miðvikudagur, janúar 14

London líf

Komin aftur til London. Ferðin til Íslands var frábær, erfið,skemmtileg,dramatísk og jólaleg :)
Við vorum að allan tíman meðan við vorum heima..varla tími til að anda!! en samt tókst manni að snúa sólarhringnum alveg við heheheeh Sem betur fer náðum við að hitta sem flesta og eyða tíma með fólkinu okkar frábæra :) Gaui náði meira að segja að fara uppí Bláfjöll sem kom honum skemmtilega á óvart. Ætla ekkert að skrifa um það sem var leiðinlegt heima!! :)
Við fengum frábærar jólagjafir þó að á aðfanga dag var amma með 70% af gjöfunum undir trénu eheh okkur þótti það frekar fyndið. Enda fékk hún flottustu jólagjafir ever held ég bara. :) ErluÁSA-inn gaf ömmu held ég bara gjafir framm í tímann hún fékk svo mikið af flottum og æðislegum gjöfum :)
Hér kemur listi af gjöfum sem við gáfum
Henný (mamma og pabbi) til Gaua- Rafmagnsgítar
Gaui(mamma og pabbi) til Henný - Ipod nano
mamma og pabbi - Rammi sem heldur 20 litlar myndir og 80 myndir í viðbót til skiptana (allt fjölskydlu myndir)
amma - champneys snyrtivörutaska með snyrtivörum
Vigfús - Allar Spaced seríurnar á dvd
Karen- snyrtitaska og bók um að búa til skartgripi
Lovísa - nagladót
Arnar- náttsloppur
Hilmar - hermannabuxur, bolur og nærbuxur
Anita - papírsmyndavél(sem hún þarf að setja saman sjálf) og flugbakpoki
Hörður - Mighty Boosh bókin
Diljá - Moleskin dagbók með milan þema
tengda mamma - bók um innanhús arkítektúr
tengdapabbi - sérhannað (af mér :-) ) fjölskyldu myndaalbúm
dóra tengda mamma - sérhannaða trefla úr þæfðri ull (frá kriljan design)
Íris - glingur skart
Valdi - Yes Man bókin
Held að allt sé komið núna :) og ég vona að allir hafi veri ánægðir með sínar gjafir

Það sem við fengum frá fólki
Mamma og pabbi - peningar fyrir fyrr nefndum gjöfum plús eitt málverk hvor frá rosa kúl íslenskum listamanni
Vigfús og Karen - Ég fékk rosa töff tösku og Gaui bók um Che
Amma- Gaf okkur Dagvaktina á dvd JEY!!!!!!
Áslandi - Ég fékk töff kertastjaka (sem ég varð að skilja eftir heima þangað til við flytjum í sumar :)) Gaui fékk hanska frá 66°norður
Anita - Ég fékk hálsmen og æðislegasta jólkort EVER, gaui fékk alskonar..gamlar töff pílur bók , spil og ég veit ekki hvað :)
Hörður og Dilja - Gáfu okkur sama rosa flottar mynd eftir holaf.
Tengdamamma gaf mér pening og gaui áskrift af new scientist
Tengdapabbi og dóra og íris hee.- gáfu okkur pening og ótrúlega flotta jólabók :)
Valdi gaf okkur CSI leikinn í wii en við áttum hann fyrir þannig að við skiptum og keyptum Nonna og Manna á dvd sem er bara æði!!!
Ásta amma gaf okkur svo Georg Jensen jólaóróann frá 1990 og pening :)
Búin að monta mig í bili hehehehe :)

Gamlárskvöld var stórskemmtilegt í Áslandinu þar sem bæði gestgafar og Vigfús og Karen sáu um að það yrði hlegið yfir borðhaldinu :) Gaui var í Keflavík en það var hringt í hann eins og áður til að halda skálarræðu :)

Fórum nokkru sinnum í heimsókn til Ragga og Auðar meðan við vorum á landinu enda höfðum við ekki séð nýju íbúðina þeirra eða "nýju" eheh búin að eiga hana í ár :)
Náðum að eyða góðum degi með Anitu daginn áður en við fórum :) hengum í perluni og á kaffihúsum, hún var líka að aðstoða okkur við leyniverkefni :)
Vigfús og Karen héldu rosaskemmtileg spilakvöld. Fyrsta kvöldið komu hörður og raggi, spiluðum pílu, wii og partí og co :) rosa gaman :) seinna spilakvöldið komu raggi og jónsi og við spiluðum catan :)
Og það var MIKIÐ spilað sem er eins og við viljum hafa það :)
Við reyndum að eyða eins miklum tíma með öllum og við gátum en við urðum bara að velja og hafna með ýmislegt og völdum það sem okkur fannst gaman og hentaði okkur best :)

Jæja hér koma myndir - blogger er svo erfiður með myndaupphlöðun þannig að hér eru tenglar á facebook!! :)
http://www.facebook.com/album.php?aid=68446&l=bbb91&id=713466331 - Jólin
http://www.facebook.com/album.php?aid=69418&l=85938&id=713466331 - Gamlárs
http://www.facebook.com/album.php?aid=71326&l=d697c&id=713466331 - myndir sem anita tók af okkur :)

miðvikudagur, desember 10

Jólin Jólin jólin koma brátt

Þá er rétt rúm vika í að maður fari heim um jólin..þetta ár er búið að vera alltof fljótt að líða og hefur ekkert alveg verið besta árið en það voru góðir partar...stefni á að gera næsta ár BETRA :)

