föstudagur, ágúst 31

Loksins komin helgi hehe

Fyndið að þó að það hafi verið stutt vika núna þá gat ég ekki beðið eftir helginni!! hehehe
Er samt búin að vinna minn síðasta dag í vinnunni í bili :) Í næstu viku byrja ég nebblega í starfsreynslu hjá Big Dipper. Það er fyrirtæki sem er meðal annars með Sigurros á sínum snærum þannig að ég er mjög spennt eheh
Síðustu helgi fórum við í Camden og skoðuðum uppáhalds markaðinn okkar í síðasta sinn :( fengum reyndar góðan díl á skennk. Ég keypti mér svo leðurjakka og Gaui keypti sér blómapott..hehehe hver er í buxunum á okkar heimili ég bara spyr eehehehehehehe
Vikan leið svo frekar hratt en í gær kíkti Arna í heimsókn og bjargaði sko alveg fyrir mér deginum :) sátum á snakki til langt að ganga 12 :)

Um helgina er svo bara stefnt á afslöppun og máski smá shopping hehehehehehe


Við canalinn í Camden


Sötrandi á ávaxtakoteil í Stables Market

föstudagur, ágúst 24

Loksins gott veður :)

Loksins loksins loksins komið gott veður aftur!!!! :)
Fórum út að borða í kvöld með Örnu. Sátum úti og borðuðum kræsingar á Da paolo :) namm namm :) röltum svo um Soho og Covent Garden og settumst svo út á kaffi hús og spjölluðum fram eftir :) Alveg rosalega skemmtilegt kvöld í alla staði.
Annars er lítið að frétta :) ég á bara viku eftir í vinnunni :) þau voru svo miður sín að ég væri að hætta að mér var boðið að vinna hvernig sem ég vilid..hversu líitð eða mikið :) Ein aðal ástæðan fyrir því að ég var að hætta var að ég fékk alls ekki þann sveigjanleika sem mér var boðið í byrjun en núna má ég fara niður í klukkutíma á mánuði ef ég vil heheehhehe það er erfitt að vera vinsæll :)
En ég er vonandi að fara í starfsreynslu í september :) Vil ekki vera að tala of mikið um það fyrr en allt er komið á hreint...vil ekki jinksa :)

Erum frekar leið afþví það er verið að loka uppáhalds hlutanum okkar af Camden Markaðinum :( þannig á morgun ætlum við að fara uppeftir og spreða fyrst það er síðasti sjens!!! Frekar lummó að það verði að troða verslunarmiðstöðum allstaðar...og ef það er eitthvað sem Camden vantar ekki þá er það Dorothy Perkins búð!!!!????

Aníhú ég ætla að skríða í háttinn :)

Að bíða eftir Örnu fyrir framan Dominion leikhúsið :)

Ógó flottur hjóla bar á leið um Covent Garden heheeh :)

Takk fyrir kvöldið sæta :) þetta var alveg æði :)

miðvikudagur, ágúst 22

Kjútí


Ég er búin að vera að skanna inn myndir og fann þessa af mömmu minni og pabba. Mér finnst hún alveg æði :) þau eru eitthvað svo ung og in lurv :) Algjörar dúllur hehehe
Svo er önnur bjútí ;) Ein góð með bólu á nefinu hehehe Held að ég sé um það bil tólf ára þarna ehehehhe algjör pæja sko...láum í kasti yfir þessari mynd þegar ég var að skanna hehehehe

