laugardagur, desember 31

The ultimate settler of Catan


Jæja jæja Mr Anonymus.......
Eins og margir tóku eftir var hart skotið í komment kerfinu hjá mér í síðustu færslu um hæfileika mína í Catan.....en ég hef nú sannað með einstakri hæfni yfirburði mína yfir MrAno...
ég rústaði honum og samkvæmt veðmáli á hann að taka lagið í karókí þegar við förum til Mallorca núna í Júní....Hopelssly devoted to you hefur verið fleigt í hattinn en hann verður að ráða þessu sjálfur GREYIÐ ;-) múhahahaah
eins og þið heyrið er ég mjög ánægð með minn sigur enda var hann algjört æði hafði yfir höndina allan tíman (hóst hóst) og þau áttu ekki sjens.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Catan er er það stór skemmtilegt spil sem hefur haldið familíunni í heljar greipum síðan við urðum okkur útum það í lok nóvember.....
ég hvet alla til að prufa bæði grunnspilið og viðbótina (haldiði ekki að ef ég held áfram að plugga spilið að ég fái það frítt hjá útgefanda??????)))
Annars er ekki mikið að frétta síðan síðast......lofaði Mr Ano... að ég myndi blogga um sigurvegara spilsins í gær og hef gert það
En á maður ekki að líta yfir árið.....Þetta ár hefur ekki verið það besta en ágætt samt sem áður, árið sem er á leiðinni mun líka vera erfitt en við hörkum þetta af okkur með bros á vör :-)
Ég elska ykkur öll takk fyrir allar frábærar stundir sem við höfum átt :-#

fimmtudagur, desember 29

Gleðileg jól.....og gæfuríkt ár

Það er nú avlveg bara heill og hálfur mánuður síðan ég skellti einhverju hérna inn þannig að það var og er tími til kominn...
Hef nú lokið við að senda umsóknirnar mínir til háskólana úti og hef lítið geta sofið af stressi.
Og haldiði að maður hafi bara ekki verið að bóka sér ferð til Mallorca.... Ætlum að skella okkur í 3 vikur í sumar með familíunni. mmmmmmmmmmmm þannig að nú verður unnið eins og mófó og safnað andskoti nóg af pening!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Svo fékk maður helling af æðislegum júlegjöfum og er ég bara mjög sátt við þessi jól... :-) vonandi hafið þið öll notið þeirra
þúsund kossar
Henný sem nennir ekki að skrifa meira