föstudagur, október 28

Let it snow let it snow let it snow....

Jæja þá er loksins komin alvöru vetur!!! Þetta er nú samt ekki veður sem maður vill sjá svona löngu fyrir jól. Það er eiginlega bara óþægilegt á morgnana þegar ég drösla mér framúr klukkan 6:30. En skánar alltaf þegar líður á daginn.. eins og núna sit ég með smjattandi á saltpellum og horfi á hana æi hvað heitir hún inga lind..helga lind...öööömmm bíðið já inga lind ég vissi það en það er kannski asnalegt að segja að hún sé mín uppáhalds sjónvarpskona en hún er allaveganna frábær..aní hú það var rosaleg frétt í sjónvarpinu áðan um lítinn fyrirbura sem dó..ég fór alveg að háskæla afþví að einhverjar dj#*?## hjúkkur tóku hann upp úr hitakassanum og voru að taka myndir...sumt fólk sko..

En á öðrum nótum þá erum við nokkur að skrifa svona blory eða blog story..endilega kíkið og semjið viðbót :) Kíkið til Anitu í linknum hér til hliðar

Helgin framundan ekkert planað nema leti og afslöppun.. fer máski á rosa skó útsölu,.,.,.,.,.,þarf að kaupa mér spari skó þar sem ég passa ekki í skónna mína lengur :/ en það er bara fínt :) get ég keypt mér í viðbót :þ
Alltaf skal hún Svanhildur hólm halda á bolla....
Annað mál húff æi verð að fara pizzudeigið er tilbúið.....

miðvikudagur, október 26

Klukkæði

Það hefur víst gripið um sig eitthvað klukkæði meðal bloggara og nú hef ég verið klukkuð aftur og í þetta skipti er það 10 hlutir sem ég vil gera áður en ég dey..

1. Búa í New York eða Los Angeles eða bara BÆÐI
2. Fá háskólagráðu
3. Vinna sjálfstætt
4. Verða það fjárhagslega vel sett að geta leyft mér næstum hvað sem er án þess að hafa áhyggjur
5. Fara í heimsreisu
6. Kunna minnst 5 erlend tungumál
7.Læra dans (maður getur lært þó að maður sé ekki góður :þ)
8. Krúnaraka mig
9. Eiga hund :þ
10. vera kölluð amma :)

Jæja þá veðru maður víst að klukka einvhern annan sem verðu alltaf meira og meira mál....þannig að anita verður að vera fórnarlamb eina ferðina enn :) múaahahahahahhahaahahah

mánudagur, október 24

Þett´er júróvisjón lag

Kvennadagurinn að kvöldi komin. Þetta var bara þræl skemmtilegt. Skella sér niður í bæ og syngja "Áfram stelpur" og "Ekki önnur 30 ár" Vúhú Girl power....nenntum reyndar ekki að hanga á baráttufundinum það var svo mikið af fólki um 50 þús manns allir að reyna að troða sér inn á ingólfstorg þannig að fimm fræknu (ég,gaui, mamma,anita og tinna) tókum bara setu mótmæli inn á oliver :) enga hneykslan við tókum sko út okkar skerf í göngunni..anita gekk meira að segja með skilti sem hélt því fram að konur væru líka maneskjur og heimtaði fleiri typpi í bíó myndir. henni til varnar bjó hún ekki skiltið til sjálf enda skömm af því að sjá grafískan hönnuð með skilti sem er út krotað með svörtum olíutúss. En vinkonan hélt sínu striki og heimtaði það sem hún heimtaði þannig að ég skora á t.d Baltasar kormák sem var með okkur þarna í göngunni að taka kröfu anitu alvarlega :)
En helgin var bara svona líka fín líka...byrjaði að sjálfsögðu með heitum pott og idol á föstudaginn þar sem föstudagar eru alltaf familí kveld á teigabyggðinni. áttum líka skilið að fara í pottinn vorum ógislega dúleg að hjálpa valda að flytja um daginn :) en á laugardaginn kíkti linda í heimsókn frá norge og allt gott að frétta af henni :) síðan var haldið í sklátur hjá ástu ömmu sem rann svona bara líka vel niður :) en um kvöldið var okkur (mér og gaua) og settinu boðið í mat í keflavík hjá óla og dóru.. og þetta var svona líka frábært kvöld með æðislegum mat og góðum félagskap og við vorum ekki komin heim fyrr en langt að ganga 3. Því miður missti ég af útskriftaveislunni hennar Ninnu elsku sem var að fá BA prófið sitt á laugardaginn en skjátan varð víst eitthvað veik eftir útskriftina...en hún herðir af sér svo að ég geti boðið henni út og gefið henni gjöf :)
Á sunnudaginn hentum við mamma okkur undir teppi til að horfa á júróvisíon þáttin sem við tókum upp kvöldið áður. Við urðum nú að játa að þessi þáttur var nú ekki jafn góður og við var búist en við bættum nú betur og horfðum á þrjár bíómyndir áður en við hentum okkur í háttinn :)
erum eimmitt að ljúka við enn eitt vídíó kveldið þannig að ég held að við séum á góðri leið með að verða sófakaröflur en sem betur fer erum við öflugar í ræktinni :)
svo er þetta síðasti mánðurinn áður en sparnaðurinn byrjar þannig að hér efitr mun ég lifa á 40 þús á mánuði þannig að best að fara á spending spree heheh ónei ekki soleiðis heldur verðum við hjónaleysin alveg skuldlaus um mánaðamótin :) hmm geri aðrir betur...ekki það að ég sé ekki viss um að það séu aðrir að gera betur heldur hljómaði þetta bara svo vel eitthvað..þið vitið ha sjáið hvað mar er öflugur..ein m0ntin með sig :)
jæja ætli þetta sé ekki nóg af bulli í bili :)
En elsku ninna mín innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og vonandi batnar þér sem fyrst svo við getum skellt okkur út í mat :) koss koss

