þriðjudagur, júlí 26

Já ég er svikari!!!

Ég sveik hann Jónsa vin minn á föstudaginn..fór ekki á Players með leðenu..heldur...og haldið ykkur..þá fór ég í golf...ó já ég fór í golf...
Það var nú bara helvíti gaman ef ég segi alveg eins og er!!!!
Ætlaði að fara á ballið eftir það en klukkan var að verða 2 þegar við vorum búin og maður var alveg BÚIN eftir 9 holur þannig að það vara bara beint heim í háttinn.
Laugardaginn fór ég á línuskauta með Anitu en komst að því að línuskautarnir mínir eru gallaðir!!!! Og ég er ekki að afsaka mína einstöku línuskauta hæfileika sem eru by the way ÆÐI!!!!! heldur er þeir í alvöru gallaðir og ég lenti í rosa árekstri við brjálaða hjólakonu. Og er eins og sebrahestur að aftan fullt af fjólubláum röndum.....
En eftir línuskautana héldum við í Nauthólsvík. Þar var samkoma kvenna í fínum fötum og gaurum berum að ofan. Sem sagt draumur í dós fyrir suma
Síðan var haldið á Austurvöll þar sem við hittum Tinnu og við sátum og hlýddum á trúarlega tóna og súptuðum á drykkjum. Síðan héldu þær í brúðkaup en ég bara heim í háttin og var að rembast við að halda mér vakandi þegar ég fékk sms um að rífa upp drykk því að ég væri á leiðinni niður í bæ!!!! Lét nú ekki segja mér það tvisvar og þreif mig uppúr rekkju og henti mér í einhverja larfa og sótti þær úr brúðkaupinu og héldum í grenimelinn og drukkum til að verða 2....þá skelltum við okkur niður í bær...fyrst var reynt við rex þar sem ég var beðin um skilríki :) :) :) svo innilega ungleg og fersk :)
En við fórum ekki þangað inn...svo fórum við á thorvaldsen þar sem var of löng röð þannig að við ætluðum að reyna við Hressó en þar var röðin í allar áttir þannig að stefnan var tekin á Kofan..þeir sem hafa lesið bloggið mitt eins og trúfræði muna eftir síðustu ferð mína á kofan.....
Aníhú Þessi ferð endaði mikið betur en síðast... Það var svona líka klikkuð tónlist á kofanum og mér tókst að hanga þar til að verða sex þá var stefnt á að hitta vissa róna á amsterdam en var pent stungin af....en eins og til að bæta mér það upp sendi alheimurinn mér svona líka skemmtilegt stripsjó þarna beint fyrir framan mig í röðinni...vinkonan var svo spennt yfir Wig Wam að hún gat bara ekki ráðið sér....þekki nú einn eða tvo Wig Wam aðdáendur og bíð spennt eftir að sjá þær í aksjón :)
Sunnudagurinn fór svo í helvítis leta og aumingja skap!!!! Sem var bara fínt :)
Núna erum við hins vegar með hund í pössun :) erum svona að reyna að lækna okkur af hundadellunni..held bara að það sé að virka :)

þriðjudagur, júlí 19

Grúppían strikes again


Jæja ball með Í svörtum fötum á föstudaginn!!! Anita ætlar að halda party og myndaslideshow áður....
Veðrið er loksins orðið gott!!!!!!!!!!! Vúhú og þá er ég náttlega búin að taka að mér aukavaktir niðri í búð en veðrið á að vera gott út vikuna þannig að maður ætti að verða brúnn á mánudaginn..
Helgin var fín. Fór í bíó með Gaui, Anitu og Tinnu á Sin City. Hún var fín. Frekar brútal fyrir minn smekk en ógeðslega flott gerð. Var svo að vinna á laugardaginn. Og kvöldinu var eydd í leti og verð að játa að ég svaf mest allt kvöldið :/
Sunnudagurinn fór í mjög svipað og laugardagskvöldið þar sem ég var ein heima en kvöldið fór sko í hann Jack minn Bauer sem kom sá og sigraði...
Svo var maður ekkert smá öflugur í gær og tók klukkutíma "hike" um vesturbæinn sem fól með allars í því að ég fór í krónuna og ætlaði mér að versla og var komin með slatta en hafði þá eins og fífl gleymt veskinu heima og var látin labba the walk of shame og skila öllu sem ég hafði ætlað mér að kaupa.
Við Anita ætluðum svo að vera rosalegar öflugar og neyða Tinnu með okkur á hjólaskauta en henni tókst að snúa á okkur og fékk okkur til að fara á Vegamót þar sem við fengum okkur að borða og svo var klukkan allt í einu orðin 10 og engin tími fyrir línuskauta :( ;)
En já by the way ég tók ekki þessa mynd fann hana á netinu...

fimmtudagur, júlí 14

Loksins Loksins

Loksins eru Titus dvd diskarnir mínir komnir....hef beðið í 2 ár eftir að þeir kæmu út og þeir komu loksins í gær :)
Lokins er komin sól!!!! Mikið var að það kom smá sól....... Maður er búin að bíða forever eftir smá sólar glætu......

En þá er búið að plana pílagrímsferð á Í svörtum fötum á Players 22 júlí...Fer samt allt eftir fjármagni eins og pílagrímsferðirnar hérna áður fyrr... þarf að komast að því hvað það kostar inná Players..ef einhver veit það endilag deilið!?!?!?!

