miðvikudagur, desember 10

Jólin Jólin jólin koma brátt

Þá er rétt rúm vika í að maður fari heim um jólin..þetta ár er búið að vera alltof fljótt að líða og hefur ekkert alveg verið besta árið en það voru góðir partar...stefni á að gera næsta ár BETRA :)

Það helsta í fréttum er að Guðjón er kominn með rafmagnsgítar. Hann er búinn að vera trylltur í það síðan ég gaf honum gítar hero hérna í haust. Þannig að hann bað um rafmagnsgítar í jólagjöf og ég og foreldrar mínir slóu í púkk og gáfum drengnum einn slíkan. Nú er það bara að skrifa einn góðan slagara og við verðum set for life ;-) hehehehe held samt ekkert í mér andanum í bili hehehhe

Síðustu helgi hélt ég óvænt afmælis partí handa Þurý. Bauð öllum vinum hennar á veitingastað án hennar vitundar og við skemmtum okkur alveg æðislega vel :)
Eftir matinn vildu sumir fara á djammið en við fórum nokkur í Fun Fair sem er á leicester square. Það var svaka gaman og rosalega jólalegt.

Set svo líka inn myndir af jólagjöngutúrnum og fleira sem tengt jólaundirbúningnum okkar :)



Frekar stoltur gítar eigandi!!!!



Gaui í eldhúsinu að baka smákökur

Kökurnar voru ÆÐI

Jólaljós!! :)



Jólaljósin á Regent Street

Rosa flott

Snjókallarnir á Carnaby Street

Snjókallarnir



Ekkert smá kúl

Við erum soldið hrifin af þessum köllum

Skrautið í Seven Dials

Ostabúð við Neals Yard

Gaui og ostarnir



Íslendingarnir rottuðu sig saman úti í horni

Jay og Mihir í stuði

Afmælis pæjan

Allur hópurinn

Ég og Þurý

Danni og Gaui

Ég er vesenast eitthvað í Stefáníu

Þær sem vildu fara á djammið

Þau sem fóru á Fun Fair (ekki alveg með á hreinu afhverju ég lít út eins og Jabbah the Hut)

Rólurnar


Mariza og Danni áður en þau fóri í gubbarann

Gaui fegin að vera ekki að fara í gubbutækið

Tilbúin!!

Í spegla völudnarhúsinu

Klessubílar

Besta liðið

Gaui spenntur

Ég, Gaui, Danni og Dirty Danny the snowman

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár sæta par og vonandi að þið njótið þess að vera á klakanum góða :)

BKV Dögg

Nafnlaus sagði...

hey hey og hó
Gaman að fá ykkur heim um jólin og við áttum alveg hreint frábærar stundir :) en á ekki að fara að blogga??? Veit að það eru einhverjir sem bókstaflega bíða eftir því ..... þessir sem bíða spenntastir eiga heima á Sléttahrauni ;)
lurv ja
mum