þriðjudagur, október 18

Tími til komin

Já það var nú kannski tími til komin að henda einhverju hérna inn en svo virðist sem blog sé hætt að vera í tísku... fólk er hætt að blogga og skoða blogg... en þar sem ég starfa fyrir framan tölvuna allan daginn þá finnst mér voða gaman að skoða blogg hjá öðrum en nóg af tuði í bili :)
Það hefur margt gerst að undan förnum vikum þó er hápunkturinn var afmælið hennar Anitu littlu sem er ný orðin 44. Það var haldið uppá það á miðvikudeginum(sjálfan afmælisdagin) með bíó og kakó á kaffihúsi. Svo á laugardaginn hélt hún kaffiboð sem framlengdist í partí sem endaði niðri í bæ..reyndar slasaði stelpan sig á kaffi könnu og varð að harka að sér og haltra um bæinn með höndina í fatla. En svo daginn eftir þegar ég var að leita af hjúkrunar vörum fyrir sjúklinginn komst ég að því að það er ekkert apótek opið á sunnudögum í miðbæ reykjavíkur!!!! Þó svo að það sé auglýst á hurðinni að það eigi að vera opið frá 10-24 ALLA HELGINA...en sem betur fer er lágmúlinn alltaf opin og kom til bjargar þannig að anita fær að halda hendinni.
En næstu helgi verður stefnan tekin í matarboð og útskriftarveislu svo ekki sé meira sagt...en ég ætla að halda áfram að sitja og þykjast upptekin

P.S Setti nokkra skemmtilega linka inn sem mér datt í hug að einhver hefði gaman af og ef ekki þá getið þið bara átt ykkur :þ

miðvikudagur, október 5

Tralla tralla lalalalala

Haldiði að maður hafi ekki fengið svona líka glimrandi gagnrýni frá lærernum á ensku síðunni :) maður gæti nú bara sprungið úr monti...en fyrir þá sem hafa lesið það og finnst það ekki mjög merkilegt þá er þessi kennari mjög kröfuhörð en sanngjörn ;-) og þekkir tæra snilld þegar hún sér hana :)
Í gær lenti ég í hrottalegri reynslu..ég þurfti að taka strædó heim!!!!!!!!!!!!! það tók klukkutíma og var algjört pein. Það eru nokkrar staðreyndir sem eiga sér alltaf stað í strædó:
1. Strædóbílstjórinn keyrir eins og hann sé ólétt kona á leið á fæðingardeildina...á brjálaðri ferð en kannski ekki alveg í ástandi til að keyra!!!
2.Það lyktar alltaf einhver illa í strædó...og virðist alltaf setjast nálægt manni
3. Það reynir einhvern vírdó að tala við mann...sama þó maður sé með headfón
4. Það eru pottþétt alltaf mikið af gelgjum í strædó..meira segja þó að maður sé einn ;-)

En ég lifði þetta nú af, reynslunni ríkari. Haldið þið að maður sé ekki búin að skrá sig í Toefl prófið. Test of English as a Foreign Language. Þetta er víst eitthvað sem verður að gera en kostar alveg 140 dollara að taka þetta blessaða próf...þannig að maður er bara byrjaður að læra fyrir það þó svo að það sé nú ekki fyrr en í næsta mánuði. Jæja best að drösla sér í ræktina
:)

mánudagur, október 3

I´m still standing

Við lukum við flutningarnar í liðinni viku sem töfðust reyndar aðeins vegna ferðar á slysó á miðvikudaginn, they love me down there :) En Guðjón stóð sig eins og hetja og gerði alveg helling á meðan ég lá á sjúkrabeðinu... Svo hjálpaði Anita okkur að flytja rusl í sorpu á sunndaginn..tók það kannski af of miklum krafti eeeennn ;) alltf gott að fá hjálp :)
En annars er voða lítið að frétta hjá manni þessa daganna maður vaknar fer í vinnunna beint í ræktina heim gónir á kassan og reynir að læra.....húff púff.....Já ég er komin með aðra blog síðu þar sem þeir sem vilja geta skoðað verkefnin mín og ef til vill hlægja sig mátlausan vegna andstikilegra kommenta frá kennararum endilega kíkið á http://hennyaensku.blogspot.com endilega kommentið um hvað þetta er frábært hjá mér svo að kennarinn sannfærist ;)