Fórum í mat í Keflavík í gær..og fengum svona líka æðislegan túnfisk...ég er ein af þeim sem getur als ekki borðað túnfisk úr dós..ég bókstaflega kúast og læti en þetta var ferskur grillaður túnfiskur og var bara algjört æði mmmmmm æi maður verðu bara svangur á þessu ...
Verð svo að vinna á föstudaginn..vorum svo eftil vill að spá í að fara uppí bústað á laugardaginn...það er eins gott að það verði gott veður...!!!

mánudagur, júlí 11

Orðin Í SV. FÖT Grúppía bara


Já helgin er liðin og var bara alveg hreint fínt. Átti reyndar mjög Bridget Joneseque föstudagskvöld þar sem ég var stood up með félaga á ball og skilin eftir ein heima með ekkert að borða nema stolið rice cripsies.......þannig að það var ekki merkilegt kvöld...
En laugardagurinn var sko vel nýttur. Vaknaði reyndar ekki alltof snemma en umleið og við vöknuðum héldum við í Keflavíkina og fluttum Antiu úr Keflavíkinni yfir í 101.. Það tók svo sannarlega á og maður var alveg uppgefin þegar við vorum búin í kringum 9. en við fórum sko ekki í háttin heldur skelltum okkur í bað og héldum á Bergþórugötuna og hófum drykkju..Um 2 leytið var haldið á nasa og þar var dansað af sér allar tær. Jónsi kom sá og sigraði. Bjargaði meðal annars lífi okkar. Tók okkur í arma sér og leyddi okkur í örrugt skjól. Já það voru sem sagt slagsmál á dansgólfinu án þess að við tókum eftir því og dönsuðum bara eins og vitleysingar en jónsi tók í mig og stoppaði mig og svo koll af kolli, bókstaflega setti hönd á kollinn á okkur til að stoppa okkur, og lét dyraverðina stöðva slagsmálin...sem sagt algjör hetja :) En er hreint og beint brjálað stuð ball...og að sjálfsögðu reif jónsi af sér bolinn eins og honum er einum lagið :) Þannig að planið er að drífa sig aftur á næsta Men in black ball.......
Myndin hér að ofan er af nokkrum af ball förunum Vigfús Karen og Natan vantar inn á hana..og Gaui og Hörður sem eru á myndinni fóru ekki á ballið.. ef þið viljið sjá fleiri myndir af þessu hreint frábæra kvöldi þá getið þið farið inná bloggið hennar Antiu þar er hægt að klikka á myndina og komast inn í albúmið..... Og svo ætlum við Ninna á lænera í kveld...þannig að ef ég verð ekki á lífi á morgun þá elska ég ykkur öll ;)

fimmtudagur, júlí 7

Gjörðu svo vel Anita mín :)


Hérna er slottið hennar Anitu það er ógislega flott og þess mynd does not do it justice........
Endilega skoðið póstinn hér fyrir neðan! það er alvöru pósturinn

ÞOKA ÞOKA ÞOKA

Á ekki að vera sumar!!!!! Það koma samt alltaf sólardagar inná milli svona til að plata okkur svo að við höldum að það sé sumar en svo kippa þeir undan manni mottunni og skella á mann ÞOKU.. Ég kenni veðurfræðingunum um þetta!!! já þeir verða bara að taka ábyrðina í sínu starfi.....Ég held ég fari að kasta eggjum í hús einhverja veðurfræðinga í mótmælaskyni¨!!!!!!¨!!¨"#!#"#$"#% Ef einhver vill vera með eða getur sagt mér hvar einhverjir veðurfræðingar eiga heima þá látið mig bara vita!!!
En haldiði að mín hafi ekki fengið afmælisgjafir í gær...jájájájá Anita kom frá útlandinu á mánudaginn og færði mér gjafir frá þeim mæðgum :) Frá Anitu fékk ég geðveika tösku og flotta eyrnalokka :) frá Bertu fékk ég bleika snyrtitösku með snyrtivörum frá Sephora :) Mjög ánægð bara all round. Svo kom anita með tvö tímarit handa mér mmmmmm og tvær bækur sem ég bað hana að kaupa fyrir mig :) Þannig að það verður nóg að gera hjá blönkum næstu daga :) ví ví
Já svo steingleymdi ég AAAAAAAARRRRRggg hvað maður getur verið ruglaður..ég fékk aðra afmælisgjöf um daginn. Hann Valdi gaf mér bók sem er um public relations. Hún er algjört æði..hef verið að blaða í henni svona áður en ég leggst útaf á kveldin og verð að segja að hún er bara hörkufín verð orðin Public relations expert eftir sumarið :) Látið mig endilega vita :)
Svo að ég sjokkeri smá þá bakaði ég í gær...já eða næstum því..ég gerði eplaköku og baka hana núna á eftir...Maður er svo dúlegur ég verð bara þreytt þegar ég hugsa um hvað ég var dúlega í gær..get ekki skrifað meira vegna þreytu....

sunnudagur, júlí 3

Now is the time for guts and glory


Helgin liðin......
Önnur helgin farin í leti og aumingja skap..þannig að í vikunni verður farið á línuskauta ef til vill líka í ræktina og svo verður slett úr klaufonum næstu helgi!!!! Jafnvel fara á jammið báða daga....ein voða öflug ;-) Svo er reyndar á stefnu skránni að hjálpa Anitu að flytja inní nýju íbúðina :-) Líklega verður svo innflutningspartí næstu helgi þannig að það er nóg að gera.

En já eins og ég sagði þá var róleg helgi. Fór í Kringluna með Ninnu á Laugardaginn og það var straujað nokkru sinnum :þ
En í morgun fór ég sko á leikrit í Hellisgerði. Þar fór Lovísa frænka mín með aðalhlutverk (ásamt öðrum) í leikriti H C Andersen Eldfærunum. Hún sýndi óskarsverðlauna preformance sem dátinn í fyrri hlutanum og sem drottningin í þeim seinni :) Á myndinni se er hún reyndar með Depil sem er sonur Vigfúsar og Karenar ;)

jæja það á að fara reka einhvern úr Lærlingnum ;)