mánudagur, júlí 24

Sumar skumar

Rosalega finnst mér vikurnar líða hratt en dagarnir sniglast áfram...
Í dag byrjum við að flytja ömmu og afa á ölduslóð út af ölduslóðinni næstum for gúd...þau eru nú reyndar búin að búa á hrafnistu um nokkurt skeið en nú eru þau búin að leigja út íbúðina sína og þurfa að flytja allt heila klabbið niður í bílskúr.
Svo er hann Njalli að koma til Íslands næstu helgi og það á sjálfsögðu að sýna honum djammið á íslandi :) Svo er maður náttlega í fríi á föstudaginn JEY

fimmtudagur, júlí 20

Ég og mínir Mallorca menn ;-)



Nú er búið að panta far heim um jólin. Við komum heim 20 des og förum til baka 4 jan :) En það er búist við mörgum heimsóknum þarna á milli!!! ;-) remember that!!!
Hún mamma mín á afmæli í dag Til hamingju með elsku rúsína :)
Við erum byrjuð að pakka niður búslóðinni okkar :) það gengur bara ágætlega öllu er pakkað rusalega vel inn :-) Svo fer gámurinn af stað föstudeginum áður en við förum út og kemur til okkar daginn eftir að við komum út :-) þannig að við verðum ekki húsgagnalaus lengi. Við höfum rétt tíma til að kaupa vindsæng og Georg Foreman grill hehehehehe
En ég ætla að fara að drífa mig er að bjóða henni mömmu í lunch á Rizzo

miðvikudagur, júlí 12

Myndir smindir





Nú eru komnar einhverjar myndir fleiri á leiðinni :)
Margt búið að gerast síðan síðast :) Búin að fara í klippingu fór í bíó á Break up sem er alveg snilld!!!!!!
Svo er það náttúrulega hann magni okkar í bandaríkjonum :) að standa sig svona líka glimmrandi vel :-) ánægð okkar mann :) Svo kemst bara ekkert annað að hjá manni en london!!! maður er alveg að sleppa sér í london pælingum..það er varla talað, hugsað eða dreymt um annað :) Svo er verslunarmanna helgin að læðast aftan að manni...ekkert planað...er boðið í bústað og fleira þanniglagað annars höfum við skemmt okkur ákaflega vel í bænum undanfarin ár :)

mánudagur, júlí 3

Komin aftur í kaldan veruleikann


Þá er maður nú komin heim eftir svona líka æðislegt sumarfrí :) Þetta var nú bara eitt það besta sem ég hef farið í þó að ég segi sjálf frá :) En þá er maður komin aftur til vinnu sem er nú svo sem ekkert alveg frábært en alveg þolanlegt....um helgina var svo skellt sér í einhverja söluvarnarliðsins, Gauja langaði svo að sjá axlaböndin sem þar áttu að vera til sölu þau voru nú ekki uppá marga fiska þannig að við drifum okkur niður í bæ þar sem ég og anita ákvaðum að styrkja Gyllta köttinn um nokkur þúsund krónur...verðugt málefni það!!!
Svo var haldin Mallorka grillveisla á laugardaginn en þeir sem þekkja til fjölskyldunar minnar vita að við þiggjum hvaða afsökun sem er til að halda grillveislu ;)
En já nú eru bara rétt rúmir 2 mánuðir í london :) jedúddamía hvað maður er spenntur...búið að fá íbúð, búin að sækja um námslán, búið að borga skólagjöld og búið að panta farið :) Jey nú er það bara að panta farið heim um jólin :-)