæklingunum sem fylgdu með..já þá getum við ekki látið þig fá aðra tölvu. Ha afhverju ekki þetta eru bæklingar?? eigið að geta útvegað ykkur þá frekar auðveldlega. Nei nei þetta eru reglur..ég er orðin frekar reið á svipinn.  Þá fær vinurinn brain wave og stingur uppá því að hann taki bara bæklingana úr nýju tölvunni. ég segi þetta snýst þá bara um að ég fái ekki ókeypis bæklinga!!! hann hlustar ekki á mig segist verða ná í tölvuna niður, ég segist vera fyllilega fær um að ná í tölvuna sjálf nei nei þetta eru reglur..heyrðu góði minn ég er búin að hanga hérna í meira en þrjá tíma JÁ ÞIÐ HEYRÐUÐ RÉTT ÞRJÁ EFFIN BLOOMIN BlOODY TÍMA, hann hlustar ekki á mig og fer niður..af fimmtu hæð niður á fyrstu hæð það tók alveg hálftíma , kom upp reif upp kassann tók bæklingana út og ég fékk tölvuna. þetta tók alveg frá 12 til 4!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  Og ef þessi nýja talva er gölluð líka þá er það bara þannig, þá verð ég að lifa við það ehehehhehehe
Ég er búin í starfsreynslunni hjá Big Dipper :) rosalega ánægð,mun reyndar vera þar eitthvað áfram með skólanum og Robin Ellis.  Þannig að það verður nóg að gera í vetur :) er reyndar pinku stressuð yfir nýja náminu mínu en vonandi er ég á réttri braut hehe :)
Var að fíflast aðeins með nýja webcamið hehehehe



mánudagur, september 24

Söknuður



Í dag er ár síðan elsku afi minn dó. Ég er búin að vera frekar aum í mér undanfarið og voða kvíðin yfir ég veit ekki hverju og bara öll öfug einhvern veginn. Það er svo skrítið að sakna einhvers svona afþví það er ekki eins og ég hitti hina í fjölskyldunni minni oft, æi ég veit ekki hvernig mér lýður....sumum þykir öruglega frekar púkalegt að vera tala um þetta á netinu eitthvað...æi aní hú
hérna er eitt af uppáhalds lögunum hans afa og það hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér líka..
Hótel Jörð

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.

Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.

En það er margt um manninn á svona stað
og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.

En þó eru margir sem láta sér lynda það
að lifa' úti' í horni óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að
og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.

En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða.
En við sem ferðumst eigum ei annars völ,
það er ekki um fleiri gististaði að ræða.

Að vísu eru flestir velkomnir þangað inn
og viðbúnaður er gestirnir koma' í bæinn.
Og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn,
en áhyggjan vex er menn nálgast burtferðardaginn.

Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss.

Þá verður oss ljóst að framar ei frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli' og Metúsalem og Pétur.

Ég elska þig afi og sakna alveg svakalega

föstudagur, september 21

Pabbalabbaló


Kjútí pabbi minn átti ammili á mánudaginn og ég gleymdi bara að minnast á það þegar ég bloggaði um daginn
Hammli með ammli pabbi :)

miðvikudagur, september 19

KALT KALT

Jæja gamla liðið komið og farið. Það var alveg rosalega gaman að hafa þau hérna. Við gerðum alveg helling skemmtilegt t.d fórum í rútutúr um london og á marry poppins. :) ég held að allir hafi skemmt sér svakalega vel í þessari ferð:) Anita er núna hjá okkur :)

Rútan að fara af stað

Stuð í rútunni

Amma fékk að sjá london frá öllum sjónarhornum

Mæðgurnar :)

Amma eignaðist vin :)

þriðjudagur, september 11

Öpdeit

Núna er ég búin að vera sirka 2 vikur í starfsreynslunni og er alveg að fíla þetta í botn. Aldrei að gera það sama..þá meina ég aldrei heheh nema kannski að panta flug..en þá er það til sitthvora staða og alskonar flækingar :) hehehe ég vinn mjög náið með hljómsveitunum sem þau eru með og hjálpa t.d að við halda myspace heimasíðunni fyrir Sigurrós. :)
Svo er gamla liðið að koma á morgun JEYJEY
:)

laugardagur, september 8

The Great Computer Saga of 2007

Jæja nú er komið að því að segja sögu tölvuvandræðana
Set þetta í tímaröð
13 Júlí 2007 - ég fæ bréf sem segir mér að ég fengi 200 þúsund króna styrk frá Björgólfi vini mínum JEY Ég ákveð samstundis að kaupa mér nýja tölvu og gefa ömmu minni gömlu tölvuna.