Það helsta í fréttum er að Guðjón er kominn með rafmagnsgítar. Hann er búinn að vera trylltur í það síðan ég gaf honum gítar hero hérna í haust. Þannig að hann bað um rafmagnsgítar í jólagjöf og ég og foreldrar mínir slóu í púkk og gáfum drengnum einn slíkan. Nú er það bara að skrifa einn góðan slagara og við verðum set for life ;-) hehehehe held samt ekkert í mér andanum í bili hehehhe

Síðustu helgi hélt ég óvænt afmælis partí handa Þurý. Bauð öllum vinum hennar á veitingastað án hennar vitundar og við skemmtum okkur alveg æðislega vel :)
Eftir matinn vildu sumir fara á djammið en við fórum nokkur í Fun Fair sem er á leicester square. Það var svaka gaman og rosalega jólalegt.

Set svo líka inn myndir af jólagjöngutúrnum og fleira sem tengt jólaundirbúningnum okkar :)



Frekar stoltur gítar eigandi!!!!



Gaui í eldhúsinu að baka smákökur

Kökurnar voru ÆÐI

Jólaljós!! :)



Jólaljósin á Regent Street

Rosa flott

Snjókallarnir á Carnaby Street

Snjókallarnir



Ekkert smá kúl

Við erum soldið hrifin af þessum köllum

Skrautið í Seven Dials

Ostabúð við Neals Yard

Gaui og ostarnir



Íslendingarnir rottuðu sig saman úti í horni

Jay og Mihir í stuði

Afmælis pæjan

Allur hópurinn

Ég og Þurý

Danni og Gaui

Ég er vesenast eitthvað í Stefáníu

Þær sem vildu fara á djammið

Þau sem fóru á Fun Fair (ekki alveg með á hreinu afhverju ég lít út eins og Jabbah the Hut)

Rólurnar


Mariza og Danni áður en þau fóri í gubbarann

Gaui fegin að vera ekki að fara í gubbutækið

Tilbúin!!

Í spegla völudnarhúsinu

Klessubílar

Besta liðið

Gaui spenntur

Ég, Gaui, Danni og Dirty Danny the snowman

föstudagur, október 31

Bæbæ blogger

slatti að frétta
Giftingar áformin eru öll í uppnámi vegna kreppunar - við viljum ekki halda veislu og fólki finnst það verða að gefa dýrar gjafir og eitthvað sem það á ekki efni á þannig að við erum að spá í að salta þetta í einhvern tíma. Pappírs lufsa skiptir okkur ekkert miklu máli :) erum alveg jafn miklar dúllur með eða án samþyggis ríkisins.

Skólinn gengur bara vel en var í svo leiðinlegum áfanga núna að ég var farin að efast um allt námið í heild...ég get svo svarið það!!!! Hann heitir Organisations and management og snerist um kenningar í stjórnun fyrirtækja. Hljómar voða vel og eimitt eitthvað sem ég ætti pottþétt að læra. EEEEnnnnn ég fékk endalaust leið á að skrifa endalaust niður hvað mér þætti um eigin hæfni og hvað ég vildi græða á náminu, skrifa hvað mér þætti að ætti að vera kennt í þessum áfanga, hvaða bækur ætti að nota og bla bla bla var alla veganna að mygla og var orðin frekar pirruð allaveganna þá fór ég í dag og vældi og vældi og fékk að segja mig úr áfanganum :) án nokkura eftir kvilla :) JEY og fékk meira að segja að vita að ég er komin með nýjan námsráðgjafa :) ég er búin að vera svo rosalega Óánægð með minn..hann var aldrei við ,...svaraði aldrei emailum..og ef ég náði í hann og vildi eitthvað flókið eða öðruvísi sagði hann bara NEI nennti ekki að tékka en ég komst svo kannski að því að það sem ég vildi var alveg hægt!!!! En nýji námsráðgjafinn er æði :) hefur hjálpað mér oft áður og veit hvað ég átti bágt ;-)

Svo fórum við á rosa flotta Blindfold tónleika á mánudaginn og sátum og spjölluðum fram eftir kvöldi og var eiginlega hent útaf staðnum eftir lokun hehehe :)

Svo var bökuð heimatelbúin pizza í Karridale Mantions í gær :) namm namm namm namm :) Ég hafði keypt pepperoní á íslandi og við nýttum okkur það svo sannarlega og átum frábærar heimatilbúnar petsur :)


Jæja kveð með nokkrum myndum í bili


Ég ný búin að slétta á mér hárið í fyrsta sinn og svo ég og Þurý á leiðinni heim úr Íslands partýinu

Hnífa og vopna tunna í South Kensington



Frekar undarlegt pikknikk allt haustlegt úti en 25 stiga hiti

Á leið á deit í Kensington


Mo og Elísa á Wagamama

Þurý, ég og Gaui á Wagamama

Á leið á Blindfold


Við Albert styttuna í South Kensington

Styttan

Gaui fyrir framan V and A





Gaui og Elísa að gera pitsurnar


Pepperóníið

Nóg af alskonar áleggi

Þurý að raða á pitsuna sína

Vorum á rölti og rákumst á þetta krúttlega pálmatré :)