sunnudagur, ágúst 19

Þrumuveður

Loksins þegar við ætluðum okkur að gera eitthvað af viti þá er brjál rigning og þrumuveður. síðustu helgi var svaka gott veður en við vorum svo þreytt eitthvað eftir erfiða viku að við gerðum ekkert merkilegt en núna höfðum við svaka plön. Ætluðum að fara í Camden og rölta niður að Thames of fleira eeen rigningin stoppar okkur í þetta sinn. Í staðinn kúrum við okkur bara undir sæng sem er ekki alveg hræðilegt ;)
Ég fór í klippingu á föstudaginn.. fór með mynd af Farah Fawcett og fékk eitthvað sem líkist því ALLS ekki. Ég var gráti næst þegar ég sat í stólnum, stoppaði hana nokkru sinnum til að segja að þetta væri ekki það sem ég vildi og reyndi að útskýra hvað ég vildi...fékk bara "YYEES" og skepnan hélt áfram að klippa. Endaði með toppinn skipt í miðju!! já TOPPINN skipt í miðju og hann var missíður og alltof stuttur á pörtum. Ég lagaði klippinguna aðeins þegar ég kom heim en hún er samt ekki alveg það sem ég vildi.
Aní hú í gær skelltum við okkur samt útí rigninguna og fórum út að borða :) höfðum það rosa næs :)
En Gaui er komin með svaka matjurtagarð í eldhúsgluggan. Basil, Chilli og bananatré hehehe Við verðum komin með stabílan sjálfsþurftar búskap hérna fyrr en varir...

Komin í dressið

Búin að gera það besta með lélega klippingu


Orðin sátt :)


Skötuhjúin smá skrítin en sæt ;)


Kominn inn úr rigningunni :) og smá Sex on the beach til að hita kroppinn ;)

fimmtudagur, ágúst 16

Halló


Kannski alveg komið að smá öpdeiti :)
Síðasta vika leið nú bara í höfuðverk og hettusóttar ótta. eheheh
Ein dúddi í vinnunni sem tekur sig FULL alvarlega grunaði að hann hefði hettusótt í vikunni en mætti samt í vinnunna og bað bara um að við létum hann í friði...allt var náttúrulega vitlaust afþví maðurinn var bráðsmitandi eheheh hann fór svo á endanum heim en sendi fjöldameil og varaði við bolgnum eistum og fleira heheheeh en ég fékk nú ekki hettusótt í þetta sinn en var veik heima í nokkra daga vegna mígrenis..óþolandi..
En mér tókst að fara á fund hjá Big Dipper management. Ásgeir Ólafs reddaði mér fundi hjá eigandanum og okkur kom alveg ágætlega saman og mun ég hefja starfsreynslu hjá þeim í september :) Þeir sjá t.d um feril Sigurrosar :) þannig að ég er alveg rosalega spennt :)
Annars fórum við á djamm með frænkum gaua sem hringdu í okkur alveg uppúr þurru á fimtudaginn :) Það var alveg svakalega gaman og er myndin að ofan af þeim frændsystkynum :) Að sjálfsögðu var farið á O´neals!! Hvað annað :)
Já hey :) mamma pabbi og ásta amma ætla að koma til okkar eftir minna en mánuð..og eins og frábærum gestum sæmir ætla þau að vera á hóteli múahahhahah nei nei bara að grína ehehehhe Þetta verður í fyrsta sinn sem amma kemur til london..komin hátt á áttræðis aldurinn :) frekar montin með hana
Svo gæti orðið úr öðru frænku djamma um helgina þar sem ásta maría frænka mín á leið um london en við sjáum bara til
Svo verð ég bráðum að fara að blogga um Kompjútertradegíuna!!! Verð bara uppgefin á að hugsa um þetta sko þannig að ég segi frá því seinna

sunnudagur, ágúst 5

Heit helgi







Sumarið er komið í Londontown. Það er búið að vera svo heitt og rakt í dag að við nenntum engu...láum með viftuna í andlitu í mest allan dag hehehe vorum reyndar mjög þreytt eftir rosalega virkan gær dag hehe.