15 júli sama ár- Ég gef ömmu minni gömlu tölvuna með mjög góðum undirtektum. Um kvöldið finn ég síðan tölvu sem mig langar í. Hún heitir Sony CR.

Vikan 16 júlí til 23 júlí- Heitar umræður á heimilinu hvort kaupa skildi sony tölvu eða dell tölvu

25 júlí - Undirrituð gafst upp og ákvað að kaupa Dell tölvu..Pantaði tölvu á Dell heimasíðunni

26 júlí - Fékk senda tilkynningu um það að bankinn minn hafi neitað færslunni. Hringi í bankann og þeir segja nei nei ekkert vandamál..alveg nægur peningur inná reikningum ekkert mál. Ég hringi í dell og þeir reyna aftur en nei ekki heimild..þannig að ég rölti niður í banka og þeir kippa málunu í lag. þurfti að ræða við einhvern security dúdda og eitthvað. alla veganna hringi í dell og nei ekki heimild. Ég hringi í bankann og þessu er reddað...Annað símtal til dell jújú loksins flaug þetta í gegn. Og maðurinn segir að ég fái tölvuna innan 7 daga. ég var ekkert alltof ánægð með það en ok fine þá bíð ég bara. Um kvöldið bauð ég gaua voða fínt út að borða á uppáhalds staðinn hans Yo sushi. Haldiði að ég hafi ekki fengið neitun á kortið mitt..átti að eiga rúmlega þúsund pund inná kortinu.

27 júlí - Kortið mitt virkar engan veginn þannig að ég rölti niður í eina bankann sem var opinn á laugardögum..Þar aðstoðar mig kona sem virðist ekkert hafa áhyggjur af því að kortið mitt virkar ekki heldur hafði meiri áhyggjur afþví að ég gat ekki borgað kvöldmatinn minn og vorkenndi mér ekkert smá..ekkert minnst á að hraðbankinn neitaði að viðurkenna kortið eða neitt..svo hún hringir í öryggis deildina og segir " hérna er stelpa sem lent í því í gær að geta ekki borgað fyrir kvöldmatinn sinn á veitingahúsi!!!" hehehee tíbíst bretar heheeh en þá höfðu þeir lokað kortinu mínu afþví þeir héldu að því hefði stolið og einhver tekið út 1000 pund hehehe þessu var nú kippt í lag hehe

Vika seinna - ég hringi í Dell og spyr afhverju ég hafi ekkert heyrt af tölvunni. Er ekki þessi líka hræðilega dónalega kellingar beygla á línunni sem segir mér að glerið í skjánum sé svo eftir sótt..GLERIÐ í fartölvuna..og þess vegna fengi ég tölvuna ekki fyrr en 6 september..ég sagði að það kæmi mér ekkert við þótt það væri mikil eftir spurn mig vantaði tölvuna. Þá fékk ég "ég skil ekki afhverju þú þarft tölvuna strax" þá tók mín nettan trylling og svaraði með " Excuse me!! would you repeat that please!!" þá stamar ræfillinn og segir ég skil að þú þarft tölvuna en það er lítið sem ég get gert. Ég ákveð að sjá hvort ég ætli að bíða en Gaui segir að þetta sé alveg þess virði og ég eigi að býða...Þannig að ég býð.........................

Í byrjun september- á leiðinni í vinnuna deyr Ipodinn minn :(

5 september - Dell gerast svo æðislegir að senda mér meil og tilkynna mér að ég fái ekki tölvuna fyrr en 19 OKTÓBER!!!!!!!!!!! Ég snappa náttúrulega..hehehe en allt lokað hjá dell þannig að ég gat ekki hringt fyrr en daginn eftir

