mánudagur, október 24

Þett´er júróvisjón lag

Kvennadagurinn að kvöldi komin. Þetta var bara þræl skemmtilegt. Skella sér niður í bæ og syngja "Áfram stelpur" og "Ekki önnur 30 ár" Vúhú Girl power....nenntum reyndar ekki að hanga á baráttufundinum það var svo mikið af fólki um 50 þús manns allir að reyna að troða sér inn á ingólfstorg þannig að fimm fræknu (ég,gaui, mamma,anita og tinna) tókum bara setu mótmæli inn á oliver :) enga hneykslan við tókum sko út okkar skerf í göngunni..anita gekk meira að segja með skilti sem hélt því fram að konur væru líka maneskjur og heimtaði fleiri typpi í bíó myndir. henni til varnar bjó hún ekki skiltið til sjálf enda skömm af því að sjá grafískan hönnuð með skilti sem er út krotað með svörtum olíutúss. En vinkonan hélt sínu striki og heimtaði það sem hún heimtaði þannig að ég skora á t.d Baltasar kormák sem var með okkur þarna í göngunni að taka kröfu anitu alvarlega :)
En helgin var bara svona líka fín líka...byrjaði að sjálfsögðu með heitum pott og idol á föstudaginn þar sem föstudagar eru alltaf familí kveld á teigabyggðinni. áttum líka skilið að fara í pottinn vorum ógislega dúleg að hjálpa valda að flytja um daginn :) en á laugardaginn kíkti linda í heimsókn frá norge og allt gott að frétta af henni :) síðan var haldið í sklátur hjá ástu ömmu sem rann svona bara líka vel niður :) en um kvöldið var okkur (mér og gaua) og settinu boðið í mat í keflavík hjá óla og dóru.. og þetta var svona líka frábært kvöld með æðislegum mat og góðum félagskap og við vorum ekki komin heim fyrr en langt að ganga 3. Því miður missti ég af útskriftaveislunni hennar Ninnu elsku sem var að fá BA prófið sitt á laugardaginn en skjátan varð víst eitthvað veik eftir útskriftina...en hún herðir af sér svo að ég geti boðið henni út og gefið henni gjöf :)
Á sunnudaginn hentum við mamma okkur undir teppi til að horfa á júróvisíon þáttin sem við tókum upp kvöldið áður. Við urðum nú að játa að þessi þáttur var nú ekki jafn góður og við var búist en við bættum nú betur og horfðum á þrjár bíómyndir áður en við hentum okkur í háttinn :)
erum eimmitt að ljúka við enn eitt vídíó kveldið þannig að ég held að við séum á góðri leið með að verða sófakaröflur en sem betur fer erum við öflugar í ræktinni :)
svo er þetta síðasti mánðurinn áður en sparnaðurinn byrjar þannig að hér efitr mun ég lifa á 40 þús á mánuði þannig að best að fara á spending spree heheh ónei ekki soleiðis heldur verðum við hjónaleysin alveg skuldlaus um mánaðamótin :) hmm geri aðrir betur...ekki það að ég sé ekki viss um að það séu aðrir að gera betur heldur hljómaði þetta bara svo vel eitthvað..þið vitið ha sjáið hvað mar er öflugur..ein m0ntin með sig :)
jæja ætli þetta sé ekki nóg af bulli í bili :)
En elsku ninna mín innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og vonandi batnar þér sem fyrst svo við getum skellt okkur út í mat :) koss koss

Engin ummæli: