föstudagur, október 31

Bæbæ blogger

slatti að frétta
Giftingar áformin eru öll í uppnámi vegna kreppunar - við viljum ekki halda veislu og fólki finnst það verða að gefa dýrar gjafir og eitthvað sem það á ekki efni á þannig að við erum að spá í að salta þetta í einhvern tíma. Pappírs lufsa skiptir okkur ekkert miklu máli :) erum alveg jafn miklar dúllur með eða án samþyggis ríkisins.

Skólinn gengur bara vel en var í svo leiðinlegum áfanga núna að ég var farin að efast um allt námið í heild...ég get svo svarið það!!!! Hann heitir Organisations and management og snerist um kenningar í stjórnun fyrirtækja. Hljómar voða vel og eimitt eitthvað sem ég ætti pottþétt að læra. EEEEnnnnn ég fékk endalaust leið á að skrifa endalaust niður hvað mér þætti um eigin hæfni og hvað ég vildi græða á náminu, skrifa hvað mér þætti að ætti að vera kennt í þessum áfanga, hvaða bækur ætti að nota og bla bla bla var alla veganna að mygla og var orðin frekar pirruð allaveganna þá fór ég í dag og vældi og vældi og fékk að segja mig úr áfanganum :) án nokkura eftir kvilla :) JEY og fékk meira að segja að vita að ég er komin með nýjan námsráðgjafa :) ég er búin að vera svo rosalega Óánægð með minn..hann var aldrei við ,...svaraði aldrei emailum..og ef ég náði í hann og vildi eitthvað flókið eða öðruvísi sagði hann bara NEI nennti ekki að tékka en ég komst svo kannski að því að það sem ég vildi var alveg hægt!!!! En nýji námsráðgjafinn er æði :) hefur hjálpað mér oft áður og veit hvað ég átti bágt ;-)

Svo fórum við á rosa flotta Blindfold tónleika á mánudaginn og sátum og spjölluðum fram eftir kvöldi og var eiginlega hent útaf staðnum eftir lokun hehehe :)

Svo var bökuð heimatelbúin pizza í Karridale Mantions í gær :) namm namm namm namm :) Ég hafði keypt pepperoní á íslandi og við nýttum okkur það svo sannarlega og átum frábærar heimatilbúnar petsur :)


Jæja kveð með nokkrum myndum í bili


Ég ný búin að slétta á mér hárið í fyrsta sinn og svo ég og Þurý á leiðinni heim úr Íslands partýinu

Hnífa og vopna tunna í South Kensington



Frekar undarlegt pikknikk allt haustlegt úti en 25 stiga hiti

Á leið á deit í Kensington


Mo og Elísa á Wagamama

Þurý, ég og Gaui á Wagamama

Á leið á Blindfold


Við Albert styttuna í South Kensington

Styttan

Gaui fyrir framan V and A





Gaui og Elísa að gera pitsurnar


Pepperóníið

Nóg af alskonar áleggi

Þurý að raða á pitsuna sína

Vorum á rölti og rákumst á þetta krúttlega pálmatré :)

miðvikudagur, október 22

Ég læt alltaf líða alltof langt milli færsla hérna en mun reyna að bæta úr því.
Það stæðsta í fréttum er ef til vill það að við ákváðum að fresta giftingunni okkar, eða allaveganna breyta fyrirkomulaginu. Nánar auglýst síðar :)
Svo skellti ég mér í óvænta ferð til íslands þann 13 Oktober :) þurfti að vinna á tónlistaráðstefnunni You are in Control og fékk fríann miða heim :) mér hafði tekist að þaga yfir þessari ferð síðan í Maí!!! Geri aðrið betur.... Skemmti mér alveg dúndur vel , of vel til að taka myndir :( ég bara var svo upptekin við annað einhvern vegin að ég gleymdi alveg að taka myndir!!!""#!$%%&"
Meira klúðrið en ferðin var samt æðisleg, náði að eyða góðum tíma með fjölskyldu og vinum :)
Annars er skólinn bara byrjaður á fullu og önnin er alveg að verða búin en eins og ég sagði þá finnst mér ég bara nýbyrjuð!!! En minna en tveir mánuðir í jólafrí :) jibbí :)
Svo er ég að fara að draga þurý með mér í partí í kvöld. Stelpa sem ég þekki vinnur hjá PR fyrirtæki sem sér um Icelandic tourist council og það verður rosa íslands partí í kvöld ehe frítt vodka og íslenskur matur :) Fyrirtækið sem heldur partíið heitir Black Tomato og er rosa töff ferðaþjónust
Aní hú ætla að halda áfram að reyna að hlýja mér...það er frekar kalt hérna í London :)