Skelltum okkur í Kew Gardens fórum út úr húsi rétt fyrir 12 og vorum ekki komin heim fyrir en níu um kvöldið ehehe Það var rosa gaman í Kew Gardens...þetta er ekki vatnsleikjagarður þó að það hefði alveg verið við hæfi hehe heldur er þetta grasagarður. Við löbbuðum þar um og láum í sólbaði..fórum þaðan um fimmleytið og ætluðum að taka bát meðfram Themes tilbaka...eeeen þegar við komum að bryggjunni um hálf sex erum við ekki með nægan pening til að taka bátinn og þeir tóku ekki kort!!!! þannig að við héldum áfram að rötla með fram ánni í þeirri trú að við myndum enda við túbstöðina..en ónei við vorum orðin vilt...við héldum áfram af því að við sáum brú þar sem lestarnar voru að fara yfir og fundum stíg með fram því sem við héldum að væru teinar...komumst á endanum aftur í siðmenningu en vissum EKKERT hvar við vorum..ég vildi fara í eina átt en gaui í hina hehehe eins manneskja sem veit að hún hefur rétt fyrir sér leyfði ég gaua að ráða og við enduðum í einhverri verlsunarmiðstöð þar sem ég spurði til vegar. Sem betur fer vorum við ekki langt frá lestarstöðinni og höfðum tæknilega séð bæði haft rangt fyrir okkur hehe en ég var nær heheheheh ;) Við fundum loksins lestarstöðina og vissum að við þurftum að fylla á Oysterkortin okkar. Þess vegna gátum við ekki bara hoppað uppí næsta strædó..við vorum ekki með innistæður inná ferðakortunum okkar og þeir eru flestir hættir að leyfa manni að borga um borð heeheh alla veganna þá komum við að lestarstöðinni og hvað haldiði!!! áfyllingarvélin er biluð!!! við ákváðum þá bara að ANSKT... hafi það kaupum þá bara nýja dýra miða!! erum að leita í töskunni okkar að veskinu þegar mér er réttur lestarmiði, ég lít up og þá sagði maðurinn við mig að hann væri ennþá í gildi og ég mætti eiga hann...þetta var dagspassi í lestarnar og dugði í öll svæði..ég brosti mínu breiðasta og þakkaði fyrir :) trúði ekki hvað við höfðum verið heppin en þá kemur kona mannsins og spyr hvort mig vanti annan miða og bendir til gaua..ég trúði ekki eigin eyrum og sagði vandræðalega jú reyndar heheh :) það eina sem við gátum gert var að þakka fyrir okkur og brosa :) ekkert smá æðislegt :) Og eftir smá rugling ;) komumst við á réttan lestar pall og í rétta lest :) Gaua langaði endilega að fara út einhverstaðar og fá okkur að borða, ég var nú ekki alveg jafn hrifin af því en lét mig hafa það :) Gaui vildi fara á mexíkanskan veitingastað sem við höfðum séð auglýstan síðustu helgi. Gaui mundi svo ekkert hvar hann var hehehe ekki vinsælt hjá þreyttri og heitri kærustu hehehe en ég mundi hvar hann var og eftir að hafa pint hann í smá tíma og leyft honum að labba um og leita rölti ég með hann beint á staðinn ehheeh ég veit að ég var ekki alveg að gera það besta en eheheh ég var þreytt pirruð og heitt hehehe en kíktum á Wahaca og það var ágætt..þeir stæra sig á því að elda mexíkanskan mat eins og hann er gerður í mexico. Sem þýðir mikill rauðlaukur sem er kannski ekki alveg það besta fyrir mig en maturinn var fínn..ekkert sem við förum aftur endilega nema við séum með einhverjum sem vill prófa eitthvað nýtt..heheeh höldum okkur við túrista útgáfuna af mexíkó;) heheeh
Set myndir hérna af rölti um daginn, Kew Gardens og þegar Gaui fékk nýja sjónvarpið ;)




Ástarkveðja

fimmtudagur, ágúst 2

Búðhjón

Bróðir minn var víst hálf skúffaður yfir því að það væri ekki mynd af þeim brúðhjónum í brúðkaupsblogginu áðan þannig að ég ætla að bæta fyrir það núna :)