miðvikudagur, janúar 14

London líf

Komin aftur til London. Ferðin til Íslands var frábær, erfið,skemmtileg,dramatísk og jólaleg :)
Við vorum að allan tíman meðan við vorum heima..varla tími til að anda!! en samt tókst manni að snúa sólarhringnum alveg við heheheeh Sem betur fer náðum við að hitta sem flesta og eyða tíma með fólkinu okkar frábæra :) Gaui náði meira að segja að fara uppí Bláfjöll sem kom honum skemmtilega á óvart. Ætla ekkert að skrifa um það sem var leiðinlegt heima!! :)
Við fengum frábærar jólagjafir þó að á aðfanga dag var amma með 70% af gjöfunum undir trénu eheh okkur þótti það frekar fyndið. Enda fékk hún flottustu jólagjafir ever held ég bara. :) ErluÁSA-inn gaf ömmu held ég bara gjafir framm í tímann hún fékk svo mikið af flottum og æðislegum gjöfum :)
Hér kemur listi af gjöfum sem við gáfum
Henný (mamma og pabbi) til Gaua- Rafmagnsgítar
Gaui(mamma og pabbi) til Henný - Ipod nano
mamma og pabbi - Rammi sem heldur 20 litlar myndir og 80 myndir í viðbót til skiptana (allt fjölskydlu myndir)
amma - champneys snyrtivörutaska með snyrtivörum
Vigfús - Allar Spaced seríurnar á dvd
Karen- snyrtitaska og bók um að búa til skartgripi
Lovísa - nagladót
Arnar- náttsloppur
Hilmar - hermannabuxur, bolur og nærbuxur
Anita - papírsmyndavél(sem hún þarf að setja saman sjálf) og flugbakpoki
Hörður - Mighty Boosh bókin
Diljá - Moleskin dagbók með milan þema
tengda mamma - bók um innanhús arkítektúr
tengdapabbi - sérhannað (af mér :-) ) fjölskyldu myndaalbúm
dóra tengda mamma - sérhannaða trefla úr þæfðri ull (frá kriljan design)
Íris - glingur skart
Valdi - Yes Man bókin
Held að allt sé komið núna :) og ég vona að allir hafi veri ánægðir með sínar gjafir

Það sem við fengum frá fólki
Mamma og pabbi - peningar fyrir fyrr nefndum gjöfum plús eitt málverk hvor frá rosa kúl íslenskum listamanni
Vigfús og Karen - Ég fékk rosa töff tösku og Gaui bók um Che
Amma- Gaf okkur Dagvaktina á dvd JEY!!!!!!
Áslandi - Ég fékk töff kertastjaka (sem ég varð að skilja eftir heima þangað til við flytjum í sumar :)) Gaui fékk hanska frá 66°norður
Anita - Ég fékk hálsmen og æðislegasta jólkort EVER, gaui fékk alskonar..gamlar töff pílur bók , spil og ég veit ekki hvað :)
Hörður og Dilja - Gáfu okkur sama rosa flottar mynd eftir holaf.
Tengdamamma gaf mér pening og gaui áskrift af new scientist
Tengdapabbi og dóra og íris hee.- gáfu okkur pening og ótrúlega flotta jólabók :)
Valdi gaf okkur CSI leikinn í wii en við áttum hann fyrir þannig að við skiptum og keyptum Nonna og Manna á dvd sem er bara æði!!!
Ásta amma gaf okkur svo Georg Jensen jólaóróann frá 1990 og pening :)
Búin að monta mig í bili hehehehe :)

Gamlárskvöld var stórskemmtilegt í Áslandinu þar sem bæði gestgafar og Vigfús og Karen sáu um að það yrði hlegið yfir borðhaldinu :) Gaui var í Keflavík en það var hringt í hann eins og áður til að halda skálarræðu :)

Fórum nokkru sinnum í heimsókn til Ragga og Auðar meðan við vorum á landinu enda höfðum við ekki séð nýju íbúðina þeirra eða "nýju" eheh búin að eiga hana í ár :)
Náðum að eyða góðum degi með Anitu daginn áður en við fórum :) hengum í perluni og á kaffihúsum, hún var líka að aðstoða okkur við leyniverkefni :)
Vigfús og Karen héldu rosaskemmtileg spilakvöld. Fyrsta kvöldið komu hörður og raggi, spiluðum pílu, wii og partí og co :) rosa gaman :) seinna spilakvöldið komu raggi og jónsi og við spiluðum catan :)
Og það var MIKIÐ spilað sem er eins og við viljum hafa það :)
Við reyndum að eyða eins miklum tíma með öllum og við gátum en við urðum bara að velja og hafna með ýmislegt og völdum það sem okkur fannst gaman og hentaði okkur best :)

Jæja hér koma myndir - blogger er svo erfiður með myndaupphlöðun þannig að hér eru tenglar á facebook!! :)
http://www.facebook.com/album.php?aid=68446&l=bbb91&id=713466331 - Jólin
http://www.facebook.com/album.php?aid=69418&l=85938&id=713466331 - Gamlárs
http://www.facebook.com/album.php?aid=71326&l=d697c&id=713466331 - myndir sem anita tók af okkur :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá ykkur Henný mín, er öll að koma til,
kann ekkert þetta facebook
kv, amma

Nafnlaus sagði...

Hæ bæði tvö.

Við erum stödd á Akureyri á skíðum, hele familien eða Teigabyggðin + Vigfús og Erluás - Arnar. Við áttum frábæran dag, fyrsta ferðin byrjaði vel fengum að njóta náttúrunnar í 30 mín. á meðan lyftan var biluð (vorum rétt komin af stað). Síðan var þetta allt saman hamingjan ein, gott veður og góður dagur eins og Hilmar Smári vakti Júlíu og Adólf með að segja. Við skíðuðum í dágóða stund og enduðum svo ferðina á því að fá okkur að snæða gott hjemmelavet nesti með heitu kakói og alles. Síðan fór karlpeningurinn í sund á meðan við stúlkurnar slökuðum á og lásum samhliða því að hvíla lúin augu, En Lovísa Björt þurfti engan bjúdi blund enda bjúdíin ein. Við sitjum nú og kósum okkur eftir að ég (Ása Karín) kúkaði á mig í gúrku og datt út strax í upphafi. Nú er kokkurinn hann Adólf að kokka góðan kvöldverð að hætti hans. Síðan bíðum við Júlía spenntar eftir morgundeginum en þá er konudagurinn mikli. Stefnan er tekin á fjöllin snemma ef veður leyfir en nú er einhver stormur að láta í sér heyra, vonandi gengur hann yfir í kvöld. Á morgun á siðan að fara á Greifann að borða eithvað gott.
Við fréttum af því að Gaui átti góðan dag þegar hann varð árinu eldri...

Vonandi
hafið þið það gott.... þarna í útlandinu...

kv