6 september - Ég bjalla í dell og segist vilja endurgreiðslu, gaurinn spyr mig hvort ég sé til í að bíða á meðan hann spyr yfirmann sinn hvort það sé eitthvað sem þeir geta gert fyrir mig svo ég hætti ekki við. jújú segi ég vinurinn er í burtu í sirka fimm sekondur og segir svo voða dúbíus svona eins og mobster í gamalli bíómydn " en ef við gefum þér 30 punda afslátt" ég sá alveg fyrir mér augabrúninar svona einn upp og beygluð hehehe ég segi nei ég vil endurgreitt "en ef við bjóðum þér 40 punda afslátt" augabrúnin fer hærra.... nei veistu ég ætla bara að fá endurgreitt "en ef við bjóðum þér 50 punda afslátt" heyrðu nei þetta snýst ekki um peninginn heldur vantar mig tölvu. " þú ert viss um að þú viljir fá endurgreitt þó að við höfum boðið þér 50 punda afslátt sem er mjög góður afsláttur af svona góðri vél" já veistu peningarnir skipta ekki máli heldur vantar mig tölvu..."þú ert viss um að þú viljir fá endurgreitt þó að við höfum boðið þér 50 punda afslátt sem er mjöööööööög góður afsláttur af svona góðri vél" heyrðu er einhver annar þarna sem getur gengið frá þessu...á endanum gerði hann þetta og segir mér svo að ég fái peninginn eftir 4 til 5 daga...þá snappaði mín " heyrðu nei þið eruð búnir að halda peningunum mínum í gíslingu í einn og hálfan mánuð. Ef ég fæ ekki peninginn minn á morgun þá hringi ég á lögregluna og kæri ykkur fyrir þjófan..!!!! þá segir hann já ok við skulum milli færa innan 24 tíma en svo getur verið að bankinn haldi peningnum í 5 daga. Við gaui förum og skoðum tölvur og guðjón er ennþá harður á móti sony tölvunni minni þannig að við finnum aðra til ða kaupa í John Lewis. HP Pavillion eitthvað.

7 september- ég fæ meil sem segir mér að þeir séu búnir að millifæra og bankinn sé núna með peninginn og að nú sé bankinn eini sem ég eigi að vera reið við heheheheh..en peningurinn er ekki kominn inn. Ég bjalla í bankann og spyr hvort þeir hafi fengið peninginn og afhverju þeir haldi honum frá mér..voða næs og saklaus alveg miður mín yfir þessu öllu saman...bankinn fer bara að hlægja og segir enga ástæðu fyrir því að þeir ættu að halda peningnum og að engin hafi reynt að millifæra eitt eða neitt inná reikningin minn. Nú var mér allri lokið..ég sendi tveggja línu meil á dell og sagði þeim að kippa þessu í liðinn þegar í stað ég væri orðin leið á þeim og ég myndi ekki koma til með að hringja meira hvorki í þá eða bankann. 2 tímum seinna er peningurinn kominn inná reikinginn minn hehehe Ég rýk upp og segist vera að fara úr vinnuni og kaupa mér tölvu og hringi í gaua og skipaði honum að hitta mig í túbinu á leiðinni niður á oxford circus. Ég skellti mér á eina HP :) því miður áttu þeir ekki til Ipod :( en það skipti litlu máli þar sem ég var komin með nýja tölvu :) Við röltum heim og ég opna tölvuna og kveiki á henni voða spennt :) Ég set upp nýjan account eins og talvan biður mig um :) voða gaman...svo ætla ég að byrja að gera eitthvað við tölvuna mína þá er mér sagt ég hafi ekki administrative(stjórnunar) aðgang...en ég komst á netið og gat lesið að talvan átti að gera reikinginn sem ég gerði í byrjun administrator..hmm some things not right here Toto...ég tuða væla og snappa á gaua greyið hehehe allar hjálparlínur lokaðar fram á mánudag :-0

8 september- ég vakna úber snemma og hringi í John Lewis...strákræfillinn í símanum gat ekkert hjálpað en sagði að ef ég kæmi með tölvuna gætu þeir örugglega gert eitthvað.
Ég ríf Gaua uppúr rúminu og við út með tölvuna. Og hvað haldiði Kvikyndið var gallað!! skipt út á staðnum!!! :) þannig að ég ákvað að leita mér að ipod..guðjón var mjög svo á móti því að ég keypti hann í apple búðinni þannig við förum í aðrar búðir...og það var hvergi til Ipod!! upselt allstaðar!!!! en svo náði ég að finna eina búð sem átti til ipod og náði meira að segja að prútta hann niður um 20 pund...hehehe með smá lygi en all is fair in love and war hehhe þannig að núna á ég nýja tölvu sem vikar!!! og bjútífúl nýjan Ipod :)
Þar líkur þessari tradigíu í bili :) heheheheheheh

Það sem er svo meira í fréttum að ég er byrjuð hjá Big Dipper og er bara brjálaðislega ánægð og mér skilst að þau séu ánægð með mig afþví þau vilja ráða mig í vinnu með skólanum :) jey bara happí happí :) Svo er gamla liðið að koma á miðvikudaginn JEYJEY get ekki beðið
Og fyndið að mamma hennar Örnu og systur koma og fara með sömu vélum og settið þannig að við tökum serious spjall maraþon uppá heathrow :)
Ástar og tölvukveðjur :)